Ísafold - 24.12.1898, Blaðsíða 3

Ísafold - 24.12.1898, Blaðsíða 3
315 menn, hjúkrunarliðið, útbúnað þess og mennina sjálfa. Mér hefir verið sagt, að bæði franskir og þýzkir liðsforingj- ar hafi játað, að þeir hafi látið skjóta á hjúkrunarlið óvinanna. Slíkt at- hæfi ber eingöngu vitni um siðspilling hlutaðeigandi liðsforingja. Eg get ekki hugsað mór, að neinn liðsforingi í Norðurálfunni, sem vandur er að virðingu sinni, muni halda því fram, að þeim hernaði só bót mælandi, að skjóta á hjúkrunarlið óvina sinna. Næstu réttargæðin, sem undanþegin voru ófriðarnámi, voru eignir ein- stakra manna. Oldum saman hafa hermannalögin svo kölluðu reynt að reisa skorður við herfangs- og rán- græðgi herflokkanna. Árið 1874 sam- þyktu öll Norðurálfuríkin, að ekki mætti gera eignir einstakra manna upptækar, og öll rán voru bönnuð. Eignarróttur að fasteignum er alger- lega verndaður. Fyrir þá reglu er af- armikill munur á hernaðarlögun Róm- verja og nútíðarþjóðanna. |>ví að með Rómverjum varpaði ríkið eign sinni á alt land, er þeir höfðu undir sig lagt, og þeir sem áður höfðu átt landið, urðu leiguliðar. Iiausafó ein- stakra manna er og yfirleitt verndað, en við getur það borið, að taka megi það herfangi, og það jafnvel end- urgjaldslaust. Einkum á þetta við matvæJi. Lakar eru verndaðar eignir á sjó úti. Áður kvað mikið að löggilt- um víkingarferðum í Norðurálfustríðun- um, víkingaskipin sumpart gerð út af ríkinu, sumpart af einstöku mönnum. En á Parísarfundinum 1856 samþyktu flest menningarríkm, að banna víkingu frá þeim tíma. Ollum virðist og koma saman um það, að banna víking ein- stakra manna, gefa, með öðrum orðum, ekki út leyfisbréf til víkingar. Banda- ríkin og Spánn hafa farið svo að ráði sínu í ófriðinum, sem nú er nýafstað- inn, jafnvel þótt þau gengju ekki að Parísarsammngnum. En hvortveggju þessi ríki og eins England halda uppi ríkisvíkingunni, með því að hún er mjög áhrifamikið bragð í ófriði, einkum gegn siglingaþjóðum. En almenn rétt- armeðvitund hafnar allri löggiltri vík- ingu. (Niðurl.) Flugnafræðingurinn. Eftir A. Conan Doyle. V. Niðurl. »|>ið verðið tveir að vaka yfir hon- um«, sagði Liehmere lávarður. »Og ef þér viljið nú koma með mér inn í herbergið mitt, dr. Hamilton, þá skal ég skýra yður frá því, sem óg hef ef til vill alt of lengi kinnokað mér við að láta uppi. Eu hvernig sem fer, skuluð þór aldrei þurfa að iðrast þess, að þór hafið tekið þátt í því, sem í nótt hefir verið aðhafst*. »|>að má segja yður þetta alt í fám orðum«, hólt hann áfram, þegar við vorum kommr inn til hans. »Mág- ur minn er allra mesta valmenni, ást- ríkur eiginmaður og skyldurækinn fað- ir; en geðveiki Jiggur í ætt hans. Hann fær oft drápgirnisköst, þeim mun hörmulegri, sem honum hættir ávalt mest .við að ráða á þá, sem hon- um þykir vænst um. Sonur hans var sendur í skóla til að firra hann hætt- unni, og eítir það réð hann á systur mína. Hún slapp undan, en ber merki eftir viðureignina, sem þér kunn- ið að hafa séð, þegar þérx hitcuð haua í Lundúnum. Hann hefir enga hug- jpynd um þetta, þegar hann er með fullu viti, og hann mundí ekki gera nema að hlæja að því, ef einhver kæmi upp með það,að hann vildinokk- urn tíina gera þeim ilt, sem hann ann svo heitt. Eins og þér vitið, er það mikilsvert einkenni á þessum sjúkdómi, að ekki er með nokkuru móti unt að sannfæra sjúklinginn um, að nokkuð gangi að honum. Auðvitað var nú mest undir því komið fyrir okkur, að koma honum í gæzlu, áður en honum tækist að saurga hendur sínar í blóði. En það var ekki auðhlaupið að því. Hann er ómannblendinn og engan lækni vill hann sjá. jörátt fyrir það var óhjá- kvæmilegt íyrir okkur að sannfæra einhvern lækni um vitfirring hans, því að hann er alveg eins og hver annar maður, að köstunum fráskildum, og þau koma sjaldan. En því fer betur, að á undan þessum köstum má sjá sjúkdómsmerki nokkur, sem verða mönnum til viðvörunar. Helzt þeirra eru taugaveiklunar-drættir í enninu, 8em þér hljótið að háfa tekið eftir. þeir koma ávalt fram þremureða fjór- um dögum undan viifirringarkastinu. Jafnskjótt sem á þeim fór að bera, bar konan hans eitthvað í vænginn, hélt til Lundúna og leitaði hælis á mínu heimili. Nú átti ég eftir að sannfæra lækni um, að Sir Tómas væri bilaður á geðsmunum; án þess var mér ekki unt að koma honum þangað, sem öll- um gæti verið óhætt fyrir honum. Fyrsti örðugleikinn varí því fólginn,að koma lækni inn á heimili hans. Eg mintist þess, hve mikið gaman hann hafðí af flugnafræði og hve vænt honum þócti um alla, sem voru hon- um samhuga í því efni. |>ess vegna setti ég auglýsinguna í blaðið og var svo heppinn að finna einmitt þann mann, sem ég þurfti á að halda, þar sem þér voruð. Mér var þörf á að förunautur minn væri karlmenni, því að ég vissi, að ekki var unt að sanna vitfirringuna, nema Sir Tómas réði á einhvern, og ég hafði fulla ástæðu til að ætla, að ég mundi sjálfur fyrir á- rásinni verða, af því, að þegar hann var með sjálfum sér, þótti honum eink- ar-vænt um mig. f>ér munuð vera svo skynsamur að geta gizkað á það, sem á vantar. Eg vissi ekki að kast- ið mundi koma í nótt, en mjög senni- legt þótti mér það, því að venjuleg- ast koma þau undir morguninn. Eg er sjálfur tnjög taugaveiklaður; en ég só ekki, að mér hafi með nokkruöðru móti verið unt að sjá systur minni borgið gegn þessari óttalegu hættu. Ég þarf ekki að spyrja yður, hvort þér sóuð fús á að skrifa undir vottorð um vitfirringuna«. »Nei, auðvitað þurfið þér þess ekki. En undirskriftirnar verða að vera tvær«. »jþér gleymið því, að ég hef sjálfur tekið læknispróf. Skjölin eru hér á borðinu. Ef þér því viljið gera svo vel að skrifa undir þau, þá getum við fengið sjúklinginn fluttan á morgunt. þetta var fyrsta sinn, sem ég heimsótti Sir Tómas Rossiter, flugna- fræðinginn nafnkenda. J>að var líka fyrsta spor mitt út á gæfubrautina, því að lafði Rossiter og Lichmere lávarður reyndust mér áreiðanlegir vinir; þau hafa aldrei gleymt því fulltingi, sem ég veitti þeim ínauðum þeirra. Sir Tómas er kominn út úr spitalanum aftur, albata að sögn. En eg held, að ætti ég að vera nætur- sakir aftur á herragarðinum Delamere, mundi mér verða næst skapi að tví- læsa dyrunum að innan. Um áfengi flytur liéraðslæknir Guðmundur Björnsson alþýðufyrirlestur í Iðnaðar- mannahúsinu annan í jólum kl. 5-| síðdegis. Góður síldarafli fekst á Akureyrarhöfn dagana 11.— 13. f. mán., um 2500 tunnur samtals; Wathnes-útvegur mest, 1400 tunnur, og Norðmenn á skipi frá Haugasundi 900 tunnur rétt hjá hafnarbryggjunni. Nokkur mannalát fréttust nú með póstum. Sigurður Hjörleifsson, bóndi á Egilsstöðum í Eljótsdal, andaðist 26. okt. okt., um fimtugt. Atkvæða- og atorkumaður. Ekkjan Járngerður Eiríksdóttir, móðir síra Einars Jónssonar í Kirkju- hæ, lézt þar 24. okt., hátt á níræðis- aldri (f. 1812). Friðrika þorláksdóttir, yfirsetukona á Seyðisfirði, andaðist 22. okt., rúml. sjötug. þá lézt á Akureyri 23. nóv. háöldr- uð ekkja, þorgerður Markúsdóttir •fræðikona mikil og minnug*; f. 1815. Að Bollastöðum í Húnavatnssýslu lézt 17. f. mán. húsfrú María Guð- mundsdóttir, kona óðalsb. Guðmundar Gíslasonar, 73 ára. Húsfrú Helga Jónsdóttir á Nesi í Norðfirði, kona Olafs Ásgeirssonar timburmeistara þar, lézt 20. okt., hálf- fimtug að aldri, ættuð af Breiðafirði (Gufudalssveit), bróðurdóttir þ. heit. Thorsteinssons kaupmanns (síðast í Æðey). Einn holdsveikissjúklingur í Laugar- nesspítalanum, Sæunn Jóakimsdóttir úr þingeyjarsýslu, lézt 19. þ. m., úr lungnabólgu, rúml. fertug. Vestanpóstur kom loks 21. þ. m., viku seinna en vera átti. Hafði beðið fulla viku í Hjarðarholtiefcir Isafjarðarpóstinum,er var fyrst veðurteptur á ísafirði 4 daga og því næst nær 2 sólarhrínga að komast yfir þorskafjarðarheiði, — sem póstur ætli alls eigi að fara yfirleitt á vetr- ardag, heldur Kollafjarðarheiði og hálsana (og fram fyrir Skálanes, er Gufudalsháls er lítt fær), eins og Arni Gíslason póstur gerði, meðan hann fór alla póstleiðina milli Reykjavíkur og ísafjarðar; og frýr honum enginn á- huga né ötulleiks í ferðalögum. f>að er vitaskuld einum áfanga lengra; en betri er krókur en kelda, m«ð því líka að menn og skepnur eru jafnaðarlega svo eftir sig, þótt þorskafjarðarheiði hafist af í einum áfanga, að ekkiveit- ir af fullum degi til hvíldar á eftir; og hefir þá alt unnið sig upp. Að öðru leyti er þessi póstleið, milli Hjarðarholts og Isafjarðar, ekki ætl- andi nema afburðamanni að vaskleik, hvort heldur er á sjó eða landi. — Reykjavíkurpósturinn (Á. G.) var far- inn á stað suður frá Hjarðarholti, þegar hinn kom loks að vestan þang- að; en náðist í hann í Suður-Dölun- um. Bær brann 7. f. m. að Mýrartúni í Kræklinga- hlíð, meiri hluti bæjarhúsanna; bús- hlutum flestum bjargað. Veðurathuganir í Reykjavík eftir landlækni Dr. J. Jónas- sen. tn © Hiti (á Celsius) j Loftvog 1 (millimet.) Veðurátt. á nóttlura hd árd. síód. I árd. siðd. 17. — 1 0 741.7! 744.2 Sv h b I o d 18. — 6 G-5 744 2 746.8 o 1) a h b 19. — 7 j — 5 762.0 759.5 a h h |N a h d 20. 0 i + 3 759 5 759.5 Svhb Sv h h 21. + 5 i + r> 7'19.31 786.6 Sv h d Sa hv d 22. 0 +1 734:1 721 4 Svli h |Sv h d 23. 0 +1 721.4 723.0 Svbb Svhh 24. 1 1 Hefir verið hægur framan af vikunni, ein- lægt útsynningur undir; hvesti svo af suðri li. 21. með miklu regni, en hljóp að kvöhli í útsuður með éljum og lu’lzt svo allan 22. þó eigi livass. Hitt og þetta. Mikla umbót á loftförum á amerískur maður að hafa fundið í haust, prófessor Charles E. Hite við Pennsylvaníuháskóla. f>að var hann, sem fullyrti fyrir mörgum árum, að eina ráðið að komast norður að heim- skauti væri að sigla á loftfari, og ýttu þau umrnæli til muna undir Andrée, að mælt er. Loftfar Hites gengur fyrir 2 skrúfum, eins og gufu- skip, sinni undir hvorum stafni báts- ins, sem hangir neðan í flugbelgnum og loftfarar hafast við í, en skrúfun um snýr dálítil gas-gangvél, sem er í bátnum. Með þessum útbúningi má koma loftfarinu andviðris, eins oggufu- skipi. Stærsti kíkir í heimi. Franskur stjormi fræðingur, er Gautier hoitir, hefir utinið mörg ár, síðan 1884, að geysimiklu sjónaukabákni, er búist er við að verða muni mesta gersimin á heimsyningunni miklu í París árið 1900. Það verður hinn langstærsti kíkir í heimi. Hann verður 195 fet á lengd, nærri 100 álnir, og 2 álnir og 6 þml. á vídd að þvermáli. Skamt frá síðari endanum er haft kúpt spegilgler kringl- ótt, 3 álnir að þvermáli og 13 þuml. þykt. Af því það er kúpt, varpar það frá sér tunglsljósgeislum eða frá öðrum himinhnöttum og inn í kíkinn með marg-hundraðföldum styrkleika og verð- ur það sem sést í kíkinum fyrir það margfalt skýrara en ella mundi. Tungl- ið synist í þessum kíki ekki lengra burtu en hálfa mílu danska, ekki öllu lengra en inni í Viðey hérna í Reykjavík. Þá á að sjást, hvort mannskepnur eru í tunglinu eða einhverjar mannskepnum samsvarandi verur — segir ame- rískur prófessor í stjörnufræði, John Rees —það er sem só engan veginn vist, að svo sé eigi, þótt margur fortaki það, segir hann. Hitt er annað mál, að tunglbúar, ef þeir eru til, hljóta að hafa alt annað líkamseðli og sköpulag en vér jarðarbyggjar. Skuldugum eyðslusegg tæmdist, arfur. Hann tók sig til og ætlaði að létta af sér þyngstu skuldunum. Hann fór fyrst til skraddarans síns, en hitti þá svo á, að hann var nýdauður. Ekkjan spurði grátandi um erindið. »Eg ætlaði að borga það sem ég skulda hérna«. »Guð hjálpi mér« sagði ekkjan; »hefðuð þér komið degi fyr, þá þori ég að segja að maðurinn minn væri nú lifandi; þetta hefði komið honum svo óvænt«. Nú hefi ég tapað 10,000 kr. á honum Jakohi gamla i Grenivík. Hvernig stendur á þvi? Hann sem er mesti ráðvendnismaður og svo framúrskar- andi áreiðanlegur. Eg hað hennar dóttur hans,sem erfði 5,000 kr. eftir móður sína og fær sjálfsagt annað eins eftir karlinn; og hann synjaði mér ráðahagsins. Vitið er ekki nema kálfur maðurinn. Viljinn er ganghjólið, fjöðrin sem kemur ganginum á vélina. Það gildir einu, hversn góðar gáfur kjarkleysinginn hefir til að hera; hann verður samt aptur úr á skeið- velli lifsins. W Chpistensens verzlun hefir vandaða Pletvöru og glysvarning. NÝtt og vandað rúmstæði til sölu. Ritstj. vísar á. Prédikun í Breiðfjörðshúsi á sunnudögum kl. 6j síðdegis og á föstu- dögum kl. 8 síðdegis. D. Ostlund. Til ábúðar 1899: ÁlftáíHraun- hreppi, 17,4 hundruð. Ágæt fjárjörð, jarðarhús nýbygð. Landsskuld: 66 krónur í peninguin, 4 kúgildi. Staðarhraun 9. des. 1898. Stefáu Jónsson. GÓð VOrull er til sölu. Ritstj. visar á.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.