Ísafold - 27.08.1898, Qupperneq 2
210
hvíla oft eins og sofandi í djúpi hjart-
ans, lifni við í oss. J>ar á meðal telj-
um vér sérstaklega ættjarðarást og fé-
lagsanda, tilfinnÍDg, sem er meðfædd
hverju mannshjarta, og kulnar ekki út
í því fyr en það er orðið mjög spilt
og fle8t annað gott er vir því horfið.
Kraftarvorir'ogtími ersvo takmarkað.að
fæstir af oss geta unnið mikið fyrir
alla þjóðina beiulínis. En ef vér ber-
um ekki hlýjan hug til átthaga vorra,
eða þeirra stöðva, þar sem forsjónin
hefir fengið oss starfsvæði og hirðuin
ekkert um heill og heiður þess félags,
er vér lifum í, þá vantar oss algjör-
lega eina dygð, sem ekki er þó minna
verð eD hver önnur.
Mikill maður einn í fornöld þakkaði
guðunum meðal annars fyrir það, að
hann var grískur maður, en ekki ann-
arar þjóðar. það skiftir og ekki litlu
fyrir manninn, fyrir velferð hans og
fullkomnun, hvar hann er settur í
heiminum. f>ótt margt sé erfitt á
þessu landi, þá hugsum oss, hvort vér
höfum ekki ástæðu til að þakka for-
sjóninni fyrir það, að vér erum fæddir
hcr, á hinu svipmikla sögulandi með
hinu óviðjafnanlega tungumáli, en ekki
t. d. meðal Kúktsjúka í Síberíu, eða
ómenna á Eldlandi, eða Hottentotta í
Afríku. En jafuvel hin einstöku héruð
hér á landi eru svo mismunandi, að
þótt hvert bjargist að vísu með sínum
gæðum, þá hefir eitt ýmsa kosti og
yfirburði yfir annað. Vér eigum því
happi að hrósa, að vér búum í því
héraði, sem er einna bezt í sveit komið
allra héraða landsins, og á í sumum
greiuum einna merkilegasta sögu. Um
þetta munum vér sannfærast, ef vér
lítum yfir héraðið, og látum jafnframt
hugann hvarfla yfir liðnar aldir.
Fyrir 1020 árum, eða árið 978 e. Kr.,
voru sveitir þessar óbygðar. pá var
það, að tveir feðgar af göfugum ættum,
Kvöldúlfur og Skallagrímur sonur hans,
lögðu sinn á hvoru skipi út frá Nor-
egsströnd, af því að þeir kusu heldur
að yfirgefa óðul sín og eigDÍr í Noregi
og halda til bins óbygða eylands vest-
ur í hafinu, en að lúta valdi Haralds
hárfagra. Kvöldúlfur tók í hafi sótt
þá, er hann fann að mundi leiða sig
til bana. f>á bað hann þess, að sér
yrði látnum gjör kista, og í henni yrði
sér varpað í sjóinn. f>ar seœ kistuna
bæri að landi, ef þess yrði auðið, þar
skyldi Skallagrímur taka sér bústað í
nánd. Kistuna rak í Borgarvík, og
þess vegna tók Skallagrímur sér bú-
stað á Borg, og nam land hér um mest-
allan Borgarfjörð. A þennan hátt mun
ekkert annað landnám vera til komið.
f>að getur hver gjört sér þá hug-
mynd, sem hann vill, um það, hvaða
öfl hafi ráðið stefnu þeirra strauma, er
báru kistu Kvöldúlfs og bein hans að
landi við Borgarfjörð. Hvort sem andi
Kvöldúlfs hefir hér nokkru um ráðið
eða ekki, þá hefði Skallagrími að ætl-
un minni varla orðið vísað á annan
betri bústað á íslandi en þetta hérað.
f>að hefir verið fögur og svipmikil
sjón, að horfa þá af einhverju fjallinu
yfir Borgarfjörðinn, þegar flestar hlíðar
voru skógi vaxnar upp á brúnir, undir-
lendin og heiðarnar vafðar í grasi, og
árnar, fullar af fiskum, liðuðust ofan
eftir grænum dölum og grundum, en
varla neinsstaðar sáust uppblásin holt
eða melar. Jafnvel enn í dag, eftir að
skógunum hefir verið svo mjög eytt,
og héraðið með því svift svo mikilli
prýði, er þó Borgarfjörðurinn eitt meðal
hinna fegurstu og sveitarlegustu hér-
aða landsins. Hér skiftast á grösugar
flatneskjur, hæðir og dalir, heiðar og
jöklar, svo að mér finst mega að all-
miklu leyti heimfæra upp á Borgar-
fjörðinn í heild sinni það sem Stein-
grímur Thorsteinsson hefir kveðið um
einn stað í honum í Gilsbakkaljóðum:
Og hér ég finn fig. fóstnrjörð!
Með fjölbreyttasta lyndi,
Með brosin ljúf, með hótin hörð,
Með hátign, strangleik, yndi;
Hið efra helfrið, hrikavæn
Þú hreyfir vetrar kífi,
En neðra sólhlið, sumargræn,
Þú svellur öll af lífi.
Og eins og hér er víða svipmikið út-
sýni um Borgarfjörð, þannig hefirhann
og jafnan verið eitthvert hið farsælasta
hórað á landinu að öllu samanlögðu.
það liggur að sjó, þar sem eru hafnir,
er aldrei lokast af hafís. I þessu er
það fremra sveitunum norðanlands.
Eldgos og jarðskjálftar hafa hór gjört
minna tjón en á Suður- og Austur-
landi. I 8amanburði við önnur héruð
er bér fremur hægt að létta sér flubn-
inga með skipaferðum. Og séu það
gæði, að vera í nánd við þjóðmenning-
una, vera nærri staðnum, »hvar sú
meiri upplýsing uppljómar fólk,« þá
njótum vér þeirra gæða. Vér erum
ekki á útkjálkum ættjarðarinnar-, held-
ur nærri hjarta hennar.
Ef vér þar næst láturn hugann svífa
yfir aldirnar og athugum sögu þessa
héraðs, þá má fljótt sjá, að ekki held-
ur í þeirri grein er það afskift. Á
söguöldinni átti það ekki síður við um
Borgarfjörðinn en aðrar sveitir, að »þá
riðu hetjur um héruð.« Á Borg fædd-
ist og bjó einn hinn merkilegasti kappi
allrar þeirrar hetjualdar, Egill Skalla-
grímsson, sem var jafnrisavaxinn and-
lega sem líkamlega, kappinn, sem barð-
ist einn við 8 og bar hærra hlub, hinn
mikilúðlegi maður, er ægði konungum,
þá er hann hleypti brúnum, og kunni
ekki að hræðast, en hafði jafnframt
svo blíðar og viðkvæmar tilfinningar,
sem lýsa sér í Sonartorreki hans.
Margt af hinum miklu söguhetjum
fornaldarinnar er kynjað úr Borgar-
firðij eða bjó hér. Kjartan Ólafsson
var dóttursonur Egils Skallagrímsson-
ar, Vígabarði dótturdóttursonur, Helga
hin fagra var sonardóttir hans. í
Borgarfirði gjörðust tíðindi þau, er frá
er sagt í Egilssögu, að því leyti, sem
þau fóru fram á Islandi, Harðarsögu
og Hólmverja, og Hæusaþóris sögu,
og hér gjörðust einnig ýmsir atburðir
úr Laxdælu, Njálu, Vígastyrssögu,
Heiðarvígasögu og Sturlungu. í þessu
héraði gjörðist hin átakanlega ástar-
saga Gunnlaugs Ormstungu og Helgu
fögru. Hér, í Ornólfsdal, bjó annar
vígfimasti maður íslands, næstur
Gunnari á Hlíðarenda, Gunnar Hlíf-
arson. Á Varmalæk bjó Glúmur Ó-
leifsson, miðmaður Hallgerðar, svo að
manni, að hún unni honum mjög og
virti hann, og þarf þá ekki frekari
vitna. Og margt fleira mætti telja.
þótt ég hafi nefnt þetta til að sýna,
að fornaldarsaga Borgarfjarðarins er
ekki fáskrúðugri né ómerkilegri en ann-
ara héraða og kappaval hans ekki
minna, þá hafa hér orðið aðrir merki-
legri atburðir en vígaferli sögualdar-
innar. Einmitt í voru héraði fremur
öllum öðrum á landinu hafa í ríki
anclans orðið þær sigurvinningar, sem
hafa miklu meiri þýðing en jjær, er
með vopnum eru unnar,
Eg man eftir því, þegar ég var í
Reykjavík, að þá var stundum alþykt
loft og dumbungur, nema að eins niðri
undir sjóndeildarhring í þá átt, er að
Borgarfirði vissi, var heiðskír Ijósrák.
það hafa verið þeir tímar, að þetta er
ímynd andlega lífsins hér á landi, að
minsta kosti að því leyti, sem menn
vita með vissu um það. A hinni
dimmu Sturlungaöld var það, að bóndi
einn hér frammi í Reykholtsdalnum,
kominn af Agli Skallagrímssyni og
Snorra goða, Snorri Sturluson, samdi
þau rit, er varpa birtu yfir fornöld
Norðurlanda og frægðarljóma eigi að
eins yfir Borgarfjörðinn, heldur alt ís-
land. I snildarverkum hans, Eddu
og Heimskringlu, eða Konungasögum,
er fólginn ómetanlegur fróðleikur um
fornöldina, og þar kemur móðurmál
vort fram 1 sinni fegurstu mynd. Alt
er þar eintóm, næstum óviðjafnanleg,
snild. Hver getur lýst því, hvílíkan
dýrgrip vér þar eigum, og hve mikJa
þýðing þau rit hafa, haft fyrir heiður
þjóðar vorrar, mál hennar og menning?
Hvers skyldu Borgfirðingar fremur
minnast með þakklæti en þessa nafn-
fræga manns, sem að síðustu varð
nokkurs konar píslarvottur fyrir ætt-
jörð sína?
það var hér. að sá maður orti, sem
af vitrum mönnum innlendum og út-
lendum hefir verið talinn eitthvert hið
stórfenglegasta skáld heimsins í einni
grein skáldskapar, Hallgrímur Péturs-
son. Hér eru Passíusálmarair til orðn-
ir og versin fögru og hjartnæmu, sem
mæðurnar kenna börnum sínum einna
fyrst af öllu, jafnhliða »Faðir vor«; hér
sálmurinn mikli, er flestir hafa nú
í 200 ár verið kvaddir með allra sein-
ast. það er Hallgrímur, semhgfir ortþau
Ijóð, er þetta er um kveðið (M. Joeh-
umsson):
Erá þvi harnið biður fyrsta sinn
blítt og rótt við sinnar móður kinn
til þess gamalt sofnar siðsta hlund
svala ljóð þau hverri hjartans uud.
Um Hallgrím hefir verið sagt, að
hann verði alt af séreign Islendinga,
því að það sé ómögulegt að þýða hann
á önnur mál, svo hann ekki tapi sér
stórkostlega. — Hér uppi í dölum þessa
héraðs var starfað að kirkjusögu Finns
biskups af honum sjálfum og föður
hans, Jóni prófasti Halldórsyni í Hít-
ardal. — Og svo vér víkjum aftur til
fornaldarÍDnar: I hvaða Islendinga
sögu er meiri og sannari skáldskapur
í ljóðum en t. d. Sonartorrek Egils
Skallagrímssonar, eða saknaðarstef þor-
kels í Hraundal eftir Helgu fögru?
Hvort sem því litið er á afstöðu og
landgæði, eða á sögu og bókmenntir,
þá munu fæst önnur héruð landsins
jafnast við Borgarfjörðinn. Og þótt
vér flestir eigum hér enga þúfu og
höfum því síður átt neinn þátt í hinum
miklu afreksverkum, er hér hafa unnin
verið, þá getum vér ekki annað en
haft eins konar gleði af að geta sagt
þetta um v o r t hórað.
En hér á við: Segið ekki með sér-
þótta: »Vér eigum Abraham fyrir föð-
ur«. því betra sem héraðið er, og því
merkilegri sem endurminningar þess
eru, þess meiri hvöt hafa íbúar þess
til að leggja sig fram til að dragast
ekki aftur úr öðrum héruðum í fram-
sóknarbaráttunni, eigi að eins fyrir
daglegu brauði, heldur og fyrir full-
komnun mannsin3 sjálfs. því fegra
og betra sem héraðið er, þess meiri
skuldbinding hvílir á oss að fara vel með
það, yrkja það og bæta og að gefa
mannlífinu meðal vor þann svip, að
hann óprýði ekki héraðið. Hverniger
nú ástatt í þessu tilliti hjá oss? Bún-
aðarframfarir munu vera hór alt
eins miklar og hvar annarsstaðar á
landinu og einnig samgöugubæt-
u r. Árlega eru sléttaðar um eða yfir
60 dagsláttur og á ekki fullum 10 ár-
um eru hór komnar 4 stórbrýr yfir ár,
kostaðar að nokkru leyti af héraðsbú-
um. það er vafasamt, hvort nokkru
sinni síðan laDdið bygðist hafi verið hérí
sý8lum nýtari ogbetri bændurennokkur-
ir þeirra, sem nú eru hér uppi. Einn
ig mun menntun alþýðu hór fult svo
mikil sem á öðrum stöðum. Einstaka
menn eru hér afbragðsvel að sér; al-
þýða les mikið og kemur vel fyrir
sjónir, en ekki sem neinir siðleysingjar,
og það mun óhætt að segja, að í gest-
risni og mannúð séu Borgfirðingar og
Mýramenn ekki annara eftirbátar.
Dalirnir hér upp af Borgarfirðinum
eru langir og bygðin einræningsleg,
sumstaðar að eins ein afarlöng bæja-
röð, og erfitt mjög að ná saman sitt
frá hvorum enda. það hefir verið sagt,
að íbúarnir sjálfir drægju keim af þess-
ari lögun bygðarinnar, væru ^ nokkuð
einrænir og sérgóðir, og ekki skjótir til
félagsskapar, og í opinberum ritum
hefir þetta hérað, að því er snertir af-
skifti af þjóðmálum, verið kallað einn
af »dauðu punktunum«. í þeim sér-
staka skilningi, sem héraðinu hefir
verið gefið þetta nafn, get ég fyrir mitt
leyti ekki talið það eins mikla óvirð-
ing, eins og í skjótu áliti mætti sýn-
ast. þau atvik koma fyrir, að skyn-
samlegast er —að þegja. En hins
vegar er ámælisorð þetta athugavert.
það er umhugsunarvert, hvort hérað
vort, sem er svo gott og svo frægt,
ber í raun og veru það merki, það
einkenni, að íbúar þess hafi minna af
áhuga en aðrir menn um heill ætt-
jarðarinnar, minna af sönnum félags-
anda. það má vel vera, að í þessu
bygðarlagi, eins og líklega í flestum
öðrum, séu nokkrir menn með slíku
marki brendir. En yfirleitt hygg ég,
að hér séu eins góðir drengir og fé-
lagsmenn eins og annarsstaðar. Að
eins má vera, að þeir séu nokkuð i seinni
á sór að hefjast handa, fyr en eitthvað
mikið liggur við og þeir geta vænst
einhvers árangurs. þannig var það
líka hér í fornöld. þegar Vígabarði
kom að norðan með flokk sinn og drap
Gísla á þorgautsstöðum þar við tún-
garðinn, þá risu Borgfirðingar og Mýra-
menn, sem ekki kom áður betur sam-
an en nú, þá risu þeir upp sem einn
maður, gleymdu öllum smákrit og lögðu
líf og limi í sölur, til aðjafnaá Barða
og liði hans.
Líkt vona ég að myndi að sínu leyti
fara nú, að ef nokkuð sýndist vera
a u ð i ð að gera, til að verjast eða
reka af höndum sér þá Vígabarða, er
nú eða endrarnær herja á oss, hvort
heldur það nú eru hafís og harðindi,
óhagstæð verzlun, vinnuaflsekla, mun
aðarnautn, fjárkláði eða annað, að þá
mundu Borgfirðingar og Mýramenn
sýna, að þeir hafa ekki minni hæfi
leika en aðrir til að taka höndum sam-
an í bróðerni og vinna í félagi með
gætni, skynsemi og drengskap að sam-
eiginni|heill bæði þessa hóraðs og ætt-
jarðarinnar allrar.
En hitt er víst, að eí vér setjum
oss markið eins hátt og mönnum er
ætlað, þá bljótum vér að kannast við,
að vér erum komnir harla skamt á
leiðis, hvort sem um er að ræða sjálfa
oss, eða félag vort. Vér erum ekki
enn komnir nema í forgarð þess must-
eris, þar sem býr speki, réttlæti og
kærleikur, og ekkert annað. Hvað
eigum vór þá að gera? Hvað skiftir
mestu fyrir félagið? Að vér hver um
sig gegnum trúlega skyldustörfum vor-
um, lærura að þekkja oss sjálfa og aó
verða betri menn. Að vér yrkjum
jörðina með ástundun, en yrkjum ekki
með mÍDni ástundun akur hjartna
vorra og barna vorra, svo að hin upp-
vaxandi og komandi kynslóð hafi meira
af dygð, ættjarðarást og veglyndi en
hin fyrri. því að það hefir reynst um
liðnar aldir og mun enn sannast, að
•réttlætiðupphefur þjóðiraar*. Ranglæti,
öfund, kritur og úlfúðarandi verður að
hverfa algjörlega. HugsunarhátturÍDn
þarf að göfgast. Fyr getur oss ekki
liðið fullkomlega vel, og fyr eígum vér
það ekki skilið. En hann, sem alt
gott kemur frá, faðir vor allra, blessi
bygð vo'ra, styrki oss og veki til lífs
alt það sem bezt er í oss, »svo að guðs
ríki drotni, dauðans vald þrotm og
komi kærleikans tíðir«.
Botnverping
handsamaði »Heimdallur« 10. þ- m.
við Vestmannaeyjar landmegin; var
hann sektaður um 65 pund, veiðar-
færi og allur afli tekinn af honum eft
ir hinum nýju botnvörpulögum, er
munu hafa náð gildi 6. þ. m., og afl-
inn: ýsa, koli og lúða, seldur á upp-
boði.
Lóðarveiðiskip enskt tók Heimdall-
ur þann 13. þ. m.; var hann einnig
sektaður eitthvað smávegis, 54 kr., en
varð að halda heim, því Heimdallur
hafði tekið öll dufl upp fyrir honum,
svo öll lóðin tapaðist,