Ísafold - 13.04.1899, Blaðsíða 2

Ísafold - 13.04.1899, Blaðsíða 2
90 liann hélt fyrirlesturinn í #Juridisk Sam- fundt, þann, sem prentaður er í 2. árg. »Eimreiðarinnar«, mundi hann það þó, að til þess að dönsk lög öðl- uðust gildi á Islandi þurfti að birta þau »á ákveðinn hátt á íslenzku í landinu sjálfu«, eins og hann kemst að orði. Eg læt ósagt, hvernig hann hefir farið að gleyma þessu atriði síð- an. Og ekki getur hánn verið farinn að ímynda sér, að grundvallarlögin hafi nokkurn tima birt verið bér á landi. Skoplegt dæmi þess, _í hverjar ó- göngur dr. V. G. kemst, þegar hann er að heimfæra grundvallarlögin upp á sérmál vor, er ráðgjafaábyrgðin. Scjórnarskráin lætur hana ekki nálengra en tíl stjórnarskrárbrota, svo sem kunn- ugter. Eyrirmæli stjórnarskrárinnar eru í því efni svo skýr og ljós, sem fram- ast verður á kosið, í 3. gr. og 2. gr. í ákvörðunum um stundarsakir. Og hingað til hefir enginn vafi á því leik- ið, hvernig ætti að skilja þetta — að ráðgjafinn hafi enga pólitiska ábyrgð í íslenzkum sérmálum, þegar út fyrir stjórnarskrárbrotin komi; ábyrgð hans sé þar ekki annan veg farið en ábyrgð annara embættismanna. En dr. V. G. vill ekki kannast við, að ábyrgðina vanti alveg — og sækir hana svo í grundvallarlögin! Honum finst óhugsandi annað en að öllumskilj- ist, að »ákvæði alríkislaganna« (o: grv.- laganna) hljóti »að gilda í þessu efni«. Nú fe«s að vandast málið. Hver á að höfða mál móti íslenzk- um ráðgjafa eftir ákvæðum grundvall- arlagannat Ekki getur það verið al- /þingi. því að grundvallarlögin þekkja ekki það þing. Hver á að dæma mál- ið? Ekki getur það verið hæstiréttur. því að grundvallarlögin gera ráð fyrir alt öðrum dómstóli í slíkum málum. það hlýtur þá að verða danska á- kæruvaldið (fólksþingið), sem lögsækir íslands-ráðgjafann, og ríkisrétturinn, sem dæmir hann, ef koma á fram á- byrgð á hendur honum samkvæmt grundvallarlögunum. En á því er sá hængur fyrir dr. V. G., að hann er sjálfur að berjast gegn þeirri kenningu í þessari grein sinni í »Eimreiðinni« síðustu. Og þar ber hann afdráttarlaust núverandi ráðgjafa íslands fyrir þeirri skoðun, »að svo framarlega sem hið danska ákæruvald gerði tilraun til þess að höfða mál gegn Islandsráðgjafanum fyrir aðgerð- ir hans í íslenzkum málum (í ríkisráð- inu eða utan þess), þá mundi ríkis- rétturinn óðara vísa því máli frá, af því að málið væri ekki höfðað af hinu rétta ákæruvaldi og ætti ekki heldur, að dæmast af ríkisréttinum«. Mér þykir ekki ólíklegt, að einhverj- um kunní nú að verðaaðorði: Hvers vegna eru Islendingar að deila um stöðulögin og áhrif þeirra nú á tím- um? Er ekki margt annað þarfara um að tala? Að minsta kosti datt mér þetta í hug, þegar ég las ritgerð dr. V. G. í »Eimreiðinni«. Og enn er mér óskilj- anlegt, hvað honum hefir gengið til að setja hana saman og birta almenn- ingi. Auðvitað er maðurinn sannfærður um þetta, sem hann heldur fram, — þó að ekki sé auðsætt, hvernig hann hefir komist inn á þessa villustigu. En þegar um jafn-mikilsvert mál er að ræða eins og hór, þarf sannfæring- in að vera á langtum betri rökum bygð en þessar ímyndanir dr. V. G. eru, til þess að nokkur maðurhafisið- ferðislega heimild til að varpa henni fram. f>að á ekki að vera neinn gam- anleikur, að telja þá trú fyrir þjóð sinni, að hún hafi minni réttindi en hún um fjórðung aldar hefir talið sig hafa. þó væri þetta atferli ekki með öllu óskiljanlegt, ef sú stefna, sem dr. V. G., ásamt nærfelt helmingi þingsins, heldur fram í stjórnarmáli voru gæti einhvern stuðning haft af þessari nýju kenningu hans. En því fermjög fjarri. Eins og ísafold hefir þegar tekið fram, kemur hún ekki lifandi vitund við þeirri spurningu, sem nú liggur fyrir fyrir þjóðinni: Eigum vér að þiggja tilboð stjórnarinnar eða hafna þvi? f>að er búið að færa óteljandi rök fyr- ir því og mjög öflug, að vér eigum að þiggja tilboðið. Og engin af þeim á- stæðum sem fram hafa verið fluttar, byggjast að neinu leyti á þessari upp- gjafarkenningu dr. V. G. f>ar á móti er hitd víst, að sú kenn- ing vekur gremju og jafnvel hugar angur í brjósti mörgum Islendingi. Hversvegna þá? kann nú einhver að spyrja. Gerir þetta nokkuð til? Er oss okki með öllu ofvaxið að að byggja á nokkurum öðrum grund- velli en sdöðulögunum og stjórnar- skránni? Og sé svo, hvers vegna má þá ekki taka kenningu dr. V. G. með þögn og fylsta jafnaðargeði. f>ví er fljótsvarað. Vanmáttur þess- arar kynslóðar til að fylgja fram fylstu réttindum landsins veitir henni enga heimild til að láta nokkuð af þeim af hendi. Og fyrsta sporið til þess að þjóðin afsali sér þeitn er að telja henni trú um, að hún eigi ekki tilka.II til þeirra. Hvenær sem á slíkri viðleitni bólar, er skylt að mótmæla henni og vara þjóðina við henni. Mér stendur á sama, þó að höf. gangi ekki nema alt gott til, sem eg veit að muni vera, — þó að hann hafi þá skoðun, að áminst kenning greiði götu fyrir æski- legum og þjóðinni hagfeldtím úrslit- um stjórnarbótardeilunnar. Kenning- in er jafn-varúðarverð fyrir því. Hún er sá viðsjálsgripur, að vér ættum aldrei að hleypa henni inn fyrir garð hjá oss. f>ess vegna hefi eg ritað þessar línur. Vendetta. Eftir Archibald Clavering- Gunter. ‘ IX. f>egar einvígisvotturinn énski heyrir þessi göfugmannlegu orð hans, tautar hann við sjálfan sjg: »Og aulabárð- urinn með allan riddaraskapinn! Nú hefir hann farið með þann hagnað, sem hann gat af skammbyssunum haft«. Höfuðsmaðurinn franski lítur spurn- araugum á Barnes. Vesturheimsmaðurinn segir að eins: »f>etta er alveg satt, hr. höfuðsmað- ur1 Eg reyndi báðar skammbyssurn- ar; sú, sem nafnið er grafið á, hittir hér um bil tveimur fetum vinstra meg- in við markið; á hinni munar ofur- lítið minna, einu feti og níu þumlung- um. f>ér vitið að eg hefi vit á skot- vopnum. Eg legg við drengskap minn, de Belloc, að eg segi satt. Og úrþví að eg hefi gert hættuna jafnmikla fyr- ir báða, farið þór auðvitað að hlæja að mér og kynlegur friðarstillir mun yður þykja eg vera — — En við það verður að sitja«. I sama bili finnst Barnes hann heyra hófaskelli í nokkurri fjarlægð. Honum dettur Marína i hug og stekk- ur upp stigann, alveg utan við sig út af því, að hann skuli hafa orðið til þess að auka hættu beggja mannanna. Einu augnabliki síðar færir höfuðs- maðurinn sig ofurlítið nær lautinanl- ' inum enska, hneigir sig og segir: • Hefði eg þekt yður fyr, mundi mér ekki hafa komið til hugar að ympra á öðru eins og tillögunni, sem áðan varð yður til móðgunar; nú iðrast eg þe8s, því að þér eruð ekki að eins vaskur maður, heldur og sæmdarmað-‘ ur«. Og hann kveður hann á þann hátt, sem tíðkast meðal hermanna, þegar þeir vilja sýna félaga sínum sér- staka virðingu. Svo snýr hann sér að Korsíkumanninum unga og segir: »Eg ræð yður til þess, Paoli, að muna eftir því, sem hr. Barnes hefir sagt; hann hefir betra vit á því en nokkur annar maður, hvernig með skamm- byssur á að fara«. Svo fer hann aft- ur á sinn stað, til þess að gefa merki um það að nú eigi hólmgangan að byrja. Barnes sér frá svölum veitingaskál- ans, að Marína er að koma; en hest- urinn hennar er alveg uppgefinn. Tveir menn eru á eftir henni. Annar þeirra er fóstri hennar, Tómassó gamli; hinn er Musso Danella greifi. Hún knyr skepnuna áfram, eins og um líf bróð- ur hennar só að tefla, þó að hún viti ekki vissu sína í því efni; því að í miðanum, sem Barnes hafði hripað Danella í flýti, stóð ekki annað en það, að ef hún kæmi, gæti það orðið til þe8S, að Antóníó hætti við flónsku, sem fyrir honura vekti. Enn á hún eftir hálfa mílu (enska) og kemur fráleitt nógu snemma; já, það er þegar of seint; því að á þessu augnabliki heyrist skarpur hvellur — hólmgangan er byrjuð. Báðir hleypa hólmgöngumennirnir af jafnsnemma, Korsíkumaðurinn þó í við fyr. þegar reykurinn er rokinn burt, stendur Antóníó uppréttur, en þó er eins og hann leggi allan þunga líkama síns á vinstra fótinn. Eng- lendingurinn skjögrar til og hefði dott- ið, ef félagi hans hefði ekki hlaupið til hans og stutt hann. »Hvað er að kunningi? Eruð þér mikið sár?« Lautinantinn segir stamandi; »f>að er hérna — í síðunni* — og þrýstir á með hendinni. Svo kemur undrunar- svipur á andlitið á honum, og því næst er eins og honum hægist, því að upp úr vestisvasa sínum tekur hann sama silfurpeninginn, sem áður hafði reynst honum happadrjúgur; nú hefir skammbyssukúlan hitt peninginn. •Hvernig líður yður?« spyr hr. Barn- es; hann hefir flýtt sér til hans til að gera það fyrir hann, sem honum er unt, verkfæralausum. því að þó að Vesturheimsmaðurinn hefði ekki tek- ið próf, gerði hann alt vel, sem hann fekst við á annað borð, og var betri læknir en margir, sem setja dr. med. á eftir nafninu sínu. »Mér líður nú miklu betur, og það á eg auðnupeningnum mínum að þakka«, svarar Englendingurinn, lítur á silfurpeninginn sinn og stingur hon- um svo í vasann aftur. »Eg gleymi þessu ekki fyrst um sinn !« Og það gat hann staðið við; því að bann hafði verk í rifjunum marga daga á eftir. »Já, eg held naumast þér deyið af þessu, — tekur Barnes til máls. En svo tekur de Belloc fram í fyrir hon- um : »Eins og nú er ástatt, heimtar vin- ur minD að þið skjótið einu sinni enn«. »En svo hefi eg ekki tíma til að verða við þeirri ósk hans !« »Hvers vegna ekki ? f>ér hafið næg- an styrk til að hleypa úrskammbyssu og vinur minn getur staðið á fótunum!« Fyr hafði ekki verið gefið í skyn,. að Korsíkumaðurinn hefði orðið sár. Enski foringinn lítur út á sjóinn og segir svo við de Belloc : •Fallbyssubáturinn er að létta akk- erum ; að einu augnabliki liðnu er hann lagður á stað til Alexandríu. Við verð- um að vera á þilfarinu, þegar egipzku fallbyssurnar fara að hafa hann að skotspænú. Foringjaefnið er þegar komið ofan að flæðarmáli til þess að leysa bátinn. »J>ér hafið enn nógan tíma!« »Nei! J>ér eruð sjálfur liðsforingi og ættuð ekki að aftra hermanni frá að gera skyldu sína«. En nú segir Korsíkumaðurinn með veikum róm og fölum vörum : • Skammbyssan mín er klofin — og — eg get ekki staðið lengur !« Og hann hnígur niður og situr kyr á klöppinni. Englendingurinn lítur á hann og segir : »Eruð þér sár á fætinum ? Ó — mér þykir vænt um að ekki hefir verra hlotist af! Komi eg aftur frá Egiptalandi, og ef þér eruð þá------«. Meira getur hann ekki sagt; því að nú drynur skotkveðjan út yfir fjörðinn. Lautinantinn flýtir sér ofan að bátn- um og kallar í angistarróm til ræðar- anna: Fimm pund skuluð þið fá góð- ir hálsar, þegar þið komist að hliðinni á skipinu þarna! |>að er æfilangt ærutjón fyrir okkur, ef við náum því ekki!« Hann hampar gullinu fyrir framan augun á þeim með annari hendinni, en tekur í stýrissveifina með hinni. Kor- ísku-fiskimennirnir taka knálega til ár- anna og einvígisvotturinn fer úr frakk- anum og tekur aukaár. Báturinn skýzt frá landi og skrúfan í herskip- inu er kominn í hreyfingu. Fjórði kapítuli. Dáinn. Barnes hefir tekið eftir því, að Paoli er orðinn veikraddaður; það ber því meira á þvi, sem hann hafði áður haft sterka rödd. Hann hleypur til hans og tekur á lífæðinni á hontim. Meðan Barnes er að eiga við Paoli, verður hann alveg jafn-fölur Korsíkumannin- um sjálfum. Paoli hallar sér nú aft- ur á bak, styðst upp við klappirnar og lætur höfuðið hníga út af, eins og hann hafi ekki mátt til að halda því uppréttu. Barnes ristir í einu vetfangi sundur með hnífi sínum bláu buxurnar, sem særði maðurinn er í. þær eru þegar orðnar dökkrauðar á annari mjöðminni, svo að sánð hlýtur að vera einhvers- staðar þar nálægt. Hann þreifar fyr- ir sór með fingrunum og finnur, hvert hún hefir farið. j>á líggur við hann æpi upp yfir sig af undrun, því að hann sér, hver ofsastyrkur hefir legið í hatri mannsins, — að hann skuli hafa getað, þótt ekki væri nema eina mínútu, haldið sér uppréttum í þeirri von að fá að ekjóta aftur, jafn-illa og kúlan hafði leikið hann. í fyrstu skil- ur hann ekki til fulls, hvernig kúlan hefir getað farið svo kynlega leið ; en svo verður honum litið á klofnu skamm- byssuna, sem liggur við hlið sjóforingj- ans, og þá sér hann, hvernig á því stendur, að sárið hefir orðið eips og það er. »Flýtið þér yður nú !« kallar hann til Mateós gamla ; »sækið þér sterkasta vínandann, romm eða bezta brennivín-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.