Ísafold - 20.05.1899, Side 4

Ísafold - 20.05.1899, Side 4
131 Reynið x gosdrykkina x frá gosdrykkjaverksmiðjunni í Hafnaríirði og þér munið komast að þeirri niðurstöðu, að þeir standa ekki á baki hinna átlendu gosdrykkja. Og þvi ættu menn þá ekki heldur að kaupa hina íslenzku gosdrykki? Gosdrykkjaverksmiðjan »KALDÁ* brúkar að eins heilnæmt lindarvatn, sem hefir verið rannsakað í Steins Laboratorium í Kaupmannahöf'n, og reynst ágætt vatn. Gosdrykkjaverksmiðjan »KALDÁ« hefir hinar nýjustu og beztu vélar, og getur þess vegna búið til eins góða gosdrykki og hina útlendu. Gosdrykkjaverksmiðjan »KALDÁ« brúkar að eins hin beztu frumefni, og viðskiftavinirnir geta því altaf verið vissir um að fá góða drykki. Gosdrykkjaverksmiðjan »KALDÁ« býr sjáif til þá kolsýru sem hún brúkar, og er það mikill kost- ur, þar sem kolsýra, sem kemur frá útlöndum, oft er óhrein. Gosdrykkjaverksmiðjan »KALDÁ« selur: Sodavatn á 10 aura flöskuna Citronsodavatn á 14 a. fl. Lemonaði á 15 a. fl. Afsláttur þegar mikið er keypt. Einkaútsölu í Reykjavík hefir C. Zimsen. Til heimalitunar viljum vérsér- staklega ráða mönnum til að nota vora pakkaliti, er hlotið hafa verð- laun, enda taka þeir öllum öðrum lit- um fram, bæði að gæðum og litarfeg- urð. Sérhver sem, notar vora liti, má öruggur treysta því, að vel muni gefast. — I stað hellulits viljum vér ráða mönnum til að nota heldur vort svo nefnda »Castorsvart«, því þessilit- ur er miklu fegurri og haldbetri en nokkur annar svartur litur. Leiðarvís- ir á íslenzku fylgir hverjum pakka.— Litirnir fást hjá kaupmönnum alstað- ar á íslandi. Buchs Farvefabrik Studiestr. 32, Kbhavn K. M dÉi ll'f iHi Wl ilHi 'il ▼ Undirskrifaðir taka að sér að selja x ísl. vörur og kaupa útlendar vör- 2 ur gegn sanngjörnum umboðs- launum. P. J. Thoesteinsson & Co. Brogade 3. Kjöbenhavn C. Tómas Helgason praktiserandi lækni, er að hitta í husi Guðm. skipstjóra Kristjánssyni í Vest- urgötu nr. 28 hvern virkan dag frá kl. 11 f. m. til kl. 3 e. m. Eyrnasjúkdómar, nefsjúkdómar og hálssjúkdómar kl. 1^—2 e. m. Uppboðsauglýsing Eftir kröfu Arna Jónssonar verzlun- arstjóra og að undangengnu fjárnámi verða við 3 opinber uppboð mánudag- inn 12. og 26. n. m. og fimtudaginn 13. júlím. næstk. boðnir upp og seld- ir eftirnefndir jarðarpartar : 6 hndr. með tilheyrandi húsum og kúgildum í jörðinni Botni, 1 hndr. 15 ál. í jörð- unni Norðureyri, 1 hndr. 15 ál.íjörð- unni Bæ og 90 álnir í jörðinni Gelti, öllum í Súgandafirði. Hin 2 fyrstu uppboð fara fram hér skrifstofunni kl. 12 á hád., en hið 3. verður haldið að Suðureyri í Súganda- firði eftir manntalsþing. Söluskilmálar verða lagðir fram á öll- um uppboðunum. Skrifstofu ísafj.sýslu 10. maí 1899. H. Hafstein. í fyrra vetur varð ég veik, og sner- ist veikin brátt upp í hjartveíki með þarafleiðandi svefnleysi og öðrum ónot- um; fór eg því að reyna Kína-lífs-elex- ír herra Valdimars Petersens, og get eg með gleði vottað, að eg hef orðið albata af 3 flöskum af téðum bitter. Votumýri. Húsfreyja Guðrún Eiríksdóttir. |>egar eg var 15 ára gömul, fekk eg óþolandi tannpínu og þjáðist af henn- meira og minna 17 ár: eg hafði leitað þeirra lækna — allopatiskra og homoo- patiskra—er eg gat n áð í og loks fór eg til 2 tannlækna, en ekkert dugði. þá fór eg að nota Kína-lífs-elixír þann, er hr. Valdemar Petersen í Friðrikshöfn býr til, og þegar eg var búin með 3 glös af honum, batnaði mér, og hefi eg nú ekkert fundið til tannpínu nærri því 2 ár. Eg mæli því af fullri sannfær- ing með fyrnefndura Kína-lífs-elixír hr. Vald. Petersens handa hverjum þeim, er þjást af tannpínu. Hafnarfirði. Margrét Guðmundsdóttir yfirsetukona. Eg undirskrifuð hefi mörg ár þjáðst af heilahviki (móðursýki), bilun fyrir hjartanu og þar af leiðandi taugaveikl- un. Eg hefi leitað margra lækna, en alveg gagnslaust. Loksins tók eg upp á a ðreyna Kínft-lífs-elixír, og þegar eg var búin með 2 glös, fann eg bráð- an bata. jpúfu í Ölfusi 16. sept. 1898. Olafía Guðmundsdóttir. Kína-lífs-elixírinn fæst hjá flest- um kaupmönnum á íslandi. Til þess að vera viss um, að fá hinn ekta Kína-lífs-elixír, eru kaupend ur beðnir að líta vel eftir því að standi á flöskunni í grænu lakki, og eins eftir hinu skrásetta vörumerki á flöskumiðanum: Kínverji með glas í hendi, og firmanafnið Valdemar Pet- ersen, Nyvej 16, Kjöbenhavn. Skiftafnndir verða haldnir á skrifstofunni á Eski- firði í dánarbúi Sigurðar Péturssonar sýslumanns þriðjudagana 22. ágúst og 12. septbr. næstk. og byrja fund- irnir kl. 12 á hád. Á fyrra fundin- um verður á ný lagður fram listi yfir eigur og skuldir búsins og búið búið undir skifti, en á síðari fundinum verð- ur búinu skift. Skiftaráðandinn í Suður-Múlasýslu Eskifirði 13. apríl 1899. A. V. Tulinms. Skiftafundir verða haldnir á skrifstofunni á Eski- firði í dánarbúi Jóns A. Johnsens sýslu- manns mánudagana 21. ágúst og 11. septbr. næstkom. og byrja fundirnir kl. 12 á hádegi. Á fyrra fundinum verður á ný lagður fram listi yfir eig- ur og skuldir búsins og búið búið und- ir skifti, en á síðari fundinum verður búinu skift. Skiftaráðandinn í Suður-Múlasýslu Eskifirði, 13. apríl 1899. A. V. Tulinius. Proclaina. Samkvæmt skiftalögum 12. apríl 1878, sbr. opið bréf 4. júní 1861, er hér með skorað á alla, er til skuldar eiga að telja í dánarbúi Stefáns Filip- pussonar frá Varmadal í Rangárvalla- hreppi, sem andaðist 17. marz síðastl., að koma fram með kröfur sínar og sanna þær fyrir undirskrifuðum skifta- ráðanda innan 6 mánaða frá síðustu birtingu þessarar auglýsingar. Skrifst. Rangárv.s. 8. maí 1899. Magnús Torfason. Skiftafundur i dánarbúi ekkjufrúar Karenar Bjarn- arson verður haldinn i Reykjavík þriðjudaginn 4. júlí 1899. Skrifstofu Árnessýslu 29. apríl 1899. Sigurður Ólafsson. Skiftafundur í þrotabúi Bjarna Guðmundssonar í Geirakoti verður haldinn í barnaskóla- húsinu á Eyrarbakka laugardaginn 24. júní 1899 á hádegi og verður þá skiftum á búinu væntanlega lokið. Skrifstofu Árnessýslu 29. apríl 1899. Sigurður Ólafsson. Flensborgarskólinn. jpeir, sem vilja njóta tilsagnar 1 Flens- borgarskólanum næsta vetur, verða að hafa sótt um það fyrir lok ágúst- mánaðar í sumar. í skólahúsinu er rúm fyrir 12 pilta (hcimavistir). Kostnaður hefir að und- anförnu reynst þar um 100 kr. fyrir hvern pilt vetrarlangt. Menn geta lagt á borð með sér kjöt, fisk og feit- meti. þeir, sem óska eftir að njóta þeirra hlunninda, að búa í skólahúsinu, verða að taka það sérstaklega fram, að þeir óski eftir heimavist. Rúmföt verða þeir að hafa með aér. Kennaradeild verður í skólanum að vetri, eins og að undanförnu. Námstími frá 1. okt. til 14. mai. Ef nemendur í kennaradeild óska þe88, að fá heimavist, ganga þeir fyrir öðrum nýsveinum. En þeir, sem voru í skólanum síðastliðinn vet- ur, og höfðu þáheimavist, halda henni þó, ef þeir óska þess. Jafnt konur sem lcarlar eiga aðgang að skólanum, bæði gagn- fræðadeildum og kennaradeild. Flensborg 17. maí 1899. Jón Þórarinsson. forstöðumaður. NyúLkomið: Jíeima oa e-zícnc'io. Nokkur Ijódmœli eftir Guðm. Magnússon. Fást hjá bóksölum og kosta 60 aura. Þilskip til sölu. Galeas, skipið »Solide« o: 23 tons að stærð, er til sölu nú þegar. Skipiðer vel útbúið og mjög hentugc til fiski- sóknar í botnverpinga. Um kaupin má semja við herra kaupm. W. O. Breiðfjörð f Reykjavík eða undirskrif- aðan. Hafnarfirði 18. maí 1899. Magn. Th S. Biöndalil. Með því að Jósep Jónsson bóndi í Brennigerði í Sauðárhreppi hefir í dag framselt bú sitt til meðferðar sem þrotabú, þá er hér með samkvæmt lögum 12. apríl 1878 og opnu bréfi 4. jan. 1861 skorað á alla þá, er til skuldar telja hjá nefndum JósepJóns- syni, að lýsa kröfum sínum og sanna þær fyrir skiftaráðandanum í Skaga- fjarðarsýslu innan 6 mánaða frá síð- ustu (3.) birtingu þessarar innköllun- ar. Skrifstofu Skagafjarðars. 26.apr. ’99. Egg'ert Briem. Skiftsifiiiidur verður haldinn hér á skrifstofunni laugardag 17. júní næstkom. í dánar- búi Sigurðar hreppstjóra Sigurðssonar í Litlugröf kl. 11 f. h. og í þrotabúi Guðjóns Jónssonar í Laxárholti kl. 4 e. h. Verða þá lagðar fram skrár yfir skuldir og yfirlit yfir fjárhag búanna. Skrifst. Mýra- og Borgarfjarðarsýslu 15. maí 1899. Sigurður Þórðarson. tarfsmenn þeir eru fengnir, sem aug- lýst var eftir hér frá verzlaninni 7. tbl. ísafoldar þ. á. og fl. ísl blöðum. Patreksfirði 15. apríl 1899. Islandsk Handels- & Fiskerikompagn, Aktieselskab. Pétur A. Ólafsson. í blaði nokkru, sem út kom hér í Reykjavík, stendur, að hr. D. Thom- sen hafi »keypt allar vöruleifar* mín- ar »með þeim skilmálum« að eg »hætti alveg að verzla«. Sórstaklega er gefið í skyn, að kaupmaður einn í sörnu götu »hafi mist keppinaut hér iir göt- unni með þessu« að »fataefnum og til- búnum fötum«. Af þessu tilefni skal þess getið, að eg eins hér eftir sem hingað til verzla með fataefni og tilbúin íöt; hefi eg ekki hætt né hefi í hyggju að hætta því. Með næsta póstskipi á eg von á sérstaklega miklum og góðum birgðum »f þ ssu. Með því að hætta við að verzla með hálslín og þessleið- is hefi eg einmitt lagt meira í fata- verzlun mína en nokkuru sinni áður, og vona eg að fataverzlun mín og skraddarastofa geti mætt samkepni við alla keppinauta hér í bænum til að fullnægja skiftavinum, sem borga út í hönd. H. Andersen. 16. Aðalstræti 16. Reiðhestur. Vakur og þægilegur hestur óskast til leigu sumarlangt. Há leiga. Lítil brúkun. _________B. H. Bjarnason. Útgef. og ábyrgðarm. Björn Jónsson. Meðritstjóri: Einar Hjörleifsson. Isafoldavprentsmiöjíi.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.