Ísafold - 22.02.1899, Síða 2
42
framfaraflokksins brezka, eftirmaður W.
Harconrts.
Landskjálfta vart í Noregi vestan-
verðum 31. f. m., um sama leyti sem
hór vestaniands og nyrSra.
Dreyfus færist undan aS bera neitt í
sínu máli öSru vísi en munnlega heima
í París.
Kýmileg viðkvæmni
Og
kennimannleg vandlæting.
Eg kannast við það fúsiega og af-
dráttarlaust, að mér þykir illa farið,
að mínum kæra »bernskuvin, bekkjar-
bróður og sessunaut á skólaárunutn#,
rektor dr. Birni M. Ólsen, þykir jafn-
mikíl móðgun í glensinu í bl. þessu
4. þ. m. út af framkomu hans í staf-
setningarmálinu, eins og lýsir sér i
»þjóð.« 10. þ. mán. Mér þykir það
illa farið vegna þess, að eg á svo
mikils góðs og ánægjulegs að minnast
í okkar löngu viðkynningu, — eg
get gjarnan sagt: óslitinni vináttu
meiri hluta ævi okkar, eða hátt upp
í 40 ár, hér um bil frá því er við
sáumst fyrst og settumst saman á
skólabekk. Hugur minn og annara
skólabræðra hans hneigðist brátt að
hinum einkar-mannvænlega, unga
Bveini, með hinu bjartaog frjálsmann-
lega yfirbragði, og hinu glaðværa, ást-
úðlega viðmóti. Og viðkynningin
færði oss heim sanninn um, að »ekki
leyna litir kostum«. f>að hygg eg
oss mundu taka alla undir, er enn
lifum af þeim hóp.
Ástúðlegu viðmóti fylgir oft við-
kvæmni, í báðum merkingum þessa
orðs, hrósverðri og miður hrósverðri.
Svo er og í þessu dæmi.
það er jviðkvæmni í síðari og síðri
merkingunni, sem skapar sér »4 Isa
foldardálka fúkyrði og getsakir# úr því,
er mér og flestum öðrum, að því er
eg ætla, getur eigi virst annað en
lítils háttar glens í svo sem \ dálki.
Má vera að betur hefði átt við að
hafa glens þetta nokkuð gáskaminna,
þar sem jafn-mikils háttar og mikils-
verður verkamaður í víngarði þjóðfélags
ins átti í hlut. En það er að minsta
kosti æði-langt þar á milli og áttfalds-
yfirausturs af fúkyrðum, sem hann
gerir úr því. Og ekki skil eg það,
að nokkurum óhlutdrægum manni, sem
greinina les frá upphafi til enda (í
Ísaf. 4. þ. m.), finnist hún öll í einu
lagi bera vott um megnan kala eða
óvild í garð þess manns, er hún bein-
ist helzt að. Slík óvild var ekki til
og er ekki og verður, ímynda eg mér,
aldrei til í mínu brjósti til marg-
nefnds fornvinar míns og skólabróður.
Nýt blöð og vönduð telja sér jafn-
an skylt að hnekkja óviðurkvæmilegum
árásurn á góðan málstað. En of eða
van í þeirri framgöngu er og verður
löngum álitsmál, og úrskurður um
það aldrei eigandi undir öðrum en ó-
vilhöllum dómurum og óviðriðnum.
Háværir og stórorðir kveinstafir þeirra,
er fyrir höggunum verða, er markleysa
í dóms stað.
Bektor lýkur áminstu svari sínu í
»|>jóð.», nær 4 dálka löngu, en ótrúlega
efnislitlu, af jafn-ritfærum manni, —-
á nokkurum sannkristilegum og há-
kennimannlegum lífernisreglum til
mín sem blaðamanns. Lífsreglur
þessar eru svo fagrar og guðrækilegar,
að eg sakna þess mest, að eg heyri
hann ekki flytja þær munnlega í
hátíðlegum og klökkum róm, helzt
búinn páfa-skrúði eða þá erkibiskups
í minsta lagi. Eg trúi og eígi öðru
en að hann mundi kunna fult eins
vel við sig þannig búinn, eins og í
meinlætamannsgervinu og hinum frum-
kristilega auðmýktarkufli, er hann
hjúpar sig í upphafi svarsins og seg-
ist »klappa raér á vinstri kinnina«,
þegar eg »slái sig á þá hægri«
Oss veifcir engum af að heyra eitt-
hvað gott endur og sinnum, og á
það að bera því betri árangur, sem
það er fram flutt með áhrifameiri
orðurn og hæfilegri viðhöfn. Okkur
veitir , meira að segja, hvorugum af
því, rektor og mér, — rektor ekki
heldur; það sýnir einmitt þetta svar
hans sjálft. Aminstar hollar lífsreglur
hans eða boðorð eru 6 að tölu, og
fæ eg ekki betur séð en að hann hafi
sjálfur brotið pau öll að einhverju
leyti í margnefndri grein,— brotið öll
boðorð sín sjálfs samst-undis sem hann
gefur þau út! »
Hugsanrétt eru þær nú annars ekki
nema tvær, þessar lífsreglur, þó að
rektor hafi klofið þær sundur í 6,
sjálfsagt fyrir mælsku sakir, en ekki
af neinum hugsanaruglingi. þær eru
í rauninni ekki annað eu áminning
um 2 kristilegar dygðir:
1., sannleiksást (»að hafa sannleik-
ann fyrir augum« og »skýra rétt frá
málavöxtum«; m. m.);
2., umburðarlyndi (stilling; »að sýna
kristil. umburðarlyndi«, »að ætla ekki
öðrum óhreinar hvatir«, »að gera ekkí
saklausum mönnum getsakiro, »að stilla
geð sitt« o. s. frv.).
Lítum þá á, hvernig hann rækir
sjálfur þessar tvær dygðir, einmitt
meðan hann er að útlisfca þær og brýna
fyrir mér:
1. Sannleikanum hallar hann með-
al annars meira og minna í frásögn
sinni um það, er gerðist á Stúd.fél.-
fundinum, einkum með því að draga
fjöður yfir það, sem þar gerðist hon-
um miður geðfelt eða hliðhalt, að
dæmi kappsmikilla málafylgjumanna.
það er og ekki sannleikanum sam-
kvæmt, að hr. Pálmi Pálsson fylgi
ekki Blaðamannafélaginu í stafsetning-
armálinu nema til hálfs; það er bein-
línis ósatt.
það er sömuleiðis alveg ósatt, sem
rektor gefur í skyn og ber kunnugan
mann fyrir (ónefndan!), að f. rektor dr.
Jón þorkelsson fylgi ekki oss Blaðafél.-
fél.mönnum í máli þessu nema með
hálfum hug; hitt hefir hann þrásinnis
látið uppi í vor eyru mjög skýrt og
afdráttarlaust, sem og ekki er óeðli-
legfc, með því að þetta er aðallega
haus stafsetning, sórstaklega é-ið og
einföldun samhljóðenda, og hefir þótt
vel sóma sér í hans höndum alla tíð,
nær hálfa öld, þótt nú vilji þeir gera
það hvorttveggja óalandi og óferjaudi
í málinu, er Blm.félagið tekur það upp.
En ætli eftirmaður dr. J. þ. í skóla
stjóraembættinu (eða þá hinn ónefndi
heimildarmaður hans) honum tvöfeldni
eða hrekkvísi, hygg eg þá munu standa
eina uppi með það álifc á þeim þjóð-
kunna, háaldraða sæmdarmanni, »sem
engin svik búa í«.
Og er það ekki »að rangfæra vísvit-
andi orð mótstöðumanna sinna«, er
hann (rektor B. M. Ó.) lætur sem vér
blaðamenn tölum með fyrirlitningu um
skólastafsetninguna og köllum hana því
»aflóa barnapila Konráðs Gíslasonar«,
ogaðsetjaþar á ofanupphá-kennimann-
legan eða ættföðurlegan vandlætingar-
svip og brýna fyrir mér að tala naeð
virðingu um þann ágætismann, þar
sem hann veit mikið vel og man
glögt, minn virðulegi andmælandi, að
vér blaðamenn, eg og aðrir, höfum
margtekið það fram í þessu máli og
talið það einmitt vorum málstað til
gildis, að vér erum svo fastheldnir við
skólastafsetninguna (megum t. d. ekki
heyra nefnda aðra eins misþyrming á
henni og að rita i og * fyrir
y og ý), og viljum að eins, henni til
umbótar og vinsældarauka, hafna að-
allega 2 firrum í henni, je og sam-
hljóðendatvöfölduninni, sömu firrunum,
sem K. G. lagði niður á sínum efri
árum yfirleitt í fornritaútgáfum sínum
(annað mun ekki hafa birst efcir hann
þá á íslenzku) og leit þvíeinmitt sjálf-
ur á sem barnapila sína? Er það að
»skýra sem rétcast og sannast frá«, að
gefa í skyn, að eg tali með fyrirlitn-
ingu um K. G.? Eins og lesendur
mína mun reka glögt minni til, þá
hefi eg farið hinurn mestu lofsorðum
um K. G., engu minni, að eg hygg,
heldur en rektor hefir gert framast
sjálfur. Og verður þá ekki hlægileg
fjarstæða, að fara að gefa mór áminn-
ingu út af því?
þefcta voru þá sannleiks-yfirtroðsl-
urnar.
2. En ekki hlýðnast minn kæri vin
og andmælandi betur hinu boðorðinu
sínu, áminningunni um kristilegt um-
burðarlyndi og geðstilling. Eða er það
kristilegt umburðarlyndi, að brigzla
andmælanda sínum um, að orð han3
og gjörðir sem blaðamanns stjórnist af
geðvonzku og hatri til mótstöðumanna
sinna? Er það »að reyna að stilla
geð sitt«, að tala um, að eg dragi blað
mitt ofan í sorpið, þó að eg brygði
fyri^ mig (í þetta skifti, er hér ræðir
um) meinlirlu glensi, til endurgjalds
fyrir klúryrði og ónot um mig og minn
flokk í deilumáli þessu? Ber eigisvar
hans alt vott- um, að hann hefir verið
býsna-reiður, ér hann reit það? Hann
gerir sér að vísu mikið far um, að Ldt-
ast ekki vera reiður; en það er ekki
að stilla geð sitt, úr því að reiðin fun-
ar samt sem áður upp í annarri hverri
setningu hjá honum.
Eg vil spyrja minn kæra vin að
einm samvizkuspurningu:
Mundi honum hafa mislíkað stórum
þetta glens, hefði einhver annar orðið
fyrir því, einhver mótstöðumaður hansl
Ætli honum hefði þá fundist það vera
nema meinlaust gaman?
Eg ætla því að leyfa mór að lokum
að endurgjalda virðulegum andmæl-
anda mínum og aldavin þessi 6 háfcíð-
legu heilræði hans með alls einu í
sfcaðinn, sjálfsagt miður háfcíðlegu, en
jafnhollu þó, sem sé:
nLœknir ! lœkna sjdlfan þ 'g /«
og kveð hann síðan með sömu einlægri
vinsemd, sem hann mig, og — alveg
óreiður! B. J.
Sjónleikarnix1.
Hermannagletíur.
Heldur er sá leikur Hostrups (»Sol-
daterlöjer«) viðvaningum um megn, en
bezta hlátursefni, ef vel tekst.
Leikfélagið hér hefir þó verið svo
heppið, að fá góða leikendur í það
tvent, sem einna mest.á ríður, mála-
flutning8manninn og málarann (er
bregður sér í yms líki). Hér hefir al-
drei verið betur leikið en Barding er
leikinn hjá Á. E.; hann er fyrirtaks-
góður. Sömuleiðis tekst málarinn
mikið vel hjá S. M., ekki sízt þegar
hann er Mr. Brown. Og svo er ein
minni háttar persóna í leiknum, Mads
vinnumaður, bláct áfram snildarlega
leikinn (af Kr. |>.); það er vel til
vinnandi, að gera sér það eitt erindi í
leikhúsið, að sjá hann og beyra.
Miklu veigameiri persóna frá skálds-
ins hendi til skemtilegs leiks heldur
en Mads er mag. Globe; en þar
flaskar leikandinn hrapallega á hinu
alkunna hæctuskeri fyrir viðvaninga:
öfgunum; gerir »meistarann«, sem á
að vera fullvirðulegur maður, er verð-
ur kýmilegur vegna nærsýni og fyrir
það, að hann er stundum ufcan við sig
af bókrýni og honum því meðal ann-
ars ósýnt um kvenfólk, — gerir hann
að afskræmís-fífli og ræflí, sem raun er
að heyra og sjá.
Lange, húsráðandann, leikur nýliði
einn í leikmentinni (S.J.),ekki neitt ólík-
legur, en kann af óvana meðal annars
ekki að gera sér upp annarlegan róm,
svo að mynd sé á, sízt þegar hann
hlær. Lautinantinn er vel viðunandi,
miklu betri en gerst hefir hjá þeim
leikanda áður (G. G.). f>eirri, sem
leikur Emilie (G. H.), lætur annað
betur; henni tekst oft dável ella, og
þefcta raunar sæmilega, en ekki fram-
ar. B. J.
Boínverpíngar og Færeyingar-
Botnverpingar kvarta sárt í enskum
blöðum undan meðferð, er þeir hafi
sætt í Eæreyjum.
Tuttugu og þrjú skip þeirra voru
inni á Fuglafirði 5. þ. m., þóttust hafa
hleypt þangað inn vegna ofviðurs. f>á
kom hinn nýi fallbyssubátur Færey-
inga til þeirra, og botnverpingum var
skipað að halda til f>órshafnar til þess
að mæta þar fyrir rétti. Tvö skipin
sluppu en bin þorðu ekki annað en
hlýða. Onnur tvö breyttu reyndar
stefnunni á leiðinni, þóttust geta það
til þess að hafa tal hvort af öðru, en
foringinn á fallbyssubátnum skildi það
tiltæki þeirra á annan hátt, gerði sér
lítið fyrir og skaut á þau. Svo urðu
þau að fylgjast með trossunni. Ekki
tók betra við, þegar til jpórshafnar
kom, eftir því sem botnverpingum seg-
ist frá. f>eir voru látnir bíða fyrir
utan þinghúsið fim klukkustundir í
blindbyl. Lögreglumönnum var skip-
að umhverfis þá, og ef nokkur þeirra
dirfðist að færa sig til meira en fáa
faðma, til þess að balda á sér hita,
var hann óðar rekinn inn í þvöguna
aftur. Að lokum voru þeir sektaðir
um 3 pund sterl., hvert skip, 19 fyrir
að hafa verið með botnvörpur í land-
helgi, nema hvað þau tvö skipin, sem
skotið hafði verið á, voru sektuð ann-
að um 10 pund, hitt um 12; 21 skip
alls sektuð. Botnverpingar telja raikla
þörf á að fá brezk herskip sér til
verndar við ísland og Færeyjar, og
ráðagerðir miklar eru um að fá brezku
stjórnina til að rannsaka mál þetta.
Fallbyssubáturinn mun hafa verið
»Guldborgsund«, sem Færeyingar fengu
seint í janúarmán.
Sagan hér að ofan sýnir ljóslega,
hvort oss Islendinga mundi ekki muna
um, að fá sarns konar liðveizlu og þeir
hafa nú fengið.
GufusUip Coiibri
um 190 smál., kapt. Sv. Nielsenv
kom hingað sunnudagsmorgun 19. þ.
m. með saltfarm banda Thomsens verzl-
un, G. Zoega og Th. Thorsteinsson, eft-
ir 6 daga ferð frá Stafangri.
Botnverpingar
leituðu sór hafnar í gærkveldi, tvenn-
ir, enskir; þeir illu gestir munu nú
vera sem óðast að þokast nær.
Blöð ensk höfðu þeir rneðferðis til 14.
þ. m.; en þar er ekkert aðfrótta, nema
skiptjón mikið fyrir miðjan mánuðinn
af fádæma-ofviðri í Atlanzhafi.
Frásögn n/ um að líkið af Andrée
norðurfara og fólögum hans hafi átt að
finnast einhversstaðar f Siberíu austar-
lega ásamt slitrum og loftfarinu, rengd
af skynbærum mönnum.
McKinley Bandamannaforseti ritaði
nodir friðarsamninginn við Spánverja
10. þ. mán.
Veði-átta.
Eftir langvinnar stillur með frostvægð
hefir nú verið marahláka undanfarna
daga og jörð orðin alauð.
I»llskipa-ábyrgðarfélagið
við Faxaflóa. Arsfundur haldinn
13. þ. m., að viðstöddum 20 skips-
eigendum. Samkvæmt framlögðum
endurskoðuðum ársreikningi var félags-
sjóðurinn á síðustu áramótum fast við
15 þús. kr., og hafði það þó greitt
árið sem leið, þriðja árið, sem það
lifði, 4350 kr. í skaðabætur fyrirfiski-
skútuna »Komet«, er týndist og ekkert
hefir til spurst.
Alls voru árið sem leið 32 skip í á-
byrgð, með því virðingarverði ogþeirri
ábyrgð, sem hér segir: