Ísafold - 10.09.1898, Blaðsíða 3

Ísafold - 10.09.1898, Blaðsíða 3
219 Trjárækt. Oft heyrast umkvartanir um#það, hve land vort sé kalt og »beinabert«, enda er það sannarlega svo í saman- burði við önnur Norðurlönd. Ættum vér því að sýna rögg af oss og reyna til að bæta úr því, ög til þess er trjá- ræktin eina meðalið. A hinum síðari árum hafa einstakir menn fengist nokkuð við að planta tré í görðum sínum og sumir af þeim hafa lagt við það alla alúð. Aldrei mun hafa verið plantað meira af trjám hér á landi, en gjört var í sumar, en það er þó ekkert í samanburði við það, sem á að verða og blýtur að verða. Hver maður, sem hefir umráð yfir garði, þótt lítill sé, á að planta í hann nokkur tré; það er skylda, sem hver maður hefir gagnvart landinu sínu og ef manninum heppnast að fá trén til að þróast, þá verða þau hon- um til ánægju og gagns. Norður í Eyjafirði vaxa stór og falleg tré, sem góðir menn hafa plantað þar fyrir mörgum árum. þykir núverandi eig- endum þeirra þægiiegt að geta setið í skjóli þeirra í tómstundum sínum. f>að sýnist vera óþarfi að láta Eyfirð- inga vera eina um hituna. Enginn maður er svo fátækur að hann ekki þessvegna geti fengið sér nokkur tré, gróðursett þau og hlynt að þeim. þ>eir, sem áhuga hafa á því, geta snú- ið sér til mín og fengið þau tré, sem ennþá er útlit fyrir að helzt muni þrífast hér. Bezt væri að menn sendu pantanir þar að lútandi sem fyrst, til þess að byrgðir verði nægar með vorinu. Allar þær upplýsingar, sem hægt er láta í té um gróðursetning og meðferð trjánna, veiti ég fúslega ókeypis. Einar Relcjason. ----^ » wm------ Frá útlöndum. Ensk blöð frá 27. f. m. segja afar- mikla hita hafa venð í Norðurálfunni þá um viku tíma. Sumstaðar í suð- austurhluta álfunnar höfðu allmiklar ár þornað upp og í Berlín hafði fjöldi hesta drepist aí hitanum. Allmiklir skógareldar hafi komið upp hér og þar. Búist var við orustu mikilli næstu dagana á eftir milli Breta og Egipta á aðra hlið og kalífans í Súdan á hina. Enski hershöfðinginn Sir Herbert Kitehener átti ekki eftir nema 50 míl- ur til Omdurman, en þar sat kalífinn fyrir með sinn her. Kitchener hafði 24 þúsundir manna en kalífinn 40 þúsundir. Gengið að þvf vísu, að kalífinn mundi taka á öllu, sem hann ætti til og því yrði barist af hinni mestu grimd, því að bíði hann nú lægra hlut, er veldi hans í Súdan sjálfsagt lokið. Ótíð nyiða. Úr Vatnsdal í Húnavatnssýslu er skrifað um mánaðamótin síðustu: þ>riðjudaginn 23. ágúst mátti heita ófært veður — útnorðan bleytukafald með stórviðri. Enginn maður var við útivinnu. Kúm gefið inni á básum og fé og hross stóðu inni mikið af degin- um. Kom þá svo mikið flóð á lág- lendið, að óg hef ekki séð annað eins á sumardegi. Flekkir og sæti voru á floti og mikið hey flaut alveg burt. Telja má víst, að heyskaðinn og vinnu- tjónið nemi svo miklu, að nokkrum þúsundum króna skifti. Mikinn skaða hef ég hevrt tilgreindan á jpingeyrum °g víðar í þingi. — Síðustu daga mán- aðarins rigndi ósköpin öll og snjóaði ofan f miðjar hlíðar. Hey skemdust þá enn mjög mikið. I restafundir. •iafnframtþví sem stöðugt virðist held ur dofna yfir hinum lögskipuðu hóraðs- fundum, eru prestarnir sjólfir farnir að gangast fyrir fundarhöldum til að ræða sín á milli kirkju-og trúarmálefni. Prestarnir í Árnesprófastsdæmi héldu einn slíkan fund að Stóranúpi 1. þ. m,, sóttu allir fundinn að þremur undan- teknum. Valdemar prófastur Briem flutti fyr- irlestur um sP ðio prestsins ntan kirkju og innan, síra Úlafur (llafsson hélt ræðu um prédikun oj jm'dikunaraðferö ogsíra Ólafur Helgason um uppfrœðslu barna. U mræður fóru frarn á efiirræðunum um efni þeirra. Til prestaskólans var þeirri áskorun beint að venja prestaefni við að prédika blaðalaust og eins við nýrri aðferð í barnaspurningum (fræðsl- an meira fólgin i verulegum samræð- um heldur en í beinum spurningum og svörum, eins og hér á landi tíðkast). Rætt var og um að taka upp þann sið, meira en verið hefir, að láta kristin- dómsfræðsluna byrja með biflíusögu- námi, og mótmæli samþykt gegn um- mælum um spurningakver síra Helga Hálfdánarsonar, sem stóðu í vetur í Isafold í ritgerð um alþýðumentun eft- ir alþýðukennara. |>á var og samþykt að skora á síra Eirík Briem presta- skólakennara að koma opinberlega fram með breytingartillögur viðvíkjandi til- högun prestsekknasjóðsins og lára í ljós skoðun sína um nýtt fyrirkomulag á húsagerð og jarðabótum á prestsetrum. Að lokum var samþykt að halda þess- um samkomum áfram árlega. Húnvetnskir prestar héldu og fund á Blönduósi 9. ágúst í sumar til und irbúnings undir næsta aðalfund presta- félagsins nyðra. |>ar var rætt um messutoll, lestur heil. ritninyar, sálu- sorg, erfisdrykkjur og afstbðu presta gagnvart bindindishreyfinjunni. Mál- unum öllum vísað til aðalfundarins, sem halda á að vori. ' >íslantlsþekking Norðurálfumanna*. Um það efni — eða öllu heldur um vanþekkinguna — hefir dr. August Gebhardt í N urnberg skrifað ritgerð í land-og þjóðfræðisritið »Globus«, einkar góðviljaða í Islands garð, og tekið upp í hana, með mjög vinsamlegum um mælum, grein, sem prentuð var í ísa- fold í fyrra sumar með ofanskráðri fyrirsögn. Veðurathuganir i Reykjavik eftir landlækni Dr. J. Jónas- sen. Hiti (A Celsius) Loftvog (millimeti.) ártí. V eðuráit. árd. síðd. 3. + 5 -f- 1 1 754.4 749.3 a li d Sali d 4. -+■ 8 + 12 751.8 749.3ja h d o d 5. + « + U 751.8 756.9 Sv h d Sv h d 6. + 7 + 10 754.4 736.6 a h d a hv d 7. + 8 + 11 734.1 ,44.2iSa hv d Sv h d 8. + 5 + 9 749.3 744.2 Sv h d Sv h d 9. + 6 + 10 736.6 u h Megnasti óþnrkur alla vikuna, rignt meira eða minna á hverjum degi, oftast við aastan og sunnanátt. »Reykjavíkin« kom vestan úr Stykkishólmi í gær- kveldi; hafði komið við á öllum höfn- um á leiðinni, en hrept ill veður og varð einum sólarhringi á eftir áæ.tlun. Með h9nni komu, auk aragrúa af kaupafólki og nokkurra Englendinga, Haraldur Nielsson cand. theol. og Hall- dór Bjarnason cand. jur., sem nú um tíma hafa verið í Stykkishólmi, síra Jónas A. Sigurðsson frá Norður-Dakóta í Bandaríkjunum, bróðir hans, Sigurð- ur bóndi á Húnstöðum og Hermann Jónasson, búfræðingur á þingeyrum. Síra Jónas hefir dvalið mikinn hluta sumarsins hjá skyldfólki sínu í Húna- vatnssýslu. Útbreiðsla G.-T.reglunnar. Að henni hefir verið unnið einkar- kappsamlegaum nokkurn tímaundanfar inn. I júnímánuði fyrra sumar, þegar stórstúka Good-templara hélt þing sitt, voru undirstúkurnar 21 að tölu. Síð- an hafa 18 bætst við, og von um að nokkurar fleiri verði stofnaðar innan skamms, svo að þær verða sjálfsagt orðnar helmingi fleiri að ári, þegar þingið verður aftur h&ldið, heldur en þær voru í fyrra. 'í Húnavatnssýslu hafa verið stofn- aðar, síðan í fyrra, 4 stúkur (í Langa- dal, á Blönduósi, á Skagaströnd og í Vatnsdal); í Skagafjarðarsýslu 2 (á Sauðárkrók og Hofsós); í Eyjafjarðar- sýslu 1 (Hjalteyri); í Suðurmúlasýslu 1 (Fáskrúðsfirði); í Norðurmúlasýslu 1 (Vopnafirði); í Kangárvallasýslu 3 (Hvolhreppi,f>ykkvabænum,Fljót8hlíð); í Kjósar-og Gullbringusýslu 3 (Hafnar- firði, Kjós, Njarðvik ytri); í Borgar- fjarðarsýslu 1 (Akranesi); í Reykjavík 1; í Dalasýslu 1 (að Sauðafelli). Auk þess hefir stórstúkan núgefið út •Handbók Good-Templara, leiðbeining- ar um stjórn stúkna í Good-templar- reglunnio, þýðing af helmingnum af frægri og ágætri bók, »The Templar at work«, eftir ameriskan rithöfund, Frauk J. Sibley. Skipströnd. Gufuskipið »Thomas Amlie« frá hval- veiðastöðinni á Langeyri strandaði 14. f. m. við Sauðanes í Onundarfirði með kolafarm. Litlu eða engu bjargað af farminum og alt selt fyrir 200 kr. f>rjú þilskip Ásgeirs Ásgeirssonar rak á land við Horn á Hornströndum 23 f. m. Manntjón varð ekkert. Druknun. Bátur fórst á Borgarfirði eystra 24. f. m. Formaður, Sigurður Einarsson Straumfjörð, druknaði, en hásetar 2, síra Stefán Sigfússon og sonur hans um tvítugt, björguðust. Prestur komst upp á sker og var þar 3 klukkustund- ir, en sonur hans synti í land og sótti mannhjálp. Sigling »Sophie«, 80,72 smál., skipstjóri J. M. Jensen, kom með salt til Brydes verzlunar frá Middlesborough 1. þ. m. »Ragnheiður«, 72,75 smál., skipstjóri Bönnelykke, með steinolíu og fl. til W. Christensens frá Liverpool 5. þ. m. Látin er hér í bænum í dag Katrín Waage, kona Eggerts Waage verzlunarmanns, merkiskona og valkvendi. Farsóttir í Reykjavík. Júní 1898: Taugaveiki 3. Heimakoma 2. — Hettusótt 3. — Hálsbólga 13. — Lungnakvef 3. — Lungnabólga 4. (Pn. croup. 2 — Pn. cat. 2). — Maga- og garnakvef 8. — Barnsfararsótt 1. — Gonorrhoea 2. — Lungnatæring 1. Samtals 40. Júlí 1898: Heimakoma 1. — Bráð liðagigt 1. — Hálsbólga 5. — Lungna- kvef 32. — Lungnabólga 23. (Pn. croup. 3. — Pneum. cat. 20). — Maga- og garnakvef 9. — Gonorrhoea 1. — Lungnatæring 2. — Kláði 1. Samtals 75. Ágúst 1898: Bráð liðagigt 1. — Hálsbólga 2. — Lungnakvef 18. — Lungnabólga 14 (Pn. cr. 2. — Pn. cat. 12). — Maga- og garnakvef 17. — Lungnatæring 1. Samtals 53. Ath.: Lungnakvefið, sem hér gekk yfir í júlí og ágúst, kom nær því ein- göngu niður á börnum og snerist oft upp í lungnabólgu, en leiddi þó sjald- an til dauða; af rúmum 80 börnum, sem læknishjálp fengu, dóu ekki nema 2. G. B. Hitt og þetta. Eitruð skrautplanta. í dönskum blöðum er varað við fall- egri skrautplöntu, sem heitir »Primula obconica« Blómið er lítið, hvítt eða ljós-fjólulitt situr efst á allháum stöngli; blöðin eru vökvamikil og stöngullinn loðinn. f>að getur farið illa með mann að handleika þessa plöntu. Blöðrur koma á hendurnar og þreifi maður um and- litið, færist sýkin þangað — í augna umbúninginn, varirnar og kinnarnar. I blöðrunum er sár kláði og sviði. Plantan mun ekki vera með öllu ótíð hér í Reykjavík, og nú í sumar hafa nokkurir sýkst af henni. England er birgara af steinkolum en öll önnur lönd Norðurálfunnar saman- talin. f>ar fengust árið 1896 (yngri skýrslur eru ekki til) 195 miljón smá- lestir af kolum, sama sem hér um bil 1200 rnilj. skpd. f>ar næst var f>ýzka- land með 85 milj. smáh, þá Frakkland með 28 milj. og Belgía með 21 milj. Spánar-konungurinn litli er kendur við fleiri ríki en Spán, líkt og er um fleiri stórhöfðingja, þótt miuni brögð séu að. Hann er kallaður konungur yfir Jerúsalem, sem Tyrkir eiga nú, eins og kunnugt er; yfir Navarra á Frakklandi; yfir Gibraltar, sem Bretar eiga; yfir Austur- og Vestur-Indía- löndum, sem Bretar eiga að miklu leyti; ennfremur hertogi í Brabant og greifi á Flæmingjalandi, en það eru nú konungsríkin Holland og Belgía; loks einvaldshöfðingi yfir ýmsum lönd- um, sem ýmist eru orðin sjálfum sér ráðandi fyrir löngu eða lúta öðrum þjóðhöfðingjum. Hvar fæst sætast kjöt? Efst af Rangárvöllum. f>að fæst í dag, og næstu viku við verzlun Jóns f>órðarsonar og kost- ar frá 18—-20 aur. pundið. Fyrir einhleypa eru til leigu tvö falleg herbergi í nýja húsinu við Austurstræti frá 1. október. Upp- lýs. á afgrst. Isaf. Lífsábyrgðarfélagið ,STAR’ Skrifstofa félagsins, Skólavörðustíg Nr- 11, er opin hvern virkan dag frá 11—2 og 4—5. Galvaniseraðir steinolíudunkar fást í verzlun _______W. Christensens.__________ Allskonar Lampar mikið úrval uýkomið í verzlun ________ G. Zöega.______________ J úr jörðinni Leirá í L^-ársveit er til sölu. Semja má við undirskrifaðan. Stafholti 7 sept. 1898. _______JÓHANN Þ0RSTEINSS0N. Alþýðuskóli Reykjavíkur fyrtr pilta og stúlkirr. Byrjar 1. nóv. þ. á. Kenslutími er 6 mán. Kenslukanp 40 kr. fyrir vet- urinn. Námsgreinar eru: íslenska og íslenskt stjórnarfar, danska, enska, reikn- ingur og reikningsfœrsla, landajrœði, sagnafrœði, náttúrufrœtii, einfaldar hugs unarreglur og teikning. Alt kent svo svo »praktist« sem auðið er. — Utan- bæjar nemendum verður útvegað fæði eða matreiðsla, húsnæði og annað, sem þeir þurfa, svo ódýrt sem völ er á. Reykjavík 7. sept. 1898. Einar Gunnarson Hjálmar Sigurðsson. (kand. phil.) (amtsskrifari. S. J. Joh'anncsson. Sigurður pórólfsson. (kand phil.)_________(kennari)___ Kristján l>orgrímsson befir til sölu ágcetan bce með góðri lóð á hent- ugurn stað í bænum.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.