Ísafold - 29.10.1898, Blaðsíða 3

Ísafold - 29.10.1898, Blaðsíða 3
267 venju þann hluta þessarar aldar, er andi K. G. (frá yngri árum hana) sveif þar yfir vötnunum. Svo mjög sem stafsetning í tungu vorri er látin styðjast við uppruna, eins og rétt er, þá er þó mjög títt að láta stafi, sem eru óheyranlegir í fram- burði, ýmist hverfa einnig í orðinu rituðu eða tillíkjast næsta staf fyrir eða eftir. Að vilja með engu móti láta þá reglu ná til tvöfalds samhljóð- anda á undan þriðja samhlj. í sömu samstöfu, þar sem ekki er nema ann- ar þeirra heyranlegur, — það er ekki annað en eintóm sérvizka og einræn- ingsháttur. Einföldunin hefir og þá kosti, að hún er svo látlaus og auðnumin, og fegurri álitum en tvöföldunin. Að hauga saman í atkvæði fleiri stöfum en þar eiga að vera eða þurfa að vera eftir réttum og skynsamlegum reglum, er sama smekkleysan eins og að prjóna við stafi ofan eða neðan, aftan eða framan hinu og þessu flúri : rófum, lykkjum, rósum o. s. frv., sem viðvan- ingum hættir svo við. það er líka ein mitt meðan ritmál er á viðvaningsstigi, sem mest ber á þess konar lýtum, t. d. í dönsku fyrir 200—300 árum rit- að Naffnn, Gaffnn, thill (til) o. s. frv.; einnig f íslenzku fyrrum vattn, hallda, milldur, m. m. Jafnvel Konr. Gíslason ritaði einu sinni laggði, huggði (í elztu sögu-útgáfum sínum); hafði þá ekki áttað sig betur en það. En þetta hverfur með þroskanum, eins og aðrir viðvaningskækir. |>ó getur þess kyns vani orðið svo ríkur, að greind- um mönnum jafnvel verði á að am- ast við, ef bregða á út af honum. Til dæmis að taka hafa skyngóðir menn nú fundið það samhljóðanda-ein- földuninni til foráttu, að hún spilli framburðinum eða villi hann; orð- myndirnar hygnir, hepnir, o. fl., mundu bornar öðru vísi fram en hyggnir, heppnir, sem sé : miklu linar, líklega með breiðum hljóðstaf. En þeir hinir sömu gæta eigi þess, hve greinilega framburður annara viðlíkra orða sýnir, að ekki þarf nema tvo samhljóðendur (ekkiþrjá) tíl aðstyttahljóðiðíraddstafn- umáundan. f>eir gá ekki að því, að þeir bera sjálfir fram orðin magna, hagnað- ur, miklir.lyklar, skepna, hæpniro.s.frv. eins og þar færi tvöfaldur samhljóð- andi á undan niðurlagsstaf fyrri sam- stöfunnar. f>eir segja haggnaður, mikkl- ir, lykklar, skeppna, heppnir; og treysta sér sjálfsagt til að halda því áfram, þó að ritað sé enn sem fyr hagnaður o. s. frv.; þeir vilja fráleitt fara að rita haggnaður til að elta framburðinn. En þá ættu þeir eins að treysta sér til að segja heppnir, þótt ritað sé hepnir. f>að er kveðið alveg eins að samhljóðendunum í hsépnir og heppnir; og því skyldi þá eigi mega rita þá eins, þ. e. p í báðum orðunum einfalt? Sama íhugunarleysið lýsir sér í ánnari eins mótbáru og þeirri, að ó- {®rt sé að rita hvorugkyn lýsingarorð- anna hollurogholur alveg eins: holt; það valdi óbærilegum ruglingi. En fyrst og fremst hefir nú fjöldi manna, ágætra rithöfunda, ritað alla tíð þessi tvö orð álveg eins, án þess að nokkur maður vhi til að það hafi nokkurum ruglingi valdið fyr né síðar — og raunin er þó ólygnust —; og í annan stað er mik- dl tjöldi orðmynda í vorri tungu sem nðrum, er hafa ekki einungis tvær ®erkingar,heldur3—4 og þaðan affleiri. 0 tum til dæmis orðmyndirnar ár, hár, lutur, g^rj g£r< Sumar þossar ífeirræðu orðmyndir eruekkiein- ungis e'ns í nefnifalli, heldur í öllum beygltigum, með því að þar skilur ekkert merkingar, hvorki partur ræð- unnar né kyn eða annað, t. d. fiskur- inn hár og hár á róðrarskipi; reið = vagn og reið = athöfnin að ríða. Sjálf- ir skólastafsetningarmennirnir rita og orðið holt = hæð og hvk. lýsingar- orðsins holur alveg eins. Skrift, ekki skript. Vigt, ekki vikt. jbað er 10. og 11. reglan, sem hér verður farið nokkurum orðum um í einu lagi, með því að þær eru ná- skyldar. |>að er ein skekkjan í skólastafsetn- ingunni, að amast við / og g á undan t, þó að svo eigi að rita bœði eftir uppruna oj framburði. Hún snarar stöfum þessum víða frá sér út í buskann, ef t fer á eftir, og tyllir í hið auða sæti p og k; segir að t-ið vilji endi- lega hafa þá stafi fyrir sessunauta, en ekki hina. En hvaðan höfundum þessarar stafsetningar hefir komið sú vitrun um vilja í-sins, er almenningi ókunnugt. Eyrir sig munu þeir bera að öðru leyti rithátt fornmanna. En hann segja beztu málfræðingar vorir vera mjög á reiki: hina stafina,/og g, allvíða á undan t í beztu handritum; en tiktúruna með p á undan t stafa bersýnilega af latínueftirstæling ritar- anna: þeirrita skriptaf því, að latínu- menn rita scriptum, og þar fram eftir götunum. En það er mesta fásinna jafnan að binda sig við rithátt forhmannaþar, sem hann er sýnilega sprottinn af misskiln- ingi eða vankunnáttu þeirra, er ritað hafa. Er því broslegt bernsku-æði, að vera að pára upp úr fornum handrit- um svo og svo mörg dæmi fyrir pt, með því líka að hægðarleikur er að tína saman fjölda dæma á móti. Eða þá hitt, að vilja láta rita opt af því, að það só ekki dregið af danska orð- inu ofte eða enska orðinu oftenl |>ví að hverjum lifandi manni hefir nokk- urn tíma dottið það í hug — dottið í hug, að orð í gömlum tungumálum séu runnin af orðum í nýjum málum, sem eru afkvæmi hinna? En hitt er hverj- um manni sýnilegt, að úr því að p-ið í þessu orði kemur hvergi fram í skyld- um tungum íslenzkunni, ungum né gömlum, ekki einusinni gotnesku, þó að hún sé 800 árum eldra ritmálen íslenzka (orðið kvað vera ufta þar), þá hlýtur að vera eitthvað oogið við þessa orð- mynd opt. J>að leynir sér ekki, að orðið hefir goldið latínustælingarinnar hjá nturunum, og væri hlægilegt af oss, að þrælbinda oss við þann mis- skilning. Líkumálier að skifta um ýmis- legt fleira; og um orðið skfta sér í lagi er það að segja, að kenningin um að það sé dregið af skipa er tóm í- mynduu, og húu raunar ósennileg, eftir merkingu þeirra orða; skipta ætti þú að þýða að smáraða eða raða oft. Mynd orðsinsí skyldum málum er og þeirri kenn- ingu andstæð, t. d. shift á ensku, og er þó í þeirri tungu mjög skýr fram- burðarmunur á / og p á undan t. Annars er skólastafsetningarreglan trm ft ogpísvo nauða-skoplega handa- hófskend, að engu er líkara en að varpað hefði verið hlutkesti um, í hverj- um orðum f mætti halda sér á Undan t og í hverjum það ætti að breytast í p, t. d. gipt og gipta, dript, veptur, skript, en aftur hvilft, þurft, ellefti, tólfti, hálft, skjálfti, þó að / (og ekki p) sé í rót orðanna í hvorum- tveggja flokknum (gefa, drífa, vefa, skrifa; hvelfa, þurfa, ellefu, tólf, hálf- ur, skjálfa).------ (J>að, sem hér og annarsstaðar í þessari grein er nefnt skólastafsetning, er yfirleitt ritháttur sá, sera yfir- kennari H. Kr. Friðriksson kom á í latínuskólanum og kendi þar sína tíð). Bezt, ekki best eða betst. Sagst, ekki sagzt. þ>á er loks reglan um setuna (z). Sá stafur er undantekning frá s, og helgast nú eingöngu af uppruna, en ekki framburði. Blaðamannafélagið vill halda henni, bæði af íhaldsemi og til að greiða götu góðs samkomulags, en gerir um leið þeim, sem málið rita, þann mikla lótti, að gera þessa und- antekningu frá s-inu, z-una, á að gizka þrefalt sjaldgæfari en skólastafsetn- ingin hefir hana. Hafa ágætir mál- fræðingar veitt því eftirtekt, að rangt er að hafa hana í þeim beygingar- endingum sagna, er að framan segir. f>að er því ekkert vit að vera að halda henni þar lengur og gera með því undantekninguna margfalt víðtækari en hún á að vera. Að öðru leyti segir svo í ástæðum félagsins fyrir samþyktinni, eins og rétt er, að s-an sé »óþekt í fornmáli voru með þeim reglum, er nú tíðkast, heldur höfð fvrrum alveg af handahófi, t, d. fyrir tómt s eða st, m. m. En þó að henni væri haldið (til samkomulags) í þeim orðum og - orðmyndum, er hún þykir vera hentug vísbending um upp- runa orðsins (t. d. bezt, veizla; leizt, lfzt), þá er hún alveg óþörf fyrir þeirra hluta sakir í hinum tilgreindu beyg- ingarendingum sagnorða í miðmynd— þar villist enginn á upprunanum —, auk þess sem þessar beygingarending- ar eru áherzlulausar og því eðlilegast, að tannhljóðið hverfi þar alveg, án þess að neinar menjar þess haldist, alveg eins og r-hljóðið er látið hverfa gersamlega í sams konar dæmum — kallast, en ekki kallarst; snýst, en ekki snýrst. Loks eru þau hlunnindi að z-leysinu í þessum beygingarend- ingum, að þar verður mörgum helzt á að villast á henni«. f>annig er þá vaxið þetta stafsetn- ingarnýmæli Blaðamannafélagsins; og vonum vér, að allir óhlutdrægir les- endur vorir taki undir þau ummæli eins af nafnkendum rithöfundum lands- ins, »að hér só mjög vel stilt til hófs um stafsetningunan, og að ekki muni önn- ur leið vænlegri til samkomulags; og skorist þá þeir einir undan þessum samtökum, er heldur kjósa glundroð- ann, sem verið hefir, eða jafnvel vax- andi hrærigraut í íslenzkri stafsetningu. t Otto Wathne Hann er látinn, hinn nafnkunni, mikli atorku- og framkvæmdamaður, er borið hefir meira en 20 ár ægishjálm yfir Austfirðingum og átt sérstaklega manna mestan þátt í vexti þeim og viðgangi, er Seyðisfjarðarkaupstaður hefir hlotið á því tímabili. Kom hing- að til lands frá Norvegi, Stafangri, rúmlega tvítugur, félaus og umkomu- laus, en gerðist brátt uppgangsmaður, einkum á síldveiði fyrir Austfjörðum. Er mikil eftirsjá í honum; hann var sá framfaraskörungur, að mikilla af- reka var von af honum enn, landinu til nytsemdar, ef honum hefði enzt langur aldur; hann varð að eins rúm- lega fimtugur. — Hann var kvæntur íslenzkri konu, Guðrúnu Jónsdóttur (Oddssonar) frá Dúkskoti í Reykjavík. Voru þau hjón á leið til útlanda um miðjan þ. mán. með gufuskipi hans »Waagen«, til vetrarvistar suður í lönd- um hónum til heilsubótar; en hann lézt suður við Færeyjar, og flutti ann- að gufuskip hans, »Egill«, ekkjuna aftur til Seyðisfjarðar og líkið til greftrunar þar. Maðurinn, sem viltist að norðan og fanst í Búrfellsskógi, Kristiun Jónsson, er nú búist við að missa muni tærnar á báðum fótunum, og jafnvel meira af öðrum fætinum, framan af ristinni. Svo er haft eftir lærðum lækni (G. G. frá Laugardælum), er skoðaði hann fyrir eitthvað 10 dög- um, að tilhlutun Vald. prófa3ts Briem, sóknarprests Asólfsstaðaheimilisins, þar sem Kristinn hefir legið síðan honum var bjargað. En með því að hér í höfuðstaðnum eru betri föng til að taka af lim en langt uppi í sveit og einnig kostur betri hjúkrunar á spí- talanum hér, þá er nú verið að koma Kristni suður hingað; átti að flvtja hann á kviktrjám frá Asólfsstöðum niður á akveginn yfir Flóann, í tveim- ur áföngum, miðvikudag og fimtudag, en sendur vagn með 2 mönnum héðan í fyrra dag eftir honum austur þangað, að Bitru, með sjúkrakörfu og sængur- fatnað, m. m.; kemur hann hingað í kveld, ef vel gengur. Gufub. Hólar, kapt. Jakobson, kom hingað austan um land og sunnan 27. þ. m. að morgni, á undan áætlun, með fátt eitt af far- þegum. Tíðarfar enn hið sama hér syðra, sama önd- vegístíð sem verið hefir í alt haust hér um bil. Hefir verið átt við hey- skap á stöku stað síðustu viku sum- ars. En af Austfjörðum skrifað 20. þ. m., að þar hafi verið síðan um höf- uðdag mesta óþurkatíð, þokur og rign- ingar, en hægviðri. Veðurathuganir í Reykjavík eftir landlækni Dr. J. Jónas- sen. 1 Hiti j ! (á Celsius) * Loftvog (millimet.) V eðurátt. o A nót>t.|um hd/ árd. síhd. árd. síhd. 22. + i + 6 729.0 729.0 a h b 23. + 1 + 2 734.1 739.1 O (1 24. — 2 + 2 746.8 744.2 o b 25. + 2 + 4 736 6 731.5 a bv d 26. + 4 + 6 736.6 739.1 a b b 27. ri-1 + 4 741.7 744.2 a b b 28. + 3 +- 5 746.8 751.8 o d Hægnr austankaldi og bjart veður b. 22. Bleytu-ofanhrið b. 23. en bjart veður siðari part dags, logn og bjart sólskin h. 24.; bvass á austan með regni h. 25.; aftur bjart og fagurt veður, rétt logn h. 26. og fram að hádegi h. 27., er hann fór að rigna og rigndi mjög mikið aðfaranótt h. 28., en logn. Miðvikudogskveldið 26. kl. 9'/♦ vœgur jarðskjálftakippur. Laugarnesspítalinn. Sú regla er þar sett, að þeir sem heimsækja vilja sjúklingana, megaþað ekki aðra stund dags en kl. 2—3J. Gufuskipafélagið sameinaða hefir samþykt, að flutn- ngsgjaldsábætirinn í vetrarferðum skipa þess hingað, 16f°/>, falli niður í þetta sinn. Póstskipið Laura lagði á stað héðan aðfaranótt 27. þ. mán. til útlanda, með lítinn strjáling af farþegum, þar á meðal frk., dr. Rittershausen frá Zúrich í Sviss, er hér hefir dvalið um hríð að nema ís- lenzku; Kr. Jónasarson verzl.m. o. fl. Skiftafundir verða haldnir á skrifstofunni á Eski- firði f dánarbúi sýslumanns Sigurðar Péturssonar föstudagana þann 9. og 30. desember næstkomandi og byrja fundirnir kl. 12 á hádegi. Á fyrra fundinum verður lágður fram listi yfir eigur og skuldir búsins og búið búið undir skifti, en á síðari fundinum verð- urþví skift, ef unt er. Skiftaráðandinn í Suður-Múlasýslu. Eskifirði, 20. oktbr. 1898. A. V. Tulinius.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.