Ísafold - 16.07.1898, Blaðsíða 2
178
meira, ég og niínar tryggu leifar. —
J>etta voru orð Böðvars á Tindi í
banalegunm. |>að voru fylgismenn
hans, hjáleigubændur hans 2, flokkur-
inn, sem hann hafði með sér, og hann
kaliaði aldrei annað en sínar »tryggu
leifar«.
— Og loftfarið vil ég hafa, ég og mín-
ar tr. . . (»tryggu leifar«, íetlaðihann að
segja; en þá gaf hann upp öndina).
Af ófriðinum.
Höfuðorusta 1. og 2. júli.
Mikið mannfall.
Enskt blað frá 4. þ. mán., Daily
Telegraph í Lundúnum, er náðist í
hjá botnverping í gær, flytur tíðindi
um langvinna og allskæða orustu með
Spánverjum og Bandamönnum við
Santiago á Cuba föstudag og laugar-
dag 1. og 2. þ. mán.
Er svo að heyra sem barist hafi
verið báða dagana frá morgni til
kvelds; sagt með berum orðum, að
síðari daginn hafi verið barist frá því
stundu fyrir dagmál (kl. 8) og til sól-
arlags.
Shafter, hershöfðingi Bandamanna,
er kominn var fyrir nokkru í ná-
munda við borgina með allmiklu land-
gönguliði, sem fyr er frá sagt hér í
blaðinu, hóf höfuðatlögu að borginni
föstudagsmorguninn, með ráði og öfl-
ugu fylgi Sampsons aðmiráls, er gerði
jafnharða hríð af höfninni og hafnar-
virkjunura frá flotanum þar úti fyrir.
jþeir ráðgerðu fastlega að hafa unnið
borgina áður en 2 sólarhringar væri
liðnir.
En vörnin varð veigameiri en þeir
bjuggust við.
Spánverjar voru liðfleiri í borginni
en sóknarherinn og höfðu góð vígi,
bæði höfuðvirkið um borgina og út-
virki. f>eir gengu og vasklega fram,
sem þeir eiga vanda til: en skutu
miður timlega. Heldur sóttist Banda-
mönnum bardaginn, en oft var það,
að eigi mátti í milli sjá, og svo lauk
að Bandamenn gáfust upp við að
vinna sjálfa borgina í það sinn. þeir
höfðu unnið 2 útvirki, síðara kveldið,
er skildí með vegendum, og hurfu þá
frá til strandar með meginherinn.
Sendi Shafter hraðskeyti til Washing-
ton og baðst liðsauka, áður en hann
treystist til að hefja nýja atlögu.
Fallið höfðu og sárir orðið af Banda-
mönnum á annað þúsund manna og
400 af eyjarskeggjum á Cuba, er þeim
fylgdu í orustu þessari. En Spánverj-
ar létu fullar 2 þúsundir, er fóllu eða
sárir urðu, og aðrar 2 þúsundir af
þeirra liði handtóku Bandamenn.
Sakir ofurhita og óhollustu í lofti er
mælt, að flest meiri háttar sár dragi
til bana. auk þess sem mjög skorti
lækna og hentug tæki eða útbúnað til
að búa um sár manna.
þetta segir blaðið að réttast muni
frá orustunni sagt og afdrifum hennar.
Sá hét Linares, hershöfðingi, er
fyrir Spánverjum réð, og varð sár í
öndverðri orustu.
Töluvert bar á vanheilsu meðal
landgönguliðsins, ekki sízt yfirmann-
anna, vegna hitans.
Síðari landorustudaginn, 2. þ. mán.,
varð og smáorusta á sjó á næstu grös-
um við Santiago, 3—4 mílur danskar
austur þaðan, á suðurströndinm á
Cuba, fram undan bæ, sem heitir
Manzanillo. Sampson admiráll hafði
njósnir af spænskum herskipum þar
og sendi 3 smásnekkjur til fundar við
þau. Sló þar í bardaga, og söktu
Bandamenn einu skipi fyrir hinum, en
sneru við það á burt, með því að þeir
áttu að sækja undir skotvirki á laudi.
Blaðið telur það ólán, að ekki skreið
i til skarar í þessari orustu viö Santiago;
það valdi gagnslausum drætti á leiks-
lokum, sem engum komi í hug að ef-
ast um, hver verði: fullkominn sigur
til handa Bandamönnum. Langréttast
væri uú fyrir Spánverja, að þiggja
frið ; óvíst að þeir eigi kost á því síðar
við jafngóðan orðstír og þeir hafi getið
sér í þessari orustu. því meira sem
Bandarnenn þurfi til sigursins að vinna,
í fjármissi og raannaláti, því harðari
verði friðarkostir þeirra.
Gullkistur og dala-
kútar.
Agrip af þjóðminningardagsræðu
eftir
síra Olaf Olafsson i ArnarViæli.
I>að er varla hægt annað að segja
en að það beri nýtt til tíðinda, að
sjá sHkan mannfjölda saman kominu
upp til sveita á voru landi íslandi, og
það á þeim tíma, sem heita má aðal-
bjargræðistími allra landsbúa.
Hvað er það, sem veldur þessari
mannareið um héraðið? Hvað hefir
knúið bændurna til að varpa frá sér
búsáhyggjunum og búsumstanginu,
hvað hefir knúið konurnar til að yfir-
gefa búrin sín og börnin'? Hvaða afi
hefir smalað saman öllum þessum fal-
leguog prúðbúnu yngisstúlkum og yng-
ismönnum? Hvað er um að vera
hérna í Flóanum í dag?
Allur mergurinn og kjarninn úr
sýslunni er kominn hér í einn hóp,
og, það sem mest er um vert, að það
er ánægju- og gleðisvipur á hvers
manns andliti, og nærri má segja að
það leiki bros á hvers manns vörum.
f>egar miðað er við okkar gamla,
íslenzka hugsunarhátt, þá gæti manni
dottið í hug, að annaðhvort ætti að
fara að jarða einhvern stórmerkilegan
náunga, eða að öðrum kosti að það
ætti að fara að halda stranduppboð.
Kn það er hvorugt af þessu.
Jal Hvað er það þá?
f>að stendur vænti ég aldrei til fyr-
ir Arnesingum að gera uppreisn og
koma landinu undan kónginum'?
Og sei- sei-neil
Við erum konunghollari menn en
svo.
Hvað veldur þá þessum tyllidegi og
þessum hátíðarhöldum?
Orsökin að hátíðarhaldi þessu er í
raun og sannleika ný lífshreyfing, ný
lífsalda, sem vakin er og bólað hefir á nú
á hinura síðari og síðustu árum. Og þessi
lífs- og ljósalda er nokkurs konar árroði,
er boðar landi og lýð bjartan og
fagran dag nýrrar og komandi aldar.
f>eir, sem land þetta byggja, eru
farnir að finna það æ betur og þreifa
á því, að þeir eru í rauninni bræður,
sem eiga að.vinna saman, líða og stríða
saman og sigraalla erfiðleika og torfærur
sarnan, og síðan njóta sigurlaunanna
saman. En á þessum degi, sem á að vera
einkum og sér í lagi helgaður þjóðernis-
og þjóðræknisminningunni, er það helg
og um leið ljúf skylda vor, að minn-
ast fósturjarðar vorrar, landsins, sem
vér fæðumst, lifum og deyjum á.
það er náfctúrlegt, að vér byrjum dag-
inn með því að minnast á blessað
gamla landiö, sem alt líf vort, allar
helgustu og beztu tilfinningar vorar,
allar hjartanlegustu óskir og vonir eru
að öllu leýti tengdar við: blessað gamla
landið, sem sá okkur fæðast, líða og
stríða, sem séð hefir hvert okkar gleði-
bros og tekið hefir á móti hverju okk-
ar hrygðartári og að lyktum mun
geyma bein okkar, eins og það hefir
geymt og geymir bein feðra okkar og
mæðra.
þ>að er ljúf og sjálfsögð skylda, að
minnast á þessari stund fyrst og fremst
fósturjarðarinnar; því hverjum skyld-
um, sem vér höfum að gegna, og í
hverri stöðu sem vér erum, þá á hún
hvern blóðdropa æðanna, hverja hugs-
un heilans, hverja tilfinningu hjartans;
hún á oss sjálfa og alt það, sem vér
köllum vort. Og 'þegar ég nú ætla
að mæla örfá orð fyrir fósturjörð vorri,
þá ætla ég ekki aö koma með lofræðu
um fornöldina, heldur ekki með neinn
harmagrát um harðstjórnina, einokun-
arkúgunina, eldgosin og hafísinn. Eg
ætla beldur ekki, þó ég í vitum mín-
um .eigi bæði handbók og hempu, að
tala í neinum biflíustýl; ég ætla að
halda mér við láglendið og jörðina í
dag.
Mér koma nú einkuní »þjóðsögurnar«
í hug, er er óg hugsa til að minnast
íslands og framtíðar þess. Mér koma
í hug þjóðsagnirnar um gullið, sem
falið á að vera svo víða á Island.
þessar þjóðsagnir eru í mínum aug-
um fegurstar allra þjóðsagna vorra; því
þær eru meira en orðin tóm; þær
hafa bæði andlegan og líkamlegan
sannleika að geyma.
Feður vorir fluttu gull út til þessa
lands og rnargir þeirra fólu það, segja
sögurnar, í hólum, söktu því í pytti
komu því fyrir undir fossum. þessar
8agnir henda okkur á þann sann-
leika, að gull er hér bæði á landi og
í *jó og V'itnum.
Við þetta gull,sem geymt erískauti
fósturjarðar vorrar, er hin líkamlega
velferð og hamingja mikið bundin, því
auðurinn er og verður jafnan afl þeirra
hluta, sem gjöra skal. Og hinar lík-
amlegu framtíðarvonir íslenzku þjóð-
arinuar eru að mestu bundnar við það,
að oss takist að festa hendur á gull-
inu á íslandi.
þjóðsagnirnar tala bæði um »dala-
kúta« og »gullkistur«, og sannleikur-
inn er sá, að Island er í rauninni
fult af dalakútum og gullkistum,
reyndar dálítið í öðrum skilningi en
þjóðsögurnar meina.
Hin stærsta og auðugasta gullkista
landsins er sjórinn; en svo eru gull-
kisturnar og dalakútarnir um land alt,
í túnunum, mýruuum, heiðunum, holt-
unum, vötnunum og fossunum, og það
er framtíðarinnar hlutverk, að ljúka
upp betur en verið hefir fram á þenna
dag gullkistunum og grafa upp dala-
kútana, sem liggja við fætur vorar
miklu víðar en vér daglega og í fljótu
áliti gjörum oss í hugarlund.
það eru gullkistur og dalakútar í
hverri sýslu og hverri sveit á íslandi;
alt undir mönnunum komið með not-
in. Framtíðin þarf að gjöra okkur
skygnari en verið hefir á gullið, sem
fólgið er í matarholunum á Islandi,
og um leið fingralengri, svo vér getum
fest hendur á því. Ein gullkistan er
hérna rótt við tærnar á okkur, hún
Ölfusá, bezta snemmbæran í Suður-
amtinu. Mjólkar bæði lax og sel.
Að vísu flýtur Island ekki »í mjólkog
hunangi«, og smjör drýpur ekki nema
af öðrum hvorum kvisti; en bitt er
víst, að til er það á Islandi, sem ekkí
er hunangi lakara, og mjólkin og
smjörið getur verið miklu meira en
það er; og svo er um margt annað
fleira. f>að er nú ósk mín, að fram-
tíðin gjöri íslands börn fundvísari á
Islands gull og færari um að ná því
og færa sér það í nyt.
En það er líka til anuað gull á ís-
landi en þetta, sem ég vil ekki síður
minnast á. Forfeður vorir fluttu líka
út hingað andlegt gull, gull hreysti og
hetjuskapar, gull drenglyndis og mann-
dáða, gull þolgæðis og staðfestu; og
þetta gull er ekki miuna virði fyrir
oss en gullið í »gullkistunum« og »dala-
kútunum«. þetta andlega gull ís-
lenzku þjóðarinnar hefir að vísu oft á
liðnum öldum verið dregið í saur nið-
ur, og margar og skaðlegar tilraunir
verið gjörðar til að svifta oss því. En
ég vona samt, að mikið sé enn til af
þebsu gulli á Islandi, og ég óska, að
þetta andlega gull þjóðarinnar megi í
framtíðinni aukast og margfaldast, a&
andleg og líkamleg hreysti og betju-
skapur, drenglyndi og manndáð, a&
mannvit og mannkostir íslenzku þjóð-
arinnar þróist og þroskist, landi og lýð
til heilla og hamingu.
Forfeður vorir fluttu enn eina teg-
und gulls; það var gult frelsi&Ins.
þessu gulli týndum vér fyrir tnörgum
öldum og vér höfum nú verið að leita
að því aftur um langan tíma, án þess
að finna það. En það er bæði ósk og
von vor, að framtíðin færi oss það í
þessum efnum, sem liðni tíminn hefir
neitaö oss um.
En vér þurfum að óska og biðja
um fleira í framtíðinni en það eitt, að
fá frelsi; vér þurfum engu síður að
óska hins, að vér sjálfir verðum hæfir,
frekara en verið, hefir fyrir sannarlegt
frelsi, og að vér lærurn frekara en
verið hefir að nota og fara með sann-
arlegt frelsi. Andlegi þrældómurinn
er versta ánauðin. þrældómur hjá-
trúar, hleypidóma, lítilmensku og smá-
sálarskapar. Og vór þurfurn engu síð-
ur að óska Islands börnum lausnar
undan þessari ánauð, óska eftfr and-
legu frelsi engu síður en eftir stjórn-
frelsi.
En —- nú má spyrja: Útheimtist
nú ekkert frá þjóðarinnar hálfu til
þess að þessar óskir og vonir gulls og
gæfu þjóðinni til handa verði á kont-
andi tímum að sönnum áhrínsorðum?
Eru ekki þjóðinni íslenzku einhverjar
skyldur á herðar lagðar, sem hún verð-
ur að rækja; er henni ekki eitthvert
lögtrtál sett, sem hún verður að uj>p-
fylla?
Jú! það eru einkum þrjár dygðir,
sem hún verður að geyma og gæta, ef
henni á vel að farnast; það er trú,
kœrleikur og ron.
Hún verður eðlilega að hafa kristi-
lega trú, það er það sjálfsagða; en svo
líka skynsamlega trú á mátt sinn og
meginn, trú á sigur hins góða, trú á
sigurkraft Bannleikans, trú á sigur-
kraft ljóss og lífs yfir myrkri og and-
legutn dauða. Hún þarf að geyma
kærleika til lands og lýðs, til fóstur
jarðarinnar, til sögulandsins, tungu
þess og alls þess, sem íslenzku þjóð-
inni er til sóma og sannra gagns-
muna.
Cg þjóðin þarf að hafa von, vonum, að
alt skynsamlegt strit og stríð og bar-
átta fyrir góðu og sönnu málefni munt
leiða til sigurs að lyktum. Geymi ís-
lenzka þjóðin þetta þrent, er ég nú
nefndi, þá vona óg, að margs konar
gull muni verða hlutskifti hennar í
framtíðinni.
Ef mér mættum nú sjá nokkuð frá
oss og njóta hins fagra útsýnis, þá
mundu oss koma til hugar upphaf 2
kvæða: »Festingin víða hrein og há«
og »J>ú bláfjalla geimur með heiðjökla-
hring«. En það er hið sama; vér höf-
um oft séð »festinguna hreina og háa«,
og bláfjallageiminu með íslenzka heið-
jöklahringinum.
Að lyktum óska ég, að hann, sem
þandi út festinguna víðu, hreinu og