Ísafold - 01.12.1897, Qupperneq 2
338
Dr. Bördam, fólksþingsmaður, kvað land-
stjórafj'rirkomulagið ótækt, eins og samband-
ið milli Danmerkur og Islands væri nú, því
að með því fyrirkomulagi væri sambandið að
miklu leyti slitið, og þá yrðu líka að hverfa
öll þau hlunnindi, sem Islendingar hefði nú
frá Danmörku. Eina úrræSiS væri að hans
áliti einmitt það, sem dr. V. G. hefði fariö
fram á, en Dönum mætti alveg standa á sama,
hvort ráðgjafinn sæti í ríkisráðinu eða ekki.
A það atriði lagði hann enga áherzlu.
Herman Tner, varaforseti í fólksþinginu,
vildi helzt hafa tvo ráðgjafa, aunan í Evík,
hinn í Khöfn, og kvaðst hafa skilið Boga
Melsteð svo, sem það væri hans skoðun (sem
var misskilningur á orðum Boga, en Trier
var auðsjáanlega að reyna að hjálpa honum dálít-
ið). Ráðgjafinn í Reykjavík ættiþáaðhafa sjer-
stöku málin, en hinn sameiginleg mál.
Dr. Valtýr Guðmundsson benti Trier á, að
sameiginlegu málin heyrðu samkvæmt stöðu-
lögunum eingöngu undir almeuna löggjafar-
valdið og ríkisstjórnina, svo aS Islendingar
gætu engin áhrif haft á þau, enda væru þau
ekki víðtæk. Það skipti heldur ekki miklu í
reyndinni, hvort svo væri kallað, semráðgjaf-
inn væri búsettur í Khöfn eða Rvík, ef hann
væri ymist á báðum stöðum, og það yrði
hann, á hvorum staönum sem hann svo væri
búsettur að nafninu til. En í orði kveðnu
(teoretiskt) skipti það nokkru, að sagt yrði,
að ráðgjafinn væri við hlið konungs.-----------
Fyrirlesturinn hófst kl. 9, en kl. 2 um
nóttina var umræöum slitið.
Sannfæringarskipti
og
fyrirmyndarblaðamennska
Það vildi svo til, þegar oss barst í hendur
11. tölublað »Nýju Aldarinnar«, sem kom út
á laugardaginn, aS oss varð fyrst litiö aptan
á það, á auglýsingu blaðsitis um sjálft sig.
Þar er lýst yfir því að »N. Ö.« sje »rjettort,
sanngjarnt, óhlutdrœgt blað, laust við allan
lubbaskap og ópverran (skáletrið ekki haft í
N. Ö.)
Þar næst varð oss af liendingu litið neðst
á 3. dálkinn á 2. bls. Þar lýsir ritstjórinn
hátíðlega yfir þeirri sannfæringu sinni, að
»beinasti vegurinn til þess« að sannfæra aðra
sje »ekki sá, að ámæla mönnum nje atyröa
þá, heldur að sýna þeim sanngirni og rjett-
lœti<i.
Vjer fórum svo að lesa hverja greinirta ept-
ir aðra. Og oss til stórfurðu sáum vjer, að
þrátt fyrir þessar fögru yfirlýsingar blaðsins
var allmikill hluti þess ekki annað en persónu-
leg, miður góðgjarnleg ámæli og atyröi í garð
þess manns. sem ritst. »Nýju Aldarinnar«
heldur að hafi skrifað flestar ritstjórnargrein-
ar í »ísafold« um nokkurn tíma, — átnæli og
atyrði, sem ekki skvra hið minnsta nokkurt
almennt mál.
Það er auðsætt, að rneðan ritstjórinn var
að búa þessar fjórar blaðsíður undir prentun,
hefir hann þrisvar sinttum haft sannfæringa-
skipti viðvíkjandi því atriði, hvernig bezt
væri að ræða ágreiningsmál við náunga sinn.
Hattn byrjar blaðið með þeirri sannfæringu,
að hentugast muni vera að bera andstæðing
sinn persónulegum ámælum og hrakyrðum.
Svo sannfærist hann um, að það sje hringl-
andi vitlaust; bezt sje að sýna mönnum »sann-
_girni og rjettlæti«. Þá breytist sannfæringin
aptur og nú rignir niður ókvæðisorðum hjá
honum. Og að síðustu breytist sannfæringin
enn af nýju og hann kemst að þeirri niður-
stöðu, að bezt muni að láta »N. Ö.» vera
»rjettort, sanngjarnt, óhlutdrægt blað, laust
við allan lubbaskap og óþverra«.
Ekki er að kynja, þótt sannfæring hans
um landsmál hafi þokazt nokkuö til við og
við, þegar sannfæring hans um það, hvernig
blað hans eiji að vera, tekur svona mörgum
og gagngerðum breytingum á einnu einustu
viku.
Það væri nú sök sjer, þó að sannfæring
ritstjórans hefði komizt svona merkilega á ring-
ulreið, ef með nokkru móti væri skiljanlegt,
að haun hefði komizt í geðshræring út af
nokkru oröi, sem í Isafold hefir staðið. Því
að það er vitanlegt um marga geðríka meun,
að sannfæringu þeirra er hætt við að hrökkva
af hjörunum, ef skapsmunir þeirra komast í
of mikla æsingu.
Eu það er síður en svo, að Isafold hafi
átt nokkurn þátt í því óhappaverki að ýfa
geðsmuni hans. Hún hefir vitaskuld neyðzt
til að benda með örfáum oröum á sumar af
þeim mjög svo margbreytilegu skoðunum, sem
hann hefir tekið að sjer. En hún hefir ó-
tvírætt látið uppi trú sína á það, að öll sú til-
breytni hefði verið gerð af hreinum og góðum
hvötum. Hún hefir í ainu orði varazt að
minnast svo á nokkur af hans einkennilegu
sannfæringarskiptum, að þau gætu, fyrir henn-
ar orð, orðið honum til óvirðingar hjá nokkr-
um lifandi manni.
Og jafn-gáfaður maður eins og ritst. »Nýju
Aldarinnar« veit sjálfsagt manna bezt, að
það er ekki með öllu vandalaust verk, að
tala svo um suma snúninga hans, áð það tal
verði ekki einhverjum að tilefni tilgrunsemd-
ar um einlægni hans og óslítaudi tryggð við
það, sem hann hyggur sannast og rjettast.
Rjett til dæmis skulum vjjr geta þess, að
hefði ísafold ekki lagt jafn-mikiö kapp og
hún gerði á það að sneiða hjá öllu, sem vak-
ið gæti slíka grunsemd, þá mundi hún hafa
minnzt á, hve sannfæringaskipti hans í stjórn-
arskrármálinu í sumar atvikuðust næstum
því ótrúlega heppilega, og þó jafnframt ó-
heppilega.
Um mestallan þingtímann var eins og hann
rjeði sjer ekki af fögnuöi út af ágæti »Val-
týskunnar«. Vjer höfum aldrei þekkt mann,
sem látið hefir í ljós, eindregnari ánægju út
af nokkru máli. Svo barmafullur var hann
af gleði út af því, að stjórnarmál vort skyldi
loksins vera að komast í jafn-gott horf, að
hann gat ekki stillt sig um að ausa henni út
yfir menn, hvar sem hann hitti þá. Eina
mótlætið, sem nokkur varð áskynja um að
gerði vart við sig í sál hans, var umhugsun-
in um það, að nokkur íslendingur skyldi vera
svo skammsýnn að sjá það ekki, að tilboð
stjórnarinnar væri ómetanlegt happ fyrir land
og lýð.
Svo var það rjett um þinglokin, að nokkrir
af mótstöðumönnum »Valtýskunnar« komust
að þeirri niðurstöðu, að »Þjóðólfur« og »Dag-
skrá« mundu ekki einhlít til þess að vinna
bug á henni. Þeim þótti »Þjóðólfur« nokk-
uð röksemdasnauður, og þeim þótti ekki rök-
semdir »Dagskrár sem allra-ljósastar og skilj-
anlegastar. Þeir þóttust sjá það í hendi sjer,
að svo framarlega sem nokkur von átti að
vera um að koma hinni nýju stefnu í stjórn-
armáli voru fyrir kattarnef, þá var óhjá-
kvæmilegt að stofna nýtt blað. Og svo var
það afráðiö.
Og þá vildi svo einkennilega til, að ná-
kvcemlega sömu dagana, sem þetta gerðist,
fór stjórnmálasannfæring Jóns Olafssonar að
taka merkilegum breytingum. Hann fór þá
að sjá það æ betur og betur, að »Valtýskan«
mundi ekki vera nærri því eins góð og af
henni væri látiö.
Að einu leytinu var það ómótmælanlega stök
heppni, að það skyldi atvikast svo, að þessi sann-
færingarskipti bar eiumitt upp á sömu dagana
eins og ráðsályktunin um blaðstofnunina. Ei. frá
annari hlið var það jafn-ómótmælanlegt óhapp.
Því að mennirnir eru eklti eins góðir og
þeir ættu að vera. Og það er enginn vafi á
því, að það eru til þeir menn, sem svo eru
tortryggnir af eðlisfari, að þeir setja þetta
happ í samband við annað en óslökkvandi santi-
leiksþorsta og óviðráðanlega ættjarðarást.
Þess vegna vöruðumst vjer líka að minn-
ast þess með einti einasta orði, vöruðumst að
ympra á nokkrum einasta atburð af sama
tagi. Og fyrst vjer höfum nú neyðzt til að
nefna þetta happ til skýringar, þá höfum
vjer jafnframt tækifærið til þess að vara menn
við að leggja nokkurn snúning ritstjórans iit
öðru vísi en á allra-bezta veg, — hvað yndis-
lega heppilega sem hann kann aö atvikast.
En hvað er það þá, sem komið hefur þess-
um ruglingi á sannfæring ritstjórans um fyr-
irmyndar-blaðamennsku? Vjer neyðumst til
að láta spurningunni ósvarað. Því aö vjer
vitum það ekki.
Svar
gegn aðvörun Dr. J. Jóuassens
(um Voltakrossinn).
í 76. tölubl. þessa blaðs stendur aðvörun frá
landlækninunt gegn Voltakrossinum og Sybilles
Livsvækker, sem jeg hefi útsölu á til Islands.
Landlæknirinn álasar mjer fyrir aö jeg skuli fyrst-
ur nianna hafa tekizt á hendur einkaútsölu á þess-
um vörutegundum og segir að jeg sje »að reyna
að veiða bjer fáfróða alþýðu til að kaupa dýrum
dómum slíkt« o. s. frv.
Án þess að jeg dæmi nokkuð um, hvort Volta-
krossinn og Sybilles Livsvækker sje góður eða
slæmur — mörg vottorð, er styðjast við reynsluna,
dæma bezt, og sanna meira en sleggjudómar land-
lækuisins, — skal jeg leyfa mjer að skýra herra
landlækninum frá, að það er alveg rangt af hon-
um að álasa mjer fyrir það, þótt jeg hafi útsölu
á þessum vörum. Jeg á hvorki skilið last nje lof
fyrir það, því þær hefðu orðið auglýstar og seld-
ar á alveg sama hátt á Islandi, þótt, jeg ekki hefði
tekizt á hendur einkaútsöluna. Jeg hefi ekki fund-
ið upp þessa hluti og ekki heldur búið þá til nje
samið auglýsingarnar um þá. Jeg hefi einungis
tekizt á hendur einkaútsöluna og skoða það sem
hverja aðra verzlun. Þetta hefði landlæl nirinn
átt að athuga, áður en hann fór á stað til þess
að ásaka mig fyrir að jeg seldi þessar vörur, sem
er fullkomlega leyfilegt, og má landlæknirinn vita,
að jeg mun verzla með hverja þá vörutegund,
sem mjer sýnist, án þess að sækja um nokkurt
leyfi til hans.
Þar sem landlæknirinn ber öðrum á brýn að
þeir fari með skrum, ætti hann ekki sjálfur að
gjöra sig sekan i þvi, sem er engu betra. Hann
segir nefnilega: »enginn skyldi festa neinn trúnað
á vottorð þau sent skruminu fylgja«. Að hann
frá sinu þrönga sjónarmiði kalli Voltakrossinn
skrum, er skiljanlegt, þar sem hann álítur hann
ekki eins góðan og ýmislegt meðalagutl, sein
stundum getur gjört rneiri skaða en gagn. En ef
ekki má festa hinn minnsta trúnað á vottorð þau,