Ísafold - 10.09.1898, Blaðsíða 1

Ísafold - 10.09.1898, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist einu sinni eða tvisv. i viku. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l*/s (loll.; borgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrir fiam). ISAFOLD. Uppsögn (skriflegj bunain. við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir 1. október Afgreiðslustofa blaðsins er i Austurstrœti 8. XXV. árg, Reykjavík, laugardaginn 10. september 1898. 55. blað. Forngripasafn opið mvd. og ld. kl.ll—12 Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. 11—2. Bankastjóri við ll’/a—l1/^,ann- ar gæzlustjóri 12—1. Landsbókasafn opið hvern virkan dag kl. 12—2, og einni stundu lepgur (til kl S) md., mvd. og ld. til útlána. Bending um þjóðarmerki vort. |>að er mjiig illa farið, að eitt eða íieiri af Eeykjavíkurblöðunum hafa orðið til að kasta hnjóðsyrðum á kapt. Daníel Bruun fyrir það, að hann fór burt af jóingvöllura, 20. þ. m., á und- an húsvígslunni, af því hann sá, að danska merkið var ekki dregið þar upp ásamt hinu íalenzka. Bn setjum oss í hans spor: Ekkert var eðlilegra en að hann vonaðist eftir að sjá, að við gistihússvígsluna væri sýndur vottur um brœðraþdið til bróðurþjóðarinnar með því að draga upp beggja merki; ekkert var eðlilegra en að honum virt- ist, þegar þetta var ekki gert, að það bæri vott um, að vér værum mjög skamt komnir, og ekkert c r eðlilegra en að honum, sem er einlægur Islands vin- ur, þætti þetta leiðinlegt og vildi ekki horfa á það. ÍJt í þetta hefðu blöðin átt að hugsa, áður en þau ruku til að hnjóða ágætan íslandsvin, og þannig gera titt til að spilla fyrir landi voru og þjóð. Staddur í Bvík 27. ág. 1898. Brynjúlfur Jvnsson. Aths. ritst. Vér getum ekki stilt oss um að taka í sama strenginn eins og hr. Br. J. jpað er kynleg vitsmuna-fyrirmunun, er gengið hefir að þeim blöðunum hér í bænum, sem hafa hrósað happi út af því, að dannebrogsfáninn var ekki á jpingvelli við húsvígsluna þar. Eðlileg- ast og enda sjálfsagt er að líta á það, að flaggið vantaði, sem gleymsku af hálfu þeirra manna, sem til hátíðar- haldsins stofnuðu, og því ekki ástæða til að vera að áfellast þá neitt. ísafold hefði ekki dottið í hugaðgera það að umræðuefni, ef önnur blöð hefðu ekki farið að stæra sig af þessu fyrir samkomunnar hönd. J>ví að vér göngum að því vísu, að þeir sem fyrir samkomunni stóðu skilji betur en alment gerist, hvernig vér eigum að líta á dannebrogsfánann. Sá 3kilningur mun víða vera mjög lítill hér á landi, ekki síður en hjá þessum blöðum, sem nú hafa óneitanlega gert hálfgildings-hneyksli.. J>að kvað svo ramt að á undirbún- ingsfundum undir þjóðminningardaginn hér í fyrra, að þar þurftu að fara fram ræðuhöld til þess að afstýra því, að for- stöðunefndin léti undir höfuð leggjast að draga dannebrogsfánann upp. Hjá Vestur-íslendingum kom einu sinni sams konar hneyksli fyrir. Mörg hundruð manna komu í einum hóp til Winnipeg. Umboðsmanni Canada- stjórnar þar, sem taka átti á móti innflytjendunum, fanst svo mikið um þennan atburð, að hann dró danne- brogsfánann upp á innflytjendahúsið. Honum þótti sérstök ástæða til bera að sýna þessum manngrúa eitthvert virðingarmerki, oghonum hugkvæmd- ist ekki annað ráð, sem beinna lægi við, en að flagga með fánanum þeirra. Hvernig tóka nú Islendingar þess- ari kurteisi ? f>eir urðu öskuvondir, óðu inn til umboðsmannsins með skömmum fyrir það, að hann væri að svívirða íslenzkt þjóðerni með því að fagna íslending- um með dönskum fána. Hvort hann vissi ekki, að þeir væru Islendingar! Jú, umboðsmaðurinn vissi það. En honum hafði skilist svo, sem danne- brog væn þeirra ríkismerki. Alls ekki! Ðannebrog er danskt merki. »Hvaða fána hafið þið þá, íslend- ingar? Undir hvaða fána siglið þið um sjóinn ? Hvaða fána dragið þið upp, þegar alþingi er sett ?« Landanum Varð ógreitt um svör. »Vitaskuld — ef ykkur þykir skömm að því, að lára fagna ykkur með þeim fána, sem þið siglið undir, einajdnanum, sem þið eigið, þá get ég tekið hann ofan.« Islendingar urðu náttúrlega til at- hlægis út af gauraganginum. J>essa sama misskilnings kennir víst allvíða hér á landi. í dannebrogsfán- anum sjá menn ekki annað en merki danskrar yfirdrotnunar. Hinu gleyma menn, eða láta sér ekki skiljast, að hann er wrímerki, alveg eins og hann er merki Dana. Meðan vér eignumst ekki neitt annað merki, er svo sem sjálf- sagt að nota það og virða á sama hátt eins og allar siðaðar þjóðir nota og virða sín þjóðarmerki. Og þá liggur það í augum uppi, að við aðra eins athöfn eins og þá, sem fram fór á fúngvelli 20. f. m. — þeg- ar hátíðlega var vígt hús, sem að nokkuru hefir reist verið fyrir þjóðar- innar fé — þar átti við að draga upp merki þjóðarinnar. Hitt er ekkert annað en misskiln- ingur og bláber heimska, að stæra sig af því að hafa ekki gert það. Hallæpismálið Sýslumaður og sendinefnd. Sýslunmður vor, Fr. Siemsen, hefir í 51. tbl. ísafoldar 8. ágúst þ. á. farið nokkrum orðum um hallærislánsbeiðni hreppsnefndarinnar í Vatnsl.strandar- hreppi, sem kom fyrir sýslunefndina á síðasta fundi hennar. Af orðum greinárinnar og. öðrum ráð- stöfunum sýslumannsins má ráða, að hann álítur að hreppsnefndin hér hafi að þarflausu borið sig upp, og að hún hafi ætlað að »ginna« sýslunefndina til að taka þá ráðstöfun, »sem nú hefir reynst að hún með engu móti hefði getað forsvarað gagnvart öðrum hrepp- um sýslunnar.« Af því mér virðast þessi orð og ýmislegt fleira í greininni vera villandi, vil ég leitast við að sýna hina hlið málsins, svo almenningi gef- ist kostur á að skoða það á báðar hliðar. Fyrverandi hreppsnefndaroddviti, Klemens Egilsson, biður um hallæris- lán (eins og sýslumaður segir), ekki hallærisstyrk — af því honum og öðr- um þóttu þá fyrirsjáanleg þau vand- ræði, sem aflaleysið þessa 5. vetrar- vertíð mundi hafa í för með sér. Sýslunefndin neitar um lánið, en samþykkir þó, að rita amtsráðinu nokkurs konar aðvörunarbréf um yfir- vofandi vandræði í 5 suðurhreppum sýslunnar (þar á meðal í Vatnsl.str,- hreppi), sem hún ekki sjái sér fært að bæta úr. þætta stendur þannig orð- rétt í hinni prentuðu fundargjörð sýslu- nefndarinnar: »Enn fremur samþykti sýslunefndin að aðvara amtsráðið nú þegar um, að út af hinu langvinna aflaleysi í suðurhluta sýslunnar geti að því rekið, að það (amtsráðið) verði á næsta hausti að taka lán upp á amtið, tíl að afstýra hallæri í 5 hrepp- um sýslunnar.« Hér játar sýslunefndin vandræði þau, sem yfir vofi, en vill þó sjálf ekkert gjöra til að afstýra þeim í ein- um einasta hreppi, sem kvartað hafði við hana. Hvernig á að samrýma þetta ? Ég skil það ekki vel. Mér finst það lítill heiður vera fyrir sýslunefndina, að játa vandræðin, en vilja þó enga tilraun gjöra til að bæta úr þeim. þ>ví ekki þurfti sýslunefndin að Iáta Vatnsl.strandarhrepp gjalda þess, að hann hefði staðið í vanskil- um fyrir eldri hallærislán. f>au eru að fullu endurgoldin með áföllnum vöxtum, réttum og röngum. Eg skal játa það, að ég hélt því ekki fastlega fram á sýslufundinum, að hið umbeðna 2000 kr. lán væri þá þegar veitt, einungis ef vér mættum eiga það víst, að geta fengið það síðar, ef hreppurinn þá þyrfti þess með. Kom það af þeim ástæðum, að mér þótti þá ekki fyllilega útsóð um afla- brögð á vetrarvertíðinni, og því síður sást þá, hvernig vorafli mundi verða; því vorafli hefir oft hin undanförnu ár bætt mikið úr aflaleysi á vetrar- vertíðinni; enda taldi ég tvísýnt, að lán þetta mundinokkuru sinni verða endurborgað, þó hreppurinn fengi það. f>egar svo komið var fram yfir miðj- an júní og allur vorafli hafði svo að segja gjörsamlega brugðist, þá þótti bæði mér og meðnefndarmönnum mín- um ekki mega lengur bíða, að lýsa út- litinu hér í hreppi, Var það á auka- hreppsnefndarfundi hinn 17. júní síð- astliðinn samþykt og undirskrifað af öllum hreppsnefndarmönnum, að rita amtsráðinu og lýsa fyrir því ástandinu og útlitinu hér í hreppi. Bréfið var svo ritað hinn 20. s. m. og sent amts- ráðinu. Að senda bréfið til sýslunefnd- ar kom mér ekki til hugar, því þá var, mér vitanlega, engmn sýslunefnd- arfundur væntanlegur, enda hafði mál- ið áður verið sent þá leið, og eru nú almenningi orðnar kunnar undirtektir hennar. Sýslumaður getur ekki sagt með réttu, að hreppsnefndin hafi farið »á bak við sýslunefndina,« þar sem hún hafði samþykt að rita amtsráðinu um þetta mál, af þvi hún tjáði sig ekki færa um að hjálpa, þegar hennar var leitað. Að líkindum hefir oddvita sýslunefndarinnar verið ætlað að rita amtsráðinu, en þó ‘’hann þykist kunn- ugur efnahag sumra Strandarmanna, þá hygg ég, að hreppsnefndin sé kunn- ugri ástæðum og efnahag hinua fátæk- ari í hreppnum. Enda gat ástandið nokkuð breytst frá því sýslufundur var afstaðinn og til amtsráðsfundar, eins og það líka gjörði, því það versnaði til muna á því tímabili, og það gat sýslumaður ekki vitað eins vel og hreppsnefndin. Ég kannast ekki við, að lýsing mín á ástandinu hér í hreppi sé í nokkru ýkt í bréfi því, er ég rítaði amtsráð- inu, og er sýslumanni velkomið að fá af því eftirrit hjá mér fyrir næsta sýslufund. Hver veit nema afleiðing- arnar af aflaleysinu verði þá betur farnar að sýna sig, svo að ekki þurfi að bregða hreppsnefndinni um ginn- ingar ? Bréf vort til amtsráðsins hafði þann árangur að sýslum. útnefudi 3 utan- hreppsmenn til að grenslast eftir á- stæðum hreppsmanna, og útbjó hann þessa sendinefnd með skattskrá hrepps- ins og önnur skjöl, sem áttu að upp- lýsa hana um eignir og tekjur manna. En sýslumanni gleymdist að gefa sendinefndinni upplýsingar um sk'uld- irnar, sem á eignunum hvíla. Ná- kvæmari hugmynd hefði hann þó get- að gefið sendinefndinni um fjárhags- ástæður hreppsbúa, ef hann hefði flett upp veðmálabók sýslunnar og sýnt henni yfirlitið yfir hin þinglesnu veð- skuldabréf hér í Jireppi 5 síðustu árin. Ef hann svo hefði útvegað að eins hjá Hafnarfjarðarkaupmönnum skýrslu yfir hinar óþinglýstu kaupstaðarskuldir þar, sem hvíla á hreppsmönnurh hér, þá hefði þó sendinefndin komist að enn nákvæmari niðurstöðu að því er fjár- haginn snerti. Sendinefndin kom hér að vísu á 4 eða 5 heimili í hreppnum, en ekkert þöirra mun enn sem komið er álítast hjálpar þurfandi. Að nefndin ekki kom á hin fátækari heimilin kom af þeirri ástæðu, að mór fanst sendimenn að öllu leyti trúa lýsingu vorri á á- standinu. Vér buðum að fylgja þeim á nokkur bjargþrota heimili, en þeir kváðust ekki rengja framburð vorn um ástand þeirra. Bækur hreppsins og reikninga skoð- uðu þeir, og kemst sendinefndin að þeirri niðurstöðu af pappírunum, »að hreppsbúar sjálfir hafi næga getu til að afstýra vandræðum þessum.« Já, á pappírnum standa nú fremur glæsi- legar tölur. »Skattskyldar tekjur,« en skuldir engar. »Gjaldskyld lausafjár- hundruð,« þar í talin fúin skip og einkis nýtir bátar, ef það að eins hefir flotið einn eða tvo róðra, 110 gjald- endur, sem borið hafa síðasta ár rúm- lega 2300 kr. útsvör, en af þessum 110 gjaldendum efast ég um að fleiri en 15, í mesta lagi 20, húsfeður geti feng- ið hinar nauðsynlegustu vörur til heim- ila sinna ; svo miklð er víst, að eng- inn einn þeirra fær þær án þess að skerða höfuðstól sinn eða skulda fyrir nokkuð af þeim. Og svo eiga nú þessir 15—20 húsfeður að bæta því á sig, að styrkja hina 90—95 og bera öll önnur útgjöld hreppsins, og líklega borga á- fallnar skuldir, sem sendinefndin segir »muni vera um 1000 kr.« En skuldir hreppsins eru fast að 2000 kr. eftir þvf sem ég get næst komist. Eignir hjá hreppsbúum eru taldar 5229 kr. og af þessari upphæð er sagt að hrepps- nefndin hafi »talið fáanlegar fullar 1000 kr.« Vér buðum sendimönnunum þessar 1000 kr. fyrir helming verðs, 500 kr.; vér töldum þær svona vissar, en enginn af þremenningunum vildi þiggja boðið. Hvernig skyldi standa á því? Hinar 4229 kr., sem eru úti- standandi hjá hreppsbúum, er saman dreginn margra ára sveitarstyrkur lijá öreigum, sem aldrei geta borgað neitt, og mundi enginn hér í hreppi vilja kaupa þá upphæð fyrir 40 kr., því síður meira. Að síðustu endar sendinefndin skýrslu sína með því að segja, að hreppsnefnd- in ætli sér að bjarga sveitarfélaginu á þann hátt, að eignamenn hreppsins

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.