Ísafold - 01.12.1897, Qupperneq 3
339
setn áreiðanlegir og vandaðir menn hafa gefið af
frjálsum vilja og ótilkvaddir, hverjum má þá trúa?
Getur enginn sagt satt nema landlæknirinn á Is-
landi?
Margir þeirra, sem gefið hafa vottorðin, eru
eins vandaðir og áreiðanlegir menn eins og land-
læknirinn sjálfur og álít jeg hann þó að mörgu
leyti góðan mann. Það er þvi mikil fjarstæða
hjá honum að vilja gjiira þá alla að ósanuinda-
mönnum, og hlýtur hann að hafa skrifað þetta af
óaðgæzlu eða í hráðræði; því jeg get ekki ætlað
landlækninum að hann með fyrirhuguðu ráði beri
mörgum heiðvirðum mönnum á brýn, að þeir fari
með lygar og ósannindi, enda eru slík ummæli
hverjum manni ósæmileg.
Voltakrossinn og Sybilles Livsvækker er ekki
eingöngu selt á Islandi, því það er selt í flestum
löndum í Norðurálfu og einnig í öðrum lieimsálf-
um. Jafnvel á Þýzkalandi, þar sem þó er enginn
hörgull á doktorum, selst Voltakross prófessors
Heskiers i hundruðum þúsunda á ári. I Berlin
einni eru t. d. seldir 500 Voltakrossar prófessors
Heskiers á dag til jafnaðar.
Það er óhugsanlegt að svo mikið gæti selzt af
þessum hlutum, ef margir hefðu ekki fengið bót
meina sinna af þeim, þvi þó dr. Jónassen segi að
alþýðan á Islandi sje fáfróð, sem jeg efast um að
sje rjett sagt, þá eru menn ekki svo fáfróðir að
þeir ekki finni það, þegar þeir losast við einhvern
kvilla, enda eru til vottorð frá fleirum en alþýðu-
fólki, þvi það eru til vottorð frá prestum, lækn-
um og doktorum, og margt af hefðarfólki kaupir
lika Voltakross prófessors Heskiers, og vill þó
landlæknirinn likl. ekki kalla þetta fólk fáfróða
alþýðu. Voltakrossinn hefir á þessu ári fengið
gullmedaliur á heilbrigðisfræðilegum (hygieinisk)
sýningum i Lundúnum, Paris og Bryssel.
Kaupmannahöfn 8. nóv. 1897.
Jukob Gunnlaugsson.
Mísminni og missýning.
Það mun eiga að vera í vinsemdar skyni
við mig sem gamlan góSkunningja sinn og
skólabróður, er ritst. »Nýj u Aldarinnar« lœtur
reiði sína við ísafold — að minni vitund til-
efnislausa — koma niður ekki á mjer, heldur
á samverkamanni mínum, meðritstjóra blaðs-
ins. En mjer er ómögulegt að ala nokkurn
þakklætisneista í brjósti fyrir þannig vaxin
vinarhót. Jeg kann bezt við og er því van-
astur, að bera óskoraða ábyrgð bæði í orði og
verki á öllu því, er blað mitt flytur í rit-
stjórnar nafni. Jeg miða ekki eingöngu við
það, að svo á að vera lögum samkvæmt, þar
sem jeg er eigandi og ábyrgðarmaður blaðs-
ins, heldur hitt, að þar, í þeim lcafla blaðs-
ins, birtist engin setning, sem jeg er eigi full-
komlega samþykkur, hvort sem jeg hefi orð-
að hana sjálfur eða ekki. Það er lán mitt og
blaðsins, að eiga kost á jafn-prýðilega fær-
um manni, mjer samhuga og samhentum við
ritstjórnarstarfið, sem hr. E. H. er. En því
meira og betra fulltingi sem hann veitir mjer,
því fremur hlyt jeg að virða það mjer til miska
gert, ef verið er ófyrirsynju að veitast að
honum fyrir það með illindum og hrakmælum
— ef hann er látinn gjalda mín saklaus.
Mjer getur að öðru leyti auðvitað alls eigi
staðið það á neinu, hvorum okkar ritstjóri
»N. A.« eða aðrir eigna greinina )>Brjámi í
82. tbl. En hitt furðar mig, að hann skuli
ekki hafa önnur ráð til að koma henni á
þann okkar, sem hann kvs sjer heldur fyrir odd,
en að beita mjög svo ófimlegri hártogun.
Hann slítur í því skyni eina smásetningu útúr
sambandi: )>þá (1889) hefir ekki veriö um
neina aðra stjórnarskrárbreyting að ræða en
landstjórafrv. Ben. Sveins-;.«, og segir, að
þannig orðuð setning hljóti að vera rituð af
manni, sem ekki var hjer staddur um þær
mundir. Hefði hann haldið tilvitnuni'nni
áfram: »Og þá eru fengnar nægar sannanir«
o. s. frv., mundi hver maður hafa sjeð undir
eins, að hjer er hafður »præsens in præterito«,
þ. e. orðum hagað eins og ritarinu sje staddur
þar í tímanum, liðnum tíma, sem hann er að
minnast á, og er jafn-eðlilegt að komast þann-
ig að orði, hvort sem maður befir verið við-
staddur atburðinn eða ekki. Með sömu aðferð
hefði mátt toga alveg sama skilning lit úr
setningunni, þótt staðið hefði: »þá hafði ekki
verið um neina aðra« o. s. frv.; því að svo
fer einnig þrásitinis að orði komizt um það,
sem er haft eptir öðrum. Hins vegar er ó-
kunnugum eða fjærverandi einnið alveg eins
tamt að segja: »þá var« (það og það), þegar
þeir vita fyrir víst, að svo hefir verið.
Auk þessarar mis-svningar skal jeg drepa
snöggvast á dálítið mis-minni hins háttv.
ritstjóra »N. A.« Hann segir (43. bls. 3.
dálki, ofarlega): »Við tveir« (þ. e. hann og
jeg) »höfum nefnilega sífelt og undantekn-
ingarlaust fylt sama flokk í stjórskrármálinu«.
Hver stet'na í því máli, sem sjer sje eignuð
(undanfarið), hljóti einnig að vera eignuð
mjer, ef rjett sje frá sagt.
Nú. Ætli það?
Einu sinni, fyrir rúnftim 12 árum,
barðist J. O. harðlega fyrir »frestandi
synjunarvaldi«, og fekk meiri hluta fyr-
ir því á Þingvallafundi 1885; en jeg lagðiein-
dregið á móti. Við urðum að vísubrátt sam-
ferða aptur í því atriði, með því að h a n n
— steinhætti við þá stefnu jafnharðan, nefndi
eigi, það jeg man, »frestandi synjunarvald«
einu sinni á nafn þá samsumars, á því sama
þingi, er fyiir hans tilstofnun fekk áskorun
Þingvallafundar um að koma umfram allt inn
í stjórnarskrána ákvæði um »frestandi synj-
unarvald«!
Löugu síðar nokkuð flutti hann langa og
snjalla hugvekju (í blaði hjer í bæuum) um
fullan skilnað við Dani, taldi þá stefnu hina
einu rjettu fyrir oss þá. Því lagði jeg jafn-
eindregið á móti í Isafold. Þeim ágreiningi
lyktaði samt líkt og hinum fyrri, áður en
langt um leið: hann(3.0.)— hætti algerlega við
skilnaðarstefnuna,
Hefði hatin því orðað tilvitnaða klausu
þannig, að þó að okkur hafi greint til muna
á í stjórnarskrármálinu endrum og sinnum,
hefðum við samt, áður langt um leið, jafnan
fyllt sama flokk aptur, — þá hefði það verið
rjett að orði komizt. Og því mundi jeg auð-
vitað fagna, ef svo færi, að þetta ætti eigi
einungis við liðna tímanh, heldur einnig hinu
ókomna: að ágreiningnum okkar í milli nú, er
skall á eins og skrugga úr heiðríkju, þ.e. ept-
ir fullkomið samræmi um hríð, um þingtímann
í sumar og fyrir haun, ljetti aptur með sama
bætti og áður, — og það sem fyrst.
B. J.
Drauinárar „Þjóðóifs“.
Nýju lögin ókomin enn í ljósmál, eptir
meira en 4 sólarhringa frá því er póstskipið
hafnaði sig hjer. Þau kváðu vera í stórum
kassa íit í skipinu — sem fragt-sending !
Öllum hjerlendum lýð enn leyndardómur, hvað
af lögum frá síðasta þingi hlotið hefir kon-
ungsstaðfesting.
Fróðlegt væri að vita-, hver það er, sem
skrifar um stjórumál í »ÞjóSólfi«. Ohugsandi
er, að það sje stórspekingur sá, sem segir
til nafns sfns aptan á blaðinu.
Það er jafnvel lítt hugsaudi, að þessi stjórn-
málarithöfundur fáist við starf sitt í viiku.
Langlíklegast er, að hann noti svefnstundir sín-
ar til að skrifa fyrir »Þjóðólf«, og er þó snöggt
um meira vit í draumórum sumra manna en
»Þjóðólfs«-greinum hans.
Tökum til dæmis grein »um þingrof«, sem
»Þjóðólfur« flytur í gær.
Það er staðhæft, að þing geti ekki orðið að
sumri, og sú söunun til færð, að ekkert hafi
enn um þingrof heyrzt frá stjórninni. Nú á
að vera orðið of seint að rjúfa þingið til þess að
geta haldið aukaþing næsta ár.
Ollu öðrum Islendingum en þessum »Þjóð-
ólfs«-manni er þó vitanlegt, að skrifi konung-
ur undir ályktun um þingrof einhvern tíma
fyrir næsta nýjár, er ekkert því til fvrirstöðu,
að aukaþing verði haldið á næsta át'i. Og vjer
göngum jafnvel að því vísu, að honum sje lcunn-
ugt um þetta allar þær stundir sólarbrings-
ins, sem hann er ekki steinsofandi. —
í sömu greininni er þeirri mjög svo furðu-
legu kenningu haldið að lesendunum, að nýj-
ar kosningar eigi að fara fram áður en tveir
mánuðir sjeu liðnir frá þingrofinu. Fyrir þessu
er 8. gr. stjórnarskrárinnar boriu. Engum
manni getur dulizt, að það hlýtur að vera
gert í draumi.
Því að sú grein minnist ekki á það með
einu orði, hvetiær kosningar eigi að fara fram.
Þar á móti segir hún, að til þeirra- skuli stofn-
að áður en tveir mánuðir sjeu liðnir frá þing-
rofinu, með öðrum orðum: að lögleg alyktun
-kub innan þess tíma gerð um það, livenær
þær eigi að fara fram.
Það er reyndar ekki sennilegt, að nokkur
heilvita maður villist á þessum nje öðrum
draumórum »Þjóðólfs«. En til frekari fullvissu
virðist ekki úr vegi að prenta lijer 8. gr.
stjórnarskrárinnar, til þess að hverjum einasta
manni geti orðið ljóst, að maðurinn gerir eitt-
hvað anuað við vökustundir sínav en að skrifa
fyrir blaðið. Hún hljóðar svo:
»Konungur getur leyst upp alþingi, og skal
þá stofnað til nýrra kosninga áður tveirmán-
uðir sjeu liðnir frá því það var leyst upp,
og alþingi stefnt saman ncesta ár eptir að
það var ley*t upp<i.
Kynlegast er þó, að frjettagreinar blaðsins
frá Khöfn virðast vera skrifaðar í samskonar
tómstundum eins oghjerlendar stjórnmálarit-
gerðir þess. Það er eins og menn hafi beggja
megin hafsins gert samsæri um að skrifa vesa-
lings-blaðinu ekkert annað en fjarstæður, sem
eingöngu birtast mönnum í draumi.
Það þarf ekki annað en benda á grein í
síðasta »Þjóðólfi«, sem köllnð er »Valtýskan í
Höfn«. Mestallt, sem þar er haft ept.ir dönsk-
um ræðumönnum, er þveröfugt við það sem
þeir sögðu. Einna skemmtilegasta atriðið í
þeim draumórum er þó það, að Octavius
Hansen hæstarjettarmálafærsluinaður er látinn
halda ræðu, sem Bogi Melsted hjelt, og Hans-
en ljek svo meinlega, sem sjá má á öðrum
stað hjer í blaðinu!
Til „Hjálmars“, aukaskips Eimskipaútgerð-
arinnar, hefir frjetzt til Isafjarðar, með gufuskip-
inu »Merkur«, .er þaðan kom fyrir 3 dögum.
Hafði gengið vel ferðin þangað.