Ísafold - 30.03.1898, Page 2
67
að óþörfu. Sömuleiðis gæta þess, að
reka skepuurnar aldrei hart, að jeg
ekki tali um aðra eins svívirðingu, ains
og menn opt og einatt gera sig seka
í: að siga hundum á skepnur, jafnvel
á lambfullar ær og á kýr, komnar að
burði. —
Að gefa fje á morgnana, sem úti-
beit hefir, er hyggilegra en að gefa
því á kvöldin, þegar það kemur inn,
af þeim ástæðum, sem nú skal greina.
Jpegar fje er gefið að morgninum, áð-
ur en það er látið út, verður það þol-
betra að bera sig eptir útibeitinni og
fara út í kulda. það bítur ekki eins
gráðugt hvað sem fyrir munni verður,
heldur velur beztu grösin úr. jpað
ber líka ávallt minna á hastarlegri
bráða- og lungnaveiki í því fje, sem
ekki er látið fara fastandi út úr hús-
um. Hve mikið gefa þarf að morgn-
inum, fer auðvitað eptir útibeitinni.
En úr því að gefið er á annað borð,
ætti ekki að gefa minna en sem svar-
ar 8—10 pd. hverjum 40 rosknum
kindum.
Alþýðumenntunin.
I»að sem Pjetur og Páll segja
um hana.
Eptir alþýðukennara.
VIII.
Menntun alþýðukennaranna.
það er afar-hægt að verða barna-
kennari hjer á landi. Til þess starfs
veljast menn með ýmsum undirbún-
ingi. Sumir hafa í engan skóla geng-
ið, aðrir í kvennaskóla eða búnaðar-
skóla, gagnfræðaskóla, eða latínuskól-
ann o. s. frv.
f>e8si undirbiiningur, eða rjettara
sagt undirbúningsleysi, er nægilegt í
augum þeirra, sem líta á kennslustarf-
ið eingöngu sem utanbókarlærdóms
og yfirhéyrslustarf. það er svo sem
auðvitað, að það þarf ekki neina sjer-
menntun eða sprenglærða menn til að
kenna börnum að stauta, draga til
stafs og reikna ofurlítið. þeim þykir
það þarílaust, að fólkið sje að ganga
í skóla til að læra að kenna; þeir vitna
til þess, að svöna hafi það nú lengst
baslazt af án kennaramenntunar; þeim
þykir alveg óþarft að hafa sjerstaka
stofnun fyrir kennaraundirbúning, —-
í kennaraskólunum sje ekki lært ann-
að en í gagnfræðaskólum, nema þessi
uppeldisfræði og kennslufræði, en upp
á þá kreddulærdóma þykir þeim ekki
mikið kostandi; eða þeir skoða þessi
fræði sem nógu góða, en þó lítilf jörlega
viðbót við gagnfræðin.
Svona tala og hugsa ýmsir góðir
menn í ár, — gera það líka ef til vill
að ári —; en það er víst, að þess
verður ekki langt að bíða, að þeir
breyti skoðun sinni. Ekki þarf lengra
að fara til að finna líkur fyrir, að sá
spádómur rætist, en til þingmannanna
okkar. Sömu þingmennirnir, sem fyr-
ir 10 árum töldu mesta hjegómaskap
að vera að hugsa um sjermenntun
handa kennurum, styðja nú með ræð
um sínum og atkvæði á þingi að því,
að k nnarafræðslu sje haldið uppi.
Meiri umhugsun og meiri þekking hef-
ir gefið þeim sannfæringu um nauð-
syn hennar. Meiri hluti þingsins hefir
þegar viðurkennt nauðsyn kennara-
menntunarinnar með því að veita á-
litlega upphæð til að halda henni uppi
sem aukagetu við Flensborsarskólann.
Næsta stígið ér, að stofna sjálfstæðan,
duglegan skóla til að mennta barna-
kennara. Og þeim fer allt af fækk-
andi, þrándunum fyrir þeirri nauð-
synja-stofnun; áhrif þeirra þverra; þeim
veitir örðugra að telja öðrum trú um,
að þjóðin geti mannazt og menntazt
án hennar, þó að þeim hafi hingað til
tekizt að sporna við því, að kennara-
skóli væri stofnaður.
Af eigiuni reynd meðmælanda og
mótmælanda þessa máls er bágt að
skera úr þrætunni. En þar sem oss
skortir þekkingu og reynslu í þessu,
verðum vjer að líta á reynslu annara.
Og hver er hún? Hverjum er hún í
vil, formælendum málsins eða andmæl-
endum? Fræðslusaga annara þjóða er
í stuttu máli þe8si:
Til alþýðukennara hafa framan af
verið teknir menn af handahófi; ann-
ars hefir ekki þott við þurfa; — og
hjer á landi hefir mátt heyra hundr-
að ára garnalt bergmál af röddum ann-
ara þjóða um þekkingarkröfur til kenn-
ara. — En brátt hafa allar þjóðir sjeð,
að fyrsta skilyrðið fyrir góðri alþýðu-
fræðslu var: dugandi, vel menntir kenn-
arar, sem hefðu fengið ákveðna, sjer-
staka þekkingu. f>ví hafa hinir mörgu
og góðu kennaraskólar verið stofnaðir
með ærnum kostnaði. Margir þeirra
eru nú orðnir miklu eldri en elztu mót-
mælendur kennaraskóla hjer á landi.
Og því fer svo fjarri, að þessir skólar
hafi þótt ófyrirsynju stofnaðir, að þeim
fjölgar æ meir og meir, og þeir eru
allt af gerðir fullkomnari og fullkomn-
ari. Allir eru orðnir á eitt mál sáttir
um það, að með þessum skólum standi
og falli alþýðufræðslan.
f>etta segir útlend saga og útlend
reynsla.
Annars vegar standa þá hjer menn
víðs-vegai' um heim, msnn, sem haía
varið allri æfi sinni til þess, að gagn-
kynna sjer málið, og hafa langa reynslu
við að styðjast. Hins vegar nokkrir
íslendingar, sem bæði skortir þekk-
inguna og reynsluna. Auðvitað væri
það sómi fyrir þá og þjóð vora, ef þeir
reyndust skarpskyggnari öllum hinum
mörgu og merku andstæðingum sínum;
en það er hætt við, að því verði ekki
að fagna. Að leitast við að hrekja
skoðanir þessara manna, væri að berj-
ast við skugga;' ástæðurnar eru svo
ljettvægar, og þeim, sem enn reyna að
bera þær fyrir sig, fækkar svo óðum.
En gerura ráð fyrir, að kennara-
skóli væri stofnaður og að öllu leyti
svo úr garði gerður, sem nauðsynin kref-
ur; — mundi þá verða sú aðsókn að
honum, að góðum kennurum fjölgaði
nægilega? Kennarastaðan er nú sem
st mdur harla óglæsileg fyrir unga efn-
ismenn, en efnismenn er nauðsynlegt
að fá til þeirra starfa. því nauðsyn-
legra virðist þá, að gera þeim sem að-
gengilegast að ganga í skólann. það
er ekki von, að menn vilji leggjamik-
ið í sölurnar þar, sem til lítils er að
vinna, og hafna íyrir það annari líf-
vænlegri stöðu. það þarf að gera
tvennt: sjá svo um, að starf þeirra
verði betur launað, og að veita nemend-
unum kennslustyrk.
I einn kennaraskóla fyrir allt land
þyrfti að ganga árlega um 45 nem-
endur, ætti þörfinni að vera fullnægt.
það mættu ekki útskrifast færri en 15
að meðaltali, þó að ekki væri gert ráð
fyrir fleirum en 200 starfandi kennur-
um fyrst um siun. Meðan staðan er
ljelega launuð, má ekki gera ráð fyrir
að mjög margir væru við hana æfilangt.
Enda verður sízt sagt, að hundrað væri
í hættunni, þó að út um land dreifð-
ust ungir menn og konur með kenn-
aramenntun, sem ekki gerðu það að
aðalstarfi sínu að kenna. þekking sú,
sem þeir hefðu öðlazt í kennaraskólan-
um, kæmi þeim að góðu haldi sem
húsfeðrum, húsmæðrum og foreldrum
í bændastöðu. þ>ekking almennings,
karla og kvenna, á barnauppeldi og
kennslu er svo ljeleg, að það væri
ekki um skör fram, að auka hana
og bæta; því allt af verður það nota-
drjúgt, sem börnin læra í föðurhúsum,
og sá grundvöllur góður, sem foreldr-
arnir leggja sjálfir fyrir siðferðilegu
uppeldi barna sinna.
- ■■■---------
Litli-Hvammur.
Eptir
Einar Hjörleifsson.
XIII.
Og svo fór Sveinbjörn að hraða sjer
af stað, og Olafur fór inn til konu
sinnar. Hann stundi við, um leið og
hann settist á rúmið fyrir frarnan hana.
»Ertu lasinn í. dag, góði minn?« sagði
hún. »þú ert svo fram úr öllu hófi
þreytulegur«.
O-nei; hann var ekkert lasinn venju
fre/nur. Hann hafði líka hvílt sig
stundarkorn, því að það hafði komið
gestur.
Já, hún hafði heyrt, að Sveinbjörn
í Stóra-Hvammi hefði komið. »Atti
hann nokkurt sjerstakt erindi núna?«
•Naumast verður sagt, að hann hafi
komið erindislaust. — Hann var að
biðja dóttur okkar«.
»Guð varðveiti mig! — biðjahennar
Veigu!«
•Já, og jeg býst við að fara á morg-
un og minnast á það við hana«.
»Hefur hann þá ekki minnzt á það
við hana sjálfur?«
»JÚ, svo skilst mjer — en það hefur
ekki gengið saman með þeim«.
»Hvera vegna læturðu þá ekki þar
við sitja? þetta kemur rnest henni
við. Hún veit bezt um sinn eigin
vilja. Hvers vegna vera að skipta
sjer nokkuð af því?«
•Sveinbjörn mæltist til þess, að jeg
talaði við hana. — Jeg sje líka fram
á, að það muni vera nokkuð örðugt
fyrir okkur, ef þessi ráð takast ekki«.
»f>að er þó ekki komið svo fyrir
okkur, Ólafur«, sagðí kona hans og tók
fast í handleggina á honum, »að við
þurfum að selja barnið okkar — selja
hana Veigu — til þess að — til þess
að fara ekki á sveitina? Gerðu það
fyrir mig — farðu ekki — farðu ekki
— skipru þjer ekkert af þessu. Svein-
björn getur sjálfur flutt sitt mál við
hana og Veiga getur svarað fyrir sig
sjálf«.
»Jú, elskan mín, jeg verð að fara
og finna hana. Sveinbjörn sækir þetta
fast, þó hann segi ekki mikið. það
væri rangt gert af mjer, að láta hana
ekki vita, að — að — það kæmi sjer
vel — að það er æði-mikið undir því
komið, hvernig hún svarar«.
»Guð minn góður — aumt er að
vera fátækur — guð minn góður —
guð minn góður«, sagði hún, sneri
andlitinu upp að þili og breiddi rekkju-
voðina yfir þaö.
f>au Sigurgeir og Solveig fóru út á
stjettina til þess að heilsa Olafi, þeg-
ar þau sáu hann ríða í hlaðið. Ólaf-
ur ljet þess þegar getið, að sig lang-
aði til að tala við Solveigu fáein orð
í einrúmi. Sigurgeir varð því eptir úti,
en þau feðginin fylgdust að inn í stof-
una og settust við borðið.
»Jeg veit, til hvers þú ert kominn,
pabbi«, sagði Solveig. »Sveinbjörn
hefur fundið þig í gær«.
»Já, hann fann mig 1 gær. — Hann
sækir þeíta fast. Er þjer það mjögá
móti skapi?«
»Já, jeg er búinn að segja Svein-
birni það sjálfum, að það sje ekki til
neins fyrir hann að hugsa til þess. —
Og jeg sagði honum það svo afdráttar-
laust, sem jeg hafði vit á«.
»Svo þú ert búinn að vísa honum
á bug afdráttarlaust? Auðvitað ræð-
urðu þjer sjálf — en — heldurðu það
sje óhugsandi, að þjergeti snúizt hug-
ur? þ>að hefði mikið að þýða fyrir
okkur öll, okkur heima, ef þjer gæti
snúizt húgur«.
»það er alveg óhugsandi, pabbi. Og
til sannindamerkis «r það, að — að
:— jeg er lofuð öðrum manni — hon-
um Sigurgeir«.
»Guð sje oss næstur! — Lofuð hon-
utn Sigurgeir? — veit Sveinbjöi’n það?«
»það gerðist ekki fyr en hann var
farinn f gær. En hann fer samt áreið-
anlega nærri um það, því að Sigur-
geir sagði honum, hvað sje byggi í
brjósti, áður en harin fór«.
»Og samt sækir hann þetta svona
fast! jpví hann sækir það fast. |>ú
veizt ekki, hvað hann sækir það fast.
Hann ætlar að setja okkur á sveitina,
Veiga, ef þú lætur ekki undau honum.
Hann hefur tangarhald á óllu, sem til
er í Holti — jörðínni, peningnum —
öllu sama,n. Hann ætlar að taka það
allt. |>ú skilur það — hann ætlar að
setja raóður þína á sveitina og börnin
og allt. Hann hefur hótað því, og
jeg veit, hann stendur við það. Jeg
veit ekki, til hvers jeg er aðsegja þjer
þetta. þ>að er líklegast synd af mjer
að vara að því. Ekki getur þú neitt
við því gert. Mjer dettur svo sem
ekki í hug að fara neitt að reyna að
neyða þig — allra-sízt þegar svona
stendur á fyrir þjer. En það gerir
minnst til, þó að jeg segi það nú —
þú fengir víst að vita það innan skamms,
hvort sem væri. f>að liggur víst ekki
í láginni, þegar við förum á sveitina.
það leynir sjer víst ekki, þegar farið
verður að flytja hana móður þína í
eitthvert kotið á kviktrjám — eða
hvernig sem þeir nú flytja liana —-
jeg veit ekki, hvernig þeir fara að því
að flytja hana«.
Solveig glápti ein8 og agndofa á föð-
ur sinn, meðan hann Ijet dæluna ganga.
Fyrst gat hún ekki gert sjer grein fyr-
ir því, sem hann var að segja. Hún
hafði haft eitthvert veður af skulda-
skiptum milli þeirra Sveinbjarnar, en
hún hafði enga hugmynd um, hvernig
viðskiptum þeirra var í raun og veru
farið. Svo þegar faðir hennar fór að
tala um kviktrjen og flutninginn á
móður hennar, var eins og ÍLugu henn-
ar lykjust upp á einu augabragði.
Henni var sem hún sæi þann atburð
gerastfyrir augum sier, og hann skygði
á allt annnað. Slík eymd og óhæfa
mátti ekki við bera, hvað sem það
svo kostaði.
»Skilst mjer það rjett, pabbi«, sagði
Solveigsvo stilhlega, að hún var stein-
hissa á því sjálf — »sl<ilst mjer það rjett,
pabbi, að engin önnur úrræði sjeu til
að forða ykkur frá sveit en þau, að
jeg eigi Sveinbjörn?«
»því er miður; jeg sje ekkert ráð,
Veiga mín. Jeg veit það eins og jeg
veit að jeg sit hjerna, að Sveinbjörn
gengur eptir sínu. Jeg veit engan,
sem jeg gæti þá leitað til — þú skilui
það, jeg hefði þá enga tryggingu að>
bjóða nokkrum manni, af því að jeg
væri öreigi. Og þegar jegværi stadd-
ur á hjarninu allslaus, þá gœti jeg
ekki unnið fyrir móður þinni og þeim
fimm börnunum, sem eru í ómegð.
Jeg er orðinn hálfgert skar, Veiga.
Jeg vinn það, sem jeg get; en jeg er
orðinn ósköp ónýtur. þú trúir því
ekki, hvað jeg finn til þess, að vera
orðinn ónýtur. Hugsaðu þjer að verða
eptir af hinum piltunum — af því
jeg er orðinn svo mæðinn — lengst
niðri í mýri — og vera þó með mjórri
spildu en þeir. Jeg fengi ekki nærri
því full daglaun hjá öðrum. Fyrir
nokkrum árum hefði jeg ekki getað
skilið það nje trúað því, að jeg yrði
nokkurn tíma svona ónýtur. Og hvað
er það þó í samanburði við að fara á
hreppinn — guð minn góður — að
hugsa sjer að fara á sveitina!«
•Vertu ókvíðinn, pabbú, sagði Sol-