Ísafold - 06.05.1899, Blaðsíða 1

Ísafold - 06.05.1899, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist einu sinni eða tvisv. í vikn. Verð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða 1.*/» doll.; borgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bunam við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir 1. október Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstræti 8. XXVI. ársr. Reykjavík, Laugardaginn 6. maí 1899. 29. blað I. 0. 0. F. 8I5I281/S.2'7. Forngripasafnopiðmvd.og ld, kl.ll—12. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. 11—2. Bankastjóri við 12—2, annar gæzlustjóri 12—1. Landsbókasafn opið hvern virkan dag kl. 12—2, og einni stundu lengur (til kl.3) md., mvd. og ld. til útlána. Póstar fara: vestur 9., norður 10, austur 12. þ. m. rFTtTTrWTYT'FTrrTTTFTFfTTTT', Grildi stöðulaganna. Eétt í þessari svipan, eftir að póst- skipið er lagt af stað til íslands, hefir mér borist »ísafold«- XXVI, 23 með grein eftir »Lögfrœðing* urn »Stöðu- lögin og landsréttindi vor«, þar sem hafin eru mótmæli gegn kenningu minni í síðasta hefti »Eimreiðarinnar« um gildi stöðulaganna og alríkislag- anna fyrir ísland. J>au mótmæli komu reyndar ekkert flatt upp á mig, því eg átti fylllilega von á þeim. En bæði bjóst eg við, að þau mundu fyrst koma 'úr annari átt, og eins hinu, að þau mundu verða dá- lítið veigameiri, þegar þau kæmu. Eg fæ sem sé ekki séð, að í þeirri grein hafi tekist að hrekja neitt í röksemda- leiðslu minni, því þar er ekki komið fram með eina einustu nýja sönnun gegn kenningu minni, heldur að eins endurteknar sömu fullyrðingarnar, sem stjórnmálamenn vorir hafa hingað til bygt á, en sem eg þykist bæði hafa sýnt og geta sýnt enn betur, að séu ekki á réttum rökum bygðar. En að sannanir mínar í jafn-alvarlegu málij séu ekki teknar gildar þegar í stað, þykir mér ósköp eðlilegt. Kenningin um, að stöðulögin ekki séu bindandi fyririr ísland og alríkis- lögin þvf líka ógild fyrir það, er orð- in svo rótgróin hjá mönnum, að það er engin von til, að henni verði koll- varpað 1 einni svipan. Eg á því hægra með að skilja í því, þegar eg lít á, í hve mikilli baráttu eg hefi orðið að eiga við sjálfan mig, til þess að kom- ast að réttri niðurstöðu. Eg get því vorkent öllum öðrum, þó þeir breyti ekki skoðun sinni í þessu efni, jafn- skjótt og einhver annar kemur fram með gagnstæða skoðun og álít meira að segja ekki heppilegt, að þeir gerðu það. Engum getur verið það kærara en mér, að fá að heyra allar þær röksemdir, sem hægt er fram að færa gegn kenningu minni, því hún er í rauninni ekki svo gleðileg fyrir lands- réttindi vor, að ástæða sé til að óska, að hún sé rétt. j?að mundi því vera mér sem sönnum Islendingi hin mesta fróun, ef unt væri með fullgildum rökum að sanna, að hún væri röng. En því rniður hefi eg enga von um, að það takisn, enda benda þær ástæður, er »Lögfræðingur« hefir fram að færa, ekki í þá átt. f>að væri ekki neitt vandaverk, að sýna fram á, að allar röksemdir hans gegn kenningu minni eru svo létt- vægar, að þær engu hagga í henni. En eg ætla þó ekki að hreyfa við þeim að sinni, og ber margt- til þess. Fyrst og fremst þyrfti eg að skrifa nokkuð langt mál, til þess að gera það glögglega, en þess er nú ekki kostur, þar sem eg verð að skrifa mjög stutt, ef þessar línur eiga að geta náð póstskipinu í Skotlandi. í annan stað get eg innan skamms búist við að fá tækifæri til að ræða málið á alþingi, þar sem búast má við, að spurningunni verði hreyft undir meðferð stjórnarskrármálsins þar. í þriðja lagi finst mér ekkert á liggja að gera út um þennan ágrein- ing, þar sem þessi kenning— eins og bæði »ísafold« og »Lögfræðingur« hafa tekið fram — hefir engin áhrif á gildi þeirrar stjórnmálastefnu, sem eg og samflokk8menn mínir eru nú að berjast fyrir í stjórnarskrármálinu. þjóðin getur óhikað hvort sera er að- hylst eða hafnað þeirri stefnu án alls tillits til þess, hvort þessi kenn- ing um gildi stöðulaganna og alríkis- laganna er rétt eða ekki rétt. því að í þeim breytingum, sem farið er fram á, að alþingi samþykki á stjórn- arsbránni, er ekkert hreyft við þeirri spurningu. Eg er því »Lögfræðingi« fyllilega samdóma um, að við getum gert annað þarfara nú sem stendur, en að vera»að deila um þessa kenn- ingu, og mun haga mér samkvæmt því. En þar sem »Lögfræðingur« tekur það fram, að sér sé óskiljanlegt, hvað mér hafi gengið til að fara*að birta þessa kenningu mína fyrir almennin^i, þá verð eg að svara því stuttlegá. jpað, sem einkum fyrir mér vakti, var það, að ef kenning mín væri rétt, þá væri auðsætt, að allar Leiðir, sem hingað til hefir verið bent á í stjórn- arskrármálinu, aðrar en frumvarps- leiðin frá 1897, væru ógengar, því þar sem þær kæmu allar í bága við al- ríkislögin, þá væri ómögulegt að kom- ast áfram á þeim, hver stjórn sem kynni að sitja að völdurn í Danmörku. Skilyrðið fyrir þeim væri breyting á alríkislögunum, en breyting á þeim væri ekki komin uudir alþingi, heldur ríkisþingi Dana. J>egar eg eftir langa og rækilega rannsókn á málinu var orðinn fyllilega sannfærður um þetta, áleit eg ekki rétt að fara í neina launkofa með þessa sannfæring, heldur láta hana koma fram opinber- lega. jþví sízt vildi eg, að mér yrði með réttu brugðið um, að halda öðru fram í opinberum málum en sann- færing minni hreinni og ómeingaðri. Eg hugsaði og sem svo, að ef menn könnuðust við, að kenning mín væri rétt, þjí mundi það hljóta að greiða fyrir heppilegum úrslitum ’í stjórnar- skrármálinu í bráðina, með því að mönnum yröi þá ljóst að allar aðrar leiðir væru ómögulegar fyrst um sinn en einmitt sú, sem eg og samflokks- menn mínir ,væru að berjast fyrir. En væri kenningin röng, þá mundi hun verða hrakin, og eg þannig fá að vita, í hverju villan lægi hjá mér. SuJjniðurstaðan var mér engu ókær- ari en hin, heldur þvert á móti. En um hana gat eg ekki gert mér neina von, nema með því að birta kenningu mína. |>á að eins gátu röksemdirnar gegn henni komið fram og eg lá,tið sannfærast. En því miður virðist, eftir þessari grein «Lögfræðings« að dæma, ekki mikið útlit fyrir, að sú ætli að verða niðurstaðan; því rök- semdir hans hafa engu haggað í sann- færing minni. Mér var það fullljóst, þegar eg setti fram þessa kenningu mína í »Eim- reiðinnú, að eg mundi með henni ríða í bága við marga eða jafnvel flesta og máske alla samflokksmenn mína. En eg Iét það ekki á mér festa. Mér fanst samt rétt að koma fram með hana sem mína persónulegu skoðun, auðvitað í þeirri von, að mér tækist að sannfæra aðra um, að hún væri rétt. Og það vona eg að mér takist, um það lýkur. Eg hefi reynslu fyrir því, að ekki fellur tré við fyrsta högg, og fellur þó á endanum. Hins vegar þóttist eg þess fullviss, að eg og samflokksmenn mínir getum unnið alveg eins saman að framgangi stjórn- arskrármálsins, eins og það uú horfir við, fyrir því, hvort sem þeir féllust á kenningu mína um gildi stöðulag- anna og alríkislaganna eða ekki. Kaupmannahöfn 25. apríl 1899. Valtýr Guðmundsson. Aths. ritstj. Með því að dr. V. G. gerir ekki minstu tilraun í ofanprentaðri grein til þess að færa frekari rök að kenningu sinni um áhrif stöðulaganna á lands- réttindi vor en hann þegar hefir gert f »Eimreiðinni», þá er engin ástæða til að fjölyrða um þetta mál. því að vitanlega skiftir það minstu, þó að hann finni ekki neina nýja sönn- un í grein Lögfræðings hér í blaðinu. þ>að er ekkert áhlaupaverk að koma með nýjar sannanir fyrir því, sem fullsannað er. Um hitt er meira vert, að undan- tekningarlaust hver maður, löglærður jafnt og ólöglærður, sem vér höfum haft spurnir af, hafnar afdráttarlaust kenningum V. G. um áhrif stöðulag- anna. Landsréttindum vorurn getur því ekki staðið hætta af þeírri uppgjöf á réttarkröfum vorum, sem annars væri ómótmælanlega um að ræða. Hér er ekki að ræða um annað en skoðun eins einstaks manns, og á henni ber enginn ábvrgð, nema sjálfur hann. En ekki getum vér dulist þess, að 088 virðist dr. V. G. gera fremur slæ- lega grein fyrir því, hvað honum hafi gengið til þess að fara að telja þjóð- inni þessa nýju trú viðvíkjandi lands- réttindum hennar. Að því leyti, sem það, efiþir hans eigin frásögn, hefir fyrir honum vakað, að fá að heyra andmæli gegn kenn- ingu sinni, þá voru fleiri leiðir til þess heldur en sú, að birta kenninguna á prenti. Hann hefði ekki þurft annað en að spyrjast bréflega fyrir hjá nokkur- um þeirra manna, er hann ber bezt traust til, að því er skarpleik snertir. Hann getur reitt sig á, að þeir hefðu svarað honum á líkan hátt og ísafold hefir gert. Og jafnvíst er hitt, að ekki er þörf á ímyndunum hans um skerðing lands- réttinda vorra til þess að sannfæra þjóðina um, að hvorki benedizkan né miðlunin frá 1889 séu sigurvænlegar leiðir í stjórnarbótarmáli voru. |>á sannfæring hefir pjóðin pegar fengið. j?ess hafa sést óræk merki nú upp á síðkastið. Og enn ótvíræðlegar mun það þó koma í ljós bæði við þing- mannskosninguna í Eangárvallasýslu í næsta mánuði og á þingmálafundun- um í vor. Hvaladráp og fiskigöngur. Eftir Bjarna Sæmundsson. VI. Samkvæmt verzlunarskýrslunum hefir verið árin 1876—1897 fluttur út fiskur frá Eyjafirði og Siglufirði sem hér segir (síld talin í tunnum, annar fiskur í þúsundum punda): Þorsk- Harð- Ýsa og Ar. ur. fiskur. smáf. Síld. 1876 13 31 1 43 77 270 59 35 14 78 478 142 128 82 79 391 58 233 16 80 548 38 63 2613 81 245 40 229 82021 82 370 » 363 12879 83 609 1 660 275 84 242 » 566 807 85 231 14 235 987 86 280 7 242 1724 87 169 5 201 1043 88 384 1 273 342 89 128 » 363 1729 90 183 » 388 1010 91 463 » 329 1452 92 430 » 192 913 93 556 » 384 47 94 340 » 463 498 95 417 » 858 24213 96 521 » 768 17371 97 745 » 989 1253 þessi skýrsla ber ekki vott um mikla afturför í aflabrögðum í Eyjafjarðar- sýslu á þessu tímabili, en sýnir, að síldarveiðarnar eru mjög upp og niður og verulega góð síldarár fremur fá. Á Austfjörðum hafa komið 3 góðir síldarafla-kaflar síðan 1866: 1866—69, 1878—85 og 1890—95. VII. |>að er íróðlegt í þessu sambandi að líta á, hvernig síldarafla hefir verið farið í Noregi og Svíþjóð síðari hluta þessarar aldar. I Noregi má skifta síldarveiðunum í þrent: stórsíldarveiðar, spiksíldar- veiðar (Fedsild) og vorsíldarveiðar. Stórsíldarveiðin í Norrlands- og Tromsö-ömtum (Hálogalandi og Finn- mörk) á haustum skifcist í stutt afla- tímabil og þá löng aflaleysistímabil. Síðasta aflatímabilið var 1866—1874. Vorsíldarveiði er stunduð frá Líðand- andisnesi að Stað, í febr. og marz. Árin 1851 til 1870 var góður afli, en síðan lítill. Var þverrandi í byrjun aldarinnar, en jókst svo aftur eftir 1810. Spiksíldarveiðin er stunduð síðari hluta sumars og á haustum frá Staf- angri norður í Tromsö. Hún hefir verið við sama síðan 1865; góð og slæm aflaár á víxl. Bezt 1875, 1883, 1886—89, 1892—93 og 1895; lökust 1872, 1882, 1884, 1890 og 1894. .

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.