Ísafold - 23.03.1898, Side 1

Ísafold - 23.03.1898, Side 1
Kemnr ur ýmisr einu siniu e(5a t'visv. í viku. Yeið árg. (30 arka niinnst) 4 kr., erlcndis 5 kr. e<Ta 1 */a clol!borgist fyrir mifJjan júlí (erlendis íyrir fram). UppsÖgn tskriflegy nunum vn'T áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir 1. oktúber. Afgreiðslustofa blaðsins er í Aimturstræti 8. Reykjavik, miðvikudaxinn 23. marz 189S. 15. Mað. XXV. árír. Apturhalds- prjedikunin síðasta. StúdtMitar ogr sUrif.stofuríkið. Hr. Bogi Melsteð canri. njag. hefir gefið út bæklÍDg um atjórnarskrármál- ið, sem hann kallar »Önnur uppgjöf Is- lendinga eða hvað?« Nafnið er nokk- uð lurkslegt. Bri um það skal ekki deilt. Hjer er um nóg annað að deila en ein8tök orð. Ritlingurinn er gefinn út, »aó tilhlut- nn Fjelags íslenzkra stúdenta í Kaup- mannahöfn«. Trúað gætum vjer því, að 8á dagurkomi, áður en mjög langt um líður, að þessum ungu námsmönnum þyki miður farið, að þeir ha.fi átt hlut í útgáfu annars eins rits — að minnsta kosti flestum þeirra, sem ekkí lenda í æðstu embættunum. f>ví að slík sending frá heilum flokki ungra menntamanna er sjálfsagt með öllu dæmalaus um allan heim. Ekki eingöngu vegna þess ótrúlega barnaskapar og þroskaleysis,erþar kemur fram, skilningsleysisins viðvíkj- andi svo að segja öllu því, er lýtur að þingbundinni stjórn. Slíkt er afsak- anlegt um fjelag ungra manna — þó að það sje lítt skiljanlegt um höfund- inn, maun, sem kominn er hátt á fertngsaldur og gerir rannsókn sögunn- ar að lífsstarfi sínu. Bkki heldur eingöngu fyrir það, að bæklitjgur þessi flytur þjóðinni þá fömmustn apturhaldskenn- ing, sem henni hefir verið boðin, síð- au fyrst var farið að vinna að því, að gera hana að frjálsri framfaraþjóð. jþað hefir komið fyrir, að æskulýðurinn hefir fjdlzt brennandi áhuga og trú á þær hugsjónir, sem frelsinu hafa verið andstæðastar, þegar þær hugsjónir hafa birzt hoDum í stórvöxnum mynd- um og glæsilegum búningi og svalað að einhverju leyti lotningarþrá manns- andans eptir aflí og afreksverkum. Beldur fyrir það, að þungamiðja hugsana þeirra, sem koma fram í þess- um ritlingi, er lotmngin fyrir því valdi, sem einna óglæsilegast er, daufast, rykugast, myglaðast — fyrir valdinu, sem þeir Dickens og Kielland hafa hlaðið um þá háðungarköstu, er lengi munu standa óbrotsjarnir í bókmennta- túni hins menntaða heims — fyrir skrif- finnskuuni, skrifstofuríkinu, ábyrgðar- lausa embætti8valdinu. Lengi mun þess minnzt verða í sögu þjóðar vorr- ar, að ættjarðarást ísleuzkra stúdenta í Kaupmannahöfn tók á sig þessa mynd í lok 19. aldarinnar — í fyrsta og vonandi síðasta sinn. Getsakir. Aður en vjer virðum nákvæmar fyrir oss aðalefni þessa ritlings, getum vjer ekki stillt oss tini að minnast á getsakirnar, dylgjurnar og þvættings- sögurnar, sem þar eru. það er því leiðinlegra að þurfa að minnast á þetta, sern höf. hefir í öðru veifinu talsvert ríka tilhneiging til þess að láta and- stæðinga sína njóta sannmælis. En það væri rangt að ganga þegjandi fram hjá því. Hann dylgir t. d. um það, að sjer sje kunnugt um, að þeir, sem sinna vildu stjórnartilboðinu á síðasta þingi, hafi gert það fyrir eigin hagsmuna sakir, »væntan!ega siundarhefð«, í því skyni, að fá. »1 eða 2 þúsundum kr. meira til að lifa af«, eða til þess að komast »nokkrum stigum hærra á tignarskrá ríkisins*. Slíkum dylgjum þarf ekki að svara. þær eru svo skammarlegar í augum allra rjettsýnna manna, að það þarf ekki nema segja frá þeim. Álíka virðuleg og vltleg er sú saga um dr. Valtý Guðmundsson, að hann hafi sjálfur sagt, að tillögur sínar miði að flytja valdið út úr landinu. Vitanlega væri þetta jafn-staðlaust bull, hvort sem dr. Valtýr hefði sagt það eða ekki. En hver óvitlaus maður trúir því, að hann hafi sagt það, — að hann hafi farið að gera leik að því að ó- frægja á óþyrmilegasta hátt þann mál- stað, sem hann berst fyrir með öllu því þreki og öllum þeim dugnaði, sem hann á til? Happið. Oss kemur ekki til hugar að faia að tína upp allar fjarstæðurnar í rit- lingi B. M. og mótmæla þeim. Með því yrði athugasemdir vorar sjálfsagt lengri en ritið, sein athugað væri. Vjer látum oss — að minnsta kosti að smni — nægja fátt eitt, og vjer byrjum á bls. 5: »það varð Islandi að miklu happi 1874, er konungur skipaði ráðgjafa fyrir Island, að hann kaus til þess mann, sem hlaðinn var öðrum ráðgjafa- störfum, mann, sem hafði svo mikið að gera, að hann aðeins gat sinnt íslands-málum í hjáverkum. . . . það er í raun rjettri hið langmesta »p ó 1 it i s k a« h a p p, sem 1 sland lief- ur orðið fyrir, síðan það fjekk stjóra- arskrá sína, að ráðgjafi þðfes varð danskur maður, erj.var önnum kafinn af öðrum, miklu umfangsmeiri ráðgjafa- störfum«. Já, slíkt og þvílíkt happ! Eyr má nú vera hundaheppni, en að sá mað- urinn, sem í hverju einasta löggjafar- atriði hefur átt að ráða því, hvort vilji þjóðarinnar skyldi metinn nokk- urs eða einskis — maðurinn, sem hefði átt að vera sjálfkjörinn til að standa á verði fyrir oss gagnvart hverri sem helzt útlendri yfirdrottnan — maður- inn, sem, samkvæmt stjórnarhug- myDdum allra nútíðarþjóða, átti að vera leiðtogi vor til framfara og menn- ingar — — að hann skuli hafa verið »danskur maður, er var önnum kafinn af öðrum, miklu umfangsmeiri ráð- gjafastörfum« — að hann skuli ekki hafa borið miunsta skynbragð á mál- efni þeirrar þjóðar, sem hann var yfir setuur, þarfir hennar, óskir nje eigin- leika — að honum skuli hafa staðið á sama um alla skapaða hluti hjer á landi og eingöngu skoðað sig sem sverð og skjöld hins útlenda valds í viður- eigninni viðoss! Miklir gæfumenn höfum vjer verið, Islendingar! Og mikið hefir vanþakk- læti vort verið, að vera stöðugt að finna að öðrum eins velgerðum og þessum! því að allir verðum vjer við það að kannast: vjer höfum ekki verið ánægð- ir með þetta. Vjer höfum talið þetta stjórnarfyrirkomulag óhafandi. Vjer höfum talið ósæmilegt og stórhættu- legt fyrir þjóð vora, að una við það. Oss kann að snúast hugur eptir þessa prjedikun frá Kaupmannahöfn. En nýstárleg er hún. Slíka kenning hefir enn engÍDn dirfzt að bjóða þjóð vorri fyr en nú. Alþýðumenntunin. Það sem Pjetur og PáU segja um hnna. Eptir alþýðukennara. VII. Búnaðarskólar, kvennaskólar og sjóinaiiiinskólinn eru sjermenntunar-stoív&nir, sem ekki ættu að fást við að veita þáfullkomn- ari, almennu menntun, sem gagnfræða- skólunum er ætlað að veita. Nemend- ur þessara skóla ættu eigi að þurfa að leggja stund á sögu, landafræði, út- lend mál, náttúrusögu o. s. frv., á sama tíma og þeir eru að nema bú- fræði, hannyrðir, matartilbúning og aðrar kvennlegar listir, eða sjómanna- fræði. Að því leyti, sem nokkra veru- ^lega undirbviningsmenntuu þarf til að afla sjer sjermenntunar, ættu nemend- urnir að hafa aflað sjer hennar, áður en þeir fara í sjermenntunar-skólana. A þá ekkert að hugsa um fullkomn- ari menntun til bókariunar handa kvennfólki en þá, sem heimtuð er til fermingar? Konur eiga þó sannarlega sinn þátt í ýmsum störfum, sem góða undirbúningsmenntun þarf til. Auk heimilisstjórnarinnar nægir að benda á það, að þær eru opt og einatt einu kennarar barnanna á heimilinu. Ear- sæld lands og lýðs er þannig fullt eins mikið komin undir starfi kvenna sem karla. þetta er hverju orði sanuara, svo satt og viðurkennt og alkunnugt, að það er hreinn óþarfi að taka það fram. það er því sjálfsagður hlutur, að kon- ur eiga að fá allt að eiuu góða og full- komna bóklega menntun sem karlar. þær þurfa að fá svo rækilega andlega menntun, að þær skilji stöðu sína og geti staðið sómasamlega í henni, bæði sem mæður og húsmæður; þær þurfa að verða svo andlega frjálsar, sem unnt er; þá taka þær fyrir munmnn á kvennfrelsis-skrumurunum, því að þær langar þá hvorki til að koma á kjörfuudi, nje sitja í hreppsneínd, o. s. frv. Eins og nú er fyrirkomulag kveuna- skólanna, eru þeir að nokkru leyti sjermenntunarskólar, veita til3ögn í handavinnu og öðrum kvennastörfum; og að nokkru leyti veita þeir bók- fræðslu. Af því, hve stuttan tíma vel flestar stúlkur gauga í þessa skóla, hlýtur að leiða, að bæði hið verklega og bóklega nám verður lítilfjörlegt. Væri aptur á móti emum eða tveim vetrartímum varið eingöngu til verk- legs náms í handavmnu, matreiðslu og innanhússvinnu, þá tnundi hver stúlka, 8em nokkurt mannsefni er í, verða nokkurn veginn fær í þeim verkum. Verklega menntaðar húsmæður eru kjörgripir hverrar þjóðar; því ætti um fram allt að kappkosta, að koma kvennaskólunum í það horf, að nem- endur þeirra yrðu vcl færir um að taka að sjer heimilisstjórn. — þær, sem meira vildu mennta sig til bókar- innar, ættu að ganga í gagufræðaskól- ana. B ú nað ar s k ó lan a hafa margir verið óánægðir með að undanförnu; en það er vafalaust af því sprottið, að al- menningur hefir ekki kunnað að meta gildi þeirra. þeim röddum fækkaróð- um, sem láta óátiægjuna í ljós, enda vinna þeir skólar mjög mikið gagn. En ódýrari og umsvifaminni mættu þeir vera, ef ekki væri hugsað þarum aðrar bókmenDtir en þær, sem bein- línis heyra búfræðinni til. þeim bænda- efnum, sem meiri almennrar bók- fræðslu vildu afla sjer, verður að vísa til gagnfræðaskólanna. það, sem á vantar til þess, að búfræðin komi að verulegu gagni, er vísindaleg stofnun, þar sem hægt væri að gera visindaleg- ar rannsóknir t. d. um fóðurjurtir o. fl. Árangur þeirra raunsókna mundi brátt koma í ljós, og sýna, að margt má endurbæta og öðru visi til haga en uú er gjört, og þá munu menn neyðast til að játa, að þó að bókvitið sjálft verði ekki »látið í askana«, þá hjálpar það samt til að framleiða það úr skauti náttúrunnar, sem á að láta í askana. Sjómannaskólinn hefir það ætlunarverk, að undirbúa menn til þess að verða færir um að stýra skipi. þeir menn, sem trúað er fyrir skipi og lífi margra manna, verða að kunna listina þá að sigla um sjóinn; þeir þurfa því að vcra svo vel að sjer í sjómanuafræði, að þeir geti ratað sjó- leiðir hjer við land og bjargað sjer úr hafi eða fundið land, ef til hafs hefir rekið. þeir þurfa meira að segja helzt að vera almenut menntaðri menn en hinir, sem þeir eiga yfir að bjóða, ef vel á að fara. Engu þessu verður víst með sanni neitað, en annað mál er það, hvort sjómanna-menntuninni er svo fyrir komið, sem hyggilegast væri. þeir skipstjórar, sem vjer þurfum á að

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.