Ísafold


Ísafold - 21.01.1899, Qupperneq 3

Ísafold - 21.01.1899, Qupperneq 3
11 hvarvetna frá því, að Alexander III. væri fullkomið prúðmenni, bæri brjósti inegnustu andstygð á öllu falsi og hataði ófrið svo hjartanlega, að hon- um svipaði til John Bright. Menn fóru óvirðingarorðum um mig, þegar óg sagði, að hann væri maðurinn, sem héldi við friðinum Norðurálfunui. En löngu fyrir andlát hans köntiuðust allir undantekmngarlaust við það, að ég hefði haft á róttu að standa. . . . jpegar ég lagði á stað í þessa ferð, var mér sagt, að Nikulás keisari væri vanheill bæði á sál og líkama. Hann átti ekki að vera annað en verkfæri í höndunum á »bragðarefnum Muravieff« eða ekkjudrottningunni móður sinni, eða keisarafrúnm konu sinni. Hann átti reyndar að vera hjartagóður mað- ur, en hvorki gæddur því líkamsþreki né þeim vitsmunum, sem mikill þjóð- höfðingi þarf á að halda. Jafnvel þeir, sera töluðu vingjarnlega um hann, sögðu, að þó að lrann væri góðviljaður maður, væri hanrr staðfestulaus, og léti ávalt sínar skoðanir og sinn vilja þoka fyrir ráðríki stjórnarherranna, setn hann hefði erft eftir föður sinn. Og loks var mér alt af sagt, að ég mætti ekki gera of mikið ixr keisara- bréfinu, því að keisarinn væri enginn maðurtilað bjóða þeim öflum byrginn, sem gegn honum stæðu. Alt þetta hafði ég í huga, þegar ég fekk fyrsta viðtalsleyfið í Livadíu. Mr. Stead hefir ekki leyfi til að birta það á prenti, sem þeim fór á milli, keisara og honum. En þegar eftir fyrstu samræðuna lýsti hann yfir því, að hann þakkaði guði fyrir þenn- an keisara. Og skoðunin, sem það þakklæti var sprottið af, hefir orðið rótgrónari við síðari samræður. »0g spyrji nokkur mig: Hvað fórstu að sjá í eyðimörkinni? Beyr af vindi skekinn? — f>á svara ég: Keisara og þann, sem meiri er en keisarar. f>ví að jafnframt því sem hann er ekki ósamboðinn ætt sinni, frægasta þjóð- drotna-kynstofninum, sem ráðið hefir ríkjum í Norðurálfunni á þessari öld, þá sækist hann ekki eftir hernaðar- frægð; metnaðargirni hans er göfugri en það. Nokkurir bændur voru hór um daginn að tala um friðarbréf keisarans og munu nú fremur hafa gert sér grein fyrir tilgaugi þess með tilfinningunni en skilningnum. Einn þeirra sagði, mjög klökkur: »Afi hans veitti okkur bændum lausn úr ánauð. Sonarsonurinn ætlar að reyna að leysa mannkynið undan ófriðaráþján- inní«. Og þessi bóndi sagði satt. — f>egar ég hafði hlustað á ummæli keisarans um þau mein og þær hörm- ungar, sem af hermenskunni Liðir í veröldinni, þá mintist ég orða fjallræð- unnar, og mér fanst nærri því þau vera eins 0g blessun frá hæðum : “Sælir eru friðsamir, því að þeir munu guðs börn kall&ðir verða«. Jafnvel þótt Mr. Stead hermi engin orð eftir Nikulási II., lýsir hann hon- um all-nákvæmlega. Alexander III. var mesti beljaki; Nikulás þar á móti fremur smár vexti, ofurlítið hærri en Nelson lávarður og Napóleon Bóna- parte. fin hann er miklu heilsubetri en faðir hans var og fjörlegur í öllu látbragði. Eins er geðslagið og viðmótið óvenju- lega fjörugt: og Mr. Stead telur hann einn með ástúðlegustu mönnunum, sem hann hafi nokkuru sinni hitt. Hann er mjög fljótur að átta sig á því, sem við hanu er sagt, fljótari en flestir menn aðrir, sem Stead hefir kynst. Auk þess er hann frámuna- lega minnugur og hefir ávalt á tak teinum í viðræðum sínum inesta sæg af viðburðum. Fjör, nákvæmni, ljós- leiki og einbeitni eru góðir kostir á hverjum manni; Nikulás keisari hefir þá alla, og hann er gersamlega laus við allati þótta. Gladstone hafði einu sinni hitt hanu Kaupmannahöfn, þegar hann var barn að aldri, og sagði um haun, að hann væri fyrirmyndar- barn, hreinskilinn, hugrakkur, hispurs- laus, yfirlætislaus. Nú hefir hann um nokkur ár borið stjórnarbyrðina, en hann er jafn-yfirlætislaus enn og blátt áfram. Auk þess er hann glaðlyndur, getur stundum verið ofsa-kátur. — Sonarástinni til móður hans er við- brugðið og hjónaband hans er einkar- farsælt. Vitanlega þarf meira en þessa kosti, svo fagrir sem þeir eru, til þess að verða atkvæðamikill yfirdrotnari geysinnkils stórveldis. Sumir óttast, að þó að írumkvaðirnar vanti ekki hjá keisaranum, þá muni hann samt bresta þrek og þolgæði til að halda fast við ásetning sinn. 1 því sam- bandi er bent á fyrstu stjórnarathöfn hans, sem mikið kvað að, tilraun hans til að draga úr kúguninni á Póllatidi. {>á biðu áform hans að nokkuru lægra hlut fyrir rússneska afturhaldsandan- um. En Mr. Stead hyggur, að keis- arinn só að eins að beita stillingu sinni og bíði betra færis; hann muni ekki hafa viljað byrjað stjórn sína á því, að brjóta bág við ráðgjafa föður síns, og ætli sér að kynnast öllu sem sem bezt áður en hann fer að fara sinna ferða. Eins og ráða má af því, er að framan segir, telur Stead það mis- skiluing mikinn, að ætla, að friðarboð- skapur keisarans hafi ekki verið af fullri alvöru og einlægni gerður. Á nieginreglum þeim, sera þar eru teknar fram, liefir stjórnarstefna keisarans verið bygð. Jafnvel þótt enginn ann- ar árangur verði af bréfi keisarans, er litið svo á það Bússlandi sjálfu, sem það sé hm hátíðlegasta skuldbind- ing frá keisarans hálfu í þá átt, að forðast alla áreitni við aðrar þjóðir hvarvetna í heiminum og sneiða hjá auknum herkostnaði. Auðvitað hugsar hvorki keisarinn né ráðgjafar hans til að stinga upp á því á friðarfundinum í vor, að þjóðirnar leggi niður vopnin í eiginlegum skilningi. Hitt vakir fyrir þeim, að draga úr hermensku- kostnaðinum, er fer sívaxandi, og gera hló á vígbúnaðinum, svo að ófriðar- hættan eigi lengra í land. Vera má og, að reynt verði að stemma stigu við notkun sprengitólanna. Enn fremur á að hugleiða á fundinum, hvort unt sé að girða fyrir skyndileg og flas- fengileg friðslit, að minsta kosti svo mikið, að tími verði til fyrir þau ríki að beita áhrifum sínum, sem ekki eiga hlut að máli. Kvennaskólinn i Keykjavílr, Skólaröðin þar er í þessum mánuði sem hér segir : Fjórði bekkur. 1. Laufey Vilhjálms- dóttir;. 2. Anna Guðbrandsdóttir; 3. Ágústa Einarsdóttir; 4. Guðríður Jó- hannsdóttur; 5. furíður Jóhannsdóttir; 6. |>órdÍ8 Einarsdóttir (úr Barðastr,- SÝslu ). þnðji bekkur. 1. Filippía Jónsdótt- ir frá Seyðisfiröi (í Norður-Múlasýslu); 2. |>órdís J>orleifsdóttir; 3. Ingibjörg Sigurðardóttir; 4. Amalía Sigurðardótt- ir; ð. Sigurrós |>órðardóttir (úr Húna- vatnss.); 6. Guðrún Tómásdóttir (úr Rangárvs.); 7. Petrea Halldórsdóttir (úr Borgarfj.s.); 8. Guðrún Sigurðar- dóttir; 9. Guðrún Kristjánsdóttir; 10. Elín Halldórsdóttir. Annar bekkur. 1. Elín Pálsdóttir; 2. Estífa Björnsdóttir; 3. Sveinlaug Halldórsdóttir (úr Snæfellsness.); 4. Kristín Vigfúsdóttir; 5. AnnaBergsdóttir; 6. Leopoldína Eyjólfsdóttir (úrStranda- sýslu); 7. þórdís Guðlaugsdóttír (úr Vestur-Skaftafellss.); 8. f>óra Jóns- dóttir; 9. Ingibjörg Sigurðardóttir; 10. Elín Jónsdóttir; 11. Margrét Einars- dóttir (úr Norður-Múla3.); 12. Guð- björg Jónsdóttir (úr Suður-Múlas.); 13. Guðrún Halldórsdóttir (úr Isafj.s.). Fyrati bekkur. 1. þóra Jóhanns- dóttir (úr Árness.); 2. Sigríður Guð- mundsdóttir (úr lsafj.s.); 3. Guðrún Sigurðardóttir; 4. Sigríður Guðmunds dóttir (úr Kjósars.); 5. Svanhildur Ein- arsdótt.ir (úr Isafjarðars.); 6. þóranna Árnadóttir: 7. jpóra Anna Jónsdóttir (úr Árnessýslu); 8. Jenny Helgadóttir; 9. Jóhanna Jónsdóttir (Skaftafellss.); 10. Ragnhildur Jakobsdóttir (úr Isafj.s.; tekur að eins þátt í einstökum náms- greinum bekkjarins og er því fyrir ut- an skólaröðina). f>ær námsmeyjar eru úr Reykjavík, sem ekki er annars við getið um. Eftir reglum þessa skóla dvelja stúlk- urnar vetrarlangt í honum og taka þátt í öllum námsgreinum hvers bekkj- ar, nema eiustaka ein, sem velur sér vissar námsgreinar og borgar sem tímakenslu. Að öðru leyti er öll til- sögn ókeypis og hefir alt af verið. Reykjavík 10. jan. 1899. Tltora Melsted. Frá útlönduin. Ofurlítið hrat af útlendum (enskum) blöðum barst með skipinu, sem strand- aði við Gróttu um daginn; nær rétt fram yfir jóladagana. Er svo aðsjáá þeim, sem nauðalítið hafi við borið vikurnar þar á undan. Atkvæðamesti viðburðurinn mun vera sá, að Wm. Harcourt hefir sagt af sér forustu framfaraflokksins enska, líklega vonlaus um að geta haldið hon- um lengur saman eða stýrt honum til sigurs gegn íhaldsmönnum, sem nú hafa miklu betra mannvali á að skipa til forustu. Búist við, að Rosebery lávarður taki við af Harcourt. Flokk- urinn hefir ekki borið sitt bar síðan Gladstone leið. Annan í jólum létu aðmírálar stór- veldanna í haf burt frá Krít hver með sína flotadeild. |>á var lokið erindum þar. |>eir fengu lofsorð af eyjarskeggj- um að skilnaði og tjáðu yfirvöld í helztu borgunum á eyinni, Kanea og Suda, að nokkur meiri háttar stræti þar mundu skírð verða í höfuð þeim í þakkarminningu um þarvist þeirra. En nokkuru fyrir jól hafði Georg prinz Georgsson Grikkjakonungs tekið þar land og verið fagnað forkunnarvel. Er nú seztur þar að völdum, í bezta yfir læti. Svo er að heyra, sem fullráðið sé, að Bandaríkjamenn haldi Filippseyj- unni. Ráðaneytisforsetinn á Spáni, Sagasta, veikur; dimt og dapurt yfir því ríki um þessar mundir. Sama stappið enn um Dreyfusmálið. Gerir hvorki að reka né ganga. Frostgrimd mikil í Bandaríkjum um hátíðarnar. Gekk og skæð kvefsótt (influenza) 1 New-York. {>ó engir nafn- kendir dáið, nema Merril, efri deildar þingmaður. Bæjarbruni í Klondyke, Dawson City, með £ milj. dollara tjóni. Veðurathuganlr i Reykjavík eftir landlækni Dr. J. Jónas- sen. C-I . 2 1 Hiti (A Celsiua) Loftvog (millim«*t.) Veðurátt. q á nótt|um hd árd. sí()d. árd. síðd. 14. - 6 -T* 5 751.8| 751,4 N h b N h b 15 i- - 10 -r 10 754.4 754.4 0 1) Nhvb 16. - 11 -r- 10 7518 756.9 o b N h b 17. - - 13 ú- 10 756.9 754 4 0 b N h b 18. - - 14 — 13 751.8 7i9.3 o b o b 19. |- - 16 - 10 749.3 749 3 o b o b 2o. - 12 -r 8 751.8 o b TJundanfarna daga verið við norðanátt, oftast rétt logn liér, nieð miklum kulda, en bjart og fagurt veður. Skeiðarárlilaup. Af Síðunni er Isafold skrifað á ný- ársdag : »{>að hefir orðið vart við hlaup úr Skeiðarár-jökli, ekki í Skeiðará sjálfri, heldur úr hinni jökulkvíslinni, sem kemur út vcstan undir jöklinum, »Súlu«, sem er annar þátturinn af Núpsvötn- unum. f að er talið víst, að einn mað- ur hafi farist í hlaupiuu, Guðni nokk- ur, ættaður úr Meðallaodi, en átti heima eystra; lagði einn ög gangandi á sandinn austur yfir. Oræfingar 6 komu hér út yfir núna fyrir fám dög- um og voru að leita mannsins; en á- rangur af leitinni hefi ég ekki frétt enn«. Vendetta Eftir ArchibaUl Clavering Guuter. III. I sömu andrjánni verður frum- myndin fyrir hr. Barnes og nú furðar hann sig á því einu, að eftirmyndin skuli ekki hafa hlotið gullmedalíuna það árið, og það aldrei nema þótt lík- ingin hafi verið ófullkomin. Hún stendur upp til þess að taka á móti þeim með kveðjubros á vörun- um. Greifinn ætlar þá að nota sér fjárhaldsmenskuna og kyssa hana á munninn, en hún segir kuldalega: »Eg er nú orðin fullorðinn kvenmað- ur, Danella — þór getið látið yður höndina nægja«. Veraldarmaðurinn með fjörutíu ára Parísarlíf að baki sér lýtur niður að hendinni á henni. Barnes kemur þá alt í einu til hugar, að Musso muni unna henni hugástum, og hún hefði viljað reisa ókleifar skorður milli sín og ástríðu hans. Hún brosir aftur, þegar hr. Barnes er sýndur henni og hrópar hátt. »Ameríkumaður ! Frjálsmaður! {>ér msgið Hka kyssa höndina á mér!« »{>að fær mér fagnaðar að vera Ameríkumaður#, segir hr. Barnes og kyssir á höndina á henni. Og þessi koss gerði hana svo hugðnæma í aug- um hans, að daginn, sem vér hittum hann fyrst, er hann búinn að breyta ferðaáætluninni í því skyni einu að gera henni greiða. {>eim kemur tafarlaust mætavel sam- an. Ungfrúin syngur fyrir hann eitt eða tvö lög úr tónleikum og leikur undir á mandólín. Svo hverfur hún frá ítölsku sönglistinni, snýr sér að söngum sinnar eigin þjóðar og syngur gömul sögukvæði. 011 eru þau rauna- leg og blóðhefndin efnið í þeim — önnur þjóðkvæði eru ekki til í Kor- síku. {>etta verður tilefni til þess, að hún sýnir hr. Barnes, hvernig blóð- hefndintti sé í raun og veru farið, að það sé talin heilög skylda að hefna ættingja síns, sem veginn hafi verið, og að rimbecco sé smánaryrði, sem aunaðhvort sé sagt upp í opið geðið á þeim manni, er gleymt hafi þeirri ó- gæfu, sem ætt hans hafi orðið fyrir, eða sungið um hann að öðrum kosti. Korsíkumaður, sem lætur slíkt um sig spyrjast, segir hún að sé fynrlitinn af öllum. Hann fer að verða forvitinn nokkuð og spyr hana, hvort nokkur blóðhefnd hafi komið fyrir í hennar ætt. E s m e r a IJ a amerískur leikur í 4 þáttum, verður leikinn í annað sinni í Iðnaðarmanna- húsinu annað kvöld, sunnud. 22. jan., kl. 8. SVUNTA týndist á Bankastr. næstliðinn sunnud. Skila má á Skólavörðustíg 5.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.