Ísafold - 07.01.1899, Qupperneq 1
Kemur ut ýmist 'einu sinni eða
tvisv. i viku. Yerð árg. (80 ark.
minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða
1 */» doll.; borgist fyrir miðjan
júlí (erlendis fyrir fram).
ÍSAFOLD.
Uppsögn (skrifleg) bunain við
áramót, ógild nema komin sje
til útgefanda fyrir 1. október
Afgreiðslustofa blaðsins er í
Ansturstrœti 8.
XXVI. árg.
Rcykjavík, laugardaginn 7. janúar 1899.
1. blað.
0 0. F. 8011381 /2/ 0.
Blaðamannafélagsfundur sunnudag 8. jan.
kl. 5 hjá J. Ól._________________
Næsta blad laugar-
dag 14. jan.
rrT7Tir?T.T xir.i
Forngripasafnopit)mvd.og ld. kl.ll 12.
Landsbankinn opinn hvern virkan dag
kl. 11—2. Bankastjóri við 12—2, annar
gæzlustjóri 12—1.
Landsbókasafn opið hvern virkan dag
kl. 12—2, og einni stundu lengur (til kl.3)
md., mvd. og ld. til utlána.
Póstar væntanl. austan 9. jan., norðan
og vestan 14.
f>etta ár 1899, kemur ísafold út
1—2 sinnum í viku, eins og áður,
80 blöð minst, og fyrir sama verð
og áður, 4 kr. Hún er landsins
langstærsta og
langódLýpasta
blað eftir stærð.
Nýir kaupendur skilvísir fá
2 fyrri árganga
af Sögusafni blaðsins og auk þess sér-
prentaðar þýddar sögur úr þessum ár-
gangi blaðsins 1899.
TXJJIJLJUL? JULáL
!»»««»»
ZXZJLAJULU
Sögustaðir íslands.
Svo heitir einkar- glæsileg bók, sem þeir
eru að gefa út Mr. W. G. Colling-
wood, málarinn enski, sem ferðaðist
hér um land sumarið 1897, og landi
vor Dr. Jón Stefánsson — eða þó öllu
heldur, fullu nafni: »Pílagrímsferð til
sögustaða lslands« (A Pilgrimage to
the Saga-Steads of Iceland). Bókin
mun vera um það bil að koma út í
Lundúnum einmitt þessa dagana, en
dálítið sýnishorn af henni er hingað
komið.
í bókinni verða 150 myndir, þar af
13 litmyndir. Af litmyndunum ereitt
sýnishorn komið: gullfalleg mynd af
gilinu hjá Gilsbakka og Okjökullinn í
fjarsýn. Eins og áður hefir verið
skýrt frá hér í blaðinu, hafa myndirn-
ar verið til sýnis í Lundúnum og mjög
miklu lofsorði hefir þar verið lokið á
þær í ýmsum helztu blöðunum. Les-
mál verður víst allmikið, sem dr. J. S.
hefir samið.
Höfundarnir taka það fram í for-
málanum, að bókin eigi að skýra forn-
sögur vorar. Sagnaritararnir hafa alt
af gengið að því vísu, að lesendurnir
þektu sögustaðina. Fyrir þá sök veit-
ir öllum öðrum en Islendingum svo
örðugt að gera sér fulla grein fyrir at-
burðunum, sem sögurnar skýra frá.
»Útlendingurinn kannast við, hve lynd-
iseinkunnirnar eru hugðnæmar og hve
mikilfengleg frásagnarlistin er. En
hann kemst í standandi vandræði,
þegar hann fer að reyna að hugsa sér
umhverfi þessara manna«. Og hann
hefir lítið gagn af sögum ferðamanna,
sem fara til Geysis og Heklu eða
brennisteinsnámanna. »Hugsi hann
sér »bleiku akrana« hans Gunnars og
Helgafell Snorra, staðina, þar sem
Guðrún hafðist við og Kjartan dó,
eins og ömurlega eyðimörk, fulla af
ís og eldi, þá verða allar sögurnar að
einni vitleysu. Einhvers konar blíða
og einhvers konar ástríða kann að vera
til, hvarvetna þar sem mannlegt líf er;
en jafn-innileg blíða, jafn-megnmikil
ástríða, eins og sú, er kemur fram í
3ögunum, gat ekki til orðið, nema lands-
lagið hefði áhrif á tilfinningarnar,
hvort sem mennirnir fundu það eða
ekki«.
I þessari trú segjast höfundarnir
hafa lagt á stað í pílagrímsferð sína,
enda hafi líka hugboð þeirra ræzt
Alveg samsvarandi yndisleikur, fegurð
og alvara sé í íslenzku landslagi eins
og í fornsögunum íslenzku.
Af efnisskránni má ráða, að sögu-
staðirnir séu einkum valdir úr Land-
námu, Njálu, Harðar sögu og Hólm-
verja, Egils sögu, Eyrbyggju, Gísla
sögu Súrssonar, Laxdælu, Kormáks
sögu, Vatnsdælu, Grettis sögu, Víga-
Glúms sögu og Sturlungu.
Bókinni er skift í 12 kafla, og eru
aðalfyrirsagnir fyrir þeim þær, sem nú
skal greina:
I. Til þingvalla og Geysis; venju-
lega ferðamannaleiðin.
II. Suðurland; sveit Brennu-Njáls.
III. Hvalfjörður; útlagarnir í Geirs-
hólma.
IV. Hvítársíða; frá Snorralaug til
Surtshellis.
V. Borg; heimili Egils Skallagríms-
sonar.
VI. Snæfellsnes; sveit Eyrbyggja.
VII. þórsnes; umhverfi Helgafells.
VIII- Norðvesturfirðirnir; stöðvar
Gísla Súrssonar.
IX. Dalirnir; þar sem Guðrún
hafðist við og Kjartan dó.
X. Sveit Kormáks; Saurbær, Hrúta-
fjörður, Miðfjörður.
XI. Víðidalur og Vatnsdalur; virki
Barða og dys Gláms.
XII. Norður- og austurfirðir; Grett-
ir sterki og Víga-Glúmur.
Geta má þess, að engu óhlýlegar er
að sínu leyti talað um Islendinga nú
á dögum en um fornmenn, sögurnar
og landslagið. Til dæmis að taka er
niðurlag formálans:
»Við höfum áður tjáð einlægar þakk-
ir góðum vinum okkar, sem liðsintu
okkur með ráðum, uppörvunum og
bendingum — ljúfmennunum um þvert
og endilangt Island, sem veittu svo
hjartanlegar viðtökur þessum tveimur
vegfarendum, er aldrei tilkyntu komu
sína fyrir fram og engin meðmæli
höfðu — fólkinu, sem okkar vegna fór
upp úr rúmum sínum á nóttunum,
fylgdi okkur heíla daga, veitti okkur
ávalt það bezta, sem það átti til, og
það örlátlega. Og enn berum við inni-
legan þakklætishug í brjósti. Við
nefnum ekki hvern einstakan, af því
að gestrisnin, sem við urðum fyrir,
var óbreytileg. Við getum ekki borg-
að hana með öðru en því að fara lofs-
orðurn um fólkið og alt, sem því til-
heyrir, við alla, sem unna fögru
landslagi, auðugu af göfugum endur-
minningum«.
það hefir stundum komið til orða
meðal íslendinga, að gera einhverjar
myndarlegar ráðstafanir til þess að
koma útlendingum, einkum ferðamönn-
um, í skilning um það, að hér á landi
sé .fleira að sjá en ís og menningar-
leysi og fátækt. En úr framkvæmd-
unum hefir enn lítið orðið. Nú hefir
útlendur listamaður orðið fyrri til.
þ>ess hefði víst mátt lengi bíða, að
vér íslendingar hefðum auglýst land
vort á jafn-glæsilegan hátt.
Eitt getum vér samt gert: sýnt
bókinni nokkurn verulegan sóma. Og
það er sönn háðung, ef það verður
ekki gert.
Eins og gefur að skilja, er önnur
eins bók og þessi nokkuð dýr. Hún
kostar í bandi um 18 krónur. Búast
má því við, að hún verði minna keypt
af einstökum mönnum heldur en vera
ætti. En hér ætti alþingi fyrir hvern
mun að hlaupa undir bagga og kaupa
einhvern talsverðan eiutakafjölda.
Annars geta væntanlegir áskrifend-
ur snúið sér til Sig. Kristjánssonar
bóksala, og fá þá bókina senda beint
heim til sín burðargjaldslaust.
Heilbrigðismálatímaritið.
f>að hófst nú við áramótin, hið fyr-
irhugaða »mánaðarrit handa alþýðu
um heilbrigðismál«, er þeir standa fyr-
ir, læknaskólakennararnir allir þrír:
landlæknir dr. J. Jónassen, Guðmund-
ur Björnsson og Guðmundur Magnús-
son, eftir ráðstöfun »hins ísl. læknafé-
lags«. f>að heitir Eir, eftir lækna-
gyðjunni norrænu, og er á stærð við
Kirkjublaðið, með góðum prentunar-
frágangi. Kostnaðarmaður er Sigfús
Eymundsson.
Fyrsta tölublaðið, sem nú er út
komið, flytur inngang frá ritstjórninni,
all-ýtarlegan ; þágrein »Um fingurmein*
eftir G. M., og loks upphafið á jóla-
fyrirlestri héraðslæknis Guðm. Björns-
sonar »Úm áfenga drykki«.
það er mikill munur á öðru eins
fyrirtæki og þessu, eða dagblaðagor-
kúlunum, sem þjóta upp nærri því á
hverju ári og nú er orðin sú mergð af
í landinu, að almenningur er farinn
að skoða það og tala um það eins og
landplágu. |>að er annaðhvor af þeim
nýgræðingum gróðursettur án nokkurs
sýnilegs tilgangs annars en að hafa fé
út úr alþýðu, að nota sér hina spiltu
lestrarfýsn manna, þá, að vilja sjá,
bara sjá, hér um bil hvað eina, sem
á prenti birtist, ekki sízt ef það heitir
blað, af eintómri bernskuforvitni og
heimskuávana, hugsandi ekki hót um
það, hvort heldur horfir til nytsemd-
ar eða ógagns. Ekkert skift sér af
því, hvort þeir, sem að þessum blöð-
um standa, hafa nokkura þekkingu á
landsmálum eða ekki, nokkura skyn-
samlega sannfæringu í þeim eða nokkura
hæfileika til að rita um þau. Hinu
lélagasta og ónýtasta ruslí og hinni
og þessari heimsku haldið að lesend-
unum jafnt eins og þörfustu hugvekj-
um um velferðarmál þjóðarinnar.
f>að skiftir í tvo heima, þegar litið
er í annað eins tímarit og þetta.
Engan hlut stundlegan á nokkur mað-
ur dýrmætari í eigu sinni en heilsuna,
og er því hverjum manni fátt jafn-
mikilsvert og að varðveita hana eða
öðlast hana aftur, ef hún hefir bilað.
Bit þetta kennir og brýnir fyrirmönn-
um ráðin til þess, þau er mestu vís-
indamenn í læknislistinni hafa upp
fundið eða margreynd eru að vera
áreiðanleg. Nöfn ritstjóranna er hin
fylsta trygging fyrir því, sem vér eig-
um kost á, að þar sé ekki farið með
neina heimsku eða hégóma. Einn
þeirra hefir og lengi þjóðkunnur ver-
ið fyrir sínar ágætu lækningabækur,
og hinir tveir að maklegleikum mjög
mikils virtir fræðimenn í sinni ment,
þótt ungir séu.
Vegna hins handhæga brots og
snotra frágangs verður rit þetta eigu-
legasta bók, hver árgangur þess, þeg-
ar frá líður, með góðu registri aftan
við.
Eir er áreiðanlega rit, sem komast
þyrfti og komast ætti inn á hvert ein-
asta íslenzkt heimili.
Kynlegt gróðabrall.
FeigS blaðsins »íslands« síSasta miss-
irið hefir fáum eða engum dulist. Bæði
hefir borið á megnri uppdráttarsjflii í
því, og hins vegar hefir hljóðbært orðið
um hina miklu skuldasúpu, er það hef-
ir komist í, 7000 kr., eftir að eins 2 ára
æviferil, að meðtöldum þó einhverjum
dreitli frá dögum bróður þess, »Sunnan-
fara«, sem sálaðist í fyrra.
En »flestir kjósa fyrðar líf«, og því
hafa nánustu aðstandendur blaðsins ver-
ið á stúfunum langan tíma, frá því
í sumar einhverntíma, með þá heldur
óvænlegu tilraun, að gera blaðið að
hlutafélagseign — að fá óviðkomandi
menn til að leggja fram fó til að halda
blaðinu úti áfram, gegn sameignarhlut í
því. Nú þarf engan að furða, þótt sú
hugmynd fengi daufar undirtektir. Fæsta
skyniborna menn fýsir að leggja fé, þótt
aflögum hafi, í gjaldþrota fyrirtæki og í
alla staði óvænlegt.
Vanalega gengur mönnum annað af
tvennu til slíkra hluta: að þeir ætla sér
að græða fé á fyrirtækinu, eða að þeim
þykir svo mikils um það vert, hafa svo
miklar mætur á því, að þeir vilja styrkja
það með fjárframlagi sér í skaða. Nú
er blöðunum ætlað að halda uppi og
berjast fyrir hinum og þessum málum,
berjast fyrir ýmsu, sem betur má fara
í þjóðfélaginu, og getur mætum mönn-
um því að eins þótt nokkuð í þau var-
ið, þeim getur því að eins þótt eyðandi
fé til að styrkja þau, að þau geri eitt-
hvert gagn í þá átt, eða með öðrum
orðum: hafi einhverja nytsemdarstefnu í
einhverju máli. En leit mun á þeim
manni, er nokkurn tíma hafi orðið var
við noltkura stefnu í blaði þvi, er hér
ræðir um, — var við, að fyrir því vekti
nokkur skapaður hlutur annar en þetta:
að vera til. Það slsyldi þá vera krist-
indómshatrið. En varla mun algengt
orðið enn á voru landi. að það þyki
kostur á blaði og fyrirmynd.
Fór því svo, að þrátt fyrir margi-a
mánaðafyrirleitanir og áróður hafði enginn
fengist til að gína yfir þeirri flugu núna
um áramótin, og var þá ekki annað eft-
ir en að molda vesliugs-blaðið, 4 missira
gamalt, — eftir 4 missira frægilegan
og afreksmikinn(l) æviferil.
Þá virðist svo sem mönnum, fáeinum
mönnum, hafi alt í einu snúist hugur.
Það voru helstu skuldheimtumennirnir í
búi blaðsins, allir nema einn, eða 8 af
9, þeir er áttu hjá því, ásamt Sunnan-
anfara, hátt upp í 1000 kr. hver að meðal-