Ísafold - 20.08.1898, Side 3

Ísafold - 20.08.1898, Side 3
207 engir aukvisar voru þeir, hvorki til sálar né líkama, þeir sem fyrstir sigldu skipi hérna inn á Borgarfjörð. Og svo var um allan þorra landnámsmanna. Ég vona að íslendingar eigi enn nokk- urn óeyddan arf eftir þessa menn. Ég vona, að eftir alt, sem á dagana hefir drifið fyrir þessari þjóð, þá eigi hún enn til allmikið af þessum eigin- leikum forfeðra sinna. Og á því byggi ég ekki sízt vonina um framtíð hennar, og að hún múni komast far- sællega fram úr erfiðleikum þeim, sem óneitanlega sýnast nú liggja fyrir henni í samkepninni við aðrar þjóðir. Og ég vil segja, að þessar samkomur, sem nú er byrjað að halda og vonandi verður haldið áfram, gæti orðið styrkur til að auka þennan arf. það er kunnugt, að forfeður okkar efldu þol sitt og harðfengi ekki að eins með vopnaburði og bardögum, heldur einnig með leik- um, líkamaæfingum. Og telja má víst, að leikmót þeirra hafi átt ekki lítinn þátt í að auka kjark þeirra og karlmensku og skynsamlegt sjálfstraust, hafi gjört þeim líkt gagn og ólympsku li ikirnir Grikkjum í fornöld. Grikkir eru nú að taka upp leikmótin sín gömlu. Við eigum að gjöra eins. Og ég tel víst, að héraðssamkomur eins og þessi, þar sem reyndar verða glím- ur og aðrar íþróttir, verði til þess, að í hverri sveit fari ungir menn að koma saman við og við til að æfa krafta sína og fimleik. það verður að sjálf- sögðu alt í bernsku fyrst, en mjór er mikils vísir og óg vænti mikils gagns af slíkum leikum, þegar fram líða stundir. Útlendur maður, sem h fir ferðast hér um land, og lætur annars mjög vel af Islendingum, hefir látið það álit sitt í ljós, að þeim hafi farið töluvert aftur, að því er líkamsþrek snertir, og það er líklegt og eðlilegt að svo sé. En það er talað í gömlum sögum um sverð, sem sýndust vera orðin ryðfrakki einn, en þegar þeim var slegið við stein, þá hrökk alt ryðið af, og nú var brandurinn skínandi fagur og biturlegur. Stálið hefir verið ósvikið. jþað getur vel verið, að aldirnar liðnu hafi sett töluvert ryð á íslendinga. En ég hygg að efnið sé gott, stálið ósvikið, arfurinn góður. Og þá getur ryðið hrokkið af og stálið náð sínu forna á- gæti. , • Ég hefi viljað nefna hið helzta af því, sem gjörir það, að okkur þykir vænt um að vera Jslendingar. Jlg hefi farið eftir þ\í, sem mér sjálfum finst, og má vera, að aðrir hefðu vilj- að nefna eitthvað annað en það, sem ég hefi minst á. Einum getur þótt koma mest til þessa, öðrum til hins. En ég ætla að Ijúka máli mínu með þeirri ósk, að íslenzka þjóðin eigi alt- »f eitthvað það til í eigu sinni, sem gjöri það, að íslendingum þyki vænt um það að þeir eru lslendingar, og að það verði svo meir og meir eftir því sem árin og aldirnar líða. Og ég ætla að lokum að biðja ykkur — ekki að hrópa margfalt »húrra« fyrir íslandi — því að ég er hræddur um, að land- vættunum okkar þætti það skrítin ís- lenzka — heldur að syngja seinustu vísuna af *Eldgamla Isafold. og þrítaka seinni helming hennar, því að í þeim vísuhelmingi er tekin fram sú hugsun, ’ sem ég tel víst að sé okkur öllum ríkust í huga í dag. Dáinn 6. júlí Sveinn Sveinsson, bóndi í Alftártungu á Mýrum, 74 ára að aldri. Sómabóndi og stakasti geðprýðis- og velvildarmaður. Bætti mikið ábýlis- jörð sína. Hann var fremur heppinn læknir fallopat), þó ólærður væri, enda hafði hann fengið leyfi hjá J. Hjalta- lfn sál. landlækni. Nú var hann orðinn blindur og hrumur. Síra Jón Jónsson á Hofi í Vopnafirði, fyrrum prófastur, andaðist 31. f. mán., eftir stutta legu í lungnabólgu. Hann var fæddur að Klausturhólum 3. júlí 1830, sonur síra Jóns Jónssonar, er þar var prestur 1807—1832, en ólst upp hjá stjúp föður sínum, síra Halldóri Jónssyni á Mosfelli í Grímsnesi. Stúdent varð hann 1853, útskrifaðist af prestaskól- anum tveim árum síðar og vígðist þá aðstoðarprestur til stjúpa síns að Mosfelli. Fékk það brauð 1858. Hof í Vopnafirði fckk hann 1882. í Ár- nessýslu var hann prófastur 1867—73 og í Norðurmúlasýslu nokkur ár frá 1884. Amtsráðsmaður var hann syðra nokkur ár. Hann var tvíkvæntur; fyrri koua hans var Sigríður Magnús- dóttir, kammerráðs í Vatnsdal Stephen- sens, systir M. St. landshöfðingja, en síðari þuríður Kjartansdóttir prests í Skógum Jónssonar. Fyrra hjónabandið var barnlaust, enda mjög stutt, en eftir hið síðara eru á lífi 5 dætur og 1 sonur, öll upp komin: Anna, Sig- ríður (gift), Margrét, Ragnheiður (kona síra þórarins þórarinssonar á Valþjófs- stað), Jóhanna, og Kjartan, er var um hríð í skóla. Síra Jón heit. var greindarmaður mikill og merkisprestur. Meðal ann- ars er það að minnum haft af kunn- ugum, hve snildarlega honum hafi tekist að bæla niður mótþróa þann, er gegn honum var í Hofsprestakalli, þegar hann kom þangað. Sóknarmenn höfðu viljað fá annan prest. Og þeg- ar síra Jón var ný-kominn að Hofi, gerðu þeir sendimenn á fund hans til þess að tjá honum, að ekki væri til neins fyrir hann að reyna að messa; enginn maður ætlaði að koma til kirkju. Prestur tðk sendimönnum vel og stilli- lega, kvaðst auðvitað hljóta að verða kyr þetta árið, en bæru sóknarmenn sama hug til sín að ári liðnu, mættu þeir treysta því, að bann mundi hafa sig á brott. Ekkert væri sér fjær skapi en troða sór upp á þá nauðuga. — Að ári liðnu langaði engan sóknar- manna hans til þess, að hann færi frá þeim. Sira Jón Holfrason gegnir um nokkurn tfma prests- verkum hér í sókninni i fjarveru dóm- kirkjuprestsins. Veðurathuganir, i Reykjavík eftir landlækni Dr. J. Jónas- sen. Hiti j Loftvog I veðnrátt (A Celsius) I (millimet.) | V eonraCT. •oj á nóttjum hd.i árd. síöd. ávd. síhd. 13. -f- 8 1 + 13 <41.7 <49.3 N h b N h b 14. + 8 +12 751.8 754.4 N h b o b 15. + 7 ! + 13 756.9 756.9 S h b S h h 16. + 8 +11 759.5 759.5 S h d S h d 17. + 9 +11 7:6.9 756.9 Sv h d Sv h d 18. + • + 12 762.0 7620 o d Sv h d 19. + 9 +12 764.5 S h d Fyrst framan af þessari viku var hér bjart og fagurt veður, gekk svo til suðurs- útsuðurs með úrkomu og hefir verið það siðan. Neyðarúrbót, fyrir þingvallafundinn, sem boðað var til í vor, — þjóðfundinn, sem alt landið átti að senda fulltrúa á til þess að ræða stjórnarmál vort — er verið að halda í dag á þúngvelli; það tilefni notað, að gistihúsið, sem þar hefir verið í smíðum í surnar, er nú full- gert eða langt komið að minsta kosti. Helztu hátíðabrigði þar væntanleg, að sögn : Ræða, sem Ben. Sveinsson flyt- ur, og ógrynni ölfanga. Þilskip til sölu um 5 smálestir (ton) að stærð, gott gangskip, bygt úr eik, með öllum segl- um, 2 akkerum, góðum, keðjum, bát og ýmsum áhöldum, alt í ágætu standi. Nánari upplýsingar gefur þeim sem óska Sigfús Eymundsson. Til böðunar á sauðfé eru baömeðul S. Barnekows lanííbezt Seljast m ð miklum afslætti, ef heil sveitafélög eða hreppar kaupa þau í sameiningu. Pantanir fyrir haustið ósVast sendar sem fyrst til aðalumboðs- manns fyrir lsland Th. Thoi steinsson (Liverpoolý Vottorð : þar eð ég hefi brúkað bað- meðulin frá S. Barnekow, Málmey, og reynt bæði »naftalin«- og »olíusætu«- baðið, þá votta ég hér með, að þau hafa reynst álirifamikil og góð í alla staði. Áð »naftalín«-baðinu hefir mér geðjast betur en öðrum baðmeðulum, sem ég hef brúkað, og ætla mér því framvegis að brúka það. Helli í nsahreppi 16. júní 1898. Sigurður Guðmundsson. Baðmeðul þau frá hr. S. Barnekow i Málmey, sem herra kaupmaður Th. Thor- steinssou i Reykjavík hefir haft til útsölu, hef ég reynt á sanðfé og reyndust þau vel. Gef ég þeim jivi hér með heztu meðmæli min. Birtingaholti í Hrunamannahreppi. 1‘1 júlí 1B9S. Agúst. Helgason. Fæði Undirskrifuð selur gott fæði um lengri eða skemri tíma eftir samkomu- lagi. Ásta Hallgrínissoii. Besta búöin í bænmn er og verður altaf búð- in hans • HOLGER CLAUSEINS í Hafnarstr. 8 f>ar fást als konar vefnaðarvörur með rniklu lægra verði en í nokkurri ann- ari búð hér í bænum;þar er og mikið og margbreytt úrval af þessum vörum: Als konarleirtau, mjög fallegt. Loðnir hálskragar fyrir dömur mjiig einkennilegir. Múffur, Fiibbar, Krag- ar, Manschettur, Manschettskyrtur, af öllum stærðum. Als konar bnappar. Ýmislegt Atcíknað til bróderingar, á- 8amt ísaumssilki af öllum litum og fjölda ýmsra garntegunda. t. d. Vefj- argarn marglitt, bródergarn, ziffergarn o. fl. Axlabönd, Ljómandi hdlsklútar og silkiklútar fyrir konur og karlmenn, mjög mikið úrval. Hattar og húfur, margar tegundir. Hálfklæði, alklæði, dyffelí yfirfrakka, buxnatau, brjósthlífar, stórt úrval. Ö- teljandi léreftstegundir ágœtar. Skrif- möppur prýðis fallegar með almanaki til ísaums. Tvinni og skúfsilki. Ullar- tau í svuntur og barnakjóla, íofið silki ýmislega litu, Kvenntreyjur, lífstykki, Handklæði. Tilbúinn karlmannafatn- aður, mjiig h fitugur fyrir Islendinga, kemur með næsta gufuskipi. |>að borgar sig að líta inn í búðina hans Clausens, það kostar ekki neitt, en þar sjáið þið undir eins að alt er 20°/» ódýrara en annarsstaðar, og ef þið kaupið fyrir 10 krónur í einu, þá fáið þið 10"/o afslátt extra. Komið og kaupið og ykkur mun þess aldrei iðra. Holg. Chiusen Hafnarstr. 8. Olíubrúsar til sölu á Laugaveg 22. Reiðbeizli er fundið á götum bæj- arins 15. þ. m. Réttur eigandi vitji þess til undirritaðs gegn fundarlaun- um og borgun þessarar auglý8Íngar. Rvík 20. ág. 1898 Þórhalli Þórhallason Laugaveg Hafnarstrætismarch. Gengur nndir spónnýja, þjóTiliAtíriarlngi Heltja Helgasona r. Kcmið í EDINBORGr inn, Dér lsalands synir og dætur, Þar má fá þarflegt og gott, Dar má fá nærri þvl alt. Þar selst á 55, Sem fæst ekki annars á krónu, Kuðungaskuggsjár og skrin, Skínandi flauel og plyds. Etuier, Album og Lök Angola, Pique og Java. Hálfklæði, Hanzkar og Sjöl. Handklútar, Gardinubönd. Efni i Olíuföt, Það ættu þið sjómenn að skoða. Belti og Ballkjðlatau, Burstarnir, Stólsvæflar. Vatt. Léreftið fannhvitt þar fæst á 14, og Kvennfataefni, Náttkjólar, Svuntur og Sirz Silkitau skínandi og Bönd. Stólar, sem fljúga yfir fold, sem fiðrildi um grendina alla, Setur og Skammel og Skór Skyrtur á fullorðna og hörn. Geymist þar Gullhringa nægð Handa gumnm og ljóshærðum meyjnm, Flanelette, Flibbar og Slips Flðnel og gardínutau. Kápuefni á bonur og börn, ef kuldasamt yrði í vetur. Myndir af mörgu út í keim. Millipils, ieikfangaval. Regnkápur, Regnhlífar, Slög, Rammar og Brysselerteppi Sólhlifar, Tannburstar, Twill Tvinni og Gull-vasaúr Góða má fatnaði fá á fullorðna og örsmáa drengi, Gólfvaxdúk, als konar garn, Glitdúka á kommóðu og borð. Komið inn, konur og menn, Þið kaupið með gleði, ef þið skoðið. Hver sem vill öðlast það hnoss, hann ætti að koma sem fyrst. Tapast hefir á götmn bæjarins ný- legt reiðbeizli, finnandi er beðinn að skila í afgreiðslust. Isaf. Sauðakjöt fæst í Kirkjustr- 10- Marhálm selur Kristján f»orgrímsson 2. Agúst tapaðist karlmanns úr, frá Reykjavík upp að Hólmsá; finnandi er beðinn að koma því til skila að Arn- arbæli 1 Grímsnesi. Eldavélar og Ofna selur Kristján Þorgrímsson. Fundizt hafa Peningar. Rit- stjóri vísar á. Proclama. Samkvæmt lögum 12. apríl 1878 og opnu bréfi 4. jan. 1861 er hér með skorað á alla þá, er til skuldar telja í búi Björns Sveinbjörnssonar frá Sauðárkróki, sem fór héðan síðastl. sumar til Englands með gufuskipinu Nord Kap, er hvergi hefir komið fram, að lýsa kröfum sínum og sanna þær fyrir skiftaráðandanum í Skagafjarðar- sýslu innan 6 mánaða frá síðustu (3.) birtingu þessarar innköllunar. Skrifst. Skagafjarðarsýslu 18. júlí 1898. Eggert Briem. Tunnur ágætar undir jarðarávöxt selur Kristján Þorffrimsson Dolkhnífur hefir fundist á leiðinni frá Miðdal að Hólmi sunnud. þ. 14. þ. m. Ritstj. vísar á.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.