Ísafold - 01.03.1899, Blaðsíða 2

Ísafold - 01.03.1899, Blaðsíða 2
50 að koma uppí sambandi við þau bjúgna- gerð og útsölu á þeim. f>að af kjöt- inu, sem ekki er lagt í ís eða fryst, og ekki er soðið niður, er saltaíS og sent utan. Slátrunin fer aðallega fram í september og október, eða eftir því, er hentast þykir. Tilteknir, valdir menn starfa að slátruninni, og skal hún fara fram eftir nýjustu og beztu slátrunarreglum. Auk þess geta eig- endur fjárins hjálpað til að ymsu leyti við slátrunina, og lótt þannig undir vinnukostnaðinn. Vinnulaun, vextir og afborganir greiðist úr félagsjóði. Helztu starfsmennirnir þyrftu að hafa numið erlendis og lært allar helztu að- ferðir að slátrun á fó, niðursuðu, bjúgna- gerð o. s. frv. Til þess að læra þetta, þyrfti að líkindum 6 mánuði. Hvað þessi slátrunarhús, ásamt ís- húsi o. fl., mundu kosta, fer auðvitað eftir stærð félagsins, fjármagni o. s. frv. Ekki er til neins að vera að gera hér áætlun um kostnaðinn; enda er það eigi gert 1 fljótu bragði og sízt svo, að hægt sé að reiða sig neitt á. |>að má auðvitað setja upp dæmi; en slíkt dæmi hlyti að gera í lausu lofti, meðan ekkert er rannsak- &ð þessu viðvíkjandi. En það liggur í augum uppi, að allur tilkostnaður og árlegur viðhaldskostnaður yrði því minni tiltölulega, sem hvert félag yrói Stærra. Fyrir Suðurlandið ætti t. d. að vera eitt félag, er hefði aðalstöð sína, slátrunarbús o. s. frv., í Eeykja- vík. Bændur ættu að geta fengið bæði vörur og peninga fyrir fé sitt, eða þá að eins peninga, sem bezt væri af öllu. f>etta fyrirkomulag hefði, ef alt væri í lagi og haganlega ráðstaf- að, þessa kosti: 1. Slátrun fjárins færi fram eftir á- kveðnum reglum, engin kind skorin á háls í fullu fjöri, og betur gætt allrar varúðar, bæði að því er snertir þrifnað og fleira, heldur en alment á sér nú stað. 2. Fénu væri slátrað jafnskjótt sem það kæmi tíl bæjarins, því að þá þyrfti ekki að vera lengi að leita fyr- ir sér um kaupanda, og þyrfti þá ekki að láta það hrekjast marga daga, hungrað og mætt, áður en því væri slátrað. 3. Kjötverkunin mundi batna og öll meðferð bæði á því, gærum o. s. frv. 4. Ekkert færi til ónýtis og öllu mætti koma í verð, smátt og smátt, bæði innmeti og öðru. 5. Bændur fengi fé sitt borgað í peningum, ef þeir hefði ekki tekið út á það löngu fyrir fram, sem helzt ætti ekki að við gangast. Einnig mundi þessi félagsskapur kenna mönnum sjálfstæði og nema burt tortrygni, og hefði yfir höfuð bætandi áhrif á hugs- unarháttinn. En jafnframt þessu þyrfti landið að kosta einn verzlunar-umboðsmann (agent), t. d. í Englandi, sem leið- beindi Islendingum í verzlunarmálum, aflaði markaða, og sæi um sölu á íslenzkum afurðum. Skyldi hann launaður úr landssjóði, og vera öllum óháður, svo að hann stæði því betur að vígi að reka erindi sitt. Væri það miklu hyggilegra að eiga slikan mann vísan erlendis, og svar- aði betur kostnaði, heldur en að senda einhvern allra snöggvast eitt- hvað út í lönd, til að skygnast eftir markaði fyrir íslenzkar afurðir. |>essi maður, íslenzkur verzlunar-erind- reki, gæti einnig verið hjálpsamur ís- lendingum með fleira móti og leið- beint þeim í mörgu. Hann fengi einnig tækifæri til að vekja eftirtekt á Islandi, og gæti ef til vill bæði beinlínis og óbeinlínis stutt að því, að fleiri en nú er tæki sér ferð á hendur til að skoða landið. Að lokum vil eg minna á hið helzta sem tekið hefir verið fram í undan förnum athugasemdum: 1, að nautpeningsræktin og fram- leiðsla á smjöri verði aukin þar, sem því verður við komið, og að smjör- verkunin verði bætt, og helzt af öllu, að komið sé á fót smátt og smátt mjólkurbúum, samsvarandi ástæðum vorum og efnahag; 2, að stofnuð séu félagsslátrunar- hús, með svipuðu fyrirkomulagi og í Danmörku, og að í sambandi við þau sé komið upp íshúsum og niðursuðu- verksmiðjum, og að gerð sé tilraun með útflutning á kjöti í ís og niður- suðu á kjöti; 3, að landið eða landssjóður kosti einn verzlunarerindreka (agent), er hafi aðsetur helzt á Englandi, og fræði landsmenn um verzlunarhag og horfur erlendis, afli markaða fyrir innlendar afurðir, og sé yfir höfuð ráðu- nautur laudsins í öllum verzlunarmál- um. ^ c*r 2 « . CO Oí- 5? “i >_:<ð d oi1 b 2 P- 2 ET * * A Ö c3 p 0 M * ít A ^t^0 a> -5' B ?-P 5, S-TT g 3 § •> •S “ öiV 1 “ 5 o » a .OfiK' U1 0 50 B - - 00* 0 0 0 Qt5 *í ° pLc. p C3 p«r z* at 2 8-* 5 co 0 -g >-s o 2. • w- B S» Bj- ■ t .O t af 0 IX ’ O-O-S.B B g ® « 5’ K ’ « booa 03 ’T- rr co ! 0 P : of s»: 5 “ 0 rt 2 OO 2 B OJ B t—k <+ Ot CO - rso bo to i o nd ro bO 03^tOC2^0ö02CL (—I r— t—* 1 lO l 05 ic rf*- o: o < to 05 CC 00 Q* C« C5 M*- 5.0 “ ~ ■ dbooicc jöpc tí>. CC W *■! w w w* to C O W C IO' CC05C0CC—icccoO QC^-COCC-tOCCO 02 o to cr. o ot o ‘ lO IQ oo-iwoioow cowDOMOcœco 00 -1 X ^ o o >“1 Sr* M t— 02 ÍO to CCCOOOO'OOO OH COMMM^O M M M to M) t—‘ CJt cn 05 CT M05CD M 12 W O O ^ o “j m O' to C tö o cc o: MT" <T c* M* to M* ro H toow qj £ cc c h— f—• i ^ 1. CC -1 -3 O' O CC C tó ► 02 02 t o -I 05 C C- to ^MW-!O^CCCC M*>—‘t00202rt*-M*C o: K) M (X co CO IO 02 O2OCOOCOOOO2 02 M* to to 02 o: O m cr O' cji -i Cf œ trr <, s s ® t/J ö w 0 T iL ** *T* fe &• w t*r •Ö pj *d > 0 M. V a> pr M* p p N o ®s p 00 00 Brauð veitt. Landshöfðingi veitti 21. þ. m. Svalbarð í Þistilsfirði síra Páli H. Jónssyni Fjalla- þingapresti, samkvæmt kosningu safnaðar- Jarðarför konsúls Guðbr. Finnbogasons fer fram á morgnn; hefst kl. 12 á heimili bins fram- liðna. Um íslenzkan kvenbúniner hólt frú Bríet BjaruhéSinsdóttir mikið fró'ðlegan fyrirlestur á sunnudaginn var, og var góð skemtun. Hún lysti bún- ingum kvenna bór á landi alt frá forn- öld og fram á þennan dag og benti á, hvaðan hin ýmsa tilbreytni í búningun- um ætti rót sína að rekja. Nokkura íslenzka búninga frá síðari öldum sýndi hún, hafði sumpart fengið þá lánaða af Forngripasafninu, sumpart látið búa þá til eftir gömlum myndum, og hefðu sumir þeirra verið allsnotrir, ef höfuð- búnaðurinn hefði ekki verið jafnferlegur eins og hann hefir langoftast verið hér á landi. Fyrirlesturinn mun eiga að prenta, enda á hann það skilið, og skal því ekki frekara skýrt frá efni hans hér. Vill hafa sárabætur. Hann segir sínar farir eigi sléttar, »ís- lands«-maðurinn, i viðureigninni við ísa- fold, og vill hafa sárahætur, svo sem eins og 10,000 kr. í minsta lagil Er að hyrja málaferli í þvi skyni, eða verið að láta hann byrja þau, af skuldheimtumönnunum sjálfsagt; þeim mun nú þykja fokið vera í flest skjól til féfanga upp i þetta, sem hann hefir látið þá »blæða«. Hann rekur allan hrakfarabálk sinn siðan núna eftir nýjárið, allan óskundann, sem hann telur sig bafa orðið fyrir af hálfu Isafoldar: »Kynlega gróðabrallið«, »Leynihlutafélagið«, »Eftir- mál um Island«, »Landeyðan«, »Kátbros- legur gorgeir«, »Ekki gefinn bitinn«, »Marg- kynjað óhróðursbull« m. m. Liggur við að honum svipi til Hjálmars goggs, þegar hann var að segja af sér hrakfallasögurn- ar: »Eg var kraminn, kreistur og marinn«l mælti hann. Næsta ráð skuldheimtumannanna til fé- fanga, þegar þetta bregzt, verður liklega að sýna gripinn almenningi fyrir peninga, á leiksviði, svo sem annan fáséðan, klæð- um flettan og kaunum hlaðinn pislarvott eða »útkastað hræ úr Reykjavikur bæ«. Óveitt brauð. Goðdalir í Skagafirði (Goðdala- og Ar- bæjarsóknir). Auglýst 25. f. mán., um- sóknarfrestur til 10. april. Mat. kr. 770,77. Veðurblíðan söm og áður, sumri likari' en vetri. Þorrinn allur og það sem af er góu (1 ‘/a viku) einir 10 frostdagar alls, og þeir mjög vægir (—~* ðjjstig mest að degi til), nema 2 fyrstn dagana (um -5- 10). Algerðar frostleysur um 20 daga samfleytt. Landskjálfti fanst hér aðfaranótt mánudags 27. f. m., kl. 1—2, þrjár hviður töluverðar og nokk- ur titringur á milli. 0g vart við lítils- háttar bræring öðru hverju síðan. Ekki getið um neitt þess háttar austan yfir fjall. Lögfræðilegur leiðarvísir. 1574. Bera hreppsnefndarmönnum ekkifæð- ispeningar fyrir hvern dag, er þeir sitja á fundum í þarfir sveitarinnar, svo sem sýslu- nefndarmönnum á sýslufundum, og hvað er hæfilegt að þeir setji upp um daginn? Og heyrir sá kostnaður ekki undir »kostnað við sveitarstjórn«? Sv.: Hreppsnefndarmönnum bera engir fæðispeningar. 1575. Eg varásamtpresti og hreppstjóra við samning verðlagsskráa og sama dag á skattanefndarfundi. Ber mér þóknun fyrir það ? Sv.: Nei. 1576. Mérhefir verið úrskurðað aðgefameð barni mínu óskilgetnu 50 kr. á ári, til fullra 16 ára aldurs. Nú fer svo, að þegar barn þetta er 14 ára, er það af allri meðgjöf. — Höfðu þessar 50 kr. frá mér á ári og upp- eldishluti móðurinnar nægt til uppeldisins. Hverjum hera nú þessar tvennar 50 krón- ur, sem mér er samkvæmt úrskurðinum, gert að skyldu að borga úr þvi? Ein- hverjum sveitarsjóði, er amtmaður úrskurð- aði eftir atvikum í hvert skifti? Eður skal stofnaður styrktarsjóður handa barninu? Eður leggjast við styrktarsjóð alþýðu ? Eður, ef ekkert af þessu,Shvað þá ? Sv.: Spyrjandi losnar alveg við að gjalda þessar tvennar 50 kr., með því að meðgjafarúrskurðinn ber svo að skilja, að meðgjatarkvöðin baldist því að eins til 16 ára aldurs barnsins, að það þarfnist henn- ar; annars ekki. 1577. Eg á heima i sveit, og geng á skóla að vetrinum. Nú þegar prestar taka manntal er eg bæði skrifaður í kirkjubók þess prestakalls, er lögheimili mitt er, og eins þess þar sem skólinn stendur. Getur nú þetta ekki orðið villandi fyrir fóikstalið? Ber þessum umrædda nemanda að borga sönggjald til kirkjunnar í sveitinni, þar sem hann á heima á sumrum ? Sv.: Spyrjanda á að rita þar í kirkju- bók, sein hann er heimilisfastur í árslokin. Hann er laus við sönggjald til sveitar- kirkjunnar. 157S. Eg erjvinnumaður, og flyt áburð á hesti fyrirhúsbónda minnúr kaupstað. Núvill svo óheppilega til, að hesturinn hryggbrotn- ar á leiðinni, svo það verður að lóga hon- um á staðnum. Er það nú ekki ranglátt af húsbóndanum, þó hann sé eigandi hests- ins, að fara fram á að eg borgi hestinn, eður er það skylda mín að taka þátt í skaðanum? Svarið er undir þvi komið, hvort slysið er að kenna vitaverðri ógætni vinnumanns- ins eða ekki. Hitt og þetta. Fyrsta heims-sýning í París vap 1856. |>ar voru 24000 sýnendur og 5 miljón gestir eða skoðendur. Næsta sýning var haldin 1867. Hún kostaði 23 milj. franka eða 16 milj. krónur. Heimsækjendur 11 miljónir. |>á béldu Frakkar hina þriðju heims- sýning í París árið 1878. Hún kost- aði 56 milj. franka. Heimsækjendur 16 miljónir; vantaði þó 30 milj. franka upp í kostnaðinn. Aftur græddist fé á 4. sýningunni, 1889, þótc hún kostaði 50 milj. franka; því að heimsækjendur voru 28 miljón- ir. f>ar voru sýnendur 61,000. Fimtu heimssýninguna ætla Frakk- ar að hafa árið 1900, í París, og kost- ar 100 miljónir franka eða 72 milj. krónur, að á er ætlað. Upp í þann geysikostnað leggur ríkissjóður fram 20 miljónir franka og bæjarsjóður Par- ísar 10 milj. franka. Nú eru ríkisskuldir Frakka orðnar 30,400 milj. franka eða 22,000 rniljón- ir króna (22 miljarðar kr.). f>ær voru fyrir nær 20 árum (1880) ekki nema 24,000 milj. franka, og 1869, síðustu mi8sirin, sem Napóleon III. réð ríkj- um; ekki nema 13,000 milj. f>aðfara 1250 milj. franka á ári til þess að standast vaxtagreiðslu m. m. af ríkis- skuldunum. Bretar búa töluvert betur, þótt mikl- ar séu ríkisskuldir þeirra líka. Og sá er munurinn, að þeir grynna ávalt á þeim, en hinir bæta við. f>ær voru, brezku ríkisskuldirnar, nær 15,000 milj. fyrir rúmum 80 árum, en eru nú komnar ofan í 10,000 mílj, krónur (554 milj. pd. sterl.). Af skuldakröggum Frakka hefir það leitt, að þeir hafa ekki haft í hálfu tré við grannana fyrir norðan sundið að auka og bæta herskipastól sinn. Fyrir 100 árum áttu Frakkar jafn- góðan skipastól eins og Bretar. Árið 1880 var hann orðinn þriðjungi minni. En nú er munurinn orðinn svo mikill, að skipastóll Breta er tvöfaldur á við hinna. Hafa þó Frakkar kepst við af fremsta megni að halda í við Breta í þessari grein, en ekki risið undir því vegna skuldafargsins. Lampahjálma (»kúpla«) er bezt að hreinsa með sápuvatni. Séu fitublett- ir á þeim, er bezt að hafa soda í vatninu, og sé það ekki nóg, þá ter- pentínu. »Niú hefirðu verið í áflogum úti, Nonni; það bregzt mér ekki; eg sé það á augunum í þér«. Nonni fór að bera það af sér og sagði: »En þá hefðirðu átt að sjá augun í hinum strákunum, mamma«.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.