Ísafold - 20.08.1898, Page 1

Ísafold - 20.08.1898, Page 1
Kemnr ut ýmist einu sinni eða tvisv. í viku. Yerð árg. (SO ark. minnst) 4 krv erlendis 5 kr. eða 1 */a doll.; borgist fyrir miðjan jiilí (erlendis fyrir t'ram). ISAFOLD. Uppsögn tskriflegy bunain við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir 1. október. Aigreiðslustofa blaðsins er i Austurstrœti 8. Reykjavík, laugarda^inn 20. ágúst 1898. 52. blað. XXV. árg. Forngripasafnopið mvd.og ld. kl.ll—12 Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. 11—2. Bankastjóri við ll1/*— D/a.ann- ar gæzlustjóri 12—1. Landsbókasafn opið hvern virkan dag kl. 12—2, og einr.i stundu lengur (til kl.S) md., mvd. og id. til útlána. Gufnb. Skdlholt leggur af stað héðan þriðjud. 2d. þ. m. vestur og norður fyrir land. I»ingvallafund- urinn sæli |>að varð nokkuð lítið úr honum, fúngvallafundinum, sem boðaður var í vor, auglýsturí öllum landsins blöðum, með kröftugum áréttingum frá sumum þeirra. Oss vitanlega befir ekki nokkurt kjördœmi á landinu orðið til að sinna honum — að minsta kosti ekki áþann hátt, sem til var ætlast. Hraklegri útreið gat hann ekkimeð nokkurulifandi móti fengið. Isafold gerði sér aldrei í hugarlund, að honum mundi verða tekið með miklum fögnuði. En sann- ast að segja kom oss ekki til hugar að óreyndu, að undirtektirnar mundu verða jafn-átakanlegar og raun hefir á orðið. Fyr má nú líka rota en dauðrota. Sjálfsagt verður mörgum -fyrst fyrir að draga þá ályktun af þessari óvenju- legu hrakför, að nú sé stjórnmálafor- usta Ben. Sveinssonar með öllu um garö gengin, og það svo áþreifanlega og augljóslega, að ekki verði lengur um það atriði deilt. Nokkurt þrek þyrfti líka til þess að neita þeirri nið- urstöðu. Leiðtogavaldið fer að verða fremur lítið, þegar ekkcrt kjördæmið fæst til fylgis. þegar svo er komið, er fullt eins vænlegt til framkvæmda að hafa einhvern yfirlætislítinn titil, vera kancellíráð t. d., eins og að vera leiðtogi þings og þjóðar. Hafi nokkur lifandi maður efast um það áður, að áhrif Ben. Sveinssonar meðal þjóðarinnar séu þrotin, þá gerir hann það naumast lengur. þingvalla- fundunnn fyrirhugaði og undirtektirn- ar undir hann hafa tekið af ailan vafa. Til munu þeir vera, sem ekki er ant um að lengra sé farið út í þessa sálma, kæra sig ekki um að íieiri á- lyktanir seu dregnar af þessari þing- vallafundar-hrakför. þeir una því mjög vel, að alþýðu manna fari að skiljast, að Ben. Sveinsson hafi mist alt fylgi. En þá. vilja þeir líka láta þar við sitja. Fútt mundi þeim kaar- ara en það, að það gæti dulist mönn- um, að þetta mál hafi nokkra víðtæk- ari þýðingu. En slík launung er vita-vonlaus. Málið er alt of augljóst og alt of merki- legt til þess að aðalþýðingu þess verði haldið leyndri. Hverjir boða þingvallafundinn? Ekki gerði Ben. Sveinsson það einn. j?ví hefir reyndar verið haldið fram, að svo hafi mátt heita; hinir, sem undir fundarboðið skrifuðu, hafi gert það »fyrir hann« eingöngu, af mein- leysis-bónþægni, án þess að kæra sig nokkuð um fyrirtækið.eða hafa nokkura verulega von um það. það er enginn vandi að seyja annað eins og þetta. Hitt er örðugra, að trua því. Sú staðhæfing, að þingmenn, sem góða greind hafa og sæmilega metn- aðargirni, fari að gera leik að því að rita nöfn sín undir ávarp til þjóðarinn- ar um málefni, sem þeim stendur al- veg á sama um þótt enginn sinni og allir hafi að háði og spotti — hún er svo fráleit, svo draumórafíflsleg, að það tekur því ekki að deila um hana. það væri áreitni við mennina, að ætla þeim jafn-fáránlegan leikaraskap í, þjóðmálum. Auðvitað skrifa þeir allir undir fundar- boðið af jafnmikilli einlægni og með jafnfullri rænu og bera allir jafn-óskor- aða ábyrgð á undirskrift sinni. Og þeir, sem til jpingvallafundarins ætluðu að stofna, voru forvígismenn benedikzkunnar og miðlunarinnar frá ’89. I hverju skyni boðuðu þeir til ping- valtafundar ? f>ótt ótrúlegt sé, voru til svo ein- faldar sálir í vor, að þær ímynduðu sér, að á þingvallafundi þessum væri mótstöðumönnum í stjórnarefnum ætl- að sœttast og koma sér saman um einhverja þá stjórnmálastefnu, sem allir Islendingar gerðu sig ánægða með. Hefðu þessir saklausu einfeldn- ingar fengið að búa í næði að ímynd- unum sínum, er vísast að þeir hefðu farið að vinna að jpingvallafundi eftir mætti. En svo fengu þeir það ekki. ísa- fold á það á sannviskunni að hafa vakið þá af sættadraumum sínum — að hafa sýnt og sannað öllum heilvita mönnum, að sœttirnar voru einhverjir vitlausustu draumarnir, sem menn hef- ír dreymt á landi hér. Auðvitað hefir þeim Ben. Sveinssyni og Jóni Jónssyni í Múla ekki nokk- urt augnablik til hugar komið að verða sáttir og sammála á þingvallafundin- um. jpeir eru fullorðnir menn, og eng- in börn. Hvað vakti þá fyrir þeim með fund- arboðið? Um það er engum blöðum að fletta. Fundurinn átti að samþykkja yfir- lijsmgar gegn ^valtýskunnu svo kölluðu. Ekkert annað gat b.onum verið ætl- að. Benediktssinnar og miðlunarmenn- irnir frá ’89 gátu ekkert annað satn- eiginlegt erindi átt á jpingvallafund. En þetta var alt annað en erindis- leysa. Hvor flokkurinn um sig veit að hinn er magnlítill, hættulaus, einn út af fyrir sig, í Valtýs-flokkinum ein- utn er nokkur veigur. þ>ess vegna lá á að sameina um stund krafta sína gegn honum. þingvallafundurinn átti að verða það sama fyrir alt landið, sem Ljósavatns- fundurinn í vetur þóttist vera fyrir þingeyjarsýslurnar. f>ar þorðu menn ekki að halda neinu ákveðnu fram ______ gátu auðvitað ekki komið sér saman um neitt anuað en að lýsa yfir van- þóknun sinni á »valtýskunni«. þetta átti þá að verða verk , Jping- vallafundarins í ár. Og víst er um það, að hefði þjóðin tekið nokkurt mark á — þó ekki hefði verið nema helmingnum af þeim ókjörum af níði, sem mótstöðumenn »valtýsk- »unnar hafa yfir hana ausið, þá hefði hún tekið fundinum vel. Viku eftir viku og mánuð eftir mán- að hafði verið reynt að telja þjóðinni trú um, að þeir sem sinnavilja stjórn- artilboðinu frá síðasta þingi séu, ann- aðhvort af heimsku, eða af illgirni, eða af eigingirni, að stofna landi og lýð í hinn ógurlegasta voða — bera sjálf- stjórnarkröfur þjóðarinnar á óslökkv- anda eld, ofurselja hana útlendu valdi. Gerum ráð fyrir, að þjóðin hafi lát- ið sér þetta skiljast, eða trúað því. Mundi hún þá hafa verið ófáanleg til að senda mann á þingvöll til að mót- mæla öðru eins háttalagi? Að ætla henni slíkt — það væri eitthvert hið svívirðilegasta níð, sem sagt yrði um hana. Byrir þá sök, og fyrir þá sök eina, var hún ófáanleg til að sinna júng- vallafundi í ár, að hún hefir enga trú á mótmælunum, sem fram hafa komið gegn »valtýskunni«. pað er aðalþýðing málsins, semekki verður með nokkru móti hjá komist. Og fagnaðarefni hlýtur það að vera fyrir hvern mann, sem af einlægni vill, að þjóðin komist út úr stjórnarmáls- ógöngunum. ----- m 9 me----- Höfuðstaður vor. þ.óðliátiðarræða héraðsl. Guðm. Björnssonar. j>ó Reykjavfk sé talin að vera höf- uðstaður Islands, þá er hún það ekki — ekki nema að nafninu til. 1 öðrum löndum eru höfuðstaðirnir augasteinar þjóðanna. Frakkanum þyk- ir alt ónýtt annað en París; Englend- ingur segir oft við mann: »Hefirðu komið til Englands?« en eins oft segir hann: »Hefurðu komið íLundúnaborg?« og mér er grunur á því, að honum þyki lítið koma til þess manns, sem aldrei hefir séð höfuðstaðinn hans. Við skulum nú ekki þreyta okkur á því, að ráfa land úr landi í þessum erindum, því alstaðar verður hið sama uppi á teningnum, landsins börn benda á höfuðból sitb, vísa manni þangað til þess að sjá stærstu afrek sín í iðnaði, listum og vísindum. Hér er þessu annan veg farið með þjóðviljann okkar, — ég á ekki við þann »unga«, heldur þann íslenzka, — ef hann væri spurður að því, hvað hann mundi gera við bæinn okkar og okkur bæjarbúana, ef honum væri selt sjálfdæmi, þá tel ég vafalaust að það yrði ofan á, að senda okkur karlmenn- ina upp í sveit í vinnumensku og kvennfólkið auðvitað sömu leiðina. — Skólana myndi hann setja sinn á hvert landshorn og æðstu embættismenn landsins sinn á hvern landsenda til þess að gera þá þjóðlegri — því það er einmitt sökin, sem þeir og við Reykvíkingar alment erum sakaðir um — þetta, að við séum svo óþjóðlegir, að það sé svo mikið útlent bragð að oss Góðir hálsar! Eg fyrir mitt leyti álít þetta ámæli á ónýtum rökum bygt; en alt um það-við verðum að hrinda því af okkur. Við verðum að keppast við að efla framfarir, til þess að við komumst sem fyrst í mjúkinn hjá þjóðinni, og bærinn okkar verði óskabarn hennar. Við verðum að horfa hátt og hugsa lengra en upp að Skólavörðu, stöðugt hafa bæinn fyrir augum, ekki ems og hann er, heldur eins og við viljum að hann verði, hugsa okkur, að uppi á Arnarhól skuli standa risamynd hins fyrsta Reykvíkings, Ingólfs Arnarsonar, gerð af íslenzku hugviti og höndum fyrir fé íslenzku ættjarðarinnar — hugsa okkur, að hann horfi yfir bæ með 50,000 íbúum og að landsmenn verði þá orðnir hálf miljón. Við hlæjum að þess konar hugsjónum; við erum svo vanir því, að heyra ofan úr dölunum og utan af skipunum, að Iandið okkar geti ekki átt neina fagra framtíð fyrir höndum. SíraJón—sávestasti— segir jafnvel að landið sé að blása upp. jpetta er ólánið. j>að er ekki eldurinn eða ísinn, sem er óhamingja íslands. Aðalóhamingja Islands er falin í því, að Iandsins börn trúa ekki á Iandsins framtíð. Reykvíkingar! Við skulum nú ekki hrósa okkur af því, að við séum að þessu leytinu betri en aðrir landar okkar; en gleði- efni hlýtur það að vera okkur í dag, að þessar árlegu þjóðhátíðir, sem nú hafa fengið svo mikinn byr, eiga rætur sfnar að rekja hingað í bæinn. jbær veita mönnum hvervetna svo ágætt tækifæri til þess að fagna yfir því, sem unnið er, og taka saman höndum til þess að vinna það, sem eftir er ógert, og hljóta því að teljast til stór- mikilla framfara. Við getum líka í dag bent geatun- um á húsið, sem við erutn að reisa þarna fyrir austan tjörnina; það er góðs viti, að við, sem erum ekki nema rúmar 4000, höfum þor og þrek til þess, að reisa kensluhús handa börnunum okkar fyrir 80,000 kr. |>að sé þá heitasta óskin okkar í dag, að Reykjavík miði sem skjótast áfram á framfarabrautinni, og nái sem fljótast alúðarhylli allrar þjóðarinnar og verði sann-nefndur höfuðstaður landsins. Hér bjó fyrsti íslendingurinn, og við eigum að vera fremstir allra íslend- inga. jbað sé okkar mark og mið. Reykjavík blómgipt og dafni! Hrossaskipið »Gwent« fór héðan til Skðtlands á þriðjudag- inn var. Með því tóku sér far H. Th. A. Thomsen kaupmaður og Jón Ólafs- son ritstjóri — ætlar að fara að kaupa prentsmiðju. Með skipinu sendi hr. J. Vídalín 500—600 hesta. Skálholt kom norðan og vestan 16. þ. m. með ýmsa farþegja ; þar á meðal voru Sigurður Sigurðason, læknir Dala- manna, og síra Eiríkur Gíslason á Staðarstað.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.