Ísafold - 08.12.1897, Síða 1
Kf>ninrútýiti«st<*iTiu siiiiiieí>»i
tviuv.iviktt. Verít Aris.(90*rKh
tiiitiDST )4kr.,erleurtís 6 kí' eftn
l'/jdoli.; horgist lyrir niiftjari
júli(«rlei)dis tyrir t'ram).
ISAFOLD
Uppsoun (sk' itleg) outidin v f)
áiamót, óglld neiaa kominsje
til ÚTgHtanda tyrir 1. október
Aí«reií)slnstota blaðsins er i
Aunturxtrœti 8.
XXIV. {jj’if. Reykjavík, miðvikudaginn 8. des. 1897- |i 86- hicið,
JC5air~ Tvisvar í viku
lcemur ísalold til .jóía, niiðvikudaga
oji laiigstrdítKa.
Danir
ræða stjórnarmál vort.
Sjálfsagt þykir mömium fróðlegt aS lesa út-
drátt síðustu Isafoldar úr ræðum danskra rík-
isþingsmanna ttm stjórnarmál vort, er haldnar
voru í Stúdentasamkuudunni dönsku í haust.
Oss er eðlilega ávallt forvitni á að heyra, hvað
heldri menn Dana ltafa um þaS aS segja.
I'aö eykur og á athygli vora, aS ræðumenn-
irnir voru úr flokki vinstrimanna, flokki, sem
ckki er með öllu ólíklegt að komist til valda
í Danmörk, áður en mjög langt líður, um
lengri eða skemmri tíma, en ekki hefir
cnn látið neitt uppi um það, hvernig hann
muni svara sjálfstjórnarkröfum vorum.
Naumast verður þó sagt, að verulega mikið
hafi verið á þeim ræðum að græða.
Eptirtektavert er það, vitaskuld, að allir
þessir dönsku stjórnmálanienn hafa tjáð sig
mótfallna stjórnarbótarkröfum vorum, eins og
þær hafa komið fram í frumvörpum alþingis
þangað til í sumar. Enginn þeirra er því
meðmæltur, að vjer fáum jarl eða landstjóra
með ráðaneyti hjer á landi. Tormerkin, sem
þeir telja á því fyrirkomulagi, eru hin sömu,
sem stjórn vor hefir áður að oss haldið: að
því fylgi of niikill kostnaður fyrir ísiand, og
að með því væri sambandinu milli Isiauds og
Danmerkur að miklu leyti slitið.
Eti þvðing þessara umrnæla rvrnar töluvert
við það, að ræðurnar bera það yfirleitt með
sjer, að mennirnir hafa mjög lítið hugsað um
stjórnarmál vort. Það er svo sem ekki held-
ur nein furða. Hingað til hafa vinstrimenn
í Damnörk ekkert tilefni haft til slíkrar um-
hugsunar. Enginn þeirra hefir hingað til átt
kost á að hafa nein afskipti af stjórnarhögum
vorum nje þurft að hafa neina ábyrgð á þeirn.
Og stjórnarfarið í þeirra eigin landi hefir um
langan tíma verið þeim nægilegt umhugsunar-
cfni -— og langt fram yfir það.
Einkum er það auðsætt af ræðum þeirra,
að þeir hafa mjög litlum tíma varið til að
hugsa um, hvernig sambandinu milli Danmerk-
ur og Islattds ætti að vera háttað.
Fyrir Oct. Hansen vakir, að ráðgjafi vor
ætti eklti að sitja í ríkisráðinu danska, og hann
gengur að því vísu, að vinstrimenn muni,
hvenær sem þeir komist til valda, verða þess
albúnir að kippa honum út úr því. Eðlilega
lætur það vel í eyrum vor Islendinga. Mikl-
um mun meira hefði samt verið í þau ummæli
varið, et' hr. Hansen hefði þá jafnframt bent |
á, hvernig hann hugsaði sjer að háttað yrði
eptirlitinu með löggjöf vorri af ríkisstjórnar-
innar hálfu. Því að það er óniótmælanlegt, að
það eptirlit verður að eiga sjer stað. Sú
stjórn kemur aldrei að völdum í Danmörk,
sera afsalar sjer ölhtm rjetti til að hafa hönd
í bagga, ef lóggjöf vor fer að stefna í áttina
til þess, að stofna ríkinu í vanda. Og þar
sem botnvörpumálið er, höfum vjer ljóst dæmi
þess, að slíkt getur fyrir komið, jafnvel þótt
vjer förum ekkert út af því valdsviði, sem
stjórnarskráin heimilar oss.
Ekki virðist málið hafa verið ljósara í hug
dr. Rördams. Honum þótti sem Döuum mætti
alveg standa á sama, hvort íslands-ráðgjafinn
sæti í ríkisráðinu eða ekki, lagði enga áherzlu
á það atriði. En að hinu leytinu taldi hann
landstjóra-fyrirkoinulagið ótækt, því að með
því væri ísland að miklu leyti leyst úr sam-
banditiu við Danmörk. Ef hann hefði hugsað
málið nokkru meira, mundi honum fráleitt
hafa getað dulizt það, að það er ekki lauds-
stjóra-fyrirkomulagið út af fyrir sig, sem rask-
ar neitt sambandinu við Danmörk, heldur ein-
rnitt lausn stjórnmála vorra úr ríkisráðinu —
það atriðið, sem hann telur með öllu þyðing-
arlaust frá sjónarmiði Dana.
Þriðji danski ræðumaðurinn, Herman Tner,
er ekki einu sinni svo kunnugur málavöxtum,
að hann hafi gert sjer það ljóst, að saffieigin-
legu málin heyri eingöngu löggjafarvaldi ríkis-
stjórnarinnar til. Hann ætlar oss tvo ráð-
gjafa, annan í Rvík, hinn í Khöfn. En ekki
verður sjeð, að hann hafi gert sjer neina á-
kveðna hugmynd um, hvernig sambandi þeirra
tveggja ráðherra við ríkisstjórnina ætti að vera
háttað.
Langmerkasta atriðið í þessum ræðuhöldum
er ummæli Oct. Hansens utn ráðgjafavald
gagnvart valdi óæðri embættismanna. Það er
mjög auðskilið, hvernig á því stendur, að hon-
um er það efni ljósara en önnur, sem á góma
hafa borið í umræðum þessum. Til þess að
komast að rjettri niðurstöðu í því efni, þarf
enga sjerstaka þekking á stjórnarmáli Is'ands.
Til þess þarf ekki annað en þekking ástjórn-
háttum þjóðfrelsislandanna yfirleitt. Hvergi
nema hjer á þessu afskekkta landi mundu
skynsamit' menn láta telja sjer trú um, að
það sje hagur fj'rir þjóðina að auka sem mest
vald undirgefinna, ábyrgðarlausra embættis-
manna, en draga valdið sem mest vtr höndum
ráðgjafaus, þess mannsins, sem ábyrgðina á að
hafa, þess mannsins, sem þingið á aðgang að,
ef því þykir stjórnarathöfnin að einhverju
leyti fara í ólestri. Hvergi nema hjer mundi
verða örðugt>að koma mönnum í skilning um,
að ráðgjafinn eigi að vera aðalleiðtogi þings og
þjóðar í framfaramálum hennar, og að það
verði hann aldrei, meðan nokkur embættismað-
ur er milliliður milli hans og þingsins og hon-
um er ætlað að sjá allt með augum þess
manns. Hvergi nema hjer mundi sú fjar-
stæða þykja boðleg hugsandi þjóð, að vald
þingsins ryrnaði við það, ef það færi sjálft að
semja við slíkan ráðgjafa og heita áhrifum
sínum beint á hann, í stað þess að fá ein-
göngu kost á að eiga við embættismann, scm
getur, stöðu sinnar vegna, látið sjer standa á
sama, livernig öll þingmál ganga.
Reykjavík á eptir.
Það var síðastliðið sumar, að jeg kom á
Vestfirði í fyrsta skipti, og hafði jeg rnikla
ánægju af þeirri fetð, því að margt er þar að
sjá ólíkt því, sem hjer er. Manui verður auð-
vitað fyrst fyrir að veita landsiaginu eptirtekt;
þar eru fjöllin brattari en hjer, og víðast mjög
lítið undirlendi við sjóinn, sumstaðar alls ekk-
ert.
Kauptúnin á fjörðum þessum eru mjög hag-
anlega sett; á Patreksfirði, Dyrafirði og Isa-
firði standa þau á eyrurn, sem náttúran hef-
ir búið til svo haganlega, að hlje er fyrir
sjávar-gangi og marbakkinn, þegar út í kem-
ur, snarbrattur, svo auðvelt er víða að gera
góðar bryggjur, sem hafsskip geta legið við,
vitanlega með miklum tilkostnaði, eu kostnað
til þess konar mannvirkja lata vestfirzkir
kaupmenn sjer elcki fyrir brjósti brenna.
Þeir hafa vel vit á, hvers virði þaö er að land-
flutningur og útflutningur á vörum gangi
greiðlega, og að skipunum sje vel borgið,
rneðan á því stendur. Mjer datt í hug höf-
uðstaðurinn okkar; vestfirzku kauptúnin sum
standa honum mörgum fetum framar, að því
er bryggjur snertir og vöruflutning á landi í
sjálfum kauptúnunum.
A Isafirði hja herra A, Asgeirsson er veg-
leg bryggja, sem stórkip geta vel legið við,
hvernig sem á sjó stendur. Lík brvggja or
þar og hjá öðrum kaupmanni. Eptir bryggj-
um Jiessutn liggja járnteinar eða spor, er
renna má eptir hjólsleðum að hverju vöru-
geymsluhúsi, og jafnvel í gegnum þau og út
um fiskþerrireitina.
A Dyrafirði hjá herra N. Chr. Gram kon-
súl er líkt háttað; þar er stór og sterkleg
bryggja með akbrautum á, sem g'ánga langt
á land upp, og margt er þar vel um búið.
A Bíldudal við Arnarfjörð hjá herra P. J.
Thorsteinsson kaupmanni er ínest framförin.
Mjereróhætt að fullytða, að hann einn hefir
gjört meira en allir Ileykjavikurkaupmenn
um eða yfir 20, og þó að allt bæjarfjelagið
væri með talið, í þá átt að gera góðar bryggj-
ur og leggja akbrautir og fl. Við eldri bryggj-
uua á Bíldudal geta 3 þilskip legið, og má
ferma og afferma þau öll í senn; þar g&nga
tvöfaldir akteinar frá bryggjusporði og alla
leið upp í vörugeymsluhús, svo og í gegnum
þau sum og út á enda á fiskþerriplássunum,
og er það á annað hundrað faðma að vegar-