Ísafold - 05.07.1898, Síða 1
Kemur nt ýmist einu sinni eða
tvisv. i viku. Verð úrg. (80 ark.
minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða
1 */a doll.; borgist fyrir miðjan
jiili (erlendis fyrir fram).
ÍSAFOLD.
UpJ)sögn (skrifleg) bunain við
áramót, ógild nema komin sje
til útgefanda fyrir 1. október.
Afgreiðslustofa blaðsins er í
Austurstrœti 8.
Reykjavík, þriðjuda^inn 5. júli 1898.
XXV. árg.
Fyrir 2 krónur
geta NÝIR KAUPENDUR ísafoldar fengið
hálfan yfirstandandi árgang blaðsins, f r á
þvi i dag til ársloka 1898.
40 tölublöð,
og að auki þ. á. SÖGUSAFN blaðsins sér-
prentað ókeypis, þ. e. sem kaupbæti.
EKKERT BLAÐ HÉR Á LANDI býður nánd-
arnærri önnur eins VILDARKJOR.
Forv(jripasafn opiðnivd.og ld. k 1.11—12.
Landnbankinn opinn hvern virkan dag
1(1. 11—2. Bankastjóri við ll‘/s—l'/a.ann-
ar gæzlustjúri 12—1.
Landnbólcasafn opið hvern virkan dag
kl. 12—2, og einni stundu lengur (til kl 3)
md., mvd. og ld. til útlána.
Seglskip eða gufuskip
til fiskiveiða.
Hr. |>orsteÍDn Egilsson lét í næstsíð-
asta blaði uppi þá skoðun, að seglskipa-
kaupin til fiskiveiða hafi verið »eymd-
arúrræði«, með því að sú veiðiaðférð
sé nú úrelt, og að lún úr laudsjóði til
skipakaupa hefðu átt að vera bundin
því skilyrði, að fyrir þau yrði keypt
gufuskip.
Málið er auðvitað mikilsvert mjög,
eins og alt, sem að sjávarútvegi vorum
lýtur, jafnmikill þáttur og hann er í
atvinnu landsmanna. Fyrir því höfum
vér farið þess á leit við fáeina af
helztu útgerðarmönnum vorum, að láta
uppi skoðun sína á þessu atriði, og
þeir hafa góðfúslega orðið við tilmæl-
um vorum, munnlega.
Aðalatriðin í ummælum þeirra koma
hér á eftir.
HELGI HELGASON kaupmaður
taldi enga von, að landssjóður hefði
veitt lán til gufuskipakaupa, því að
það væri fyrst nú, alveg nýlega, að
nokkrum útgerðarmannihér hefði komið
það til hugar, eða að minsta kosti væri
örskamt síðan, að nokkur þeirra 'nefði
farið að tala um það.
Framar öllu öðru væri það við þau
að athuga, að menn hér vantaði enn
þekking á allri þeirri útgerð. Sams
konar þekkingarskortur hefði orðið
mönnum alldýr fyrst eftir að farið var
að halda úti þilskipum, og það kenslu-
kaup ættu menn nu ekki að þurfa að
greiða, þegar gufuskipaútgerðin yrði
tekin upp. En hjá því yrði komist
því að eins, að menn gæfu sér tíma
til að kynnast henni og hröpuðu að
engu.
Svo væri þess að gæta, að mikið fó
stæði í gufuskipunum. Eitt gufuskip
kostaði einar 60 þúsund krónur. En
það gæfi að eins örfáum mönnum at-
vinnu. Seglskip, sem keypt yrðu fyrir
sömu upphæð, mundu veita atvinnu
hundruðum manna. Gufuskipin gætu
orðið gróði fyrir einstaka menn, en
fyrir alþýðu manna yrðu þau ekki
jafn-mikilsverð eins og seglskipin.
Eftir fimm til sex ár gerði hann ráð
fyrir, að gufuskip mundu fara að koma
upp hér. þó mundi því að eins verða
verulegur hagur að þeim, að unt yrði
að selja útlendingum fiskinn hér við
flóann, svo peningar vorir yrðu notaðir
eingöngu til veiða, en ekki til að koma
fiskinum á markað erlendis og selja
hann þar. Flutningar til annara landa
verði oss ávalt dýrari en Eoglending-
um.
TH. THORSTE1NSSON OG
P. J. THORSTEINSSON.
Jsafold var svo heppin að hitta hr.
P.J.Thorsteinsson fráBíldudal.einhvern
mesta útgerðarmann landsins, hjábróð-
ur hans, hr. Th. Thorsteinsson. Skoð-
un þeirra á málinu var mikið til sam-
hljóða.
Báðir gengu þeir að því vfsu, að á
gufuskipum mundu fiskiveiðar aðallega
atundaðar í framtíðinni. En Th. Th.
lagði allmikla áherzlu á það, að sú
breyting yrði að verða smátt og smátt
og með góðum undirbúningi og nægri
þekking á slíkum fyrirtækjum. Til
þess að gufuskipaútgerðinni yrði sint
nokkuð að rnarki, yrðu menn líka að
geta selt þilskipin, sem þeir nú ættu,
eins og Englendingar hefðu gert; til
þess þyrfti nokkurn tíma, og ganga
mætti að vísu tapi á þessari sölu.
P. J. Th. kvað sér kunnugt um, að
það óttist þeir Englendingar, er stunda
veiðar hér við land, mest af öllu, að
Islendingar fari að taka upp gufuskipa-
veiðarnar, hvort heldur sé með lóðum
eða botnvörpum. þeir sjái það vel,
að þá færi að verða örðugt að keppa
við okkur, því að hér geti íslending-
ar alt af haft við hendina beitu, ís,
kol og sérhvað annað, sem til útgerð-
arinnar þarf.
Báðir voru þeir bræður samdóma
utn það, að íslendingar eigi sjdlfir að
flytja fisk sinn til útlanda, töldu eng-
in vandkvæði á að keppa við aðrar
þjóðir í því efni, ef tækin væru fyrir
hendi.
Ekki voru þeir síður sammála um
það, að það væri hugarburður einn,
að gufuskipaveiðarnar drægju úr at-
vinnti landsmanna. því væri líkt far-
ið og með vélavinnu alla. Alt af mætti
veita mönnum næga atvinnu, ef veru-
legur gróði væri í þeirn fyrirtækjum,
sem menn hefðu fyrir stafni. Og auk
þess ykist atvinna við fiskinn margfalt
á landi, ef gufuskipaveiðin gengi að ósk-
um, enda þótt færri raenn þyrfti á
skipin.
ÓNENFDUR ÚTGERÐARMAÐUR.
Enn lét einn útgerðarmaður, mjög
merkur og reyndur, uppi skoðun sína
í örfáum orðum, en vildi ekki láta
nafns síns getið. í aðalatriðinu var
hann þ. E. samdóma, hugði, að menn
mundu naumast hafa ráðist í þilskipa-
kaupin síðustu áriu, ef menn hefðu,
um það leyti, sem þeir stofnuðu til
þeirra, haft jafnmikil kynni af gufu-
skipaveiðum, eins og þeir hefðu nú.
Og alveg vafalaust taldi hann það, að
reka mundi að gufuskipaveiðum hjá
oss. Mjög ríka áherzlu lagði hann á
það, að þær veiðar drægju ekki út at-
vinnu alþýðu, þó færri menn þyrfti á
skipin. Auk vinnunnar við fiskinn í
landi mundi áburðurinn, sem með
gufuskipaveiðunutn fengist, ef fiskur-
yrði jafnbarðan fluttur á land, verða
jarðræktinni hér tíl stórmikilla fram-
fara. -------
TRYGGVI GUNNARSSON
bankastjóri tjáði sig vera alveg sömu
skoðunar enn sem á þingií fyrra, og hefði
hann þó hugsað málið mjög rækilega
síðau.
Seglskipa-kaupín og útgerð þeirra
hefði verið í fyrra og væri enn eina
ráðið til að forða binum mikla fjölda
sjómanna, er áður hefðu stundað róðra
á opnum bátum, frá skyndilegum at-
vinnumissi og þar af leiðandi stórkost-
Iegum bjargræðisvandræðutn. |>ví að
þó svo væri, að smámsaman kynni að
skapast ný atvinna handa svo og svo
mörgum þeirra, ef tekin væri upp gufu-
skipaveiði með tífalt færra fólki en
þyrfti á seglskipin, þá mundi það eiga
langt í land, miklu lengra en bjarg-
þrota fátæklingar mættu við. Og að
svo miklu leyti sem hin nýja vinna
væri fólgiu í hirðingu og verkun gufu-
skipaaflans á landi, þá væri það raun-
ar engin atvinnubót, með því að sú
vinna færðist þá að eins frá liðléttu
skylduliði þilskipafiskimannanna, sem
nú hefir hana, yfir á fullvinnandi sjó-
rnenn, er þá kæmust ekki að annari
vinnu, — hefðu ekkert að gera á hin
örfáu gufuskip, er kæmu í stað seglskipa
svo tugum og hundruðum skifti.
Annan agnúann taldi hann féleysið.
það þyrfti mikinn sæg fátæklinga til
að komast yfir eitt einasta gufuskip,
þótt studdir væru með svo frekri lán-
veitingu, sem nokkurt vit væri í, en
áhættan tneiri, ef eitthvað mistækist
— hætt einu auganu, nema vel fari —,
heldur en að sami hópurinn ætti mörg
skip, er eigi kostuðu nema '/? hluta
hvert um sig þess fjár, er eitt gufu-
skip gleypti. Auðmenn einir væri fær-
ir um að rfsa undir þeirri áhættu.
þeirra væri það, að gera tilraunir hér
með gufuskipaveiði áður en almenn-
ingur færi að tefla á tvær hætturmeð
svo afarkostnaðarsöm atvinnutæki.
þá fyrst, er reynslan sýndi þeim, að
sú aðferðin væri arðsamari, — þá fyrst,
en fyr ekki, væri vit í fyrir fátækan
almúga að reyna að klífa þrítugan
hatnarinn til þess. Slíka reynslu vant-
aði enn að mestu eða nær öllu leyti;
vottaði jafnvel engan veginn vel fyrír,
það lítið sem reynt hefði verið í þá
átt.
Dæmi botnverpinganna ensku sýndi,
að þeim þætti ekki svara kostnaði að
veiða nema verðmætustu fisktegundirn-
ar, flatfiskinn; hinu fleygðu þeir. Gufu-
skipaútgerðin væri svo afarkostnaðar-
söm með öllu og öllu. Og flatfiskin-
um treystu þeir sór þar að auki því
að eins til að græða á, að þeir kætni
honum jafnharðan á markaði, glæ-
nýjum hér um bil. Islenzkum gufu-
skipaflota þyrfti því nauðsynlega að
fylgja hraðskreitt flutningaskip, til þess
að koma aflanum á markaði erlendis
jafnóðum, og það hleypti kostDaðinum
enn fram að miklutn mun. Hitt væri
mjög hæpið, hvort kleift væri að hafa
gufuskipaútgerðarkostnaðinn upp úr
þorski, fluttum fyrst hér á land og söltuð-
43. blað.
um og verkuðum til útflutnings. En þá
eina fisktegund gætum vér gert os*
von um að geta aflað til langframa.
Flatfiskurinn (koli m. m.) þryti á fám
árum, þar sem þorskfiskimiðin héldust
oft jafngóð öld eftir öld.
Seglskipakaupin frá Englandi þessi
síðustu missiri taldi hann hin mestu
happakaup og sýnan gróðaveg, beztu
8kip keypt fyrir þ—þ þess fjár, er
kostað hefði að smíða þau fyrir fám
árum. Ekkigæti verið síður hagur að
fá þessi 'atvinnutól fyrir gjafverð en
önnur. það hlyti að vera sami hag-
urinn ems og að’fá 100 kr. hest fyrir
20—30 kr.
Vér mættum eigi láta það villa oss,
að stórauðugir Englendingar skiftu um
seglskip fyrir gufuskip; auk hins mikla
auðmagns væri orsökin sú, að þeir
mættu til að geta aöað í botnvörpu
sína jafnt í logni og hvassviðri; ann-
ars gæti þeir eigi fengið fullfermi á
svo stuttum tíma, sem þyrfti til þess
að koma hinutn dýra afla, flatfiskinum,
nógu nýjum á markaði. Slíkt næði
eigi til þorskveiðanna hér.
--- m 9 m-------
Gjörspilt lýðstjórn.
IV.
það var viðkvæðið í borgarastyrjöld-
inni (1861—65), þegar venð var að
herskrá Svertingja undir merki sunu-
anmanna, að þeir væru fullgóðir í fall-
byssukjaftana. Lögreglan í New York
lítur nokkurn veginn sömu augum á
aðkomna borgara í óþverragjótunum
þar í borginni. Ekki svo sem fallbyssu-
mat, heldur sem sauði til rúningar, —
ræfla, sem kreista megi eftir vild og
ekki eigi tilkall til neinná réttinda ut-
an þeirra, að lengja nafnaskrár kúgara
sinna. Lögreglustigamennirnír gengu
að vísu allvasklöga fram að þröngva
þarlendum mönnum til fjár, þótt snjall-
ir séu og ekki uppnæmir fyrir hverj-
um meðaibófa. En taumlaus varð í
þeim græðgin, þegar þeim var hleypt á
hinn aðkomna lýð. Völd höfðu þeir
viðlíka og tyrkneskir höfðingjar í Ar-
meníu og neyttu þeirra viðlíka mis-
kunnarlaust. Satt er það að vísu, að
þeir brytjuðu ekki lýðinn niður. það var
ekkert tilefni til þess kyns öfga. Tyrk-
ir mundu jafnvel ekki vera að slátra
gjaldfærum mannfénaði sínum, ef hann
gerði sig eigi sekan í þeirri ósvinnu,
að æskja sér frelsis. Engin byltingar-
hugsun flýgur þeim nokkurn tíma í
hug, vesalings-görmunum, er byggja
öngstrætasmugurnar í New York;
fyrir þeirra sjónum er lögreglan þar
holdi klædd ímynd hinnar amerísku
stjórnarskipunar. Að baki henni stend-
ur öll stjórnin — bæjarstjórnin, ríkis-
stjórnin og sambandsstjórnin. það
sem lögreglan segir, stendur óbifan-
legt. Útlendingurinn, fátækur, fáfróð-
ur og vinum sneiddur, hefir engin önn-
ur úrræði en að hlýða.
Eitt viknið frammi fyrir Lexownefnd-
inni, John Collins, lýsti aðförum bófa-
samkundu þeirri, er kend var við Ess-
extorg, og komið hafði á gagngerðri
hryðjustjórn þar í því nágrenni.
»Eg hafði átt þar heima í 19 ár« mælti
hann, »og þeir komu til mín í gær-
kveldi og báðu mig að hjálpa sér.