Ísafold - 20.05.1899, Page 1

Ísafold - 20.05.1899, Page 1
Kemur út ýmist einu sinni eða tvisv. i viku. Verð árg. (80 ark. minnst,) 4 kr., erlendis 5 kr. eða 14/a doll.; borgist fyrir miðjan júii (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa biaðsins er Austur.strœti 8. XXVI. árg. Reykjavík, laugarda^inn 20. maí 1899. 33. biað. I. 0. 0. F. 815269. x+x x+x.xfx.xfx.xfx.xfA.xfx.xfx..xfA..xfA.xfA.xfx.xfx. Forngripasafnopið rnvd.og ld. kl.ll—12. Landxbankinn opinn hvern virkan dag kl. 11—2. Bankastjóri við 12—2, annar gæzlustjóri 12—1. Landsbókasafn opið hvern virkan dag Kl. 12—2, og einni stundu lengur (til kl.3) md., mvd. og ld. til útlána. xV. xtjf.,xtx,.xtx,.‘-T-*:.. '*■*■*. v;vv:'." 1 v*' -'i- •■iv *■+■* Grufubáturinn Reykjavík. fer upp í Borgarnes 23. mai; júní 3., 8. og 30.; júlí 4., 7., 10., 13., 17 , 20. og 25. Kemur oftast við á Akranesi, báðar leiðir. Snýr jafnan aftur samdægurs til R.víkur nema 8. júni (ekki fyr en 18.). Til Straumfjarðar fer báturinn í sömu ferðum 8. júni, 13. júli og 25. júli, og snýr aftur samdægurs. Vestur á Breiðafjörð fer báturinn 8. júní og kemur þá við í Skógarnesi. Suður í Keflavik fer báturinn 25. mai; júni 5. og 20.; júli 6., 11., 14., 18., 21. og 28. Kemnr við í Hafnarfirði og Vogavik í snmum ferðunum, og fer út í Garð 25. maí, 5. og 20. júni, og 11. júlí; ennfr. i Hafnaleir og Grindavik 26. maí og 20. júni, og austur i Vik i þeirri ferð, 20. júní, og kemur þá við i Þorlákshöfn, á Eyrarb., Stokkseyri og i Vestmannaeyjum. ^xfx. xfx. .xfx. .xfx. xfx. .xfx. xfx. xfx. ,xfx. .xfx xfx, xfX. Nýtt barnalærdómskver. Kristilegur barnalœrdómur. Skýring á fræðum Lúters hin- um minni eftir Thorvald Kla- veness, prest í Kristjaníu. Þór- hallur Bjarnarson íslenzk- aði. Eorlag Sigfúsar Eymunds- sonar. Reykjavík 1899. J>etta lærdómskver tel eggóðangest. Fyrsti kostur þess er sá, að það er töluvert styttra en lærdómsbók sú, er nú er höfð. Annar kosturinn er og að mínum dómi sá, er mest kveður að, að sam- fara þessari lærdómsbók, ef hún verður tekin handa börnum til lærdóms, hlýt- ur að vera miklu meiri biblíulestur en nú tíðkast, því á mjög mörgum stöð- um er aðeins vitnað í biblíuna, og hlýt- ur hver kennari, hvort sem það er prestur eða leikmaður, að láta börnin lesa ítarlega þessa tilvitnuðu biblíustaði. |>að er auðsjáanlega til þess ætlast. Hið sorglega við barnafræðsluna nú á dögum er það, hversu lítið börnin eru látin lesa í biblíunni, en úr því hlýtur þetta kver, verði það lögleitt, mikið að bæta. Niðurskipun efnisins, sem er mjög ljós, er bygð á fræðunum. Hvert at- riði er framsett með spurningu, eins og var í gamla Ponta. Barnið svarar með grein úr kverinu, sem það hefir lært eða kynst svo vel að minsta kosti, að það veit efnið úr henni. |>essi kensluaðferð mun mjög vel til þess fallin, að vekja greind og eftirtekt barnanna. Málið á kverinu er lipurt. Eg tel það sjálfsagt, að kver þetta verðí lögleitt sem barnalærdómsbók, og 'hitt tel eg eigi síður sjálfsagt, að prestar og almenningur muni taka því tveim höndum sem kenslubók handa börnum, og þá væri nauðsynlegt, er það væri prentað aftur, að sakrament- isbænir fylgdu því, en þó mjög stutt- ar, sem gætu verið leiðarvísir þeim, sem vildu biðja lengri bænum. Iðkun altarissakramentisins, eins og allra annara helgisiða, er vissulega gagns- lítil, ef hjartað lyftir sér þá ekki til guðs, og hún hjálpar ekki til að bæta siðferði mannsins, sem neytir þess. Síra f>órhallur hefir unnið lands- mönnum þarft verk með þýðingu kvers þessa. Reynivöllum 16. maí 1899. porkell Bjarnason. Um slíilvindur. II. En hvaða skilvinda er bezt? f>ví verður eigi svarað beinlínis, enda er það fleira en eitt, sem taka verður til greina og áhrif hefir á ein- hvern hátt. Meðal annars, sem hér kemur til greina, er livað skilvindan skilur vel, hvað hún gengur létt, hvað hún hefir hátt, hvað auðvelt er að halda henni hreinni eða hreinsahana, hvernig sam- setning hennar er, hvað auðvelt er að gera við hana, ef hún bilar, og sein- a3t, en ekki sízt, J.vað hún er end- ingargóð. f>etta alt verður að hafa hugfast, er skilvindur eru útvegaðar, og reyna svo að velja þær, sem eru beztar, og bezt eiga við ástæður eða heimilis- hagi þess, er eignast vill áhald þetta. Af skilvindum þeim, sem nú eru helzt notaðar bæði í Noregi, Svíþjóð og á Jótlandi vil eg nefna: Alexander, Alfa (ýmsar stærðir), Victoria, Excel- sior, Omega og Holstebro. Hver er nú bezt af þessum vindum? f>ær hafa allar sína kosti og sína ókosti, en auðvitað í misjöfnum mæli og á mismunandi stigi. Að lýsa hverri þessara skilvinda um sig væri gagnslaust í stuttri blaðagrein; mundu fæstir nenna að lesa það. Algengastar eru erlendis skilvindurn- ar Alexander, Alfa og þvínæst Vic- toria. Skilvindan Alfa Colibri skilur hreinna en nokkur önnur vinda. f>að er létt að snúa henni og auðvelt að hreinsa hana. En hún er margbrotin að allri samsetningu og í mörgum pörtum, og þar af leiðandi miður endingargóð, nema þá með góðri meðferð og hirðu. Öðru máli er að gegna um hinar stœrri vindur og vélar af þessari teg- und, t. d. Alfa B. og Alfa Baby; þær eru traustari og endingarbetri. En þær eru of stórar og dýrar fyrir ein- st k heimili. Að öðru leyti skal ekki minst frekar á þær hér; það verður gert á öðrum stað. — Alfa er mikið tíðkuð; hafa verið seld af henni 145,000 eintök alls. »AIfa Colibrú skilur um 70 potta á klukkustund og kostar 135—150 kr. Bezt að velja þá, sem snúið er með sveif. Skilvindan *Alexander* er og mjög algeng, einkum þó í Noregi og f>ýzka- landi. Hún skilur ekki eins vel og »Alfa Colibri«; en að öðru leyti jafnast hún á við\ hana, og er sterkari, að gerð og því endingarbetri. Hún er ó- efað hin traustasta skilvinda, er eg þekki, enda þótt surnar aðrar séu endingargóðar og sterkar, t. d. tOmega« og tHolstebro«. Af »Alexander« hafa verið seld 30,000 eint-ök alls. »Alex- ander« nr. 12, sem er minst þeirrar tegundar, skilur65—70 potta á klukku- stund og kostar 150 kr. Um hinar skilvindurnar, er áður voru nefndar og eigi hefir verið lýst sérstak- lega, skal eg hér láta mér nægja að geta þess, að beztar af þeim eru tHolstebro« nr. 3, sem skilur 70 potta á klukku- stund og kostar um 150—160 kr. og nOmega«, er skilur um 90—100 potta á klukkustund og kostar 150 kr. III. Nú er eg hefi minst stuttlega á hinar algengustu skilvindur, vil eg eg með fáum orðum benda á nokkur atriði, er snert meðferð þeirra. Auð- vitað verður það mjög stutt, enda fylgir skilvindunum vanalega »leiðar- arvísir« um notkun þeirra og meðferð, og vísa eg til þeirra. Eitt af því, sem mest um varðar, er að hirða vel um skilvindurnar, halda þeim hreinum og láta þær eigi ryðga. Áður en þær eru notaðar skal í hvert skifti þvo þær upp eða skola þær úr volgu vatni og bera vel á öll hreyfi- mót og hjól. Eftir að búið er að skilja, skal undir eins taka vinduna sundur, og skola fyrst alla mjólk burt með köldu vatni. f>ví næst skal þvo hvern hlut eða lim í vélinni upp úr volgu sodavatni (vatni með soda í) og loks skal lauga vinduna eða hvern hlut hennar úr sjóðandi vatni. f>etta skal gera í hvert eitt og einasta skifti, sem skilvindan er notuð. Að því búnu skal vindan þurkuð vel með þurri þurku, og gæta þess vel, að fara varlega með hvern lim, svo að vind- an skemmist ekki eða brotni- Skilvindurnar skilja bezt, þegar mjólkin er um 30 stig á C. Ef hún er fyrir neðan 20° á C, verður meira eftir af fitu í henni en ella. f>ess vegna þarf að gæta þess, að skilja mjólkina sem fyrst eftir að mjólkað er. Sé hún ekki heitari en 10—12° C. eða þar fyrir neðan, væri betra að velgja hana upp; en gæta þess þó, að ekki verði seyðslu- eða brunabragð að henni. f>ar með er þó eigi sagt, að það 8é beinlínis nauðsynlegt að hita mjólkina, þó að hún sé ekki meira en 10° C., heldur vildi eg með þessu benda á, að hún skilst bezt, ef hún er um 30° á C. Annars gerir það minna til, þó að mjólkin skiljist ekki eins vel eða þó ekki náist öll feiti úr henni, þegar hún er notuð eftir á, þ. é. undanrenningin, til manneldis, en ekki til skepnufóðurs, eins og tíðkast víða erlendis. Ekki skal láta mjólkina renna í skilvinduna fyr en hún hefir fengið sinn fulla og jafna gang. Á meðan skilið er, skal henni. snúið jafnt og stöðugt og varast að hlaupa burt frá henni eða hœtta að snúa henni, enda þótt um stutta stund sé. f>ví ójafn- ara, sem vindunni er snviið, því meiri rjómi verður eftir í mjólkinni eða undanrenningunni. Sjálf verður skil- vindan að standa á sama stað, og vera stöðug og henni vel fest. Ef rjóminn er ekki strokkaður undir eins og búið er að skilja, skal kæla bann svo fljótt og vel, sem verð- ur, og varast að láta óhreinindi kom- ast í hann. Yfir höfuð verður að gæta þess, að fara sem bezt og þrifleg- ast með mjólkina og leitast við að halda henni svo hreinni, sem verður. f>etta verður að hafa hugfast engu síður, þótt skilvindan sé notuð, þvl að það er ávalt jafn-nauðsynlegt. Eins er áríðandi að hirða vel um 6kilvind- una, og hefir þegar verið minst á það. Ending skilvindunnar og gæði eru mikið undir því komin, hvernig með hana er farið og um þær hir: frá upp- hafi. itíður því á að gæta allrar varúðar í meðferð hennar, og geyma hana á þurrum og góðum stað, þeg- ar hún er ekki notuð langan tíma í senn, t. d. að vetrinum þar, sem lítið er um mjólk. f>ví betur, sem skilvindan er hirt, því lengur endist hún, og því betur skilur hún mjólk- ina. S. S. Sóttvarnarráðstafanir. »Skýrsla um heilbrigði manna á ís- landi 1897«, sem landlceknir hefir ný- gefiðút í Stjórnartíðindum (C-deild), ætti að verða mörgum alvarleg hugvekja. Hún sýnir svo átakanlega, hve þær ráð- stafanir eru að öllum jafnaði vanrækt- ar, sem gera mætti til að tálma út- breiðslu hættulegra veikinda; og jafn- framt gefur hún órækar bendingar um, hve mikið gagn getur verið að varúð- arreglunum, þegar þeirra er gætt af alúð og samvizkusemi. Kighóstanum hefir, til dæmis að taka, varíð hleypt um land alt. Ummæli héraðslæknisEyfirðinga, Quðm. Hannes- sonar, benda sannarlega á, að sú mikla útbreiðsla hafi að ekki all litlu leyti verið fyrir handvömm. Hann kemst svo að orði (leturbreyt- ingin gerð af lsafold): »í ársbyrjun var sýki þessi í hérað- inu. Síðari hluta ársins 1896 hafði hún náð allmikilli útbreiðslu, fariðum alt Möðruvallapláss, inn í Öxnadal (á einn bæ), fram í Eyjafjörð (1 bæ) og að lokura inn í bæinn hér (1 hús). Læknir og sýslumaður skipuðu þá vissa aðgæzlu með samgöngur. Meðan aðgœzlan við samgöngur hélzt, tók al- gerlega fyrir veikina í Öxnadalnum, Eyjafirðinum og bænum hér (Akureyri), en einn bær sýktist að nýju í Möðru- vallaplássinu, enda engin samgöngu-að- gæzla skipuð milli bæja þar. Jafnskjótt og samgöngu-aðgœzlan var hafin (þ. e. afnumin), samkvæmt skip- un landshöfðingja dags. 1. febr. 1897, breiddist veikin út að nýju. Fyrst barst hún út í Svarfaðardal með ferðamönn- um úr Möðruvallaplássinu, síðan um alla Árskógsströnd og þorvaldsdal. Á hinum tveim síðasttöldu stöðum var alls engin aðgæzla höfð, þegar bann- inu lauk, enda breiddist veikín þar ó- trúlega fljótt út, nærfelt á hvern bæ. Svarfdælingum hafði læknirinn skrifað strax, er fréttist til veikinnar þar, og beðið þá að hindra útbreiðslu hennar þar. Hérað er þar ákaflega þéttbýlt, húsakynni víða miður góð og margir fátæklingar, en aftur langt og erfitt til læknis. Svo virðist, sem héraðs-

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.