Ísafold - 21.01.1899, Síða 1

Ísafold - 21.01.1899, Síða 1
Tiemnr ut ýmist [einu sinni eða tvisv. í viku. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l'/a doll.; borgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bunam við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir 1. október Afgreiðslustofa blaðsins er i Austurstrœti 8. XXVI. Reykjavík, laugardaginn 21. janúar 1899. 3. blað. I. 0 0. F. 801278'/,. Blaðamannafélagsfundur í kveld kl. H1/4 hjá V. A. ELDAVÉLAR og M AGASI NOFNA s elu r Kristján Þorgrímsson fyrir innkaupsverð, að viðbættri fragt. Pantanir afgreiddar fjótt og nákvæmlega. byrja eftirleiðis kl. 5. Forngripasafit opið mvd.og ld. kl.ll—12. Landsbankinn opinn bvcrn virkan dag kl. 11—2. Bankastjóri við 12—2, annar gæzlustjóri 12—1. Landsbókasafn opið hvern virkan dag kl. 12—2, og einni stundu lengur (til kl.fl) md., mvd. og Id. til útlána. Hverju treystum vér? Hverju treystum vér, sem komast viljum út úr stjórnarógöngunum og þiggja tilboðið frá síðasta þingi? Sjálfsagt treysta flestir af oss lang- mest góðum málstað, gera sér í hugarlund, að þjóðin h 1 j ó t i að geta gert greinarmun á einföldum, ómót- mælanlegum rökum, og staðlausum stóryrðum eða flækjum og vaðli, segja öruggir með skáldinu: »Sigur mun um síðir vinna sannleikurinn*. Já, vitaskuld — »um síðir«! En jafnáreiðanlegt er hitt, að reynsla mannkynsins sýnir og sannar, að menn verða að bíða tilfinnanlega eftir þeim sigri, svo framarlega sem þeir vinna ekki af alefli að þvf, að fá honum framgengt. f>á eru og vafalaust margir, sem treysta töluvert á sundrungu mót- 8töðumannanna. þ>að er orðin venja að tala um m a r g a flokka í stjórnarmáli voru. Menn festa augun á það, að þegar kemur út fyrir þann flokkinn, sem þiggja vill tilboð stjónarinnar, er hver höndin uppi á móti annari, hve nær sem á nokkurar ákveðnar umbætur er miust. Einn kannast við, að hann telji allar breytingar á stjórnarfarinu óþarfar. Annar þykist ekki geta sætt sig við annsð en algerðan aðskilnað mála vorra frá ríkisráðinu danska. í>riðji vill leggja síðustu úrslit mála vorra undir danskan ráðgiafa, sem ekki hefir einu sinni að nafninu til ábyrgð á nokkurum sköpuðum hlut gagnvart alþingi, ef vér að eins verðum þeirra hlunninda aðnjótandi, að mega standa straum af jarli og ráðgjöfum í landinu ajálfu. Og hver veit, hvað skoðanirn- &r ern margar, fáránlegar og óhugsan- legar til samkomulags ? Samt sem áður er mönnum óhætt að reiða sig á það, að flokkarnir verða ekki netna tveir, þegar á á að- herða, eru f raun og veru alls ekki nema tveir nú — 8á flokkurinn, sem v i 11 stjórnarbót, og sá flokkurinn, sem ■e k k i vill hana. Engin hætta er á því, að þeir bút- arnir skríði ekki saman, sem saman eiga — alveg eins og draugurinn í mörgu pörtunum í þjóðsögunum. Ein- initt af því, að bútarnir eru svo ör- smáir, að þeir eiga sér enga sigurs von hver út af fyrir sig, er óhugsandi annað en að þeir renni saman. Hvernig fór ekki á síðasta þingi ? Urðu ekki svæsnustu æsingamenn og afturheldnustu embættisvalds-dýrkend- ur að einni samfeldri klessu? Hvern- ig var ekki Ljósavatnsfunduriun! Var ekki mótspyrnan gegn stjórnarbótar- vonum þjóðarinnar eina nauðsynjamál- ið, sem þar var ymprað á, eini sam- komulag8-grundvöllurinn þar ? Eða þá þingvallafundarboðið sæla! Er nokk- urum manni kunnugt um, að þeir, sem undir það rituðu, komi sér sam- an um nokkurn skapaðan hlut annan en þann, að spilla fyrir þeirri einu stjórnarbót, sem þjóðin á kost á? I því skyni, og í því skyni einu, ætluðu þeir bændum að ríða á jpingvöll um hásláttinn úr öllum heruðum landsins. Flokkarnir e r u ekki nema tveir : mennirnir, sem vilja stjórnarbót, og mennirnir, sem ekki vilja hana. Og þeir v e r ð a ekki nema tveir, þangað til stjórnarbótarmál þjóðarinnar er til lykta leitt. f>ess vegna er ekki nærri því eins mikið á sundrungu mótstöðumannanna að treysta eins og sumum kann að virðast. |>á eru enn einhverjir að líkindum, sem treysta á aðstoð stjórnar- i n n a r í málinu, búast við, að hún leggi stjórnarskrárbreytingar-frumvarp fyrir næsta þing og greiði á fleiri vega fyrir málinu af alúð og röggsemi. |>að má mikið vera, ef slíkar vonir eru á sérlega miklu bygðar. Hvernig hefir verið og er nú ástatt í Danmörku, að því er stjórnarbótar- mál vort snertir? |>eir menn, sem þar ráða lögum og lofum, hafa alt af haldið því fram, að það stjórnarfyrirkomulag, sem vér feng- um 1874, sé fullgott handa oss. Eng- in vitneskja hefir um það fengist, að nein breyting hafi á því orðið — önn- ur en sú, að e i n n maður, Islands- ráðgjafinn, sem nú er, hefir látið sann- færast ura, að það mundi verða þjóð vorri til góðs, að fá sérstakan ráðgjafa, íslenzkan mann, er mætti á alþingi og bæri fyrir því ábyrgð allrar stjórnar- athafnarinnar. Embættismenhirnir, sem næstir honum standa í íslenzku stjórn- ardeildinni, er haft fyrir satt að vinni af alefli gegn því, að þjóðin fái þessar umbætur. Og héðan af landi hafa borist svæsnustu óp og óhljóð gegn þessum réttarbótum, auk þess sem meir en helmingur þingsins greiddi atkvæði móti þeim. Er nú veruleg ástæða til að búast við að ráðgjafinn hefjist handa, með- an svona er ástatt ? Er ekki fult eins trúlegt, að hann segi við Islendinga eitthvað á þessa leið: »Ekki er mín þægðin, blessaðir verið þið; — ef þ i ð getið beðið eftir stjórnarbót, þá get é g það sannarlega líka«. Eru þess nokk- ur dæmi í mannkynssögunni, að út- lent vald hafi troðið upp á nokkura þjóð réttarbótum í sjálfstjórnaráttina? Ekki svo vér minnumst. Nei. það er lítil von um beina að- stoð frá stjórnarinnar hálfu — lang- líklegast, að hún geri sér litla sam- vizku af að lofa oss að þreifa á þeirri glópsku, að þiggja ekki tilboðið tafar- laust —, lofi oss að minsta kosti að hafa fyrir því hjálparlaust, að komasc að niður8töðu um það vandamál(i), hvort vér viljum heldur hafa ráðgjaf- ann ábyrgðarlausan, útlendan og í nokkur hundruð mílna fjarlægð við þingið, heldur en íslenzkan, með fullri ábyrgð og sitjandi á þinginu. Fjarri sé það oss, að gera lítið úr því, hvé gott vér eigum aðstöðu. það er 8iður en ekki lítils virði að eiga góðan málstað, hafa vitið og velferð þjóðarinnar á sínu bandi. Ekki er heldur lítils um það vert, að með öllu er óhugsanlegt, að mótstöðumenn vorir geti fengið framgengt nokkurum sköp- uðurn hlut í breytingaáttina. Og hverj- um skynsömum mauni liggur að sjálf- sögðu í augum uppi, hvé afarmikill styrkur að því er, að geta fullyrt, að þær breytingar séu fáanlegar, sem vór höldum fram. En engu að síður ríður á að hafa það hugfast, að þetta er ekki einhlítt til sigurs, því má með engu móti treysta um of. Jafnvel þótt málstað- ur vor sé svo augljós, að engin mót- bára hafi komið fram gegn honum svo, að hún hafi ekki verið marghrakin með órækum röksemdum, og jafnvel þótt engum manni hafi tekist að benda á nokkura leið aðra út úr stjórnaró- göngunum, þá er ekki alt fengið með því. Jafnvel þótt mótstöðumenn vor- ir geti ekki komið sér saman um nokkura breytingu, geta þeir bundist samtökum um að spyrna móti sjálfs- stjórn íslendinga. Og jafnvel þótt stjórnin taki ekki aftur tilboð sitt, get- ur hún látið undir höfuð leggjast að halda því að oss á nokkurn hátt — og gerir það að öllum líkindum. f>að, sem verður að ríða bagga- muninn, er alvara og manndáð þeirra, sem vilja Btjórnarbót. Sú alvara og manndáð verður nú að koma fram á þingmálafundunum í vor. það yrði fyrir handvömm eina, ef þeir fundir sýndu ekki ótvíræðlega, að íslenzka þjóðin vill út úr stjórnarógöngunum. Uppvakningur af »íslandi« kvað vera væntanlegur í dag, sumir segja með öðru nafni þó; — nafnið veðsett, hvað þá heldur annað. Læzt eiga að verða hálfs- mánaðarblað, í sama broti og Isafold, en verður fráleitt nema örfá tölublöð, eins og spáð var hér í bl. um daginn, rétt til þess meðal annars, að látast ekki vera alveg af baki dottið, and spænis kaupenduuum, sem eru þó auðvitað alls eigi bundnir við áskrift sína framar. Um gufuskip til fiskiveiða. Eftir M. F. Bjarnason skólastjóra. II. Eggetvel ímyndað mér, að þeir menii, sem halda fram botnvörpuveiðum til saltfisksverkunar, hafi ekki gert sér nægilega ljósa hugmynd um, hversu botnvörpufiekur er vel fallinn til að verða góð markaðsvara. Samkvæmt þeirri þekkingu, sera ég hefi á saltfiski og þeirri reynslu, sem ég hefi fengið á botnvörpufiski Eng- lendinga, þá verð ég að álíta, að meiri parturinn af þeim fiski, sem aflast í botnvörpur, geti aldrei orðið góð verzl- unarvara á útlendum markaði, því að fiskurinn er meira og minna marinn og skemdur óg meiri hlutinn ónýt vara, þegar hann er tekinn úr vörp- uuni. Ljósast dæmi fyrir því, að þetta er sannleikur, er sá fiskur, sem keypt- ur hefir verið hér til matar af Eng- lendingum, nýveiddur; hann er lítt ætur fyrir óbragði, af því að hann er gallsprengdur og er að öðru leyti eins og heili; nú þegar fiskurinn getur tæp- ast heitið ætur ný-tilreiddur, þá má nærri geta, hvaða vara hann væri úr salti, eins og verkun á fiski í salt nú gerist, eða jafnvel hversu vel sem hann væri verkaður, með því að menn munu hafa látið fremur illa við þeim fiski, sem menn hafa hirt hér úr botnvörpum og gert saltfisk úr, og þó er hreint og beint synd að segja, að kaupmenn hér séu vandlátir á fisk, því þeir gera sér flest að góðu, sem saltfiskur heitir og það stundum at- hugasemdalaust. Eg hefi orðið þess var, að sumir menn vilja ekki kannast við það, að botnvörpufiskur sé skemdur, einkan- lega þeir, sem hafa haft nokkur not af veiðum þessum. Ef sú reynsla, sem vér höfum af því að matbúa botnvörpufisk nýjan, nægir ekki til að sýna, að sá fi-kur er yfirleitt ónýt vara, þá er hæat að sanna það á annan hátt. Vér skulum láta nokkra bráðlifandi fiska í þunn- an poka, og draga þá fram og aftur hérna eftir grandanum, milli Orfiriseyj- ar og lands, í kringum 2 stundir hér um bil, eins hratt eins og hestur fer vanalega á brokki, og sjá svo, hvernig þeir líta út að því búnu. Ég get ekki hugsað að nokkurum manni dytti í hug að álíta, að fiskur- inn væri jafngóður eftir það þjak, eins og áður, enda mundu líka fáir verða til að kaupa hann með sama verði eins og óskemdan fisk. En sömu útreið fær nú botnvörpu-fiskur- inn og svo bætist sjóþunginn við. Mér hefir oft staðið stuggtir af því, hversu menn eru yfirleitt skaytingar- lausir um að vanda fiskverkun í salt- ið, en vöndun á fiski í salt er þó eina og fyrsta skilyrðið til að fá reglu- lega góðan fisk, eins og ég hefi inarg- sinnis áður bent á, og það er hörmu- legt að sjá, hvernig fiskurinn lítur út- hjá all-flestum skipstjórum hér sunnan- lands, þegar hann er fluttur á land*. og enn þá hörmulegra er það, að þessi óhlutvendni í fiskiverkun skuli vera svo rótgróin, að menn skuli »*<

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.