Ísafold - 25.02.1899, Page 3
47
t Guðbr. Finnbogason.
Konsúll Guðbr. Finnbogason freddist
29. nóv. 1849 hér í bænum, og voru
foreldrar hans Teitur Fiunbogason d/ra-
læknir og járnsmiður (bróðir þeirra
síra Jakobs Finnbogasonar, síðast á Mel-
stað, Asgeirs bókbindara, er lengi bjó á
Lambastöðum, en síðan á Lundum,
Kristófers á Fjalli o. fl.), og kona hans
Guðrún Guðbrandsdóttir (Stefánssonar).
Hann feklt bezta uppeldi hjá foreldrum
sínum, mentaðist bæði utan lands og
innan, og gekk rúmlega tvítugur í þjón-
ustu hjá mági sínum, hinum góðfræga
atorkumanni, W. Fischer kaupmanni —
hann átti systur Guðbr. heitins, Arndísi,
er enn lifir, í Khöfn. Eftir nokkur ár
setti W. Fischer iiann til að stjórna
verzlun sinni í Keflavík (1878—1882)
og fól honum síðan, 1882, forstöðu að-
alverzlunarinnar, þeirrar 1 Keykjavík;
því starfi gegndi liann til dauðadags,
um 17 ár. Konsúll varð liann 1885,
vísikonsúll Svía konungs og Norðmanna.
I bæjarstjórn lívíkur var hann árin
1884—90. Hann kvæntist 1880 frk.
Louise Zimsen, dóttur Chr. Zimsens,
verzlunarstjóra hér í Rvík, systur C.
Zimsens konsúls; lifir hún mann sinn,
ásamt 2 dætrum þeirra, 10 og 11 ára.
Hann kendi nokkurrar vanheilsu fyrir
fám árum, lá þá rúmfastur hátt upp í
mis8Íri, en hrestist sæmilega aftur og
ferðaðist þá, sér til frekari styrkingar
meðfram, suður um lönd: England, Frakk-
land, Italíu og Þýzkaland.
Guðbr. sál. Finnbogason var atorku-
og ráðdeildarmaður, fjörmaður, glaðvær
og skemtinn, hiartagóður.. trúlyndur og
vinfastur, ör og ósórplæginn, hafði ein-
lægan áhuga á því, er hann hugði al-
menningi horfa til heilla, var bezti fó-
lagsmaður og framfaramaður miklu meiri
en tíðast er um hans stóttarbræður vor
á meðal. Honum var það meðal annars
að þakka, að gufubátsferðir komust á
hér á Faxaflóa. Hann var í eiim orði
og fyrir margra hluta sakir sómi sinnar
stóttar, mjög vel látinn og mikils metinn
af hinum mörgu, er kynni höfðu af hon-
um, fjær og nær.
y'p~e~ */- H < ■>
Föstupródikun
í dómkirkjunni miðvikudag, 1. marz,
flytur herra biskupinn.
Ágæt eldavél er tilsölulijá
h.já
G Guðmundssyni
skrifara.
Sjónleikarnir.
Sunnudaginn 26. febr. kl. 8 síðdegis
Varaskeifan
Hermannaglettur.
Bær með stórum kálgarði fæst til
leigu frá 14. maí þ. á.
Kristján l»orgrimsson.
2 herhergi ásamt eldhúsi í
góðum og björtum kjallara í miðjum
bænum fæst til leigu frá 1. maí þ. á.
Kristjdn Þoríjrímsson
í Austurstræti nr, 1 (áður
»Veltan«) eru neðanskráðar vörur til
sölu með meiri og minni afslætti,
eftir því hve mikið er keypt í einu:
Salt, sauða- og nautakjöt, flesk,
sýrop, línur og „toug'S sjóföt
fstígvól, vetlingar o. fl.), fiður, smá-
fiskur og ýsa, rúgmjöl, over-
headmjöi, bankabygg og grjón
(hrís- sagó- hafra-), hrís- Og bygg-
mjöl, SVO og margt annað fleira, gegn
peningaborgun út í hönd.
Heiðruðum almenningi
gjörist kunnugt, að alls konar gos-
drykkir, svo sem:
iLemonaði 1 ■_ , —■-
1-----------”|og Sodavatn
er til sölu í
jPósthússtræti 11,
(gamla pósthúsið).
Einnig góðir og ódýrir Vindlar.
Halldór Daníelsson
bæjarfógeti í Reykjavík
Gjörir kunnugt: Samkvæmt log-
um nr. 20, 6. nóvember 1897, um
sérstaka heimild til að afmá veðskuld-
bindingar úr veðmálabókunum ber, að
innkalla handhafa eftirtaldra veðskulda-
brófa, sem voru orðin 20 ára gömul,
þegar téð lög öðluðust gildi, en eru þó
óafmáð úr veðmálabókum Reykjavík-
urkaupstaðar:
1. Veðskuldabréf, útg. ,7/i 1874 af
þorkeli Bjarnasyni, þingl. 29/i s. á., fyr-
ir 100 rd. láni frá Bjarna Jónssyni,
gegn veði í bænum Lækjarkot.
2. Veðskuldabréf, útg. a/,a 1874 af
E. Zoega, þingl. 3/,» s. á. til H. Th.
A. Thomsen fyrir 353 rd. 44 sk. lání
gegn veði í húseigninni nr. 4 1 Aðal-
stræti.
3. Veðskuldabréf, útg. 8/n 1876 af
Olafi Ólafssyni, þingl. ®/, > s. á. fyrir
1730 kr. skuld til þrotabús E. Zuega
gegn veði í húseigninni nr. 4 í Aðal-
stræti.
4. Veðskuldabréf, útg. 26/a 1874 af
Agli Jónssyni, þingl. 27/8 s. á., fyrir 200
rd. láni frá G. Zoega og Einari Jóns-
syni, gegn veði í húseigninni nr. 8 í
Suðurgötu.
5. Veðskuldabréf, útg. 6/s 1876 af
Jóni Ásmundssyni, þingl. 22/a 1877,
fyrir 400 kr. skuld til Jóhannesar
Jónssonar, gegn veði í bænum Gróubæ.
6. Veðskuldabréf, útg. 29/e 1875 af
Páli Eyjólfssyni, þingl. ,0/8 1876 fyrir
1000 kr. láni frá Sveinbirni þórðar-
syni, gegn veði í bænum Bergstöðum.
7. Veðskuldabréf, útg. 20/io 1874 af
Jóni Póturssyni, þingl. ,2/a s. á., fyrir
1200 kr. láni úr sparisjóði Reykjavík-
ur, gegn veði í húseigninni nr. 1 við
Laugaveg.
8. Veðskuldabréf, útg. 81/,s 1872 af
Ólafi Guðlaugssyni, þingl. 5/2 1874, fyr-
ir arfi barna hans Guðnýjar og |>órð-
ar, 162 rd. 83 sk., með veði í Vestur-
bæ og Sundakoti í Hlíðarhúsum.
9. Veðskuldabréf, útg. ,6/s 1873 af
Jóni Guðnasyni, þingl. 6/s 1874 fyrir
óákveðinni skuldarupphæð til norsku
verzlunar í Reykjavík gegn veði í
Litlaseli.
10. Veðskuldabréf, útg. 23/2 1876 af
Sveini Bjarnasyni, þingl. 2</2 s. á., fyrir
200 kr. skuld til erfingja Jórunnar
Jónsdóttur, gegn veði í Sauðagerði.
11. Veðskuldabréf, útg. 2/6 1876 af
Jóni Pálssyni, þingl. ,2/io s. á., fyrir
1540 kr. skuld til Magnúsar Guð-
mundssonar, gegn veði í Félagsgarði.
12. Veðskuldabróf, útg. ’/s 1875 af
Nikulási Jafetssyni, þingl. 4/o s. á., fyrir
600 kr. láni úr sparisjóði Reykjavíkur,
gegn veði í húseigninni nr. 17 í Vest-
urgötu.
Fyrir því stefnist handhöfum ofan-
greindra bréfa til þess að mæta á bæj-
arþingi Reykjavíkur, sem haldið verð-
ur fyrsta fimtudag í júnímánuði árið
1900 á venjulegum stað (bæjarþings-
stofunni) og stundu (kl. 10 f. hád./
og þar og þá, er mál þetta verður
tekið fyrir, koma fram með veðskulda-
bréfin eða á annan hátt sanna, að þau
séu í gildi; að öðrum kosti ber að á-
kveða með dómi, að þau megi afmá
úr veðmálabókunum.
Til sta'öfestu nafn mitt og embættisinnsigli.
Reykjavik 23. febrúar 1899.
Halldór Daníelsson
(L. S.)
Öll vörumerki okkar, sem hafa merk-
iö P. T. 97. öSrumegin, en hinumegin
að eins þá tölu, sem þau gilda fyrir,
ógildast þaun 1. dag maímánaöar næst-
komandi, hafa þau því ekkert gildi eft-
ir þauu dag.
Bíldudal í janúar 1899.
P. J. Thorsteinsson & Co.
Proclama.
þar sem Jón Jónsson frá Bala á
Kjalaruesi hefir framselt bú sitt til
opinberrar skiftameðferðar sem gjald-
þrota, þá er hér með samkvæmt fyr-
irmælum laga 12. apríl 1878 sbr. op.
br. 4. jan. 1861 skorað á alla þá, sem
til skuldar telja í búi þessu, að gefa
sig fram og sanna skuldir sínar fyrir
undirrituðum skiftaráðanda innan 6
mánaða frá síðustu birtingu auglýs-
ingar þessarar.
Sýslumaðurinn í Kjósar- og
Gullbringu8ý8]u 15. febr. 1899.
Franz Siemsen.
Proclama
Samkvæmt lögum 12. apríl 1878 og
opnu br. 4. jan. 1861 er hér með skor-
að á alla þá, sem til skuldar telja í
dánarbúi Jóns Péturssonar á Blikalóni
í Presthólahreppi, er andaðist 23. des.
f. á., að lýsa kröfum sínum og sanna
þær fyrir undirskrifuðum skiftaráðanda
innan 6 mán. frá síðustu birtingu aug-
lýsingar þessarar.
Skrifst. jþingeyjarsýslu 30. des. 1898.
Steingrímnr Jónsson.
Björn JBjarnarson
sýslumaöur í Dalasýslu,
Gjorir kunnugt, að eign dán-
arbús Indriða heit. Gíslasonar, hálf
jörðin Hvoll og hálft Hvolssel í Saur-
bæjarhreppi í Dalasýslu, verður seld
við 3 opinber uppboð; verða hin 2
fyrstu haldin á skrifstofu sýslunnar
föstudagana 28. apríl og 5. maí, en hið
þriðja á Hvoli föstudaginn 12. maí; öll
um hádegi.
Uppboðsskilmálarnir verða birtir við
uppboðin.
Laugardaginn 13. maí um nádegis-
bil verður alls konar lausafé, þar á
meðal alls konar skepnur, selt við op-
ínbert uppboð á Hvoli.
Skrifstofu Dalasýslu, 7. febr. 1899.
Björn Bjarnarson.
Hér með tilkynni eg heiðruðum vinum
og viðskiftamönnum þá sorgarfregn, að
faðir minn elskulegur H. TH A. TH0M-
SEN kaupmaður andaðist í Kaupmanna-
höfn 8. þ. m.
Verzlunum þeim, sem um langan tíma
hafa verið reknar í Reykjavík og áAkra-
nesi undir nafni föður mins sáluga, verð-
ur haldið áfram undir sama nafni, og án
nokkurrar breytingar, og vona eg, að
heiðraðir skiftavinir sýni verzlununum
sömu velvild og sama traust, sem að
undanförnu •
Reykjavik 19. febr. 1899.
D. Thomsen.
Öllumþeim, sem sýndu mér hluttekningu
í hinni miklu sorg minni vi'ð fráfall mins
elskniega sonar Jónbjarnar Þorbjörnssonar,
og heiðruðu útför hans með návist sinni’
votta ég hér með beztu þakkir, einkum
skólabræðum bans og kennurum.
Garðhúsum 18/2’99.
Guðbjörg Bjarnadóttir.
þ>ilskipasjómenn geta fengið leigð
koffort hjá Sarnúel Ólafssyni.
Bankabyggsmjöl er nýkomið í
verzlun
Jóns Þórðarsonar.
Verzlun
iJóns Þdrðarsonar
i
1, þingholtsstræti 1,
Selur: Haugikjöt — Saltkjöt — Kæfu
— Rullupylsur — Smjör — Tólg —
Sauðskinn — Hákarl — Harðfisk,
og’ í dag’ nýtt kjöt af spik-
feitu
Jarðræktarfél.Reykjavíkur.
Aukafundurinn, sem fórst fyrir vegna
illviðris þ. 20. þ. m., verður haldinn
mánudaginn kemur, 27. febrúar kl. 5
e. h., í Good-Templarahúsinu.
Rvík 24. febrúar 1899.
pórh. Bjarnarson.
Vínber, Confect og margar teg-
undir af brjóstsykri fást í verzlun
Jóns Þórðarsonar.
Fyrirlestur.
Um
íslenzkan kvenbúning
að fornu opr nýju
heldur
Bríet Bjarnhéðinsdóttir
Fyrirlestur
að forfallalausu í Iðnaðarmannahúsinu
sunnudaginn 26. þ. m.; kl. 5 síðd.
Sýndar stúlkur í fornum skrautbúningum.
Húsið opnað kl. 4 síðd.
Inngöngumiðar fást áðOa . morgun og
sunnudaginn hjá kaupmönnunum Ben.
S. þórarinssyni og þorkeli |>orkels-
syni; sömuleiðis í þingholtsstræti 18
og við innganginn.
Mysuosturinn góði er enn til
í verzlun
Jóns Þórðarsonar.
Rauður foli,
tvævetur, mark: blaðstýft fr. vinstra,
biti og fjöður aftan hægra, er í óskil-
um hér í bænum, og verður seldur
eftir 14 daga, nema eigandi vitji hans
áður og borgi áfallinn kostnað.
Bæjarfógetinn í Reykjavik 23. febr. 1899.
Halldór Daníelsson.
Tvö íbúðarhús
lítil, snotur og á skemtilegum stað hér í
bcenum (hentugum til verzlunar), fást
keypt; til íbúðar frá 14. maí næstkom-
andi. Upplýsingar gefur
Ólafui- Arinbjarnarson,
verzlunarmaður. Reykjavík.
Ótrúlegt, en satt er það.
Til sölu
er kúttara-skipið „Sleipnir“. ágætt
sjóskip, 25 smálestir að stærð, með
tvennum seglum, 2 akkeriskeðjum og
3 akkerum. Skipið sjálft var endur-
bætt og seglin fyrir 2200 kr í vetur.
það var virt í vetur í >>þilskipaábyrgð-
arfélaginu við Eaxaflóa« á 4569 kr.
Fæst nú fyrir 4000 kr.; þar af er borg-
unarfrestur á 850 kr. með afborgun á
5 árum, en hitt greiðist næstkomandi
haust.
Sá, sem kaupir »Sleipni« og borgar
skilvíslega, fær í kaupbæti eða fyrir
ekkert skonnortuna „AgneS“. 30
smálestir að stærð, með tvennum
seglum, nýlegum siglutrjám og nærri
nýju þilfari, 2 akkerisfestum og 3 akk-
erum. Seglin voru endurbætt í vetur.
Skipið var í ábyrgð erlendis árið
sem Ieið fyrir 3000 kr.
Skipin eru búin út til fiskiveiða.
Skipst jórar og h ásetar ráðuir. — Ritst j.
vísar á.
Utgef. og úbyrgðarm. Björn Jónsson.
Meðritstjóri: Einur Hjörleifsson.
ísafoldarprentsmiðja.