Ísafold - 26.04.1899, Side 1
Kemnr út ýmist einu sinni eða
tvisv. i viku. Yerð árg. (80 ark.
minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða
14/a doll.; horgist fyrir miðjan
júlí (erlendis fyrir fram).
ÍSAFOLD.
Uppsögn (skrifleg) bunain við
áramót, ógild nema komin sje
til útgefanda fyrir 1. október
Afgreiðslustofa blaðsins er
Austurstrœti 8.
XXYI. árg.
Reykjavík, niiðvikudaginn 26. apríl 1899.
26. blað.
I. 0. 0. F. 814288V»-
Forngripasafnopiðmvd.og ld. kl.ll—12.
Landsbankinn opinn hvern virkan dag
kl. 11—2. Bankastjóri við 12—2, annar
gæzlustjóri 12—1.
Landsbókasafn opið hvern virkan dag
kl. 12—2, og einni stundu lengur (til k).3)
md., mvd. og ld. til útlána.
rrTTmfTTTT? YT7 YTTXXLJ Ttf:
Þingmaniiaskifti.
Fyrri þingmaður Eangvellinga, Sig-
hvatur Árnason, hefir sagt af sérþing-
mensku, 14. þ. mán., og á því að fara
fram aukakosning í því kjördæmi í
hans sæti á alþingi fyrir þing í sum-
ar, í miðjum júnímánuði; svo hefir
landshöfðingi skipað fyrir og sent gagn-
gjört austur til sýslamanns með þau
skeyti daginn eftir að póstur kom síð-
ast (22. þ. m.) með uppsögn Sighvats.
Sighvatur var bæði elztur maður á
þingi hér, rúmlega hálfáttræður orðinn
nú, og elztur þingmaður. Ilann hefir
setið á 16 þingum alls: 2 ráðgjafar-
þingum (1865 og 1867) og 14 löggjaf-
arþingum (1875—1897). Fyrri lög-
gjafarþingin 10 átti hann sæti í efri
deild (1875—1891), en síðustu 4 í
neðri. — það var Grímur Thomsen,
sem komst upp á milli hans og kjós-
enda hans 1868 og hafði hans sæti
þingin 1869, 1871 og 1873 ; ella mundi
þingmenska hans að líkindum aldrei
hafa slitnað ; svo tryggir voru þeir við
hann fvr og síðar.
Hannvar maður trúlyndur og stefnu-
fastur í þingmensku sinni, alúðar-
maður mikill og gætinn, viðmótsþýður
og óáleitinn. Hann varði vel sínu pundi,
sinni góðu, farsælu náttúrugreind, við
það starf sem önnur, er hann hefir
með höndum haft í almennings þarfir
um langan aldur. — Skjátlast gerði
honum að vorum dómi og mikilsþings-
flokks hin síðari árin í alkunnu stór-
máli, mest fyrir oftraust á misvitrum
leiðtoga og órjúfanlegri trygð við hann;
en manna sízt ætlum vér hann hafa
verið þá né endranær grunaðan um
að brjóta bág við sannfæringu sína
eða láta stjórnast af öðrum en góðum
hvötum, af öðru en fölskvalausri þjóð-
arást.
Hann mun hafa borið fyrir sig elli-
lasburði, er hann hætti nú við aðríða
til þings, síðasta þingsins á kjörtíma-
bilinu, og ræðnr mjög að líkindum, að
svo sé. Fn hitt höfum vér fyrir satt
eigi að síður, að annað hafi miklu
um valdið jafnframt: það, að hann
vissi allan þorra kjósenda sinna orðinn
annars hugar í áminstu stórmáli,
stjórnarskrármálinu, — orðinn einhuga
á því. að sæta því færi til skjótra og
mjög vel viðunanlegra lykta á hinni
hveimleiðu stjórnarbótardeilu, sem kost-
ur var á á síðasta þingi og enn von-
um vér að sé. Væri drengskapur hans
að meiri og fallega skilist við kjósendur,
eftir langa sambúð og góða, ef honum
gengi það til meðfram, að veita þeim
kost á að koma sínum vilja fram nú
þegar á þingi því, er í hönd fer; enda
meira en vel hugsanlegt, að honum sé
sjálfum nú orðið sú stefnan eigi svo
óskapfeld sem á síðasta þingi, eftir
allar þær mjög svo mikilsverðu skýr-
ingar, er málið hefir hlotið síðan og
margur vitur og mætur maður hefir
látið sannfærast af.
Ekki mun fullráðið enn, hverjir gefi
kost á sér í sæti Sighvats. En haft
er fyrir satt, að ekki hugsi Rang-
æingar til annars en að koma sér sam-
an um einhvern innanhéraðsmann.
Fullyrt er, að síra Eggert Pálsson á
Breiðabólsstað muni hugsa til þing-
mensku, en litlar líkur til að hann
hafi yfirleitt annarra fylgi en sinna
sóknarbarna, með því og að hann kvað
vera alveg »benedizkur«.
Nefndur hefir og verið Eyólfur í
Hvammi Guðmundsson, sýslunefndar-
maður og oddviti, valinkunnur sæmd-
armaður, áhugamaður mikill um al-
menningshag og mætavel greindur.
En nú eru bornar brigður á, að hann
fáist til að gefa kost á sór.
En hvað sem þessu líður, þá ersvo
mönnum varið nú í því hóraði, að
engin skotaskuld á að þurfa að verða
úr að fá hið auða sæti sæmilega skip-
að. Er mest um vert, að sem flestir
málsmetandi menn í kjördæminu hafi
góð samtök sín á milli um að láta
eigi atkvæði tvístrast út í loftið, held-
ur sameinast um einn og hinn sama
mann, þann, er kjördæminu sami vel
og sé öruggur flutningsmaður þess, er
þorri kjósendanna vill vera láta í
helztu þingmálum.
Landsbókasafnið.
Eftir Jón Olafsson.
1.
Eins og kunnugt er, á Island fmvm
bókasöfn í Reykjavík: Landsbókasafn-
ið, Alþingisbókasafmð, Lærða-skóla-
bókasafnið, Prestaskóla-bókasafnið og
Læknaskóla-bókasafnið.
Af þessum bókasöfnum á almenn-
ingur ekki aðgang nema að Lands-
bókasafninu. Hin eru ætluð þeim sér-
stökum stofnunum, sem þau eru kend
við.
Gifurleg óhagsýni.
I örlitlu þorpi eins og Reykjavík,
sem hefir að eins um 4000 íbúa og er
ekki víðlendari en svo, að á 10—15
mínútum má ganga bæinn á enda,
virðist það auðsætt, að engin þörf er
á fyrir víðáttunnar sakir að hafa fleiri
en eitt alment bókasafn. En hins
vegar er það hin mestaóhagsýni, hrein
fjáreyðsla til einkis, að hafa þessi 5
söfn, þar sem fjárveiting til þeirra er
af mjög skornum skamti. Afleiðingin
af þessari fimmskiftingu kraftanna
(eða fjártillags landssjóðs) hlýtur að
verða sú, að annaðhvort verður alls-
herjar-bókasafnið (Landsbókasafnið) að
fara á mis við að eiga ýmsar bækur,
sem því væri ómissandi að eiga, eða
þá að eitt eintak af sama ritinu verð-
ur í Landsbókasafninu og annað ein-
tak af sama riti í einhverju hinna
safnanna. Tökum t. d. merkilegtnátt-
úrufræðilegt rit, sem Lærða skóla-bóka-
safnið kaupir; eða merkilegt stjórn-
fræðilegt rit, sem Alþingisbókasafnið
kaupir; eða merkilegt kirkjusögurit eða
heimspekirit, sem Prestaskóla-bóka-
safnið kaupir; eða merkilega bók um
lífseðlisfræði, um efnafræði o. s.
frv., sem Læknaskóla-safnið kaupir.
Hvert þessara rita getur verið svo
mikilsvert fyrir almenna lesendur, að
það ætti endilega að vera til á Lands-
bókasafninu, hinu einaafsöfnum þess-
um, sem ætlað er almenningi mentaðra
og fróðleiksfúsra manna; og svona get-
ur staðið á um urmul bóka, um bækur í
hverri fræðigrein svo að kalla. Annað-
hvort verður þá Landsbókasafnið að
sneiða hjá þessum ómissandi bókum,
af því að þær eru til á einhverju hinu
safninu, eða þá að peningum, sem
landið veitir til bókakaupa, verður að
verja til að kaupa fleiri en eitt eintak
af sama ritinu — ef til vill 3 eintök
eða 4; því að það er auðvelt að nefna
rit, sem ekkert af þessum sérstöku
söfnum mætti án vera, ef hvert um
sig ætti að fullnægja sínum sérstaka
tilgangi.
Hvernig stendur á þessu?
J>að stendur svo á því, að áður en
land vort fekk sjálfstjórn í fjármálum
sínura, þá var aldrei eyrir veittur
landsbókasafninu af almannafé; það
var stofnað af gjöfum og lifði af náð
og miskunn einstaklinga. Hins vegar
hafði stjórnin tekið að sér að kosta
skólana, og því varð togað út úr henni
lítilræði á ári til bókakaupa, og skól-
unum var því fremur þörf á þessu,
sem landsbókasafnið gat enga bók
keypt í neinni fræðigrein fyrir fóleysi.
Alþingi fekk þegar meðan það var ráð-
gjafarþing að ávísa kostnaði til sjálfs sín,
og notaði Jón heitinn Sigurðsson þetta
vald til að afla landinu nokkurra nyt-
samra og góðra bóka, sem enginn
annar vegur var að fá keyptar til
landsins fyrir almannafé. Allar tekjur
af landinu runnu þá í ríkissjóð Dana-
veldis og út úr honum varð að sverfa
öll gjöld til almannaþarfa. Eini veg-
urinn til að fá nokkurum eyri úr ríkis-
sjóði varið til bókakaupa hér á landi,
var því sá, að fá það veitt þessum
sórstöku stofnunum. Fyrir þetta
mynduðust þessi mörgu sérstöku bóka-
söfn, öll af vanefnum, en þó betri en
alls ekkert.
En óhætt er að segja það, að væri
ekkert bókasafn til nvi hér í Reykja-
vík, sem landssjóður legði fé til, og
ætti nú að fara að stofna safn, þá
mundi engum heilvita manni detta f
hug að fara að stofna öll þessi smá-
söfu og veita fé til þeirra. Menn
mundu veita féð einu allsherjar-safni
— landsbókasafni.
Eitt landsbókasafn.
þ^ð sýnist nú liggja beint við, að
hætta þegar í stað þessari óhagsýni-
legu tvístringu kraftanna, sameina öll
þessi söfn í eitt, leggja þau til lands-
bókasafnsins, og sameina fjárveiting-
ar þær, sem veittar hafa verið sér-
söfnunum, allar í eitt, veita þær í einu
lagi Landsbókasafninu.
Eg þykist mega fúllyrða, að forstöðu-
menn og kennarar skólauna, flestir ef
ekki allir, sé samdóma mér um þetta.
Alþingi notar vitanlega alment ekkert
af sínu bókasafni, nema fáein bindi,
helzt þingtíðindi, lagasöfn og stjórnar-
tíðíndi, sem haft er við höndina á skrif-
stofunni um þingtímann. En þetta
mætti gera eftir sem áður. Eins gætu
kennendur skólanna fengið að hafa
forgangsrétt að bókum í sínum fræði-
greinum.
Kellsalls-gjöfin.
Eg hefi heyrt þeirri mótbáru hreyft,
að með því að Lærða-skóla-bókasafnið
er varðveitt í sérstöku steinhúsi, sem
er reist fyrir peninga, sem enskur
maður, Kellsall að nafni, gaf til þess,
að reist yrði hús fyrir safnið, þá gæti
hugsast að erfingjar Kellsalls gætu
heimtað aftur féð, ef bókasafn skólans
yrði lagt niður. £n hér ræðir ekki
um að »leggjaniður« bókasafnið á þann
hátt, að farga því úr höndum eigand-
ans, heldur að eins að flytja það í
annað hús og varðveita það þar ásamt
öðrum bókum sama eiganda. Lærði
skólinn er nefnilega stofnun og eign
landssjóðs, og það er Landsbókasafnið
nú líka. Kellsall gaf gjöf sína til þess
að bæta úr húsnæðisleysi safnsins á
sinni tíð, af því að það átti þá ekkert
húsnæði. En hvergi hefir hann ákveð-
ið, að féð skyldi endurborgast, ef safn-
ið fengi hentara eða betra húsnæði
annað. Hann gaf féð með því skil-
yrði, að landstjórnin verði því til að
afla safninu húsnæðis. En eins og
það var á hennar valdi, hvernig hún
gerði húsið, svo hlýtur það að sjálf-
sögðu að vera á hennar valdi, að skifta
á þe3su húsnæði og öðru, — ef hún að
eins sér safninu fyrir húsnæði, sem er
tryggilegt og gjöfinni samboðið, og það
gerir hún fult eins vel með því að
hýsa safnið f stærra húsi ásamt öðr-
um bókasöfnum sínum, eins og með
því að geyma það í húsi því, sem það
er nú f.
fessi mótbára getur því varla komið
til alvarlegrar íhugunar. Enda væri
það undarleg hausavíxl á tilgangi og
tilgangs-sbuðningi, að halda uppi bóka-
safni sakir bókasafns-hússius.
Landsbókasafnið — Tilgangur þess.
f>að kann að virðast einfaldlegt
að setja fram þá spurning: til hvers
eru bókasöfn ætluð? Hver er til-
gangur þeirra? Og svo má virðast
sem því sé sjálfsvarað. En það er
þó ekki alveg svo, því að bókasöfn
geta verið stofnuð sitt í hverjum til-
gangi. Sum eru stofnuð aðallega r,il
að veita almenningi ódýran aðgang
að því, að lesa sér til skemtun-
ar og fróðleiks; til að veita almenn-
ingi mentandi, eða að minsta kosti
saklausa, dægrastytting. Onnur geta
verið stofnuð aðallega til að veita
fræðimönnum og öðrum, er fræðast
vilja, aðgang að beztu bókum, eldri
og yngri, í hverri fræðigrein sem er,
en ekki til skemtilesturs; slíkra safna
tilgangur er þá og jafnframt að safna
öllum fágætum bókum og varðveita
þær.
Fyrri tegund safna getur veitt lesend-
um aðgang að bókunum annaðhvort
á lestrarsölum eða með útlánum heim
til lesanda, en aðallega með útlánum,
Síðari söfnin geta og haft báðar þess-
ar aðferðir; en fyrri aðferðin (les;rar-
salir) verður eðlilega aðalaðferðin þar,
og þá aðferð eingöngu nota nú mörg
slík söfn; útlánin verða þar ávalt
fremur undantekning, ef þau ann-
ars eiga sér stað.
Mörg söfn sameina hvorutveggi
þenna tilgang, og lána þá einkum út