Ísafold - 27.04.1898, Qupperneq 2
dýrkuninni að einhverju Ieyti skípt
milli Guðs og Bakkusar. Nei! það er
engin ástæða til að furða sig á, þó
almenningsálitið fari í ranga stefnu og
verði rótgróið í villunni, þegar slíkur
vani er á aðra hönd, og það er varla
hægt að hugsa sjer Ijósara dæmi en
þetta fyrir því, hvernig vaninn skap-
ar og myndar almenningsálitið, það er
að segja öfugt og skaðlegt almennings-
álit. ,
............Sem dæmi þess, hvernig
vaninn skapar og viðheldur almenn-
ingsáliti ætla jeg að nefna hina svo-
nefndu íslenzku gestrisni. Af þvl að
hin eldri kynslóðin hefir yfir höfuð átt
því að venjast, að gestum og gang-
andi væri veittur beini, gisting og mat-
ur, án endurgjalds, þá er allur þorri
manna til sveita því mótfalinn
enn að selja mönnum beina. Allskon-
ar farandlýður fer um landið, og þó
að einstöku maður sje svo skynsamur,
að selja mönnum beina, þá er samt
almenningsálitið enn þá fremur í þá
áttina, að heldur beri að láta jeta
sig hálfgjört út á húsgang en að taka
upp nýja siðinn. Flakkarar í sama
skilningi og áður eru nú ekki lengur
til.
En aðrir eru komnir í þeirra stað,
miklum mun verri en hinir; ætla jeg
að nota tækifærið til að minnast á
þá.
Jeg ætla að sýna hinum svonefndu
varningsmönnum þann sóma, að nefna
þá fyrsta, því að þeir eru verstu flakk-
ararnir, sem um landið fara.
|>essir menn eru opt, ekki segi jeg
allt af, auðnuleysis-flækingar, eða let-
ingjar og gallagripir.
f>eir virðast hafa það fyrir mark og
mið, að þurfa sem minnst fyrir lífi
sínu að hafa, en gjöra sjer mat og
gróða af góðsemi og greiðvikni íslenzk-
rar alþýðu, trúgirni hennar qg fávizku.
jbegar fer að harðna á milli manna,
þá leggja þeir af stað upp í sveit með
stórar og þungar byrðar af alls konar
fánýtu rusli og hjegómlegum óþarfa,
sem þeir selja með tvöföldu og þre-
földu verði og ginna með fagurmælum
einfaldar manneskjur til að kaupa.
f>eir fá á bæjunum mat og drykk og
bezta rúm fyrir ekkert, plöggin eru
tekin af þeim forug og óhrein og þveg-
in og þurkuð, stagað að sokkunum
þeirra og látnar bætur fyrir skóna
þeirra o. s. frv.
Og allt þetta endurgjalda þeir með
því einu, að tæla aumingja fólkið til að
kaupa af sjer ruslið og vjela út úr
því tvo peninga eða þrjá fyrir einn.
þeir fara með skökuna, stundum þá
einu, sem til er, úr búinu konunnar,
vorullarlagðinn úr lárnum hennar og
og beztu vaðmálsbótina úr kistunni
hennar; þeir fara með krónuna vinnu-
konunnar og aurana krakkanna. En
skilja ekkert eptir nema fánýtt rusl
og meira og minna af gangandi fjen-
aði, sem fæstum þykir fengur í.
Aumingja fólkið, já, aumingja fólkið
virðist stundum ætla, að það sje hálf-
gjört guðsþakkaverk, að beina fyrir
þessum mönnum.
Já! það er það líka, eða hitt þó
heldur!
Eins og hjer hagar til, er umferð
þessara manna óþolandi og óhafandi
og almenningsálitið ætti að dæma
þessa menn óalandi og óferjandi, nema
með svofelldu móti, að þeir greiddu
fyrir næturgreiða og allan beina, sem
þeim er veittur; og væru þeir samt
hálfgjörð landplága í hverri sveit, sem
þeir fara um til að koma út rusli
sínu. Jeg veit dæmi þess, að atferli
sumra slíkra manna gengur óráðvendni
næst.
Hjer á landi eru að minni vitund
engir menn, sem eins níðast á góð-
mennsku alpýðu eins og þessir varn-
ingsmenn.
)
Botnverpingar og
amtmannsbannið.
Mjer væri þökk á, ef amtmaðurvor
vildi gjöra mjer og öðrum útvegsbænd-
um þann greiða, að fræða oss um,
hvernig vjer sjómennirnir eigum að
haga oss, þegar botnverpingar taka
þorskanet vor og sýna oss þau á þil-
farinu hjá sjer.
Amtmaður hefir bannað oss að hafa
nokkur mök við botnverpinga. Eig-
um vjer þá að láta net vor liggja kyr
hjá þeim og hirða þau ekki, þó að
þeir sýni oss þau'?
Ætlar amtmaðurinn að gjöra svo
vel að sjá um, að vjer fáum þau samt
skilvíslega afhent, og vill hann gjöra
svovelaðábyrgjast oss skaðabæturfyrir
aflatjón það, sem af þvíleiðir að hirða
ekki netin, þegar botnverpingar bjóða
oss þau? I stuttu máli: Eigum vjer
að meta amtmannsbannið svo mikils,
— amtmannsbannið, sem landsyfir-
rjettur hvað eptir annað hefir dæmt
ógilt, — að vjer sleppum veiðarfærum
vorum fyrir fullt og allt í hendur
botnverpinga, til þess að sjá þau aldr-
ei framar ?
Utvegsbóndi.
----1 I----
Um skipströndin
tvö i Meðallandi skrifar kunnugur mað-
ur ísafold þar úr nágrenninu: »Fyrra
skipið, sem strandaði á Meðallandsfjörum í
f. mán., var frakknesk fiskiskút.a, »Maurice«
frá St. Yaléry en Canx, og vorn á henni 25
menn. Þá l>ar npp um nótt og hafa að
líkindum villzt, því þegar fyrst fiell sjór
undir þeim, lijeldu þeir, að þeir væri langt
undan landi, en hafa þá verið komnir inn
fyrir dýpsta rifið, því brim var ekki mik-
ið. Stýrið hafði brotnað undir fyrsta ó-
laginu, sem þeir hrepptu, svo þeir gátu
ekki við neitt ráðið; voru nýkomnir að
landinu og höfðu fengið 19 »á skip«. Þeir
lentu hjer í snjóa- og frostatíð og var nærri
furða, að ekki varð tjón að; það er ekki
gaman að koma slikum flutningi yfir Mýr-
dalssand i ófærð og kólguveðri.
Hitt skipið varþýzkt fiskigufuskip (»botn-
verpingur«), »Præsident Herwig« frá Geste-
miinde. A skipinu voru 13 menn. Peirráku
sig lika á grýnningarnar um næturtíma og
vissu vist. litið um, fyr en brimsjóarnir
riðu yfir þá. Ueir festu sig á sandrifi,
nálægt 200 fðm. undan iandi, og áttu svo
yfir landsjóana að sækja til að bjarga sjer
á land. Stýrimaðurinn og 1 menn með
honum fóru á skipsbátnum í land, og svo
átti að sækja hina 5, sem eptir voru á skip-
inu, en þá var ómöguiegt að komast út úr
landi, livernig sem bæði þeir og hjerlendir
menn, semkomu þar að,reyndu; það varalveg
ófært. En úti fyrir var frönsk fiskiskúta
og hún hefir án efa sjeð, í hvaða óefni var
komið fyrir þeim, sem á skipinu voru; hún
sendi bát með 6 mönnum inn undir brim-
garðinn, og þeim tókst að koma streng til
■skipbrotsmannanna og gátu svo dregið þá,
að miklu leyti í kafi, að því er mönnum
sýudist úr landi, frá skipinu yfir í bátinn.
Þeir, sem á horfðu, bæði Þjóðverjarnir og
landar, dáðust mjög að áræði og dugnaði
þeirra, er björguðu, og það sögðu kunnug-
ir menn, að þeir hefðu álitið bátinn i ber-
um voða, svo nærri hrimgarðinum, að sjór
holfjell hvað eptir annað rjett fyrir innan
þá, og kringum skipið var ofsinn svo mik-
ill i sjónum, að skipbrotsmennirnir urðu að
biða laga, til þess að hættulaust væri fyr-
ir þá að kasta sjer í sjóinn á strergnum.
Skipstjórinn og 4 menn með honum komust
út i skútuna; þar á meðal var sá, er vörð
hafði haldið á skipinu, þegar slysið vildi
til. Þeir ætluðu að leggja á stað heim-
leiðis daginn, sem þeir strönduðu; voru
búnir að fiska vel; þeir höfðu fiskinn all-
an i ís.
Þeir sögðu fjölda af þýzkum fiskigufu-
skipum hjer við land þetta ár, og gátu eigi
nógsamlega lofað fiskistöðvarnar hjer við
landið.
Skipið stendar fast á eyrinni, þar sem
það strandaði, ólaskað, að því er sjeð verð-
ur; er stórt og fallegt gufuskip, en grefst
þar líklega ofan í sandinn og verður að
engu. Það má heita i kafi, en svo að segja
engu hefir úr þvi skolað á land«.
Akranesi, 1. sumardag.
Yeturinn liðinn slysalaust; veðrátta á hon-
um skakviðrasöm, frostalitið, en fanukoma
í meira lagi á Þorra. og Gróu, svo að hag-
litið var um tima; heykvartanir heyrðust
— en þá kom vorið, einsog vant er, iCróu-
lokin, og hinn mildasti bati, og siðan hefir
mát.t segja hvern daginn öðrum bliðari.
Heilsufar manna allgott, þó að smákvillar
hafi stungið sjer niður.
Fjenaðarböld í betra lagi, óþrifalaust; böð-
unin i haust segja inenn að hafi átt góðan
þátt í þvi; eptir er að segja um afkomu
útigangslirossa; þau lifa líklega í góðviðr-
inu. Þetta er sagt hjeðan og úr nærsveit-
unum.
Nýr dugnaður eða framkvæmdir eru lijer
á Skaganum litlar. Börn í barnaskóla hafa
verið í vetur 49 og á 6 öðrum kennslustöð-
um um 30; ekki vantar uppfræðinguna fyr-
ir æskulýðinn; en ekki eru ungir menn hjer
mjög hneigðir fyrir meiri menntun, þó
kennslukraptar sjeu nógir, og ekki er hjer
einu sinni nefndur sunnudagaskóii — nema
til að dansa\ til þess hópar unga fólkið sig,
hvenær sem færi gefst.
Tvær Grood-Templar-stúkur eru hjer til
orðnar, hvor með meira en 70 manna, önn-
nr þeirra komst á legg i ve'tur og er i þeim
iökaður dans. Annars gengur dansinn hjer
orðið næst þvi, sem sagt er umVikivakana
fyrrum (sjá »Þnlúr og skemtanir* 1894.
Vikivakar, bls. 6—43).
Ekki hafa G. T. hjer þau lög, að ekki
megi fara með áfengi, því hinir helztu for-
stöðumenn þeirra eru verzlunarþjónar, sem
daglega mæla og selja alls konar fengi,
og sumir binir hræðurnir kaupa og selja
það nú daglega, sjálfsagt handa botnverp-
ingum.
[Það er misskilningur hjá brjefrit,
ef hann hyggur, að G. T. hafi þau lög
annarsstaðar, að þeir megi ekki fara með
áfengi. Þau lög hafa þeir hvergi á land-
inu; ef þeir eru kaupmannsþjónar, þá er
þeim alveg frjálst að afhenda áfengi eins
og aðra vöru eptir skipun húshónda síns;
hitt væri að leggja viösjárvert atvinnuhapt
á umkomulausa menn. — En hermi brjefrit.
það rjett, að fjelagsmenn verzli sjálfir með
áfengi við botnverpinga, þá eru [>eir sekir,
sem það gera. Ritstj.]
Um stjórnarmál eða lagabreyting er bjer
litið talað, en meira lesið, en sá lestur rugl-
ar menn meira en staðfestir í stefnunni;
blöðin, semflytja þess konar kenningar, eru
svo mörg og mælsk, að fávís almúgi fellst
á þær á vixl og má segja, þegar ein erles-
in, að nú sje fremur sókn en vörn, og þeg-
ar liin er lesin, að sje fremnr vörn en sökn.
[Nokkuð lítið gert, úr greind hins »fávisa
almúga:« að bann kunui ekki að gera muná
rökstuddum útlistunum og skilmerkilegum,
eða staðlausum beimskuþvættingi. Ritstf].
Sýslufundur hefur ekki verið haldinnbjer
enn þá i vetur.
Einhverjir fjelagsfundir hafa verið haldn-
ir hjer í sýslu i vetur, um verzlnnarmál:
meiri vöruvöndun og minni lánsverzlun
og fl. A hvorutveggju er þörf, en það
munu ekki allir kaupmenn fallast a, að
hætta lánsverzlun (lánin tryggja viðskiptin).
Að hætta að fiytja allt áfengi hefir ekki
heyrzt getið um að sje á dagskrá þessari,
sem er þó nanðsynjamál, en það munu
heldur ekki allir kaupmenn fallast á (vínið
fjörgar viðskiptin, halda þeir).
Þennan vetur hefur hjer ekki verið neitt
bágt manna á milli. Það er sagt, að mik-
il búdrýgindi hafi verið að »trölla«-fengn-
um í fvrra sumar, og mun mikið satt í þvi;
þvi að einn formannanna, sem sótti eitt-
hvað mest i botnverpinga þá, skýrði frá 94,
OOO aflaupphæð á skip sitt árið sem leið.
En jafnari og farsælli mun mega segja
kartöfluaflann hjer: hann var talinn vera
llTötunnur á Skaganum eða nálægt 14skepp-
ur á hvert mannsbarn þar.
En þessar tölur munu því miður ekki
svo rjettar sem skyldi, báðar heldur lágar.
Eraman af vetrinum var hjer því nær
enginn afli,um hann miðjan alls enginn, enda
þá gæftalaust.
Hjeðan eru nú gerðar út 3 fiskiskútur með
50 manna og um 20 plássmenn eru á fiski-
skútum syðra; nú ganga hjer 17 fleytur til
fiskjar, í staðinn fyrir 40 optast að undan-
förnu; nú á vertiðinni hcfir aflazt nokkuð
á færi og lóðir, en heldur rýrt og smátt,
stundum þó hundrað i hlut; aðrir þá litið
eða ekki neitt
En »trölla«-fengurinn (botnverpingaaflinn)
gerir baggamuninn. Hafa einkum 6 skip
núna um páskana sótt, hverja hleðsluna á
fætur annari af þorski og stundum tvær á
dag, og dæmi eru til að menn hafa orðið
að seila til að sökkva ekki og kastað út-
byrðis binu áðurfengna og rýrara, til þess
að geta gripið við þorskinum, sembotnverp-
ingar ljetu í tje. Um hið svonefnda amt-
mannsbann hirða menn ekki meira en svo,
að heilar skipshafnir dvelja 'hjá botnverp-
ingum nætursakir til að biða eptir upp-
drætti, og nokkrir skilja eptir mann hjá
þeim til að gæta þess, að aðrir fái ekkí
]>að, sem fiskazt kann, þangað til aptur
er komið. Nokkrir fonnenn (5 eða 6) eru
þó, sem aldrei koma nærri þeim.
Botnverpingaveiðin sannar það, að hjer
í fiskileitir hefir komið mikill fiskur', þaðt
sjest á þvi, að stundum koma vörpurnar
upp fleytifullar af þorski, ýsu, grásleppu,
steinbit og öllu. sem heiti befir, en aptur
stundum með litið eða ekki neitt nema kol-
ann — og mun það stafa af því að fisk-
urinn er eins og á flótta fyrir þessum ó-
fögnuði; enda er nú komið svo, að aðrir en
botnverpingaviðskiptamenn fá ekki neitt, og
með þvi að botnverpingar eru nú sem stend-
ur í fæsta lagi, 1 eða 2, er landburðurinn
hjá þessum fáu orðinn litill. Það er sönn
glijtun og óblessun fyrir fiskiveiðar Akurnes-
inga, sem aðfarir botnverpinga hafa í för
tneð sjer.
A mauntalinu má sjá, að vinnandi fólk
hverfur hjeðan talsvert, þvi þó fjöldi barna
fæðist og fáir deyi, fjölgar ekki neitt.
Skaptafellssýslu (Siðunni) 9. april:
Tiðarfar hjer í sýslunni, það sem af er
vetri, befir verið svipað því. sem annars-
staðar beyrist að af suðurlandi: Góð tíð
frarn yfir nýjár, en fremur stirð frá nýjári
til Þorra-komu; siðan hefir tið verið svo, að
elztn menn muna eigi aðra slika. Að visu
hafa hjer eigi komið neinar verulegar stór-
hríðar og frost bafa veriö fremur væg,
sjaidan yfir 10°—12° C., en allan þenna
tima hefir víðast mátt heita algjört bjarg-
arbann fyrir sauðfje, og það skiptir
miklu hjer, þar sein hjer eru svo margar
útbeitarjarðir, og sumar svo, að þær bregð-
ast a drei, að lieita má, og menn ætla því
fullorðnu fje litið sem ekkert af heyi. Það
er, held jeg, varla nokkur sú jörð hjer, þar
sem ekki hefir orðið baglaust að minnsta
kosti um tíma. A Núpsstað t. d., þar sem
lömb ganga allopt fram gjafarlaus og full-
orðnn fje hefir varla verið sýnt hey, svo
menn muni, þar hefir þó orðið að gefa
dálitið. A jörðum, þar sem ekki hefir
þurlt að gefa fullorðnum sauðum nema
svo sem hálfsmánaðargjöf í mesta iagi,
núna síðustu 7 árin að minnsta kosti, hefir
orðið að gefa þeim i allt að 10 vik-
ur. Hjer eru þó margir heylitlir og marg-
ir hafa skorið af sjer lömb og kýr; þó
hygg V'S afí hjer gang> allt fram stórslysa-
litið, ef tið batnar fram úr þessu, eins og
nú eru horfur á, og ef vorið ekki verður
mjög slæmt. En ætti menn enn að mæta
kólgukasti og fá svo t. d. kafisvor ofan á,
tel jeg talsverðan voða á ferðum. Þá
mundu fljótt þrjóta hey bjá almenningi og
þótt menn liefði hæði mátt og vilja til að
bjarga búum sinum með korngjöf, þá
er ekki í það skjól að flýja; þaðfæstekki
i kaupstaðnum. Vitaskuld er slíkt eriit
hjer, um langa leið að flytja, en það hef
jeg þó heyrt á mörgum manni, að heldur
mundu þeir brjótast í þvi, en taka höfuð
ið af gripunum, nú rjett komið sumar, eða
sjá þá velta út af hungurmorða í kofun-
nm.
Nýlega rak hval, 15 álna, á Kálfafells-
fjöru, eign l’restsbakkaprests.
Vestmanneyjuin 25. apríl.
Erakkneskt fiskiskip, Aimée Emilie frá
Dunkerque, hleypti hjer inn eða var flutt
hjer inn 5. april, sakir afarmikils leka, er
orðið undir 40 ára, býsna-fúið, mjög lekt
ekki að eins byrðing, heldur er þilfarið
hriplekt, sjálfsagt grautfúið, og dælur skips-
ins óbrúklegar; er ]>að orðið að strandi.
Uppboð á að vcrða 3. mai.
Hæstur hlutur hjer nær 800, meðalhlut-
ur um 550, þar af þorskur rúmlega >/»
hluti; 20 róðrardagari marz, íþessummán-
uði að eins 9, og því nær fiskilaust.
Skagafirði 4. aprik
Lungnabólgan lieldur áfram að stinga
sér niður; enginn nafnkenndnr dáinn nýl.
(nema Pétur á Hofstöðum).
Siðasta vikan af marz var góðviðravika
með lilýju, kyrru veðri, og tók mikið upp;
en þótt næg jörð kæmi upp i aðalfirðinum