Ísafold - 13.08.1898, Blaðsíða 2

Ísafold - 13.08.1898, Blaðsíða 2
•202 •aðarlok, ef ekki* raknar eitthvað veru- •legt úr atia-leysinu, sem nú er«. Bins og kunnugt er, var beiðni þess- ari synjað, og hafði sýslunefndin fyrir því þessar ástæður: 1, að fyrir lá aó eins beiðni frá þáverandi oddvita hreppsnefndar- innar, óðalsbónda Klemens Egilssyni í Minnivogum, að vísu »í umboði hrepps- nefndarinnar«, en alls engin sönnun fyrir því, að ástandið þar í hreppi væri eins bágt og skýrt var frá, né fyrir því, að styrkbeiðsla þessi væri bygð á vilja hreppsbúa yfirleitt; og 2, að sýslunefndarmaður hreppsins, hinn núverandi oddviti hreppsnefnd- arinnar, sem eðlilega hlaut að vera á, standinu kunnugur, hélt beiðninni ekkert fram, af þeirn ástæðu — eins og umræðurnar féllu —, að hér var að ræða um styrk úr sýsltisjóði. Eg er ekki einn til frásagnar um þetta, heldur munu hinir aðrir sýslu- nefndarmenn, sem voru á fundi þess- um, bera með mér hið sama. Nú hefir oddviti amtsráðsins með bréfi, dags 19. f. m., skýrt mér m. a. frá, að hann frá hreppsnefddinni í Vatnsleysustrandarhreppi hafi meðtek- ið eitthvert erindi til amtráðsins, dags. 20. júní s. á. máii þessu viðvíkandi. Hér hefir þannig hreppsnefndin með hinum núverandi oddvita sínum, sýslunefndarmanni hreppsins, farið á bak við sýslunefndina. Ég hefi ekki enn séð erindi þetta, en vona að geta lagt það fram eða eftirrit af þvx á næsta fundi í sýslunefndinni, henni til leiðbeiningar. I tilefni af bréfi þessu fyrir skipaði amtsráðið þá, að sýslunefndin nú þeg- ar gjörði þær ráðstafanir, sem þörf væri á, til þess að afstýra hallæri bæði' í Vatnsleysustrandarhreppi og öðrum hreppum í suðurhluta sýslunnar, og til nefndi ég því hinn 27. og 29. f. m. 3 hæfa menn til þess að skoða þetta á- stand í Vatnsleysustrandarhreppi yfir- leitt, þ. e. að- skoðunin átti að fara fram hjá óllum hreppsbúum, og fram- koma með tillögur sínar að skoðun þessari aflokinni. I nefnd þessari voru þeir: hrepp- stjóri þórður Guðmundsson að Neðra- Hálsi, sýslunefndarmaður Guðm. Magn- ússon í Elliðakoti og hreppstjóri Ein- ar fxorgilsson í Hlíð, og eru þeir nú búnir að Ijúka þessu starfi sínu. Eg skal því stuttlega skýra frá gjörðum hennar og tillögum þeim, sem hún hefir gjört. Hinn 4. þ. m. fór nefnd þessi suður á Vatnsleysuströnd og átti hinn 5. s. m. fund með hreppsnefnd- inni þar, og var sú ályktun gjörð á fundi þessum og undirskrifuð af öllum nefndar-mönnum, að »með því að •hreppsnefndin ætlar sér að leitast við »að afstýra yfirvofandi vandræðum nú •fyrst um sinn með tilstyrk efnuð- »ustu manna í hreppnum, þá kom •hreppsnefndinniogsendinefndinni sam- »an um, að frekari rannsókn um á- •standið í hreppnum hefði enga þýð- »ingu, þar eð það gæti eigi gjörla sóst »fyr en vinnandi fólk, sem nú er í f jar- »veru, væri heim komið og uppskera »úr matjurtagörðum væri til sýnis og fl«. jþví næst tekur þeBsi sendinefnd fram, að hreppshúar sjálfir hafi næga getu til þess að afstýra vandræðum þess- um; þannig séu í hreppnum 8 menn, sem höfðu næstl. ár skattskyldar tekjur af eign kr. 2030 og gjaldskyld lausafjár- hundr. sóu þ. ár 168 hdr.113 al. Sam- kvæmtsíðustu niðurjöfnunarskrá séullO gjaldendur; niðurjöfnuð útsvör alls kr. 2308. Fjárhagur hreppsins muni vera svo, að skuldir muni vera um kr. 1000, —, en aftur á móti eigi hreppurinn hjá hreppsbúum kr. 5229,33; af upp- hæð þessari hafi hreppsnefndin talið « fáanlegar fullar 1000 kr. Jnnieignír hjá öðrum hreppum sóu um 288 kr. Að öllu þessu athuguðu áleit nefnd þessi, að ástandið í Vatnsleysustrand- arh eppi væri ekki svo ískyggilegt, eins og sögur hafa farið af, og að það sé engin ástæóa til og jafvel ekki leyfi- legt, að leggja gjöld á aðra hreppa í sýslunni sveitarfélagi þessu til styrkt- ar, heldur beri hreppsnefndinni, eins og hún líka ætlar sér, að bjarga því á þann hátt, að eignamenn hreppsins — þar af sóu 3—4 eftir íslenzkum mælikvarða vel efnaðir menn — taki lán upp á sína ábyrgð hinum bjarg- þrota heimilum til forsorgunar, sem þeir þá aftur fáx sér borgað, þegar hin útistandandi gjöld eru innheimt, og að á næstk. hausti verði lögð á svo há útsvör, sem nauðsyn krefur. Svo skal ég ekki fara frekari orð- um þetta »hallæri« í Vatnsleysustrand- arhreppi; en eftir framangreindri skýrslu get óg fullvissar breppsnefndina í Vatsleysustrandarhi-eppi um, að hór í suðurhluta Gullbringusýslu eru nokkr- ir hreppar — og það minn hreppur, Garðahreppur — þar sem bjargræðis- ástandið er engu betra en í Vatns- leysustrandarhreppi, en munurinn er sá, að þessir hreppar eða hreppsnefnd- irnar í þeim halda meira upp á sóma sinn en að láta eins og hreppsnefnd- in í Vatnsleysustrandarhreppi hefir gjört í máli þessu og fá svo fyrir þessa viðleitni sína vanþökk jafnvel frá sín- um eigin hreppsbúum. Skrifstofu Kjósar-og Gullbringu- sýslu 8. ágúst 1898. Franz Siemsen. Jt - •- ■■• Af ófriðinum. Fréttaritari vor í Khöfn skrifar 28. f. mán.: »Fyrir miðju mánaðarins hafði lið Shafters krept svo að Santiago, að borgarbúum voru ^allar bjargir bann- aðar, en her hans drjúgum aukinn. Eftir ítrekaðar áskoranir félst yfirfor- inginn, Toral að nafni, á að gefa upp borgina og fylkið alt henni samnefnt (£ af eylandinu) 16. þ. m. Hann skildi það til, að Bandaríkin flyttu þá hermenn heim til Spánar, sem þeir hefðu áður handtekið og nú höfðu á hönd gengið. Síðar talið, að þeir yrðu ekki færri en 23—24 þús. manna. Bandaríkin hafa nú skipað nýja stjórn í borginni og fylkinu, og nú þykir alt vel fara, en borgarmenn hinir fegnustu umskiftum tímanna. Nú er hafnarbannið fært út á norð- urströndinni og tveir virkjabæir nefndir þegar, er upp hafi gefist. Höfuðsókn hers og flota nú snúið að Portóríkó, og landgangan þegar byrjuð ekki langt frá höfuðborginni San Júan, en á þeirri ey hafa Banda- ríkin áformað að bxxa sér flotastöð í eyjakerfinu þar vestra. Til sókna að Havanna vart hugað fyr en með hausti — ef þurfa skyldi —, þegar veðráttan er orðin hagfeldari, og við minni hættu búið af gulupestinni. Koma landliðsins frá Bandaríkjun- um til Filippseyja hefir dregist, en nú á nokkuð af því að vera komið til Cavite, við mynnið á Manillufirði. Upp- reisnarmenn sitja um Manillu með 50 þús. manna, en þó mishermt kxxþni að vera, er hóðan nú borið, að þeir hyggi af bandalagi og samverknaði við her Bandaríkjanna, en á hitt, að gera eyjarnar að bandaríki þeim óháð með öllu.«----- Búmlega viku yngri fróttir hafa bor- ist bingað nýlega með hrossakaupa- skipi og hafði ekkert sögulegt gerst á þeim tíma annað en að Spánverjar höfðu leitað fyrir sér um friðarkosti og Bandamenn látið þá uppi, þó eigi viti tnenn til fulls, hvernig þeir hafa verið lagaðir; en Spánverjar áttu eftir að svara, hvort þeir gengju að þeim eða ekki. Mun mega ganga að því vísu, að ófriði só þar með lokið og Kúba leyst úr böðulsklóm Spánverja annað- hvort með fullu sjálfsforræði í skjóli Bandaríkja eða þá í nánari tengslum við þau. Aðrar fréttir útlendar. Frá Danmörku eru helztu fréttir féglæfrabrögð tveggja meiri háttar manna í Kaupmannahöfn, P. Holms, ríkisþingmanns (af lögjafningjamönn- um) og varaformanns bæjarfulltrúauna í Khöfn, og J. Larsens, húsakaupa- miðils. Bæjarstjórnin lét kaupa í vetur þrjár jarðir til öreigabústaða fyrir 500,- 000 krónur, en höfðu að eins kostað 450,000 kr., og höfðu þeir félagar Holm og Larsen stungið 50,000 kr. í sinn vasa. þeir höfðu komist í einhverja milligöngu við kaupin. Larsen settur í varðhald og Holm handsamaður suð- ur í Hamborg, líklega á strokleið; hafði áður sagt af sér varaformensk- unni. Dáinn er j Kaupmannahöfn Emil Hartmann, ljóðlagahöfundur allfrægur, 63 ára, og C. L. Lövenskjotd, drótt- seti konungs, 76 ára. Tíu vikum eftir fráfall Gladstones, eða 30. f. mán., lézt annar höfuð- stjórnskörungur vorrar aldar, Otto v. Bismarclc, á höfðingjasetri sínu Fried- richsruhe, á fjórða ári hins níunda tugar, f. 1. apríl 1815. Enn þingað og þrefað um Zolamálið á Frakklandi og hann dæmdur af nýju í kviðdómi til fangelsís árlangt og nokkurra fjárútláta. HaDn hafði haft sig af landi burt áður honum væri dómurinn birtur. I»j óðminningarliátí ðir • V. Borgfirðinga og Mýramanna Borgfirðingar og Mýramenn héldu þjóðminningarhátíð sína á sunnudag- inn var, 7. þ. m. Hátíðarsvæðið var fagurt mjög, á Hvítárbökkum milli Bakkakots og |>ingness, og veður hið æskilegasta, enda sóttu mannfund þennan alt að 2000 manna, þar ámeðal all-margt úr Beykjavík. I forstöðu- nefndinni voru: Andrés Féldsted, Björn þorsteinsson í Bæ og Jóhann Björns- son í Bakkakoti. Forstaðan var mjög góð. Samkomustaðurinn mjög vel skreyttur, einkum þó ræðustóllinn að- dáanlega fallegur. I kappreiðunum báru þessir af öðr- um: Stökk (160 faðm.): Grár hestur (sá sem hér fekk 2. verðl., eigandi Björn Kristjánsson kaupm.) 1. vl. Bauður hestur (eig. Bjarni Valdason í Skutuls- ey) 2. vl. Leirljós hestur (eig. Vilh. Jónsson á Ferjubakka) 3. vl. Skeið (120 faðm.): Grár hestur (18 sek., eig. Jóh. Elíassonfrá Efranesi) 1. vl. Brúnskjótt hryssa (ekki rauður hestur, eins og í hinum blöðunum stendur; 19sek., eig. síra Arnór jpcrl. á Hesti) 2. vl. Hestur (20 sek., eig. Vigf. Pétursson á Gullberastöðum) 3. vl. Fyrir glímur fengu verðlaun, 1., 2. 3.: |>orsteinn Pétursson á Grund, Jón Guðlaugsson skósm. úr Bvík, Jónas Pálsson organisti. Bezt stukku: Jón Blöndal cand. raed. og A. Féldsted stud. med. Verðlaun fyrir hlaup fengu: Vilh. Jónssomá Ferjubakka og Ingim. Eyj- ólfsson ljósmyndari í Beykjavík. Bæður héldu, auk annara: Guðm. próf. Helgason í Beykholti (ísland); Magnús próf. Andrésson á Gilsbakka (héraðið), séra Olafur Ólafsson á Lundi (Vestur-Islendingar), Jón Sigurðsson frá Haukagili (bændur), og þorst. B. Jónsson á Grund (konur). þóttu allar ræðurnar góðar, sumar ágætar. Tvær fyrstu ræðurnar fá menn að sjá í ísa- fold. Sig. Júl. Jóhannesson stud. med. bafði ort öll kvæðin (5), er sungin voru. Söngur var ágætur, undir for- ustu Magnúsar faktors Ólafssonar á Akranesi. Dr. Þorv. Thoroddsen kom aftur hingað um síðustu helgi úr rannsóknarferð sinni um hálendið suður af Húnavatnssýslu: fór um Arn- arvatnsheiði, ; Hallmundarhraun og skriðjöklana þar uppi í króknum milli Langjökuls og Eiríksjökuls, um Stóra- sand og Litlasand, Kaldadal m. m.; skoðaði einnig Hvalvatn, gekk upp á Hvalfell og Súlur, sömuleiðis Beyðar- múla o. s. frv. Ætlar síðan að bregða sér austur á LyDgdalsheiði og ef til vill suður í Beykjanesfjallgarð áður en hann siglir með póstskipinu um næstu mánaðamót. Hefir hann þá lokið rannsóknum sínum hér um land. Um landskjálftana 1890 er von á bók næsta ár eftir dr. þorv. Thoroddsen, á kostnað Hafnar- deildar Bókmentafélagsins. það mun verða svo greinileg lýsing af þeim voða viðburði, sem kostur er á, glöggar skýrslur um tjónið, sem hlauzt af landskjálftunum, svo og frásagnir sjón- arvotta um það, er sögulegast gerðist, meðan landskjálftarnir stóðu yfir. Ennfremur yfirlit yfir eldri landskjálfta og eldgos á sama svæði, þ. e. Suður- landsundirlendinu og í fjallahvirfingn- um umhverfis það. Uppdráttur á að fylgja ritinu af landskjálftasvæðinu. Verður það vafalaust mjög fróðlegt merkisrit. Póstskipið Thyra kom hingað sunnudagskveld 7. þ. m. beint frá útlöndum og með henni ýmsir farþegar, þar á rneðal landlækn- isfrú þórunn Jónassen, frú Maria Helga- son (docents), frú Sigríður Helgadóttir frá Odda, fröken |>óra Friðriksson, Gunnlaugur O. Bjarnason prentari og 16 útlendir ferðámenn víðsvegar að, karlar og konur, þar á meðal ein ung- versk hjón. Fór það fólk flest til þingvalla og Geysis og kemur aftur í dag til þess að ná í Thyra, sem ekki fer fyr en í kvöld. Lyfjabúðina í Beykjavík hefir keypt danskur maður, frá Hjörringá Jótlandi, Marcin Olesen að nafni, fyrir 110,000 kr. Kom haun hingað nú með Thyra alkominn og er að taka við lyfjaverzluninni. Brezkur konsúll í Beykjavík er skipaður stórkaup- maður Jón Vídalín, í stað T. G. Pat- ersons, er settur var um stundarsakir. Kvað kand. Jón þorvaldsson eiga að gegna hér konsúlsstörfum í fjarveru hr. Vídalíns Viðrað heftr mætavel fyrir heyskap síðustu vik- urnar. Ágætisþerrir hér syðra frá 2. þ. m. og þangað í gær, að rigndi ofan á mesta stórviðri í fyrri nótt. En kalt í veðri, frost um nætur með heiðríku lofti. Sisliufí- Hér kom 10. þ. m. stórt timburskip frá Skíðu (Skien) í Noregi til Jóns þórðarsonar o. fl.; heitir »Fossnæs (295, N. K. Kleppe). Daginn eftir, 11. þ- m., kom gufu- skipið Gwent (398, B. Titland) frá Englandi með kol og steinolíu; fer aftur á mánudag með hrossafarm fyr- ir þá Zöllner og Vídalín.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.