Ísafold - 17.05.1899, Blaðsíða 3

Ísafold - 17.05.1899, Blaðsíða 3
127 var hann jafnframt prófaður munn- lega í ensku, dönsku, íslenzku og sjó- réttí og í samtali á dönsku. I prófnefnd við þetta próf voru, auk forstöðumanns skólans, þeir herr- ar premierlautinant E. H. C. Borbye og sekondlautinant A. G. Topsoe- Jensen af strandvarnarskipinu »Heim- dal«, skipaðir af íslandsráðherranum til að dæma um kunnáttu í stýri- mannafræðinni, en til að dæma um kunnáttu í ððrum greinum voru af landshöfðingja skipaðir þeir síra Eirík- ur Briem og yfirréttarmálfærslumað- ur Oddur Gíslason. Sá sem prófið tók var Jóhann pór- arinsson frá Ólafsvík í Snæfellsnes- sýslu og hlaut hann aðaleinkunnina 99 stig. Hæsta einkunn við þetta próf, er 112 stig og til að standast prófið þarf 48 stig. Hinn 10. maí að afloknu prófi, var skólanum sagt upp fyrir þetta skóla- ár. Laugapnesspítalinn. Háttvirti ritstjóri! Viljið þér taka eftirfarandi athugasemd í 'virðulegt blað yðar? Læknar, sem koma til bæjarms og kýnnu að vilja skoða Laugarnesspítal- ann, eru beSnir að koma um kl. 8£ árdegis, því þá fer eg um sjúkrastof- urnar, og vil eigi að óþörfu ónáða sjúklingana á öðrum tíma. Almenningi verður spítalinn alls eigi sýndur. Oðrum verður því eigi hleypt inn í spítalann en þeim sem ætla að heim- sækja ákveðna sjúklinga (kl. 2—3£), eða einhverja af starfsmönnum spftal- ans. Eg álít nauðsynlegt að taka þetta skýrt fram vegna þess, að síðan fór að hlýna, koma hingað hópar af alls konar fólki á ýmsum tímum dagsins í þeim tilgangi, að skoða spítalann að innanverðu, og telja það sjálfsagt að þeir fái það, af því það sé opinber stofnun! Opinber stofnun er spítalinn. Hann er sjúkraskýli og einangrunarstofnun, en ekki gripasafn eða leikhris. Laugarnesi 16. maí ’99. Sæm. B.jarnhéðinsson. Kennararáðning. J>að hefir borið við, að kennari, sem baðst eftir atvinnu við sveitakenslu, skýrði hlutaðeiganni hreppsnefnd svo frá, að hann hefði gengið í skóla hér í Flensborg og aflað sér kennarafræðslu. Síðar var eg spurður um, hvort mað- urinn hefði lært hér, og hvernig hon- um hefði gengið námið. t— |>að kom þá upp úr kafinu, að maður þessi hafði að vísu gengið hér í skóla, þ. e. í gagnfrœðaskólann, en ekki getað náð þar burtfararprófi. í kennaradeild skólans hafði hann aldrei verið. Til leiðbeiningar fyrir þá, sem ráða kennara til barnakenslu, og til þess að koma í veg fyrir að menn komist eftirleiðis upp með það, að skýra rang- lega frá því, hverja undírbúningsment- un þeir hafi fengið, skal eg taka það fram, að allir, sem taka burtfararpróf frá Flensborgarskólanum, fá burtfarar- prófsskírteini, og að þeir, sem taka þar kennarapróf, fá sömul. prófskirteini með innsigli skólans. Ef hlutaðeigendur óska þess, að kennarinn hafi notið kennaramentunar, þarf ekki annað en að láta hann sýna prófskírteini sitt til sönnunar því, að hann hafi aflað sér þeirrar undirbun ingsmentunar, sem hór er veitt. Hafi einhver glatað prófskírteini sínu, getur hann fengið annað, ef hann snýr sér til undirskrifaðs. Flensborg, 15. maí 1899. Jón þórarinsson. Prestur yfirgaf brauð sitt. Svolátandi yfirlýsing hefir Isafold verið beðin fyrir: I blaðinu Isafold nr. 2 þ. á. stendnr, að presturinn síra Jón Þorsteinsson fyrverandi sóknarprestur vor, bafi fyrir — l*/a ári — farið frá brauðinu J>óráðstöfuðu«. Ut af þessumummælum viljum vér undirrit- uð fyrv. sóknarbiirn haus ieyfa oss hér með að lýsa yfir þvi: að það sé eigi rétt, að nefndur prestur hafi farið frá brauðinu »óráðstöfuðu«, þar sem síra Jón — áður en hann fór — sá oss fyrir þjónustu þess prests, er vér frekast hefðum kosið, pró- fastsins síra Arna Jónssonar á Skútustöðum, er messað hefir i söfnuði vorum fast að ‘/3 parti og fullnægt að öðru leyti allri prests- þjónustu vorri í fjarveru hans. \ Og jafnframt viljnm vér geta þess, að af þeirri viðkynningu vorri af síra J. Þ. sem presti þau 18 ár, er vér nutum hans þjónustu, getum vér með ánægju vottað, að hann var bæði virtur og elskaður af söfn- uði sínum, fyrir gáfur sinar, lipurð og mjög prúðmannlega framkomu bæði í kirkju og utan kirkju. Lundarbrekku 29. marz 1899. Albert Jótisson, bóndi. Páll H. Jónsson, bóndi. Sigurgeir Jónsson, bóndi. Aðal- björg Pálsdóttir, ekkja. liarl E. Frið- riksson, bóndi. Sölvi Magnússon, bóndi. Sigurgeir Jónsson, bóndi. Tryggvi Valdimarsson, bóndi. Jón Þorkelsson, bóndi. Jón Jónsson, bóndi. Guðrún Sigmundsdóttir, búandi. Guðlaugur Þor- steinsson, bóndi. Jóhannes Jónsson bóndi. Hólmfriður Friðfinnsdóttir búandi. Frið- mundur Jónasson bóndi. Sigríður Jónatansdóttir, húskona. Sigurbj. Krist- jánsson húsm. Sveinn Pálsson, vinnum. Sigurtryggvi Tómasson, bóndi. Jón Jóns- son, bóndi. Jónas Jótisson, bóndi. Sig- urður Friðriksson, bóndi. Haraldur Illugason, bóndi. Pétur Jótisson, bóndi. Tómas Friðfinnsson, húsm. * * * Bangt hafa þati fyrir ‘sér, þessi sóknarbörn síra J. |>., er þau bera á móti því, að hann hafi farið frá brauði sínu óráðstöfuðu. Báðstöfun sú, er hann gerði, þegar hann yfirgaf það fyrir fultog alt, var alveg ógild og því sama sem engin. Prófastur hafði látið það svona vera í svip með þeim skil- daga, að prestur gerði annaðhvort þá þegar: sækti til landshöfðingja um lenging á burtfararleyfi því, er hann hafði áður fengið um ákveðinn tíma, en þá var löngu liðinn, eða beiddist lausn- ar frá embætti. En hann gerði hvor- ugt, heldur hélt áfram dvöl sinui í öðru prófastsdæmi umtalslaust, langar leiðir í burtu, og gegndi þar að miklu leyti prestsverkum fyrir annan prest, mág sinn. þess vegna .var brauðið tekið af honum. Bitstj. Brauð veltt. Lundarbrekku í Bárðardal hefirlands- höfðingi veitt 3. þ. m. prestaskólakand- ídat Jóni Stefánssyni (frá Ásólfsstöðum) samkvæmt kosningu safnaðarins. Auk hans sóttu cand. Yigfús þórðarson. Aðstoðarprest að Sauðanesi, hjá síra Arnljóti O- lafssyni, hefir biskup 15. marz þ. á. samþykt síra Jón porsteinsson, fyrrum prest að Lundarbrekku. Fleirl mannskaðar. Enn varð einn mannskaðinn fyrir skömmu, laust eftir sumarmál, í O- lafsvík. Fórst 5 manna far á heim- siglingu úr fiskróðri. þ>ar druknuðu: formaðurinn, þorsteinn Kristjánsson; þorleifur Kristjánsson, póstur milli Olafsvíkur og Búða; — þessir báðir kvæntir og búsettir í Ólafsvík og létu eftir sig börn í æsku; ennfremur Krist- ján nokkur Magnússon, ungur maður efnilegur og dugandi vel, upprunn- inn af Kjalarnesi (átti móður í Ameríku); Benóní nokkur úr Staðar- sveit, á sextugsaldri; og hinn 5. Guð- leifur Erasmusson, faðir Sigurbjarnar smiðs, sem var á Lækjarbotnum, há- aldraður maður, 77 ára, og hafði ver- ið allan sinn aldur í Ólafsvík, formað- ur meira en hálfa öld, og var vel ern enn, #greindur maður og fróður*. Strandferðabátarnir »Hólar« og »Skálholt« lögðu báðir á stað héðan í gærmorgun í aðra ferð þeirra umhverfis landið, með fjölda farþega, og Skálholt auk þess með fullfermi af vörum, mest úr »Vestu« á norðurhafnirnar. Vendetta. Eftir Archibald Clavering Gunter. XIV. »Hallist dómnefndin að hugsæisstefn- unni, verða engin verðlaun veitt fyrir þessa mynd«, segir hr. Barnes við sjálfan sig, »en sé meiri hluti hennar hlutsæingar, að því er listina snertir, þá fær hún áreiðanlega lofsorða-yfir- lýsing, ef ekki meira. Marína hefði þó getað gert mig ofurlítið laglegri«, hugsar hann enn fremur með sér; því að hann er ekki í neinum vafa um, hver þessa mynd hafi búið til. Óll þau atriði, sem ungu Korsiku- atúlkunni var nákvæmlega kunnugt um, hefir hún málað alveg rétt. Mynd- in af Barnes var alls ekki vel lík, enda hafði Marína þar haft minnið eitt að styðjast við; en andlitin á Englendingunum tveimur, sem hún hafði all8 ekki séð, voru fjarri öllum sanni. Meðan þessum hugsunum bregð- ur fyrir í huga Barnes, leitar hann að nafni höfundarins, en finnur að eins orðin : -oFinem respiceh Hann er heldur farinn að ryðga í latínunni, skrifar þessi orð í vasabók sína og kemst að því nokkurum dögum síðar, að þau þýða: »gefðu gætur að enda- lokunum !« Fyrst þegar Barnes rak upp undr- unarópið, fór gamall maður, sem hafði staðið fjarri myndinni í herberginu, en þó svo nærri henni, að hann gat séð, hvenær sem nokkur nam staðar fyrir framan hana, að færa sig nær honum smátt og smátt og virða hann fyrir sór, en lót þó sem hann hefði alt af augun á myndinni. þegar nú Barnes snýr sér við til þess að gæta að, hvort ungfrúin enska sé enn ekki komin inn í herbergið, þá kemur þessi gamli maður til hans. Hann virðist vera listverkasali, er að ýmsu leyti líkur gróðrabrallsmönnum, er elska listina fyrir þá peninga, sem hún gefur af sér. Hann nemur staðar við hliðina á Barnes og segir með mikilli áherzlu á ensku, en með nokkurum útlendum hljómblæ : »|>etta er voðalegt!« »Já, víst er það voðalegt !« svarar Barnes. Geðshræring hans virðist vekja for- vitui hjá hinum, og hann segir: »|>ykir yður mikils vert um þessa mynd ?« »Já, mjög svo«. #Segið þér nú satt ? Ekkert afburða- listaverk er þetta. Eg geri ráó fyrir, að myndin sé eftir mjög ungan mann« »|>ekkið þér hana þá?« »Hana?« Maðurinn virðist verða hissa, en segir svo: »Já eg hefi séð hana einu sinní. Skoðið þér nú til — eg mundi kaupa myndina, ef eg gæti fengið hana fyrir sanngjarnt verð. Hún er svo svívirðilega hryllileg. Fegurðartilfinningin er sýkt hjá sam- Um og þeír borga hærra fyrir ágætis- morðmynd heldur en önildarverk Ge- römes eða Detailles. Eg er listverka- 8ali«. »Mér datt það í hug«, svarar Bar- nes. »Eg geri ráð fyrir, að ef annar eins snillingur og Meisonnier hefði verið fáanlegur til að búa til mynd af grimm- legu morði eftir nýjustu tízku, þá munduð þér vilja borga fyrir það dá- indis Iaglega«. •Stórfé, herra minn, stórfé! Ef hann hefði viljað búa til mynd af morði, sem eg komst einu sinni á snoðir um-------« en svo þagnar hann alt í einu og segir: »Hugsið þér vður að kaupa þessa mynd?« »Nei, eg vildi ekki eiga hana, þó að mér væri gefin hún. Hún vekur hjá mér alt of margar ónota-endurminning- ar: mór finst næstum því eins og eg sjái það alt saman !« Og Vesturheims- maðurinn minnist með skelfingu alls þess, er gerðist þennan morgun. Hinn maðuripn ætlar að fara að spyrja hann að einhverju, en þá kem- ur Enid Anstruther inn og konan, sem með henni er. Barnes hefir nú fengið að vita, að hún heitir frú Va- vassour, og upp frá þessu hugsar hann ekki um annað en stúlkuna. Hann fer frá myndinni og kemur sér inn í horn eitt; þaðan getur hann séð ung- frúna, án þess að hún taki eftir hon- um. En frá þeirri stund horfir ókúnni maðurmn, sem yið hann hafði talað, áfergjuaugum á hann, eins og það væri einhver gróðavegur að hafa aug- un á þessum útlendingi, sem veitt hafði myndinni svo mikla athygli. Eft- ir drykklanga stund sér hann að Barn- es ætlar ekki að fara strax, og þá laumast hann burt, en kemur svo aft- ur með tvo menn aðra, sem virða hann vandlega fyrir sér, eins og þeir séu að setja á sig, hvernig hann sé ásýndum. Eftir ofurlitla stund fara þeir, eins og ekkert sé um að vera, og Barnes hefir ekki tekið eftir þeim. Hann er aftur genginn af göflunum vegna þess, hve kynlega enska stúlk- an hagar sér. Fröken Anstruther lítur í kring um sig í herberginu og er auðsætt, að hún er að svipast um eftir einhverjum, sem ekki er þar inni. Svo leiðir hún frú Vavassour beint aðmyndinni, sem Barnes hefir horfið frá, bendir á mynd- ina og segír hlæjandi: »Sko til, þarna er hann ! f>etta er maðurinn, sem eg hefi fengið ást á. |>enuan mann elska eg af öllu mínu hjarta«. »Hvern þeirra?« spyr frú Vavassour hlæjandi og þuklar eftir augnaglerinu sínu. ölum þelm, vinura og vanda- lausum, sem í sjúkdómi og við fráfall og útför Sylvíu dótt- ur minnar auðsýndu mér hlut- tekningu, flyt eg hérmeð inni- legasta hjartans þakklæti mitt. Reykjavík 16. maí 1899. Asta Hallgrímsson. Saltfiskur. Ef menn vilja ná í verð það, sem eg hefi boðið fyrir þorsk, þyrksling og ýsu, verða menn að vera komnir með tiiboð sín innan 1. júní, þar eð tilboð mitt stendur að eins, hafi eg innan þess tíma fengið loforð fyrir skipsfarmi. M. Johannessen. Tómas Helgason praktiserandi lækni, er að hitta í húsi Guðm. skipstjóra Kristjánssyn'i í Vest- urgötu nr. 28 hvern virkan dag frá kl. 11 f. m. til kl. 3 e. m. Eyrnasjúkdómar, nefsjúkdómar og hálssjúkdómar kl. 12—2 e. m. Bankaseðill hefir nýlega fundist, og er í geymslu á skrifstofu bæjarfógetans.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.