Ísafold - 20.05.1899, Side 2
129
búar hafi farið mjög varlega, því veik-
ia kom að eins á tiitölulega fáa
bæi . . .
I byrjun júnímánaðar flutt.ist veikin
aftur inn í bæmn hér með mönuum
utan af Arskógsströnd. Veikin var
komin áður en varði um mestan hluta
bæjarins, en ýmsir reyndu að verja
hús sín fyrir henni (amtmaður, lækn-
ir o. fl.). pað var nœstum ótrúlegt,
hversu þetta hepnaðist, nærfelt öllum,
sem sýndu hina minstu viðleitni, þrátt
fyrir að þeir, er í hlut áttu, umgeng-
ust fjölda manna á degi hverjum*.
Skýrslur fleiri læknanna um kíghóst-
anu benda og á hið sama: að varna
má útbreiðslu hans og að það hefir
verið gert slælega eða alls ekki.
Dílasótt, sem barst til Austurlands-
ins, sýnir ekki síður, hve mikils er
vert um einangrunina og hve hegning-
arvert skeytingarleysi sumra manna
er. Veikin fluttist til Eskifjarðar með
norsku skipi, sem setti fólk á land
þar. »Fyrir óhlýðni og trassaskap
eins héraðsbúa hér, veitingamannsins,
fluttist veikin með stúlku, sem hafði
haft hana, en hann sendi frá sór,
þótt bannað væri, inn á einn bæ í
Innsveit; en samt tókst að afgirða
bæinn svo, að veikin breiddist ekki
út þaðan, þótt fleiri á því heimili
fengi hana«.
Alveg sama lærdóm má draga út
af því, sem sagt er um taugaveiki og
hettusótt í skýrslu landlæknis. Saga
þeirra veikinda 1897 sýnir að befta
má þau, ef kappsamlega er að því
unnið.
Hettusóttina t. d. tókst þórði J.
Thoroddsen ágætlega að stöðva með
einangrun. Hún barst hingað frá
Færeyjum með manni, sem varð ekki
veikur fyr en hann var búinn að vera
hér nokkra daga og var þá staddur
á bæ einum í Hvalsneshverfi á Miðnesi.
Læknir lét einangra bæ þennan, Mó-
hús, 4—5 vikur; fengu allir á bænum
fyrir tnnan tvítugt veikina á því tíma-
bili. þrem vikum eftir að maðurinn
veiktist, þessi sem kom með veikina
frá Færeyjum, kom veikin fram á 2
bæjum í Vogum, en á öðrum þeirra,
Tumakoti, hafði hann gist á leíðinni
suður með sjó, og af hinum bænum
hafði unglingsstúlka verið honum þá
samnátta þar. Voru bæir þessir þegar
einangraðir, enda barst eígi veikin út
frekar en það, að hún stakk sér að
eins niður á 1 bæ öðrum í Vogum,
Stóru-Vogum, fyrir það, að piltur það-
an hafði, þrátt fyrir samgöngubannið,
haft afskifti af pilti frá Tumakoti, er
veikur var; og fengu ekki aðrir veik-
ina í Stóru-Vogum en þessi eini piltur.
Loks var 4. bærinn þar, Garðhús,
einangraður vegna þess, að þar hafði
pilturinn frá Stóru-Vogum verið nætur-
sakir nóttina áður en veikin kom fram
á honum; en enginn varð veikur þar.
það leynir sér, því miður, ekki á
þessari skýrslu, að tilfinningunni fyrir
þeirri skyldu, að stemma stigu við
hættulegum sjúkdómum, er mjög á-
bótavant hér á landi. Og henni ber
að því leyti saman við flugufregnir um
mjög raunalegt skeytingarleysi í þeim
efnum, sem við og við berast hingað,
fregnum, sem og jafnvel fara í þá átt,
að lœknarnir sjálfir flytji stundum
manna á milli þær landfarsóttir, er
annars er ekki talið að flytjist með
mönnum nema fyrir vangæzlu sakir.
Hvað sem nú kann að vera hæft í
þeim sögnum, þá fer naumast hjá
því, þegar gætt er að útbreiðslu sumra
sjúkdómanna, að af yfirvaldanna hálfu
er alt of lítil gangskör að því gerð, að
tálma henni, og að augun hafa enn
ekki opnast á alþýðu manna fyrir
þeirri voðalegu siðferðis-ábyrgð, sem
menn baka sér með því að verða vald-
ir að því, að sjúkdómar dreifist út.
Sjálfsagt sýna ýmsir læknar alla þá
rögg af sér í þessu efni, sem heimtað
verður; en fráleitt allir. Og svo virð-
ist svo, sem hinir ötulustu eigi á hættu,
að tilraunir þeirra verði að engu
gerðar af yfirmönnum þeirra.
Manni liggur við að kinnoka sér
við að taka fram þann sannleika, að
þetta megi ekki svo til ganga lengur.
Svo auðsær og sjálfsagður er hann.
|>egar þess er gætt, hvílíkt voða-
tjón næmir sjúkdómar hafa gert hér
á landi, að sjúkdómar, sem annars-
staðar eru taldir næstum því mein-
lausir, hafa verið hér skæðari en kól-
era verður í þeim löndám, sem betur
standa að vígi með læknishjálp, spítala,
húsakynni sjúklinga og ýmsa lands-
háttu, þá sést bezt, um hve mikið er
að tefla í þessu efni.
Og þá verður því auðsærri skyldan,
sem hvílir á landsstjórn, læknum,
þjóðinni sjálfri í heild sinni og hverj-
um einstaklingi hennar, að láta ekk-
ert ógert til þess að tálma útbreiðslu
næmra sjúkdóma.
Skpílblöðin.
|>au leita sér atvinnu með því að
reyna að kitla það sem ógöfugast er
hjá þjóðinni og með því að svíkja
velferð hennar.
|>jóðardrambið liggur þeim ríkt í
huga aó ala og þjóðartortrygnina. —
Fátt er það, sem þeim kemur að betra
haldi.
Nema ef það skyldi vera heimskan
og fáfræðin. Hve nær sem þær systur
láta á sér bera, eiga þær vaska og
ötula forkólfa, þar sem skrílblöðin eru.
Með svo mikilli áfergju geta skríl-
blöðin sózt eftir heimskunni og fáfræð-
inni, að þau tæla stundum fáfróð og
saklaus en alveg þroskalaus ungmenni,
til að bulla frammi fyrir öllum
landsins lýð um málefni, sem þau
hvorki hafa né geta haft neitt vit á.
Og fágæt er sú flónska, í hverjum
efnum sem er, sem skrílblöðin haldi
ekki verndarhendi yfir —, að svo miklu
leyti, sem þau þora það.
Verði einhverjum að segja drengi-
lega sína skoðun, hvort sem hún er
vinsæl eða óvinsæl, halda henni fram
og standa við hana, þá telja skrílblöð
það eitt aðalhlutverk sitt, að svívirða
hann, ausa yfir hann níði og dylgjum,
varna mönnum þess að hlusta á hann
með stilling og skynsemd — að svo
miklu leyti, sem þau þora.
Alt af og óaflátanlega eru skrílblöðin
að reyna að telja mönnum trú um,
að þau beri heill þjóðarinnar fyrir
brjóstinu, — eta í því skyni stöku sinn-
um eftir öðrum hollar og góðar kenn-
ingar til þess að geta því betur flekað
menn. En ekki er hlaupið að því,
að benda á þarfleg fyrirtæki, sem þau
verði annars til að styðja af sjálfsdáðum,
eða mikilsvarðandimálefni, sem þauræði
af nokkuru viti. þ>að er ekki heldur
þeirra verk. |>au hafa alt öðru að
sinna.
f>au þykjast standa á verði gegn
embættismönnum og embættismanna-
valdi. En hve nær sem embættis-
menn vilja láta svo lítið, að nota þau
til að spilla fyrir velferðarmálum al-
mennings, þá stendur ekki á skríl-
blöðunum. Og ekki er hætt við, að
þau leggi nokkurn tíma út í, að vanda
um misindis-hátterni meiri háttar
manna, er þau eru annaðhvort í
kunningsskap við eða þeim stendur
einhver ótti af; eða þá að koma upp
um þá því, sem miður fer. þ>á stein-
þegja þau.
Annað veifið hauga þau íburðarmiklu
skjalli á þjóð sína og mæla jafnvel
upp í henni lesti og óknytti, til þess
að kitla á henni eyrun og koma sér
vel við höfðafjöldann. En öðrum
þræði verður þeim á að gera hana að
aumasta úrþvætti, er enga dáð né
drengskap hafi til að bera, og beztu
menn hennar að ístöðulausum ræflum,
er hver óvahnn valdsmaður geti stungið
í vasa sinn. Og eí og æ bera þau
á borð fyrir hana það skynleysis-bull,
er enginn meðalgreindur maður getur
búist við að öðrum renni niður en
óvittim og fáráðlingum. Greinilegar
getur ekki lýst sér virðing sú, er þau
bera íyrir lesendum sínum, eða hítt
þó heldur. Meira vantraust á skyn-
semisþroska þeirra en þar kemur fram
er ekki gott að hugsa sér.
Skrílblöðin væru ólæknandi átumein
á þjóðlíkamanum, ef þau væru ekki
huglaus og heimsk. Hugleysið aftrar
þeim sýnilega oft frá að láta nokkuð
verulega að sér kveða í því, sem ilt er.
Og heimskan veldur því, að þau koma
upp um sig, þegar minst varir.
Skrílblöð láta, sem þjóð þeirra sé
ekki að eins fær um að ráða sér sjálf,
heldur og að hún geti engum menn-
ingarþroska náð, nema hún fái að
ráða sér sjálf. f>au tyggja það upp
eftir öðrum, sór vitrari; segja það illa,
vitaskuld, og amlóðalega, blanda saman
við það öllum þeim fruntaskap og
heimsku, sem þau eiga til að bera
sjálf, — en segja- það samt. En jafn-
skjótt sem á hólminn kemur og eitt-
hvað á aö gera, sem vit er í, til þess
að komast að því markmiði, þá svíkj-
ast þau óðara undan merkjum. Ekki
hafa þau hag af aukinni menning
þjóðarinnar, þau, sem lifa á menning-
arskortinum. Að þeim svikum má
ávalt ganga vísum.
Og lang-mest líkindin eru til, að
svikm séu framin á svo heimskulegan
hátt, að engum sé vorkunn á að átta
sig á, hverni^ skrílblöðin eru innrætt
— að þau skrílblöð t. d., sem lang-
mest guma um ágæti þingvalds, fari
upp úr þurru, af einberri heimsku, alt
í einu að flytja þá kenning, að þing-
fulltrúum sé ekki treystandi til annars
en leggjast flatir fyrir fætur stjórnar-
valdsins 6ins og hundur fyrir fótum
eiganda síns.
Strandasýslu sunnanv. 12. maí:
Síðan eg skrifaði næst hefir mjög skift um
tíð til batnaðar. Hinn 30. f. mán. brá til
sunnanáttar með hlýindum, er baldist hafa
siðan, og má þvi heita, að jörð sé auð
orðin. Nú hefir aftur verið norðanáttiú 2
daga, en froátlaust enn sem komið er.
Margir bændur hér úr bygðarlaginu,
einkum austan Hrútafjarðarár, voru búnir
að reka fé sitt suður til Borgarfjar ðar, og
koma því þar fyrir. Með fyrsta ^hópinn,
sem rekinD var, var brotist yfir Holtavörðu-
heiði í afar-mikilli^; ófærð. Urðu margir
menn að troða braut fyrir fénu, og þó var
verið nær 30 klukkustundir að komast frá
Grænumýrartungu að Hæðasteini, sem er
á 8ýslumótum Strandasýslu og Mýrasýslu;
en eftir það var tiltölulega góð færð. —
Var það mikil mildi, að gott veður hélzt
allan þennan tíma, þvi að öðrum kosti
hefði að líkindum orðið gstórtjón bæði á
mönnum og skepnum. í>eim, sem siðar
ráku, gekk miklu fljótar, jþví þeir höfðu
gagn af brautinni, þó að visu fenti nokkuð
í hana, eftir að fyrsti hópurinn fór.
Vonandi er, að héðan af þurfi ekki að
gefa sauðfé til muna, enda hafa mjög fáir
hey til þess, og fjöldi manna, sem hafa of
litið handa kúm, ef ekki verður því betri
tíð í vor.
Dáin
er 6. þ. m. á ísafirði eftir hálfs-
mánaðarlegu í taugaveiki kona aðstoð-
arlæknis þar, Jóns þorvaldssonar, frú
Guðrún, frá Noregi, dóttir Peder Nil-
sens ráðgjafa (var í ráðaneyti konungs
fyrir nokkurum árum) og konu hans
Önnu Nilsen, f. Johansen. Höfðu
þau hjón, Jón læknir pg hin sálaða,
verið 3 missiri saman og eignast eitt
barn, er dó í fæðingunni. Hún var
að eins hálfþrítug, er hún lézt »Hún
var einkar-vel mentuð kona sem gat
sér bezta orð allra, sem henní kynt-
ust, fyrir mannúð og alúðlegt viðmót.
Hvitasuiinudag
morgunguðsþjónusta í dómkirkjunni
kl. 8 (J. H.).
Of drjúglega látið.
Með því að eg hef orðið þess var, að
sumir hér í grend, og ef til vill viðar, |
eignamérbréfkafla úr Strandasýslu sunnanv.
dags. 26. marz, er stendur í 22. hl. ísaf.
þ. á., þá vil eg hér með lýsa því yfir, að
eg hef ekki ritað það bréf.
Bréfritarinn segir, að þó að stöku menn
séu heylitlir, þá séu »margir vel birgiri
o. s frv.
Blaðið barst hingað með Skálholti um
23. aprí), og fá menn þvi að lesa þennan
heldur sjálfbirgingslega dóm einmitt sömu
dagana, sem nálega hver maður 1 héraðinu
er í heyþroti, margir farnir að reka fénað
sinn suður i Mýrasýslu, og að eins eitt
heimili í allri þessari sveit sem nokkra
hjálp gat látið i té framar. Svona voru nú
ástæðurnar tæpum mánnði síðar en bréfið
er dagsett, og má af því ráða, hve »vel
birgir« menn hafa verið. Þó höfðu margir
hér út í sveitinni sparað mikið. hey með
fjörubeit, sem var óvanalega mikið notuð,
eftir að fór að brydda á heyskorti, og
reyndist vel.
Eg vil hiðja yður, herra ritstjóri, að Ijá
linum þessum rúm í blaðinu, þvi að eg
álít »sannleikann sagna beztan«, þó eg játi,.
að miklu skemtilegra hefði verið, að geta
látið fregnina um »nœgar heybirgðirt
standa óleiðrétta.
Melum 12. maí 1899. Jósep Jónsson.
Veðurathuganir
í Keykjavík eftir landlækni Dr. J. Jónas-
sen.
a Hiti (á Celsius) Loftvog (millimet.) V eðurátt.
á nótt |um hd árd. síðd. 1 árd. siðd.
13. 0 4- 5 i 767.1 769.6.N hv d o b
14. — í + 8 769.6 767.1 o b o b
15. + i + 8i 767.1 762.0 o b o b
16. 0 + 6 7B2.0 759 5 o b o b
17. 0 -f 8|759.5 759.5, o b o b
18. 4- 2 + 7 759 5 762.0 Na h b o b
19. -4- 1 + 1 762.0 762.0, N a h b 1 0 b
Svo má heita að logn hafi verið alla vik-
una; úti fyrir norðanátt; hlýindin lítil, frost
á nóttu.
Vesta,
strandferðaskip, capt. Corfitzon lagði
á stað héðan í gærkveldi áleiðis til út-
landa, en átti að koma við á Eskifirði
og Seyðisfirði. Með skípinu fór nokk-
uð af farþegum, þar á meðal skólastj.
og alþm. Jón þórarinsson til Seyðis-
fjarðar snöggva ferð.
Stjórnmálaþekking > þjóðólfs«.
Nú er »Þjóðólfur« karlinn loksins
farinn aö skilja. skoðun stjórnarinnar á
stöðulöjunum, og það er Eimreifiargrein
dr. V. C. sem hefir opnað á honum
augun. Hann kemst svo að orði í gær:
»B.eyndar vill ísafold frreða fólkið á
því, að ritgerð sú komi ekki stjórnar-
tilboðinu við, en tregir eru menn að
trúa því, heldur virðist mönnum, sem
þaij sé ljósi brugðið yfir skoðun stjórn-
arinnar og svnt, hvernig stjórnarbótinni
valtysku yrði beitt, ef til framkvæmd-
anna kæmi«.
Og jæja! Fróðlegt væri nú að vita
hvað margir fullorðnir menn eru til á
landinu, sem hafa þurft að halda á
þessari fræðslu, sem »Þjóðólfi« þykir svo
mikils um vert — hvort það er nokk-
ur rnaður til á öllu Islandi nema rit-
stjóri »Þjóðólfs« og bréfritari hans í D/ra-
firði, sem ekkihefir vitaðlengi, lengi—um
meira en fjórðung aldar þeir sem aldur
hafa til þess — að stjórnin télur stöðu-
lögin góð og gild!
Hart er það, að íitstjóri elzta blaðs-
ins íslenzka skuli hafa einna minsta
sögulega stjórnmálaþekking af öllum
mönnum á landinu. Það lýsir einstakri
vanrækslu. Því að kunnugir menn
segja hann töluvert næman og minn-
ugan.