Ísafold - 25.02.1899, Síða 1

Ísafold - 25.02.1899, Síða 1
Kemur út ýmist [einu sinni eða tvisv. í viku. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða 1 */s doll.; borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram). 1SAF0LD. Uppsögn (skrifleg) bunam við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir 1. október Afgreiðslustofa blaðsins er i Austurstrœti 8. XXVI. ár Reykjavík, laugardaginn 25. febrúar 1899. 12. blað. PaolirÉ skrautútgáfa (moií r a u S r i u m g e r 8) og í skrautbandi fœst í bókverzlun ísaf.prentsmiðju (Austurstræti 8) á 2 kr. Sómul. ódýrri útgáfa á 1 kr. og 1 kr. 50a. Passinsálmarnir eru sungnir í dóinkirkjunni við föstuprédikanirnar. Forngripasafn ojiið mvd. og ld. kl.ll—12. Landsbcinlcinn opinn bvern virkan dag kl. 11—2. Bankastjóri við 12—2, annar gæzlustjóri 12—1. Landsbókasafn opið hvern virkan dag kl. 12—2, og einni stundu lengnr (til kl.S) md., mvd. og ld. til útlána. Póstar væntanl: austan þrd. 28. þ. m , vestan fsd. 3. marz, norðan md. 6. marz. Ráðgjafinn á þingi. Enginn heilvita maður er svo skyni skertur, að sjá ekki, að það er eyðsla, gersamlega gagnslaus eyðsla, að fleygja peningum sínum í sjóinn. Álíka mikla djúphygni þarf til að sjá og skilja, að alþingi er að fleygja peningum í sjóinn, þegar það er að stagla i málum, sem ekki ná fram að ganga fyr en seint og síðarmeir, ein- göngu fyrir það, að ráðgjafann vantar til viðtals. Slík mál munu nú orðin alt að 30, síðan löggjafarþing vort hófst. Af þessum örstutta, dýrmæta þingtíma neyðist alþingi sífelt til að eyða svo og svo miklum hluta í mál, sem það getur átt á hættu að ónýtt verði fyr- ir éinhvern lítilfjörlegan formgalla eða óverulegan skoðanamun, jafnvel þótt þing og stjórn sé í aðtlatriðunum al- vel samdóma. IJm þetta hafa menn alt af verið að kvarta, ekki að eins á hverju þingi, heldur og margoft á hverju ári. Hugsanlegt er, að þeir menn séu til, sem ekki sjá, hve þetta spillir þinginu, hve það dregur að sjálfsögðu úr áhuga þess og ábyrgðartilfinningu. En enginn getur sá verið, er ekki sjái, að tíma þingsins og fé þjóðarinnar er fleygt í sjóinn á þenna hátt. Til þess er málið of einfalt og auðsætt. þ>ó að breytingar, sem oss eru hoðn- ar á sjórnarfari voru, væru í engu öðru fólgnar en þessu, að þinginu skyldi gerður kostur á að hafa ráðgjafann alt af við hendina, svo að það gæti tafar- laust fengið skýlaus svör um, hvað öðlast mundi staðfesting og hvað ekki, þá væri svo mikið fengið, að það væri hreint og beint fíflsæði að hafna slíku tilboði. það væri hvorki skammsýni né barnaskapur, heldur blindni og vit firring, að geta ekki látið sér skiljast, að það getur verið og er líka oft ó- metanlegur hagnaður, að fá slík svör, þegar þau eiga að koma. Og vonandi er nú með öllu útrýmt efanum og óttanum um það, að þau svör mundu ekki fáanleg, ef vér fengj- um ráðgjafann á þing. Eina mótbáran, sem komið hefir verið með, er sú, að hér á íslandi mundi ráðgjafinn jafn-ófróður og þing- ið um það, hvað öðlast geti staðfest- ingu. Hvert mál sé borið undir at- kvæði ríkisráðsins, og felli ríkisráðið mál fyrir ráðgjafa Islands, þá standi hann uppi alveg ráðalaus, og verði, hvort sem hann vill eða ekki, að koma til næsta alþingis, tjá því sínar farir eigi sléttar og biðja það afsökunar á því, að þetta mál hafi hann ekkert getað ráðið við — ríkisráðið hafi felt það fyrir sér. # Svo langt erum við áreiðanlega komnir, þó hægt kunni að miða áfram stjórnmálavitinu hér á landi, að eng- inn óvitlaus maður kemur með þann heilaspuna framar. Nú er það kunn- ugt hverjum læsumíslendingi, að eng- in atkvæðagreiðsla fer fram í ríkis- ráðinu, að ríkisráðið lætur al-íslenzk mál hlutlaus, og að hver sá ráðgjafi, er ekki fær samþykki konungs til stjórnarráðstöfunar, er hann leggur fyrir konung í ríkisráðinu, verður að segja af sér. Enginn þarf því að óttast framar, að' alþingi geti ekki fengið hjá ráð- gjafanum svör, sem það gæti reitt sig á til fulls. f>ar með væri þá óvissan horfin, staglið út í bláinn, sem enginn veit, hvort verður til nokkurs eða einskis, ásamt áhugaleysinu, ábyrgðarleysinu, tímaeyðslunni og fjáreyðslunni, sem þessu er samfara. Og þó er þetta ekki nema önnur hliðin á málinu, einmitt að því, er tíma- og fjáreyðsluna snertir. Og um hina hliðina er jafnvel meira vert. f>að er mikilsvert, að þingið þurfi aldrei að gera neitt út í óvissu, að því er afskiftum stjórnarinnar við kemur. En miklu meira greiðir það fyrir málunum, miklu meiri tíma- sparnaður er það fyrir þingið og fjár- sparnaður fyrir þjóðina, að stjórnin búi málin undir þing á þann hátt, sem nú tíðkast hvarvetna annarsstaðar, þar sem löggjafarþingi er ætlað að vera í samvinnu við umboðsstjórn- ina. Og, eins og margsinnis hefir verið tekið fram, yrði sú breyting óumflýj- anleg afleiðing af því, að fá sérstakan íslenzkan ráðgjafa, er sæti á þingi. Löggjafar-aðferðin yrði þá lang-oft- ast gersamlega ólík því, sem hún er nú. Ráðgjafanum yrði þá ætlað að leggja hlustirnar við vilja þjóðarinnar og finna ráðin til að koma honum í framkvæmd, áður en á þing væri kom- ið, í stað þess sem nú á að hugsa alt og koma skipulagi á alt þessar fáu vikur, sem þing er haldið annað- hvort ár. Vitneskja væri þá við hend- ina um það, sem þinginu ríður á að fá að vita í hverju máli. Formstagl- ið, sem eyðir tíma þingsins svo ó- hæfilega, hyrfi að mestu eða öllu. Með öðrum orðum: aðalstarf alþing- is yrði hið sama og annara löggjafar- þinga, — ekki að fjalla um óundir- búin mái, heldur að aðhyllast grund- vallarskoðanirnar, er ráða afskiftum stjórnarinnar af landsmálum, eða þá hafna þeim, og svo að gæta þess, að stjórnin geti ekki látið nauðsynjamál þjóðarinnar undir höfuð leggjast. |>ví kunnugri, sem menn eru alþingi voru, því ljósara hlýtur það að verða þeim, hvílíkt djúp er staðfest milli þe3S fyrirkomulags og hins, er vér eigum nú við að búa. Alþjóða-friðurhm. All-miklar horfur virðast á því, að Rússakeisara kunni að geta orðið meira ágengt með sitt mikla áhugamál, alþjóða-friðinn, en margir munu hafa gert sér í hugarlund, þegar þeir sáu fyrst boðskap hans til þjóðanna. Sumar stórþjóðirnar á meginlandi Norðurálfunnar eru stöðugt að þreifa á því betur og betur, hve herbúnaður- inn mikli stendur þeim fyrir framför- um. Einkum á þetta sjálfsagt við þjóðverja og Frakka. Fyrir sakir landherbúnaðar síns hafa þeir ekkert bolmagn andspænis Englendingum. þetta eru þessar þjóðir farnar að sjá, og það hefir ekki síður áhrif á hugi þeirra en siðferðilega fegurðin, sem hugsjón Rússakeisara hefir til að bera. f>að er þörf þjóðanna á nýlendum, sem hér ræður einna mestu. Eftir því sem iðnaðurinn vex, verður sú þörf æ ríkari og ríkari. Og hiín þrengir nú mjög að þjóðverjum, sem ef til vill hafa tekið meiri framförum í iðn- aðinum en nokkur önnur þjóð á síðustu tímum. En til þess að eignast öflugar nýlendur og halda þeim, þarf herskipa- flota. þær raddir láta að minsta kosti all-mikið til sín heyra á þýzkalandi, að þjóðverjum sé um megn að halda á- fram sínum feykilega landherbúnaði og svo samhliða honum fiota, sem teljandi væri í samanburði við Eng- lendinga. Frakkar hafa nýlega, í Fashoda- málinu, rekið sig á það tilfinnanlega, hverir ofjarlar Englendingar eru þeim í öðrum heimsálfum, einmitt fyrir það, að þeir hafa varið kröftum sínum til þess að búa Iandheriun og geta með tímanum náð sér aftur niðri á f>jóð- verjum. Og f>jóðverjar verða fyrir sitt leyti að láta annað sitja á hakanum til þess að geta tekið sem snarplegast móti Frökkum. En meðan þessar við- sjár eru með þeim nágrönnunum, leggja Rússar, Englendingar ogBanda- ríkjamenn ný lönd undir sig, auka ríki sitt að afar-miklum mun. Sú skoð- un er, að sögn, orðin all-rík á f>ýzka- landi, að mun hyggilegra væri, að fá breytingu á komið í þessu efni. Ekki mun láta fjarri, að ötulasti maðurinn í þjónustu alþjóða-friðarins 8é W. T. Stead, hinn nafnkunni rit- stjóri tímaritsins »Review of Reviews«. Hann tók sér ferð á hendur um Norð- urálfuna í haust til þess að ræða málið við ýmsa stórhöfðingja, þar á meðal við Rússakeisara, eins og áður hefir að nokkuru verið frá skýrt hér í blaðinu. I Rómaborg bitti Björnstjerne Björn- son hann og ritar grein um fund þeirra í norska blaðið »Verdens Gang«. Ekki leynir það sér, að Björnson hefir fundist stór-mikið til um hann. þeir hafa rætt málið vandlega, og Björnson segir, að Stead búi yfir fyrirætlunum miklum, en kveðst ekki mega láta þær uppi, enda sé sumum þeirra svo farið, að þeirn sé ekki ætlað að koma nokk- uru sinni fyrir almennings augu. Ein hlið málsins, er þeir ræddu í Rómaborg, var sú, hver not smáríkin ættu að geta af friðarþinginu haft. — Báðir gera þeir sér ríka von um, að þau muni geta alveg við ófriðarhætí- una losnað, að ríkjunum á Balkan- skaganum einum undanteknum. Fyrir Björnson vakir, að þetta verði aðal- árangur friðarþingsins fyrirhugaða. I þessum smáríkjum eru samtals um 27 miljónir manna. Sjálfur ritar Stead all-langa grein um friðarmálið nokkuru síðar í »Verd- ens Gang«, gerir einkum að umtalsefni, hvað hafast eigi að af hálfu þjóðanna sjálfra til þess að láta í ljós áhuga sinn og ýta undir stjórnendurna. — Hann segir, að ganga megi að því vísu, að friðarþingið verði til einkis, ef þjóðirnar sjálfar, sem fyrir herbún- aðarþjökuninni verði, láti ekki málið að raarki til sín taka, og nú þurfi að nota tímann fram að friðarþinginu til þess að gera stjórnendunum friðarþrá þjóðanna sýna og áþreifanlega. Auðvitað verður hver að ráða því, segir hann, hverja aðferð hann kýs til þess að hafa áhrif á þá menn, er hann um gengst. En hann vill sam- eina krafta þeirra, er móti ófriðinum vilja berjast, á þann hátt, að stofna til nokkurs konar pflagrímsgöngu, er hefjist á vesturströnd Ameríku, í San Franciskó, og létti eigi fyr en í Pét- ursborg á Rússlandi. Honum þykir bezt fara á því, að það verði lýðveldið mikla í Vesturheimi, sem gangist fyrir þessum undirtektum undir boðskapinn frá einvaldsdrotninum austast i Norð- urálfunni. Annars telur hann ensku- mælandi þjóðirnar svo sem eina þjóð- arheild, að því er þetta mál snertir. I þessum mánuði (febr.) ætlast hann til að haldnir verði almennir fundir á öllum þéttbygðustu stöðum í Banda- ríkjunum, Canada og Stórbretalandi, og að á þessum fundum verði lýst yfir þeirri ósk, að friðarþinginu megi vel farnast og sömuleiðis nefndir kosnar til þess að gfeiða fyrir því, að þingið nái tilgangi síuum. Hver þessara nefnda á síðan að kjósa einn fulltrúa í frið- arnefnd enskumælandí þjóðanna. Sú nefnd á aftur að kjósa fulltrúa, er fari á fund Rússakeisara. Aðal-starf þessara fulltrúa á að vera það, að færa keisaranum, áður en friðarþingið hefst, þá frétt, að ensku- mælandi þjóðirnar vilji styðja hann með sínu geysimikla valdi í þessu blessunarríka fyrirtæki hans. En jafn- framt eiga þeir að fara pílagrímsferð um Norðurálfuna til þess að skora á

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.