Ísafold - 25.02.1899, Blaðsíða 2

Ísafold - 25.02.1899, Blaðsíða 2
46 aðrar þjóðir að liggja ekki á liði sínu og taka þátt í þessari stórkostlegu yfirlýsing una brennheitan áhuga þjóð- anna á friðarmálinu. Svo er til ætlast, að fulltróar ensku- mælandi þjóðanna verði 20—lð karl- menn og 5 konur. I Lundúnum eiga 7 að bætast við, fulltrúar frá smá- ríkjunum: Sviss, Belgíu, Hollandi, Danmörk, Svíþjóð, Noregi og Portúgal. Frá Lundúnum verður haldið til Par- ísar. þar og í fleiri stórbæjum Prakk- lands á að halda fundi fyrir almenn- ingi, veita svo 10 frönskum fulltrúum viðtöku í hópinn, og að lokum finna forsetann og ráðgjafa hans að máli. Næsti áfanginn verður til Berlínar; þar er von á 10 fulltrúum þýzkum og góðum viðtökum hjá keisaranum. þá til Vínar og Buda-Pesth og þar á eftir suður í Bóm. I Austurríki og Ung- verjalandi eiga 10 fulltrúar að bætast í hópinn og eins á Ítalíu. þ>á verða þeir orðnir 67 að tölu. Frá Bómaborg verður svo haldið beint til Pétursborgar. Stead býst við, að þessar aðal-tillögur verði fyrir friðarþingið lagðar : 1. Vopnahlé, »guðs friður«, er standi 5 eða 10 ár. 2. Að þjóðirnar auki ekki herbúnað sinn á þeim tíma. 3. Alþjóða-samningur þess efnis, að komi deilur upp, meðan á vopnahlénu stendur, skuli málsaðilar skyldir til að skora á aðrar þjóðir að leita um sættir, áður en friðurinn sé rofinn. Um þriðja atriðið er ef til vill mest vert. Stead gerir ráð fyrir, að ef til ófriðar hefði dregið með Bretum og Frökkum í sumar út af Fashoda-málinu. I stað þess að þjóðirnar hefðu svo að kalla umsvifalaust rofið friðinn, mundu þær, ef þessi samningur hefði verið kominn í gildi, hafa fengið sér sátta- semjendur, Frakkar, Bússastjórn, Bret- ar, stjórn Bandaríkjamanna. Ef sáttasemjendur hefðu ekki getað komið sér saman, hefðu þeir getað fengið sér oddamann, t. d. forseta svissneska lýðveldisins og orðið ásáttir um, að hans úrskurði skyldi hlíta. Ef þá annaðhvort Bretar eða Frakkar, eða hvorirtveggja, hefðu talið úrskurðinn með öllu óviðunandi, þá—en fyr ekki — hefði þeim verið heimilt að rjúfa frið- inn. Með þessu yrði að minsta kosti tafið að mun fyrir friðslitum, ástríðu- öldurnar fengi tíma til að kyrrast, og því ríki, sem ekki vildi í raun og veru leggja út í ófrið, mundi gerður kostur á að jafna málin á einhvern sæmilegan hátt, áður en í harðabág slægi. Landbúnaðurinn og fjársalan. Eftir Sigurð Sigurðsson frá Langh. III. En það, sem nú gerir mesta skó- kreppuna, er skortu.r á peningum og þar af leiðandi skortur á ýmsu öðru, jafnvel hinu nauðsynlegasta, sem lífið þarfnast, svo sem fæði. Flestir telja því mest liggja á að leita einhverra ráða til að bæta verzlunina, og útvega markaði fyrir íslenzkar búsafurðir. En jafnhliða því eða um leið þarf að setja á fót lánsstofnun, sem láni bændum eða félögum fé með vægum kjörum og gegn sjálfskuldarábyrgð (&- byrgð félagsins) eða veði í því, sem lánið er notað til, t. d. ef það eru hús o. fl. Einna tilfinnanlegastur hnekkir fyrir búnaðinn var það, er tók fyrir sölu á lifandi peningí til Englands. Fjársöluvandræðin hafa með öðrum orðum hálf-steypt búnaðinum, og nærri gereytt allri framfaravon hjá Iandsmönnum. Stungið hefir verið upp á því, að breyta búnaðinum þannig, að leggja meiri stund á kúpeningsrækt, og fram- leiða meira smjör. f>etta er nú sjálf- sagt að gera, að svo miklu leyti sem því verður við komið. En nú vita það allir, að mörg héruð landsins eru betur fallin til sauðfjárræktar en uaut- peningsræktar, og að í þeim héruðum eru víða allmiklir erfiðleikar á að fjölga kúm, svo aðnokkuru nemi. f>að mundi að minsta kosti taka lang- an tíma, ekki sízt eins og nú er öllu komið. Af þessu leiðir, að fjár- ræktin er og hlýtur að verða fyrst um sinn það, sem gefur mestan arð af sér eftir tilkostnaði í mörgum sveitum landsins. En að þetta geti breyzt smátt og smátt er annað mál; en aðalskilyrðið fyrir því er þó það, að menn geti selt það, er þeir eiga, og fengið það nokkurn veginn borgað, og helzt í peningum. Geti bændur ekki selt t. d. það af sínu fé, er þeir mega missa og þarfnast, öðru vísi en að láta það til kaupmanna með hálf- virði, þá vænti ég ekki skjótra breyt- inga. Verzlunin er Iífæð þjóðarinnar; á henn: byggist að miklu leyti vel- vegnan hennar og máttur til að gera eitthvað, sem manntak er í. Aftur á móti eru stórar, víðáttu- miklar sveitir, sem eru ef tíl vill bet- ur fallnar til nautgriparæktar, og geta að minsta kosti orðið það með fullkomnari jarðrækt. Að vísu má alstaðar gera jarðabætur; en það er svo afar-mismunandi, hve mikinn kostnað þær hafa í för með sér, og á það verður að líta. En enginn gerir miklar jarðarbætur með tvær hendur tómar, og sízt fljótt. Hér ber því að sama brunni, að það er að miklu leyti undir verzluninni komið, hve greitt gengur að auka jarðrækt- ina og fjölga kúnum. Auk þess ber þess að gæta, að ekkier nóg að fjölga kúnum; jafnhliða því þarf að bceta smjí’rverkunina, og útvega markað fyrir smjörið. Markaður á smjöri inn- anlands mun reynast takmarkaður af þörf og eftirspurn, ef smjörgerð eykst til muna, og þegar svo er kom- ið, er sjálfsagt að leita fyrir sér um markað erlendis. En afleiðingin af því er sú, að þá erum vér neyddir til að gjör-breyta því fyrirkomulagi, sem nú er. Vér þurfum aldrei að búasc við, að íslenzkt smjör seljist t. d. á Englandi, svo nokkru nerni, öðru vísi en með því móti, að komið sé á fót mjólkur- búum, enda eru þau skilyrði fyrir betri smjörgerð. IV. J>að sést á því sem nú hefir sagt verið, að aðalskilyrði fyrír umbótum búnaðarins er, að verzlunin batni, og að hægt sé að selja íslenzkar bús- afurðir með þolanlegu verði, og helzt fyrir pcninga. Að því er fjárverzlunina snertir, þá er vandi að segja nokkuð um hana, ekki sízt fyrir þá, sem eru óverzlunar- fróðir. Eigi að síður vildi ég leyfa mér að gera fáeinar athugasemdir henni við- víkjandi; en ég tek það aftur fram, að það eru að eins athugasemdir. Sumir halda því fram, að vér eigum sjálfir að borða alt vort sauðakjöt, og fást svo ekki um annað. f>etta er nú að vísu gott og blessað, en sá er galli á gjöf Niarðar, að það reynist ógerandi í framkvæmdinni, eins og öllu er nú komið. Víst er um það, að fjárverzlunin var um hríð rekin lengra en góðu hófi gegndi; það hefir með öðrum orð- um verið »verzlað of mikið«, eins og Torfi í Ólafsdal hefir sagt (»Búnaðar- ritið»). En að benda mönnum nú á, að þeir eigi sjálfir að borða kjötið, er vægast sagt ófullnægjandi, þegar á alt er litið. Til þess að sýna, að þetta er blátt áfram óhugsandi, þarf eigi annað en benda á peninga-vand- ræðin, og alt það óhagræði, er þau hafa í för með sér. Bændur þurfa peninga til að borga með útgjöld sín; en þeir þurfa einnig peninga, beinharða peninga, til þess að geta eitthvað gert, er aftur gefur af sér peninga eða peningavirði. Til þess að gera jarða- bætur þarf peninga. Bændur þarfnast peninga til þess að geta eignast hent- ug og góð annboð og jarðyrkjutól. |>eir þarfnast peninga til þess að bæta húsakynnin og gera þau þægi- leg o. fl. |>að er í stuttu máli: þeir þarfnast peninga til þess að geta lif- að. En á hinn bóginn er nauðsynlegt að minka fjársöluna, ef það er auðið, án þess að hnekkja öllum umbótum og eðlilegum framförum. Margir hafa gert sér góðar vonir um, að takast mætti að fá markað fyrir lifandi fénað í Belgíu eða Frakk- landi. Eg er ekki fær um að geta skýrt það atriði; en eins og nú horfir, þá tel ég litlar líkur til, að hægt sé að fá þar viðunanlegt verð fyrir sauð- fé frá Islandi. Fyrst og fremst mun féð þykja rýrt, og í öðru lagi er það fjarlcegðin, sem hefir svo mikil áhrif í því efni, og gerir fjársöluna þar afar- erfiða. Vegalengdin og fjarlægðin gerir það að verkum, að vér vitum lítið um, hve nær hentast er að koma með fé þangað, og þó að vér aldrei nema vissum það, þá er svo margt annað er hefir áhrif á það mál, og aftrað fær því, að hægt sé að komast þangað með fjárfarm á hentugum tíma. Veðrátta er óstöðug að haust- inu, ferðin tekur langan tíma, féð leggur af, og flutningskostnaður- inn hlýtur því að verða all-tilfinnan- legur. það er því að mescu leyti undir tilviljun komið, hvernig féð selst, eða hvort það selst vel eða illa. jpá hefir verið stungið upp á því, að fita féð og selja það svo til Eng- lands. Eg tel mjög vafasamt og hæp- ið, að það mundi svara kostnaði fyrir oss. jpótt tilraunir í Noregi í þessa átt hafi tekist viðunanlega, þá er jafnt sem áður óvíst, að það mundi reynast hagur á Islandi að gera svipaðar tilraunir. Strandasýslu miðri 31. jan.: Arið sem leið var að vísu ekkert harð- indaár hér um slóðir, en ekki heldur hag- sældarár og má fremur teljast meðal hinna lakari. Veturinn i fyrra var meðalvetur, en vor- ið ákaflega kalt, og gekk því fénaður fremur illa fram. Var unglambadauði ó- dæmamikill á mörgum bæjum við sjó, og mun það hafa orsakast af óhollri fjöru- beit, kulda og gróðurleysi að vorinu, frem- ur en fjöruheit að vetrinum, sem víða er um kent; en þar er sem víðar óleyst rann- sóknarefni fyrir dýralæknana. — Pé gekk víða illa úr ullu um vorið og reyndist ullin venju fremur létt. Kendu hændur því alment um, að fé hafði verið haðað haustinu áður, sógðu, að baðið þvægi alla sauðfitu úr ullinni(!!). En þeir, sem halda fram böðunum, segja, að ullarlos á fénu og léttleiki ullarinnar siðastliðið vor sé óviðkomandi böðunum, og stafi af vor- kuldanum og megurð á fénu. Reynslan mun skera úr, hverir réttara hafa fyrir sér, því að héðan af munu þó einhverir halda áfram árlegum höðunum. Sumarið var kalt og votviðrasamt. Hey- skapur varð fram undir það í meðallagi og nýting allgóð, því þerriflæsa kom ávalt öðru hvoru, svo hey hröktust eigi að mun. Kál- garðar brugðust algerlega. Fé reyndist létt og rýrt til fiálags, einkum hið vetur- gamla. Verzlun var óhagstæð, og kaup- menn gengu með harðasta móti eftir skuld- um, einkum er það kom í ljós, að haust- afli hrást algerlega á Steingrimsfirði, en honum höfðu margir treyft um of og hleypt sér í skuldir til að auka útveg sinn, þvi að góðfiski hafði verið undanfarandi ár. Haustveðrátta var hin hezta fram yfir vcturnætur; en eftir 12. nóvember brá til megnustu ótíðar með útsynnings-ofviðrum og fannfergju, svo að allur fénaður kom á gjöf; um sólstöðurnar gerði blota, og komu þá upp snöp á stöku stað, en víðast hélzt hagleysið, þangað til nú í fyrstu viku þorra að góða hláku gerði. Sakir aflaleysisins og hinnar óhagstæðu verzlunar voru margir með lakasta móti undir þenna vetur búnir með bjargræði, og er ekki útlit fyrir, að hót verði á því ráðin, því að matvörulaust er sagt að sé í öllum nálægum kauptúnum. Það kom til orða i haust, að reist yrði á vori komanda íshús i Húsavík við Stein- grimsfjörð, og félag sett á laggir í því skyni; en fremur mun vera dauft yfir þeim félagsskap, og Htill áhugi og trú á því máli alment; má vera að fiskileysið i haust, hafi dregið kjark úr mönnum. Eitt spor var þó stigið í framfaraáttina í þessu bygðarlagi síðastliðið ár: það, að allmargir menn tóku upp þann sið í haust, að hirða hross til dtu; hefir það verið óþekt hér áður, og stöku menn telja slíkt athæfi ganga næst algerðu guðleysi, en þeir eru langsamlega í minni hluta, og þeim, «em reynt hafa þessa nýbreytni, fell- ur hún svo vel, að þeir undrast það mest, að þeir skuli ekki hafa fyrir löngu tekið uppiþenna gamla og góða sið forfeðranna, og varpað frá sér hinni heimskulegu hjá- trú og hindurvitnum gegn hrossakjötsátinu, sem kostar þjóðina ógrynni fjár á hverju ári. Nú um nýjársleytið var stofnað hér verzlunarf'élag, sem nær yfir nyrðra hluta sýslunnar inn að Bitru. Félagið heitir: »Verzlunarfélag Steingrímsfjarðar*; er það pöntunarfélag með líku sniði og Halafé- lagið, sem það er afspringur af. — En jafnhliða því er söludeild með kaupfélags- sniði, sem félagið lieldur uppi; hefir hún fyrir veltufé kaupfélagssjóð þess, en hann skapast af 4°/o, sem lagðir eru á alla að- flutta vöru. Hver félagsmaður er skyldur til að leggja þegar í kaupfélagssjóð í minsta lagi 10 kr., og svo árlega 4°/o af allri verzlun sinni við félagið, og allan á- góða af verzlun sinni v>ð söludeildina, unz hann hefir eignast jafnmikla fúlgu í kaup- félagssjóði (stofnsjóði) og nemur árlegri verzlun hans við félagið að meðaltali síð- ustu árin. 1 nótt og í morgun varð hér vart við landskjdlftakipp, all-snarpan, eftir því sem hér gerist. V eðiii'atliiigaiiir í Reykjavík eftir landlækni Dr. J. Jónas- sen. ® cr Hiti (á Celsius) Loftvog (millimet.) Veðurátt. A nótt|um hd Ard. síðd. árd. | síðd. 18. 0 0 741.7 746.8 sv h d| Sv h d 19. — í + 1 736.6 736,6 s h d a h d 20. 4- 3 + 5 736.6 751.8 Sa hvd Sa hvd 21. + 5 + 5 751.8 749.3 Sa hvd Sa h d 22. + 2 0 746.8 746.8 v h d o b 23. 0 + 3 7Ö1.8 749.3 o d o d 24. -I- 4 f 6 744.2 746.8 o d Sa h d Undanfarna viku verið við suður og landsuður oft með mjog mikilli rigningu og hlýindum, sem bezt á vordegi. Lausn frá embætti hefir landshöfðingi veitt 21. þ. mán. séra Vilhjálmi Briem í Goðdölum sakir heilsubrests og með lögmæltum eftirlaunum. Gufuskipið »Colibri« leggur á stað aftur í dag til Eng- lands og hefir ís fyrir seglfestu, —- fyrsta tilraunin til að koma þeirri vöru á útlendan markað. Með skip- inu siglir konsúll D. Thomsen. Veðurblíðan söm og áður; líkara miklu vori en vetri. Fiskafli nokkur suður í Garðsjó. Beykvík- ingur einn kom þaðan í gær með 70 í hlut eftir fáa róðra.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.