Ísafold - 20.05.1899, Side 3
130
Aftur á móti vita allir, a55 vitsmumr
verða ekki af honum heimtaðir, hvorki
skilningur né ritsnild, né neitt annað
í þá áttiua. Það gerir ekki heldur
neinn sanngjarn maður.
Vendetta.
Eftir
Archibaltl Clavering Gnnter.
XV.
»Manninn þarna! Ljóta manninn
þarna!« Og unga stúlkan bendir á þá
mannsmyndina, sem á að vera af hr.
Barnes.
Við þessi orð fer hr. Barnes að fá
eins og krampakendan óstyrk í hjart-
að. ,f>egar hann er farinn að ná sér
dálítið aftur, hugsar hann um það
með gremju, að Marína hefði sann-
arlega getað lofað sér að vera ofurlít-
ið laglegri á myndinni; þá hefði enska
stúlkan getað þekt hann af henni, og
ef svo hefði farið, þá-----!
En hann fer brátt að líta nokkuð
annan veg á málið. Hann heyrir frú
Vavassour segja, þegar hún er komin
vel nærri myndinni: »Hvað er þetta?
Hann er nauðalíkurv Faust-myndinni
hræðilegu, sem við s'áum þarna í hinu
herberginu !«
»Alls ekki! Uppáhaldið mitt — er
miklu fallegri maður. |>að verðið þér
að kannast við, frú Vavassour, ann-
ars verð eg vond«.
»Nei, það er fjarri því að hann sé
laglegrú.
»Ju, það er hann. Hann hefir svo
gullfallegt yfirskegg, og það hefir Faust
ekki«.
Barnes bölvar í hjarta sínu rakar-
anum, sem hefir svift hann yfirskegg-
inu.
Eftir litla þögn segir frú Vavassour
eins og hagsýnri konu sómdi:
»En sá þvættingur, Enid! f>ér haf-
ið nóg af dýrkendum, sem gæddir eru
holdi og blóði«.
Barnes hrekkur við, þegar hann
heyrir svarið:
»|>essi maður er líka gæddur holdi
og blóði; þessi mynd er ekki gerð út
í bláinn, heldur af lifandi manni!«
»Hvers vegna haldið þér það?«
»f>ér munið víst, að eg sagði yður,
hvað það væri, sem fyrst hefði vakið
athygli mína á þessari mynd — bréfið
frá Egiptalandi. f>að minti mig á
alla söguna, en einkum á auðnupen-
inginn, eins og þér sjáið hann þarna
á myndinni. Eg fórþá hingað hvað eftir
annað og horfði á þessa mynd og
gerði mér grein fyrir, hve ömurleg hún
er, og svo fóru mér að þykja andlitin
svo hugðnæm, einkum andlitið á hon-
um — en ekki varð eg alveg utan við
mig út af honum fyr en eg fór að
verða hrædd um hann«.
»Hvað eruð þér að segja?«
f »Mór fór ekki að verða grunlaust
um, að eg mundi eiga keppisystur!«
•Keppisystur!« étur brezka hús-
freyjan upp eftir henni. »f>að er þó
ekki alvara yðar að vera hrædd um
að hann reynist yður ótryggur, þessi
maður, sem ekki er annað en léreft og
litir ?«
»Nei, en eg er hrædd um, að
annari konu muni líka hafa þótt vænt
um hann. Ung stúlka, spánversk eða
ítölsk, var vön að standa spölkorn frá
mér og horfa hlýlega á þennan hluta
myndarinnar« — og hún benti á Bar-
nes, sem unglingurinn hallaðist upp
að í andarslitrunum. »Oftast var fransk-
ur maður með henni. Svo var það
einu sinni — eg held hún hafi tekið
eftir því, hvað mikið eg horfði á mynd-
ina — að hún kom til mín og spurði
mig blátt áfram, hvers vegna eg horfði
svo vandlega á þessa myud. Eg kærði
mig ekkert um að segja henni egipzku
söguna, og sagði þess vegna, að mér
litist svo vel á andlitið á þessum unga
manni. Hún svaraði þá með rauna-
legu brosi: Já, það lýsir sér á því
mikil viðkvæmni; en gætið þér að yð-
ur; þér megið ekki fara að lata yður
þykja of vænt um hann — hann er
lifandi!« f>á svaraði eg: f>að kynni
að vera bezt fyrir yður sjálfa að gæta
vel að yður — þér lítið líka hlýlega
til hans«.
»Nú — — ?«
»Hún sagði þá : »Eg er að horfa á
manninn, sem er að deyja — hann
er bróðir minn !« Svo fór hún og hjá
varðstjóranum fekk eg að vita, að hún
hafði sjálf búið til myndina af vígi
bróður síns. f>að ber vitni um ein-
hverjar óheilbrigðar skapferlisöfgar —
finst yður ekki?«
»f>að er ekki lifandi vitund öfgakend-
ara, en að þér skulið fara að unna
dauðri mynd hugástum«, segir frú
Vavassour.
»Finst yður það? Mér finst einmitt,
að eg fari svo skynsamlega að ráði
míuu í því efni. Eg get fundið hann,
hvenær sem eg vil; hann er aldrei með
nein fleðulæti, kemur aldrei með neitt
velgjumas mér til leiðinda og gremju;
ekki meiðir hann mig heldur í fingrun-
um með því að taka í höndina á mér,
né tekur sér neitt fyrir hendur, sem
neyði mig til að verða hátíðleg og af-
undin. En af því að við finnumst nú
í síðasta sinn, þá hefi eg fengið yður
með mér, frú Vavassour, til þess að
kveðjan skuli ekki verða of innileg«,
segir unga stúlkan hlæjandi.
»f>ér eruð vonandi ekki sá skyn-
skiftingur, Enid, að gera yður í hug
arlund að þér munið hitta manninn,
sem myndin er af«.
»Og sussu nei; eg er hrædd um að
sú hamingja falli mér aldrei í skaut«,
segir hún með skriugilegum sorgarsvip.
»En ef svo skyldi nú fara samtsem
áður?«
»Væri hann í raun og veru ásýnd-
um eins og hann er þarna — þá mundi
eg ekki sjá sólina fyrirhonum. Svip-
urinn á binum« — hún bendir á mynd-
ina — »er hróðugur, heiftúðugur eða
æðisgenginn — en meðaumkun sér
maður þar enga. Eftirlætið mitt
þarna«. — og hún hlær að draumór-
um sínum — »hann finnur til með-
aumkvunar; eg er sannfærð um, að
hann gæti samt barist eins vasklega
og hver hinna, og elskað miklu inn-
legar !« Og hún lítur svo hlýlega og
hjartanlega á Barnes á myndinni, að
Barnes sjálfur ætlar alveg að missa
vitið.
Ekki hefir hann heyrt alt, sem kon-
urnar hafa sagt; en svo mikið hefir
hann heyrt, að hann fer að gerast
ringlaður og honum kemur sú vitleysa
til hugar að gefa sig fram og segja
til þess, að hún sé af sér, þessi mynd,
sem hún unni hugástum. Svo miklar
leifar eru þó eftir af hans fyrri skyn-
semí, að hann skirrist við að gera sig
sekan í þeirri ógætni.
Fröken Anstruther snýr sér nú að
myndinni og segir : »Vertu sæll, góði
minn ! Væri eg auðug, skyldi eg kaupa
þig og þá mundum við aldrei skilja;
en fátæktin stíar svo mörgum sundur
hér í heimi«.
Barnes leggur hlustirnar við þessum
síðustu orðum með áfergju og flýtir
sér út til þess að rf!!*í listverkasalann.
Hann ætlar að kaupa myndina og
koma Enid sinni á óvart með því að
gefa henni myndina í brúðargjöf.
Hann er þegar farinn að kalla hana
»Enid sína« í huganum; því að jafn-
vel þótt hann hafi naumast verið með
fullu ráði nokkurt augnablik, meðan
hann var að hlusta á þessa einkenni-
legu samræðu, hefir hann komist að
þeirri niðurstöðu, að fyrst stúlkan geti
elskað þann Barnes, sem ekki er ann-
að en léreft og olíulitir, þá ætti að
vera unt að fá hat'a til að elska Bar-
nes með holdi og blóði og giftast hon-
um — og það bráðlega.
Hann fer þegar að láta sig dreyma
um Cómóvatnið og sæludaga nýgiftra
hjóna, hugsa um að hafa hana við
hlið sér í skínandi fallegum morgun-
kjól eða öðrum hversdagsfötum, sem
nýkvæntum mönnum þykja svo ynd-
isleg. Hann fer að gizka á með sjálf-
um sér, hvort hún muni leyfa sér að
fara í klúbbinn eitfc kvöld um vikuna
og hvort hún muni banna vindlareyk-
ingar og tóbak yfirleitt og venja hann
af öðrum smáyfirsjónum hans.
----- M 1 —------
Mapgföld botnleysa.
MeS frámunalegt bull og vitleysu hef-
ir »Þjóðólfi« líklegast aldrei tekist bet-
ur upp en í gær,_ og er þá ærið langt
til jafna,S. Þar er dembt hverju axar-
skaftinu ofan á annað, hverri sjóðbull-
andi vitleysunni hnytt aftan í aðra, eins
og málgagnið væri að heröa sig í líf og
blóð að vinna til hæstu verðlauna fyrir
axarskaftasmíðar.
1. Það fer aö minnast á sóma þann,
er*«meSritsjóra blaðs þessa, E. H., var
syndur af löndum vorum vestra, í
Winnipeg, er hann fluttist þaðan alfar-
inn hingað fyrir nokkrumárum: að hon-
um var haldinn fjölmenn skilnaðarveizla
og gefnar heiðursgjafir. Þetta á, eftir
vitsmunum »Þjóðólfs«, að hafa verið gert
í því skyni — að losna við hann!
Fáeinir skólabræður og venzlamenn
»Þjóðólfs«-mannsins héldu houum ein-
hverja afmælissamkomu-mynd í haust
(50-ára-afmæli blaðsiits). Það gat ekki,
eftir þessutn bókurn, hafa verið gert í
öðru skyni en því, að losna við hann úr
blaðamenskunni. En misvitrir hafa
þeir samt verið, að tryggja sór það
eltki fyrtr fram. Hann hefir leikið þá
tniður drengilega í því efni og lætur þá
sitja enn stórsneypta af vonbrigðum.
2. Annað bullið er um pukur með
bæklinginn »Ráðgj. á þingi«. Tómur
heimskuþvættingur og uppspuni. Eða
hvað þurfti svo sem að pukra með?
Ekki talað atikatekið orð til nokkurs
manns í kverinu, og ekki farið þar með
neitt, sem ekki var fullkunnugt áður;
ekkert annað en yfirlit yfir undangengn-
ar umræður unt stjórnarskrármálið, al-
menningi til léttis og hægri verka. Hon-
um var útbytt um land alt, hverjum
sem hafa vildi og nokkuð hafði með
hann að gera, jafnskjótt sem hann var
fullprentaður. Að »Þjóð.« barst hann
ekki í hendur fyr en mörgum vikum
eftir, s/nir ekki annað en^ óskiljaidega
slysni hanseða roluhátt. Og til að bæta
gráu ofan á svart, hefir svo einhver
gárunginn loks fært honum eintak af
bæklingnum, og flekað hann til að hlaupa
á stað með gort út af því, að hann
(»Þjóðólfur«) hefði fyrir yfirburðalög-
regluþefvísi sfna komist yfir bæklinginn,
svo leynt sem hafi átt með hann að fara.
Þeir voru líka í meira lagi hreyknir,
Molbúárnir, þegar þeim hugkvæmdist
að róa með álinn fram á fiskimið og
sleppa honum þar út fyrir borðstokkinn.
3. Þá hefir málgagnið ekki haft vit
á að vera Isafold þakklátt fyrir, að hún
bjargaði honum úr klóm hins óhlut-
vanda náunga, sem lét hann hlaupa
með staðlausa hviksögu um afskifti bæj-
arfógetans af innheimtu sektar hjá
Nilson botnverping. Saroa bullið tugg-
ið upp eins og áður, nema hvað árétt-
að er með þeirri einstaklega viturlegu
röksemdaleiðslu, að allir menn geti séð,
að bæjarfógetinn sé ekki mætur maður
né mikilsvirtur á því, að einhver heim-
skingi austur í Fljótsdalshéraði — er
látinn skamma Isafold í einhverjum
Þjóðólfspistli!
Það er óhætt um það, að hafi nokk-
urn tíma verið af manni haft með rang-
indum, þá væri það, ef farið væri 'að
svifta áminst málgagn, »Þjóðólf«,
hæstu verðlaunum fyrir axarskaftasmíðar.
W- Christensens verziun
hefir til sölu í aumar
sex þúsund skippund
af Newcastle- og Dysart kolum.
Kommóður og ferðakoffort er til söluhjá
nndirskrifuðum; sami hefir verkfæri handa
yfirset.ukonum, sem seljast ódýrt, svo sem
blóðkoppa og fleira.
Bjarni Jakobsson
trésmiður. Reykjavik.
Saltftsk og sundmaga
kaupir fyrir peninga
W. Christensens verzlun.
Alþinjíisiriaöur
Ó8kar að fá 2 herbergi leigð með hús-
búnaði um þingtímann í sumar, á
góðum stað í bænum. Semja má við
Knstján þorgrímsson.
Beztu Newcastle Kol
fást við
W. Christensens verzlun.
Til kaups óskast
stór, einlitur, þýður, vel taminn og
fótviss brokkhestur, eigi eldri en 7—8
vetra. — Ritstj. vísar á.
Gufubáturinn „Reykjavík“
fer aukaferð til Eyrarbakka 25. þ. m.
um leið og hún fer til Grindavíkur,
ef veður leyfir.
Reykjavik 19.'''maí 1899.
Björn Guðmundsson.
W. Christensens verzlun
selur
Sodavatn, Rosenborg, . . 10 a.
Citron----- ----. . 12 a.
Limonade------. . 15 a.
Ágætar danskar
kartöfiup
við verzlun W. Christensens.
Orlando er kominn með timbur-
farm frá Mandal. þeir, sem vildu
kaupa, eru beðnir að gefa sig fram
sem fyrst, annars fer eg næsta þriðju-
fiag- O. Th. Simonsen.
/
af spikuðu geldneyti fæst
í dag hjá Jóni Magnús-
syni á Laugaveg.
Nýja yerzluu
hefir
SiGGElR JoRFASON
opnað á Laugavegi nr. 10 í steinhúsi
J. Schaus steinhöggvara og er þar til
sölu :
Bankabygg Baunir Hveitimjöl
Grjón 2 teg. Haframjöl Kartöflumjöl
Sago Kaffibrauð Kaffi
Kandis Melis Púðursykur Exportkaffi
Rúsínur Svezkjur Gráfíkjur Grænsápa
Stangasápa Handsápa Sóda
Chocolade Sennep
Alls konar kryddvörur.
Stívelsi Blanksverta Ofnsverta
Taublákka Eldspýtur Brjóstsykur Ost-
ur Margarine Vindlar Cigarettur Reyk-
tóbak fl. teg. Rulla og Rjól
Sodavand Lemonade o. m. fl.
Alt góðar vörur, og gott verð.
Sumarkensla fyrir börn byrjar vænt-
anl. 1. júní. Nákv. upplýsingar hjá Sig-
urði Jónssyni, barnask.
Uppboð/auglýsing.
Eftir beiðni erfingja fyrv. s/slum.
Árna Gíslasonar í Krísuvík verður
þriðjudaginn 13. n. m. (júní) opinbert
uppboð haldið í Krísuvík og þar selt
ýmislegt tilheyrandi téðu dánarbúi, svo
sem. 5 kýr, 1 naut, 8 hross, mikið af
innan- og utanstokksmunum, svo sem
rúmföt, borð, stólar, mjólkurbyttur,
kaffikvarnir, pottar, katlar, reiðingar,
reipi, beizli, meisar og annað fleira.
Uppboðið byrjar kl. 9 f. hád. Sölu-
skilmálar verða birtir á uppboðsstaðn-
um.
Skrifst. Kjósar- og Gullbringusýslu
20. maí 1899.
Franz Siemsen.