Ísafold - 13.08.1898, Blaðsíða 1

Ísafold - 13.08.1898, Blaðsíða 1
Knmur ut ýmist einu siuni e??a tvisv. í viku. Yerfí árg. (SO ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. ec5a l'/s doll.; Lorgist fyrir miðjaw júli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bnnain vtff áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er I Austiirstrœti 8. Reykjavík, laugardaginn 13. ágúst 1898. XXV. árg. Fomgriposafnopiðmvd. og Id. kl.ll—12 Landsbankinn opinn live.rn virkan dag k1. 11—2. Bankastjóri viðll')i—l’/s.ann- ar gæ/.lustjóri 12—1. Landsbókasafn opið hvern virkan dag kl. 12—2, og einni stundu lengur (til kl 3) md., mvd. og ld. til útlána. Austanpostur fer frá Rvík 14. ágúst og kemur aftur 19. s. m. Sama dag (19.) er von ú hinum póstunum báðum. Grufub. Skdlholt kemur 1S. ágúst norð- an um land og vestan. Hókafregn. Andvari. Timarit hins isl. þjóövina- félags; 23. ár. Andvari er gott rit nú eins og vant er. L rernst er mynd af Grími Thom- sen og ritgerð um hann eftir dr. Jón |>orkelsson yngra, fróðleg, kjamyrt og skemtileg, og mjög vandað til lýsingar- innar ú hinu látna skáldi. |>á er ritgerð um stjórnarskrármdlið 1897, eftir síra Sigurð Stefánsson, og verður hún vonandi lesin með athygli a{ öllum þeim íslendingum , sem ant er um, að stjórnarmál vort komist inn á skynsamlega braut. Bækilega er skýrt frá þingmálafundunum 1897, að því leyfci sem þeir létu uppi álit sitt um þetta mál, sýnt fram á, hve auð- sælega þjóðin var orðin því afhuga að berja höfðinu við steininn, heldur vildi leitast við að ná samkomulagi við stjórn- ina, ef þess væri kostur og um veru- legar umbætur væri að ræða. Svo er saga málsins á síðasta þingi rakin ljóst 0g greinilega, sýnt fram á, hve miklar umbætur séu fólgnar í stjórnartilboð- inu, sem það þing fekk, og »mótbár- um, lokleysum og öfgum« svarað með stillingu oa ómótmælanlegum rökum. Vér fáum eigi betur séð en að þeir, sem taka vilja tilboði stjórnarinnar frá síðasta þingi, hljóti að verða samdóma síra S. S. um alt það, sem f þessari grein stendur, nema ummaalunnm um setu ráðgjafa vors í ríkisráðinu. Höf. lítursvo á, sem barátta íslend- inga gegn því fyrirkomulagi hafi verið á góðum og gildurn rökum bygð, með því að það komi að sjálfsögðu í bága við þau fyrirmæli stjórnarskrárinnar, að ísland skuli hafa stjórn sina og lög- gjöf út af fyrir sig. Ríkisráðsseta ráðgjafans er vitaskuld ekki jafnmikil grýla í hans augum eins og »fleygsmannanna« á síðasta þingi. Hann bendir á, að hugsanlegt sé að afskifti ríkisráðsins af sérmálum vor- um verði meiri í orði en á borði og að dönsku ráðherrarnir muni því láta ráðherra íslands, er einn ber nokkurt skyn á þessi mál, einan um hituna. »|>að má að minsta kosti eins gjöra ráð fyrir því, eins og að hann ráði þar litlu eða engu um sérmál Islands, og sú venja mun miklu fátíðari en að láta hvern ráðherra ráða sem mestu um þau mál, sem hann er sérstaklega skipaður fyrir og hann einn ber því ábyrgð á. |>að er alls ekki óhugsandi, að þótt danska stjórnin vilji ekki formlega sleppa sérmálum íslands úr ríkisráðinu sökum þessarar góðu alríkiseiningar, þá verði ríkisráðið í reyndinni ekki hlutsamt um mál þessi, þegar þau eru koruin í hendur manns, er eingöngu hefir um þau að fjalla og ber ábyrgð allra sinna gjörða fyrir íslenzka lög- gjafarvaldinu. Bíkisráðsseta ráðherr- ans gæti þannig orðið að eins til mála- mynda f flestum tilfellum, en þó til tryggingar í augum stjórnarinnar, að ráðherrann færi ekki út fyrir þessi tak- mörk, er sérmálin eru bundin við, án þess að tálma í nokkuru framförum og hagsæld lslands innan þessara tak- marka«. En þrátt fyrir þetta telur höf. þó kröfuna um algerðan aðskilnað sérmála vorra frá ríkisráðinu alveg sjálfsagða, þegar hugsanlegt yrði að fá henni fram- gengt, og setu ráðgjafa vors þar ekki hættulausa, enda auðsætt stjórnarskrár- brot. jpað væri hirn líka, ef fyrirkomulag- inu væri svo háttað, sem menn hafa lengstum gert sér í hugarlund hér á landi, að danskir ráðgjafar réðu úrslit- um íslenzkra sórmála með atkvæðum sínum. En nú er það sýnt og sannað, að fyrirkomulagið er alt öðruvísi. Eftir þeim skýringum, sem komið hafa fram í málinu síðan á þingi í fyrra, er enginn flugufótur fyrir þeirri ætlun mannai að dönskum ráðgjöfum sé ætlað að fjalla um sérmál íslands. Báðgjafi vor flytur að sönnu rnálin fyrir konungi í ríkisráðinu og þar ræð- ur konungur þeim til lykta. En dönsk- um ráðgjöfum koma þau ekkert við — svo framarlega sem þeir viðurkenna, að þau séu í raun og veru íslenzk scr- mál. Fyrir því, að meðferð sérmála vorra í ríkisráðinu sé þann veg háttað, höf- um vór orð fyrverandi og núverandi ráðgjafa Islands. Og varlega er það gerandi að fullyrða að slík meðferð sé stjórnarskrárbrot — að hún komi að neinu leyti í bága við fyrirmæli stjórn- arskrár vorrar. Eins og kunnugt er, kveður stjórn- arskráin ekkert á um það, hvernig eða hvar sérmál vor eigi að flytja fyrir konungi. Hún segir að eins, að vór eigum að hafa löggjöf vora og stjórn út af fyrir oss. Er ekki nokkuð örðugt að neita því, að vór höfum hvorttveggja út af fyrir oss, ef það verður ekki fyrir afskiftum annara en löglegra íslenzkra stjórnar- valda? Og meira að segja — mundi ekki verða örðugt fyrir oss að benda á fyr- irkomulag, sem væri oss haganlegra, meðan sambandi voru við Uanmörku er að öðru leyti eins farið og nú? Hugsum oss ráðgjafa vorn utan rík- isráðsins. Einhversstaðar verður úr- skurðarvaldið að vera, ef ágreiningur kemur upp um það, hvort mál sé al- .Islenzkt sórmál eða sameiginlegs eðlis. f>að vald er lítt hugsandi annarsstað- ar en í ríkisráðinu. Værum vór þá nokkuru bættari, ef ráðgjafi vor kæmi þar hvergi nærri? Er ekki nokkuð eðlilegra og hyggilegra einmitt fyrir oss, að vér eigum þar fulltrúa, þegar ráða á fram úr slíkum ágreiningi? Auðvi að eru þeir menn til, sem neita því, að meðferð íslenzkra sérmála í ríkisráðinu sé á þann hátt, sem hér er haldið fram. |>eir halda jafnvel fast við gömlu íslenzku ímyndunina um atkvæðagreiðslu í ríkisráðinu, sem engin er til. Og þeir þykjast ekki láta sór skiljast, að ráðgjafi vor hafi neina sérstöðu þar, berja því blákalt fram, að með íslenzk mál sé þar að öllu farið eins og dönsk mál. En þeim hefir ekki tekist að koma með nokkura ástæðu sínu máli til stuðnings. A vora hlið eru grundvallarlög Dana og ríkislagaróttur Matzens prófessors, sem ekki gera ráð fyrir neinni at- kvæðagreiðslu í ríkisráðinu. Á vora hlið er stjórnarskrá vor, sem segir, að vér eigum að hafa löggjöf vora og stjórn út af fyrir oss. A vora hlið eru yfirlýsingar fyrverandi og núver- andi íslandsráðgjafa um, að skilningur vor á þessu atriði sé réttur. Að hinu leytinu hefir enn ekki verið bent á nokkurt atriði, sem ráða megi af, að aðrir ráðgjafar en Islandsráðgjafinn hafi nokkuru sinm látið nokkurt ís- lenzkt sérmál til sín tala. Það þarf því naumast að taka það fram, að sönnunarskyldan hvílir á þeim, sem mæla móti jafn-ljósum og sterk- um röksemdum. Mótmæli þeirra eru að engu hafandi, fyr en sýnt verður og sannað, að sérmál vor hafi verið eða séu undirorpin afskiftum annara ráðgjafa en Islandsráðgjafans. |>á, en ekki fyr, er ástæða fyrir oss til þess að kvarta undan því, að stjórn- arskrá vor hafi verið fyrir borð borin í þessu efni. Sem stendur veikja slík- ar kvartanir vorn málstað. Umkvört- unarefnið er að minsta kosti ósannað og að öllum líkindum ósatt. Ogíöðru lagi villa þær alþýðu manna og gera henni örðugra að átta sig á stjórnar- máli voru. Bitgerð síra S. S. hefir vafalaust verið samin áður en þær skýringar voru komnar til fulls, sem nú eru fengnar viðvíkjandi meðferð sérmála vorra í ríkisráðinu. Að öllu öðru leyti en þessu, sem hér hefir verið á bent, er hún mjög góð, og verður vafalaust mikill styrkur meðal þjóðarinnar fyrir þeim málstað, sem höf. heldur fram. Næster ritgjörð um lánsstofnun, eft- ir Halldór Jónsson bankagjaldkera. Svo sem kunnugt er, skoraði neðri deild alþingis í fyrra á stjóruina »að leggja fyrir næsta alþingi frumvarp til laga um lánsstofnun eða lánsfélag fyr- ir jarðeignir og húseignir í landinu, er geti veitt veðlán um sem lengst árabil og með sem vægustum vaxtakjörum«. Höf. sýnir ljóslega fram á þörfina á fyrirtæki þessu og bendir á, hvernig til þess ætti að -stofna, heldur því meðal annars fram, að engin þörf sé 51. blað. á að setja sérstaka lánsstofnun á lagg- irnar, heldur mundi hagfeldara að stofna sérstaka lánsdeild í landsbankanum og veita honum heimild til að gefa út vaxtabréf og selja þau. Bæði mundi það fyrirkomulag kostnaðarminna, og svo hafi landsbankinn langtum betra færi á að koma vaxtabréfum íslenzk- um í peninga heldur en sérstök láns- stofnun. Vonandi styður ritgerð þessi að því, að málinu verði hrundið í heppi- legt horf á næsta þingi. |>á eru »Ferðir á Norðurlandi 1896 og 1897« eftir dr. jporv. Thoroddsen, skemtilegar og mörgu fróðlegar, eins og hinar fyrri ferðasögur hans, og nFiskirarmsóknir 1897« (skýrsla til lands- höfðingja) eftir Bjarna Sæmundsson, cand. mag. Bannsóknir þessar virð- ast hafa verið gerðar af vandvirkni og nákvæmni, og verða sjálfsagt lesnar með athygli af mörgum, ekki sízt það sem sagt er um laxaklakið og sela- friðunina. Að lyktum er lýsing á innsigli ís- lands, sem Jón lögmaður Jónsson út- vegaði árið 1093, en nú er í vörzlum Havsteens amtmanns. Hún er eftir Pálma Pálsson, skólakennara. 'Yfirvofandi liallscri í Vatnsleys ustr hreppi«. I 44. tölublaði lsafoldar er skýrt rá síðasta fundi amtsráðsins í Suð- uramtinu, og er meðal annara mála, sem þar hafi verið fvrir tekin, skýrt frá þessu »yfirvofandi hallæri í Vatns- leysustrandarhreppi« og þar rækilega til- greind súofanígjöf, sem sýslunefndinhér hafrr feugið hjá því háa ráði fyrirþað, að sýslunefndin eigi hefir tjáð sér fært að láta ginna sig til þess að taka þá ráðstöfun, sem nú hefir reynst að hún með engu móti hefði getað for- svarað gagnvart öðrum hreppum sýsl- unnar. Eg álít mér því skylt, sem oddvita hennar, að skýra mál þetta fyrir al menningi, svo hann geti lagt dóm siun á framkomu sýslunefndarínnar. Eg tilgreini að eins »facta«, sem eigi verða hrakin. Byrjun málsins er þá sú, að á síö- astliðnum aðalfundi í sýslunefndinni, hinn 25.—27. aprílmán. þ. á., var lagt fram svohljóðandí erindi frá hin- um þáverandi oddvita hreppsnefndar- innar í Vatnsleysustrandarhreppi: »Vegna langvarandi afla- og atvinnu- »leysis hér í hreppi sér hreppsnefndin »ekki annað fyrir, en að hallæri og »bjargarskortur hvíli við hvers manns »dyr hér í hreppi nú strax um vertíð- »ar-lok, að undanskildum einstöku •heimilum, og með því að alls engin »ráð eru fyrir hendi til þess að afstýra »slíkum vandræðum, þá finnurhrepps- »nefndin hér í hreppi ekki önnur ráð »en að leita aðstoðar hinnar heiðruðu »sýslunefndar, og biðja hana að ann- »ast um, að Vatnsleysustrandarhreppi »verði veitt hallærislán alt að tvö þús- »und krónum nú strax um maírnán- ©

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.