Ísafold - 19.11.1898, Blaðsíða 2

Ísafold - 19.11.1898, Blaðsíða 2
282 farirnar séu eftir vonum, þegar tekið er tillit til þess tíma, sem varið er til þessara kenslugreina. Hitt getið þér víst ekki láð mér sem skólastjóra, þó að ég tjái mig ekki vera ánægðan með framfarir piltanna, ef þær hjá öllum þorranum eru að eins nokkurnveginn viðunandi. J>að þykist ég þó mega fullyrða, að stúdentar hér frá skólan- um muni yfirleitt ekki standa á baki Btúdentum frádönskum skólum, hvorki að þekkingu í forntungunum né að andlegum þroska, enda veit ég ekki til, að háskólinn hafi kvartað yfir því. Bkki er það heldur rétt, að ég hafi farið fram á það í ræðu minni, að auka aftur látínunámið. En fúslega skal ég játa, að ég held, að það væri æskilegt, ef því fengist framgengt, því að við það mundi andlegur þroski nemandanna aukast og skólinn kom- ast nær sínu »æðsta og helzta mark- miði*. Enn hitt vona ég, að bæði yður, herra ritstjóri, og öllum hugs- andi mönnum liggi í augum uppi, að ef forntungnanámið er mínkað frá því sem nú er, þá hlýtur af því að leiða, að framfarinar, sem nú eru •nokkurn veginn viðunandú hjá öllum þorranum, verða aljjörlega ófullnœgj- andí, og að nám forntungnanna getur þá ekki framar borið þann ávöxt, sem skyldi, ekki æft né skerpt sálargáfur piltanna, ekki kent þeim að hugsa né koma orðum að hugsunum sínum; það verður þá, með öðrum orðum, tómt kák og til einskis gagns fyrir piltana, og þeim tíma, sem t.il slíks náms væri varið, væri þá auðvitað alveg á glæ kastað. þetta hefi ég líka ljóslega tekið fram í ræðu minni, þar sem ég segi: »Betra væri fyrir skólann, að forntungnanámið yrði af- tekið með öllu — ef þá eitthvað ann- að jafngott yrði sett í staðinn — heldur en að það yrði takmarkað enn meira en nú er, svo að kensla í þess- um málum yrði tómt kák, því að það yrði til niðurdreps fyrir alla sanna æðri mentun hér á landi«. Hér er ekki nema um tvent að gera, annað- hvort að gera forntungurnar algjörlega rækar úr skólanum, eða þá að láta þær að minsta kosti halda því sæti, sem þær hafa nú. A grein yðar, herra ritstjóri, þykist ég sjá, að þér séuð mér samdóma um þetta. |>ór viljið ekki káka við gömlu málin, heldur afnema þau með öllu. það get ég skilið. Enn hin stefnan, sem varð ríkjandi á alþingi í fyrra sumar, að nema alveg burt grískuna og takmarka svo latínuna, að enginn piltur geti lært hana öðru vísi en rétt til mála- mynda, og þó að láta hana að nafn- inu til halda öndvegissæti í skólanum, það er að kasta burt dýrmætum tíma til ónýtis, það er að draga Iærða skól- ann niður í sömu súpuna, sem önnur mentamál okkar eru í, það er að gera skólanum ómögulegt að ná því marki, sem honum er sett, það er, í einu orði, hin frámunalegasta fásinna. Ég veit, að hinum heiðruðu forsprökkum þessa máls á þinginu muni hafa gengið gott til. En þeir hafa ekki hugsað þetta mál nógu vel, ekki haft næga reynslu né þekkingu á hinum æðri skólamálum til að komast að réttri niðurstöðu. Og því síður lái ég þinginu í heild sinni, að það fór að fortölum þessara manna. J>ingið sýndi það síðast í fyrra með fjárframlögum til skólans, að því er ant um hann, og auðvitað hefir það haldið, að frumvarp það, s#m fyrir lá, mundi verða til bóta. En ég vona nú, að mönnum skiljist, að ekki dugir að ætla forntungunum minni tíma en nú er, ef þær á annað borð eiga að halda áfram að skipa öndvægissætið í skólanum. Eins og ég hefi áður sýnt, ætlum við þeim hér langt um minni tíma í tiltölu við aðrar greinir en þ>jóðverjar, Englend- ingar og Erakkar, og jafnvel minni e n frændþjóð vor Danir — þar eru viku- stundir forntungnanna 36,7 j> af sam- töluallra kenslustunda. Ef forntungna- n ámið yrði takmarkað enn þá meira, þá er hætt við, að dyrum allra háskóla ^ Norðurálfunni yrði lokað fyrir ís- lenzkum stúdentum. Eigum við þá að fara að dæmi Norðmanna og afnema með öllu forn- tungnanámið? Ég hefi þegar bent á, að bezt muni að fara að engu óðslega, heldur bíða eftir, hvernig skólafyrir- komulag Norðmanna reynist. Ef það reynist vel, þá munu vafalaust bæði Danir og stórþjóðir Norðurálfunnar fara í kjölfar Norðmanna, og þá er tími til fyrir oss, að sigla okkar litla bát á eftir. Fjarri sé mér að gera lítið úr því gagni, sem menn geta haft af því að kunna til blítar eitt eða fleiri af málum hinna miklu menta- þjóða og öðlast nákvæma þekking á mentalífi þeirra og bókmentum. En reynslan á enn eftir að skera úr því, hvort þessi þekking er jafnaffarasæl undirstaða undir æðri mentun eins og klassisku málin. Munum einnig eftir því, að klassiska mentunin er andleg eign, sem vér höfum [fengið í arf frá forfeðrum vorum, band, sem tengir oss við vora eigin fortíð. Sum af hinum helztu vísindaritum íslendinga eru skrifuð á latínu — ég þarf ekki annað en minna á Arngrím lærða, þormóð Torfason, Einn biskup, Hálf- dán Einarsson og Sveinbjörn Egilsson. Munum einnig eftir því, að klassiska mentunin er enn það band, sem tengir saman hinn mentaða æskulýð í öllum löndum Norðurálfunnar, að Noregi einum undanteknum, og að vér mund- um einangra okkar mentamenn, ef vór slitum þetta band í sundur. Að lokum leyfi ég mér að benda yður, herra ritstjóri, á orð eins manns, sem ég veit að þér munið eigi meta lítils. Hinn frægi þýzki heimspeking- ur Schopenhauer kemst svo að orði (Parerga und Paralipomena, 7. útg. II. b. 606. bls.): »Sá maður, sem ekkert kann í latínu, líkist manni, sem er úti í þoku í fögru héraði. Sjóndeildarhringur hans er mjög þröng- ur. Hann sér að eins það, sem næst honum er, en það, sem er fáum fetum lengra burtu, hverfur honum í móðu. Aftur á móti er sjóndeildarhringur latínulærðs manns mjög víður, hann nær yfir hinar síðarí aldir, miðaldirnar og fornöldina. Gríska og jafnvel forn- indverska víkka sjóndeildarhringinn að vísu talsvert að auki«. Frá útlöndum. Hingað hefir nýlega borist með botnverping eitt enskt blað frá I. þ. m., útgefið í Hull. Má af því ráða, að því er »N-01din« skýrir frá, að ráð- herraskifti hafa orðið á Frakklandi — aldrei þessu vant eða hitt þó heldur! — og utanríkisráðherrann, er áður var Delcassé, hefir haldið völdum, en hann var illur í garð Breta. Héldust því enn viðsjár miklar með Frökkum og Bretum, og vígbúnaði haldið áfram af kappi um alt hið mikla Bretaveldi. Bretar höfðu heimtað af Frakkastjórn. að Marchand yfirhöfuðsmaður væri kvaddur með lið sitt burt frá Fashoda; fyr ekki takandi í mál að semja um það, er þeim bæri á milli. Frakkar sintu því ekki. En þá lagði Marchand sjálfkrafa á burt með lið sitt. Frá friðargerðinni í París með Spán- verjum og Bandamönnum er það ný- mæli borið, að Bandamenn hafi fært sig það upp á skaftið, að þeir vilja nú hafa full yfirráð yfir öllum Fílipps- eyjum, en bjóðast til í móti að endur- gjalda Spánarstjórn allan þann kostn- að, er hún hefir haft til friðsamlegra frambúðarfyrirtækja eyjunum til nyt- semdar. þessari málaleitan átti Spán- arstjórn ósvarað. Fiskiþilskip farist. Nú þykir, sem er, löngu út séð um, að hún komi nokkurn tíma fram, fiskiskútau »Comet«, þeirra Jóns kapt. Jónssonarí Melshúsi o. fl. Seltirninga, er vantað hefir síðan í sumar. Enda hefir »f>ilskipaábyrgðarfélagið við Faxa- flóa« þegar fyrir nokkru greitt afhendi ábyrgðarféð fyrir það, 4350 kr., eða f hluti virðíngarverðs skipsíns, sem var alls virt á 5800 kr.; það er samkvæmt lögum félagsins. Skipið var rúmar 37 smál. að stærð, 15—16 ára gamalt, norskt að uppruna; áttu Eyfirðingar það fyrst og höfðu til hákarlaveiða. Síðan komst það vestur á Patreks- fjörð, og þar keypti Jón kapteinn það fyrir 5—6 árum. f>að var enn í I. flokki, að dómi matsmanna ábyrgðar- félagsins. Snemma í ágústmánuði, hafði skip- ið komið inn á Isafjörð. Eftir það sást það BÍðast á utanverðum Húnaflóa vestan til; það var 22. ágúst, í upp- hafi mannskaðaveðursins mikla. Svo bagalegt sem fjártjónið er, ó- nota-áfall fyrir hið unga og magnlitla ábyrgðarfélag, þá er samt manntjónið stórum mun tílfinnanlegra. Mátti heita mjög valið fólk á skipinu, flest- alt ungir vaskleikamenn; skipverjar ekki færri en 18 alls. Formaður var Oddgeir nokkur Magnússon, vestfirzkur að uppruna, en átti nú heima í Bvík; hálfþrítugur að aldri, nýlega kvæntur, og lætur eft- ir sig ekkju og 1 barn. Stýrimaður var Magnús Pétursson (prentara Ásmundssonar), reykvískur, 23 ára að aldri, ókvæntur. Meðal hásetanna voru 3 vinnumenn Jóns kapteins: Hans Arnþórsson, 36 ára; Pálmi Pálmason, 20 ára; Jón Sigurðsson, 15 ára; allir upprunnir úr Kjósarsýslu. f>á var einn Magnús Oddgeirsson, faðir skipstjóra, 58 ára gamall, upprunninn af Barðaströnd, en nú Seltirningur. Enn voru bræður 2 af Isafirði, Ólafur og Davíð Jónssynir, 23 og 19 ára. Tveir voru af Eyrar- bakka, Bjarni Bjarnason og Stefán Stefánsson, 20 og 18 ára. f>rír voru úr Reykjavík, auk stýrimannsins, allir ungir og ókvæntir: Magnús Guðnason, 28 ára; Kristján Olafsson (ættaður úr Snæf.nessýslu) 31 árs, og Frímann Jónsson (af Mýrum), 19 ára. Einn var Rangvellingur, Eiríkur Eiríksson frá Hamrahól, 19 ára. Hinir Seltirn- ingar: Ingimundur Gunnlögsson frá Knútsborg, 64 ára, lætur eftir sig ekkju og 1 barn á ómagaaldri; Bjarni Gunnarsson í Tjarnarhúsum, Arnes- ingur að uppruna, 39 ára, lætur eftir sig konu og 3 börn í ómegð; Sigurður Jónsson í Bakkakoti, bróðir skipseig- andans, lætur eftir sig konu og 3 börn í ómegð; og Friðrik frá Nýjabæ, 16 ára, matsveinn. Einn var vátrygður fyrir 1000 kr., Bjarni Gunnarsson. Um annan vafa- samt, skipstjóra (2000 kr.j. Af Kristni Eyfirðing;, sem viltist, hafa nú verið teknir báðir fætur fyrir ofan miðja rist (há- ristinaý, með viku millibili, síðari fót- urinn sunnudag 13. þ. m., og gerði það Guðm. Björnsson héraðslæknir. Sárin gróa eftir hætti. Aðventistinn og kirkjufeðurnir. »Fyrir augliti guðs« lýsir hr. ðstlund yfir því í hiuum fræga fyrirlestri sínum, að sunnudagsbelgin sé ekkert annað en mannaboð, »innkomið i kirkjuna ásamt pápiskunni«, en með þvi vill hann auð- sjáanlega gefa í skyn, að helgihald surmu- dagsins hafi verið óþekt eða að mestu leyti óþekt í kirkjunni fyrir daga Kon- stantins mikla (ý 337). Jafnframt þessari yfirlýsingu sinni ítrekar hr. 0. hátið- lega bannfæringu sína yfir kirkjufeðr- unum og ritum þeirra og slær því enn á ný föstu, að þessi rit innihaldi »svo ó- endanlega margar háskalegar villurc,. »að það sé sannarlega hœttulegt að hyggja of mikið áþeim.«. Það þarf eng- an stórspeking til að sjá, af kvaða rótum þessi nauðaskoplegi sleggjudómur aðvent- istans er runninn. Kijkjufeðurnir hafa í belgri einfeldni sinni talað sannleikann, að þvi er snertir sunnudagshelgihald krist- inna manna á fyrstu öldum kristninnar, en ekki gætt þess, hvílikan grikk þeir gerðu með því laugardagsmönnum á öllum tímum — þess vegna verða þeir nú að sætta sig við að »rétttrúaöir« aðventistar hrindi þeim í skammarkrókinn ásamt hinum »ó- endalegu mörgu háskalegu villum« þeirra. Yeslings kirkjufeður — þetta eru þakkirn* ar! En til þess að allur almenningur geti séð og skilið, hvers vegna aðventistanum er svo ant um að setja villutrúarstimpilinn á kirkjufeðurna og rit þeirra, leyfi ég mér að tilfæra hér nokkra af hinum sögulegu vitnisburðum fyrir almennleika sunnudags- helgibaldsins á fyrstu öldum kristninnar. Og jafnframt vona ég, að hver nokkurm veginn skynsamur maður geti af þessum sögulegu vitnisburðum séð, að það er ekki mikið vit í þeirri staðhæfingu, að sunnu- dagshelgin sé innkomin i kirkjuna ásamt pápiskunni, enda þótt slík staðhæfing sé framborin »fyrir augliti guðs«. 1. I hinu svo nefnda Barnabasarbréfi, sem öllum kirkjusögufræðingum nútímans ber sauian um, að hljóti að vera santið í kring um árið 100 e. k. eða hér um bil 10 árum síðar en opinberunarbók Jóhann- esar, kemst höfundurinn svo að orði um sunuudag kristinna manna: » Vér höldum heilagan 8. daginn [daginn eftir sabbatið eða fyrsta dag vikunnar] til fagnaðar því, að á þeim degi upp reis Jesús frá dauðumn (Barnaba epistole cap. XV). Þetta bréf var í svo miklum metum í forn- kirkjunni, að það jafnvel hefir verið tekið upp i frægustu biflíuhandrit (t. a. m. Co- dex sinaiticus frá byrjun 4. aldar, sem Tisch- endorf fann um miðbik þessarar aldar). 2. I bréfi Ignatíusar biskups í Antí- okíu (fll5) til Magnesinga (Ad Magnesios) kemst höfundurinn svo að orði: »Þegar því þeir, sem uppaldir eru undir hinu gamla fyrirkomulagi, en hafa öðlast hina nýju von, halda elcki lengur sabbatið, heldur lifa lifi sínu samkvæmt drottins degi, því að á honurn uppreis og vort lif, sem vér böfum öðlast fyrir hann og dauða lians — — hvernig ættum vér þá að geta lifað áu liansc (sbr. Vidnesbyrd af Kirke- fædrene, XI. bindi, Krial885 bls. 23—24). 3. í trúvarnarritgerð sinni hinni rneiri, sem samin er á dögum Antoníusar keisara Piusar (138—161 e. K.) og afhent honum, kemst .1 ústín us píslarvottur (f 167) svo að orði: »A hinum svonefnda sótar- degi (b: fyrsta degi vikunnarj koma allir saman bæði úr bæjunum og af landsbygð- inni og eru þá lesin minningarrit postul- anna eða rit spámannanna, eftir því sem timi er til. Þegar fyrirlesarinn hefir lokið upplestri sínum, flytur forstöðumaðurinn ræðu og hvetur menn til að breyta eftir þessum ágætismönnum. Því næst stönd- um vér allir upp og biðjumst fyrir, og þeg- ar bænahaldinu er lokið, er borið fram brauðog vin (o:kveldmáltíðarefnin) og vatn. ------Vér höldum samkomu vora á sunnu- degi af því að hann erfyrsti dagurinn, sá dagur, sem guð breytti myrkrinu |o: 1 ljósj, ummyndaði hið dauða efni og skapaði heiminn, og ennfremnr af því að á þeim degi uppreis frelsari vor Jesús Kristur frá dauðum. Því að daginn fyrir laugardag krossfestu þeir hann, og daginn eftir laugardag, sem er sunnudagur, birtist hann aftur postulum sínum og kendi þeim alla þessa hluti, sem vér höfum nú íengið yður til íhugunar« (sbr. »Vidnesbyrd af Kirke- fædrene VII: Justinus Martyrs Apologier,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.