Ísafold


Ísafold - 27.05.1899, Qupperneq 1

Ísafold - 27.05.1899, Qupperneq 1
Kemur ut ýmist einu sinni ecTa tvisv. i viku. Verð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l'/a doll.; borgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXVI. árg. Reykjavík* laugardajíinn 27. maí 1899. 34. blað. 1 0. ö. F. 81629 x*x.xíx..xV,,x+x.x+x.x:x..x+x.. *+>;..x+x..x+x..x+x..xV. Forngripa.s«/Vi• piö mvd.og ld. kl.ll—12. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. 11—2. Bankastjóri við 12—2, annar gæzlustjóri 12—1. Landsbókasafn opið hvern virkan dag kl. 12—2, og einni stundu lengur (til kl.3) md., mvd. og ld. til útlána. Póstar fara norður og vestur fimtudag 1. júni, austur sunnudag 4. júní. ,xfx.xfx.xfX.xfx,lXfx xfx..xfx..xf> xf.,xfx.xfx.,xf*. * ■xix"x;*."xi>,V;x"Vix,'xi>"x*x"xix Vix"xfv >i> >i> '■*> Sóttyarnarráðstafanir. |>ér hafið, herra ritstjóri, í grein um sóttvarnarráðstafanir í síðasta blað1 ísafoldar haft þau ummæli, að af yfir- valdanna hálfu væri alt of lítil gangskör að því gjörð að tálma útbreiðslu næmra sjúkdóma, og að svo virtist, sem þeir læknar, sem ötulastir væru í þeirri grein, ættu á hættu, að tilraunir þeirra verði af engu gjörðar af yfirmönnum þeirra; og sérstaklega takið þér fram, sem sönnun fyrir þessu, að útbreiðsla kíg- hóstans um alt land árið 1896—’97 hafi eigi að all-litlu leyti verið fyrir handvömm, einsog ummæli héraðslækn- is Byfirðinga, Guðm. Hannessonar, bendi á. Læknir þessi hafði í árs- byrjun 1897 gefið út eins konar bráða- birgða-samgöngubann, sem síðar var afnumið af landshöfðingja samkvæmt tillögum mínum. Eg ber auðvitað ábyrgð á þessari ráðstöfun, og skal því leyfa mér að gjöra grein fyrir, á hvaða ástæðum hún var bygð. Samkvæmt skýrslu Guðm. Hannes- sonar sjálfs kom veikin fyrst 31. ág. 1896 upp á einum bæ (Kjarna) inni í Eyjafirðinum og samtímis á tvo aðra bæi í Arnarneshreppi (Möðruvöllum og Arnarnesi); hefði þá verið reynandi að hefta útbreiðslu veikinnar með því að einangra þessa bæi; en það var ekki gjört, og afleiðingin var sú, að veikin útbreiddist á næstu 4 mánuðum um Arnarnes- og Glæsibæjarhreppa án þe88 að læknir leitaði aðstoðar lög- reglustjóra til að hefta útbreiðslu hennar, og um áramótin ’96—’97 var veikin útbreidd »um alt Möðruvalla- pláss, fram í Oxnadal og Hörgárdal fremst, fram í Eyjafjörð og inn á Ak ureyrin. Voru þá eftir skýrslu læknis- ins, dags. 11. apríl 1897, 27 bæir sýktir í þessum hreppum, sem lækn- irinn vissi um, auk Akureyrar. þá fyrst gjörir laeknirinn ráðstöfun til að banna samgöngur og skrifar landshöfð- ingja um samþykki til þessa. jþegar bréf héraðslæknisins kom hingað, var mér kunnugt um af skýrslu frá auka- lækni Sig. Hjörleifssyni, að hann hafði haft mörg tilfelli af kíghósta úr nyrðri hluta umdæmis Guðm. Hannessonar, sem eg fmyndaði mér, að Guðm. Hannessyni hefði ekki verið kunnugt um. þar sem veikin var orðin svo út- breidd, áleit eg ekki vera til neins að reyna að hefta hana framar með sam- göngubanni og sízt með svo ófullkomnu samgöngubanni, eins og það var, sem héraðslæknirinn hafði útgefið, sem eg fyrií mitt leyti gat alls ekki álitið tryggilegt, þar sem það var aðeins fólgið í því að leggja bann tvið ótak- mörkuðum samgöngum« og nmátti f rem_ ur heita samgönquaðgœzla en samgöngu- bannt (orð læknisins); þar að auki vissi eg, að veikin var þá í útbreiðslu hérog hvar um alt land. Af þessum ástæðum lagði eg það til við landshöfðingja, að samgöngu- bannið væri afnumið. Að því er snertir hettusóttina, hefir láðst að geta þess í skýrslu minni, að síðasta nóvember 1897 komu fyrir 4 tilfelli í sama húsi hór í bænum, og fór þegar að bera víðar á henni hér í 1. umdæmi, en var ofur-væg, og álít- ur hjeraðslæknirinn að veikin muni hafa borist að sunnan, þar sem henn- ar fyrst varð vart; útbreiddist sóttin svo 1898. Jafnframt leyfi eg mér að bera það af læknunum, sem þér gefið í skyn eftir *flugufregnum«, að sumir þeirra sýni raunalegt skeytingarleysi í því, að hefta útbreiðslu sjúkdóma; mér er alls- endis ókunnugt um þetta, og ættuð þér ekki að bera slíkar þungar getsak- ir á læknastétt vora, nema þér þektuð allar ástæður og gætuð fært fullar sannanir fyrir ummælum yðar; hjá hinu, sem þér takið fram þessu til sönnunar, verður ekki komist, að lækn- ar geti stundum flutt manna á milli landfarsóttir. |>að Éiefir margoft borið við, að læknir veikist af sjúklingi, sem hann vitjar, og að svo aðrir, einkum þeir, sem stunda sjúklinginn, veikist af honum, og þarf þar engri vangæzlu að vera til að dreifa; þetta hljótið þér að viðurkenna satt að vera. J. Jónassen. Aths. ritstj. Aðalatriðið í ofanprentaðri grein hr. landlæknisins er mótmæli gegn um- mælum Guðm. héraðslæknis Hannes- sonar í heilbrigðisskýrslunni. G. H. telur auðsjáanlega útbreiðslu kíghóst- ans 1897 í sínu héraði að allmiklu leyti því að kenna, að samgönguba'Sm það var af numið, er hann hafði gefið út. Landlæknirinn kemst að þeirri niðurstöðu, að héraðslæknirinn vaði reyk í þessu efni. Isafold telnr sér ekki skylt að ger- ast dómari þeirra í milli. En á hitt leyfum vér oss að benda, að ísafold hafði alt til þessa svo góða ástæðu til að taka gild ummæli héraðslæknis- ins, sem heimtuð verður með nokk- urri sanngirni. því að þau voru ekki að eins skrásett af mjög mikilsvirtum og góðum lækni, heldur eru þau og gefin út athugasemdalaust í Stjórnar- tíðindum landsins af landlækninum sjálfum. Áreiðanlegriheimildmundi ekki vera á hverju strái. í niðurlaginu á grein landlæknisins getur oss ekki betur virst en hann misskilji orð vor í síðustu ísafold; og oss furðar því meira á því, sem vér hugðum þau vera nokkurn veginÍÉ ljós °g g^einileg. Honum farast svo orð, sem vér byggjum það eingöngu á fiugufregnum, að of lítil gangskör sé að því gerð að hefta útbreiðslu sjúkdóma hér á landi. Sá skilningur á orðum vorum er fjarri öllum sanni. Vér bygðum þá skoðun á skýrslu landlœknis, eins og vér líka tókum fram afdráttarlaust. Flugufregnirnar voru að eins nefndar sem aukaatriði, — eúgu fram haldið um áreiðanleik þeirra. En hinni hugsan- inni gátum vér ekki og getum vér ekki varist, að þær styrkist mjög af þessari umræddu skýrslu, — svo fram- arlega sem nokkurt mark sé á henni tekið. Vér látum ósagt, hvern lærdóm læknisfróðir menn kunna að geta út úr henni fengið. En hitt þorum vér að fullyrða, að menn, sem ekki hafa lagt stund á læknisfræði, eiga mjög örðugt með að fá út úr henni nokk- urn annan lærdóm en þann, sem Isa- fold hefir þegar bent á. Sé ekkert að marka þau ummæli í skýrslunni, sem stefna í þá átt, þá er oss, í hreinskilni að segja, með öllu óljóst, í hverju skyni hún er gefin út í Stjórnartíðindunum. Stjórnin og fossarnir. Mjög mikil líkindi eru til þess, að í fossunum séu vor mestu framtíðar- auðæfi fólgin. Fossar eru þegar orðn- ir sumum [menningarþjóðunum að ó- grynnum fjár. Og þó munu allir gera sér í hugarlund, að |enn sé [ekki að ræða um annað en lítilfjörlega, byrjun í því efni, í samanburði við það sem í vændum sé — svo framarlega sem ekki finst eitthvert nýtt afl, enn ódýr- araog auðveldara viðfangs. Til þess að benda á, hve afarmiklar og glæsilegar vonir menn gera sér um fossana nú á dögum, þarf ekki annað \en minna á orð Júlíus Thomsens prófessors, eins af helztu vísindamönu- um Dana, í fyrirlestri, er »Eimreiðin» flutti í vor — þau ummæli, að iðn- aðurinn muni smámsaman flytjastf frá kolalöndunum til fjallalandanna, sem hafa nóg vatnsafl. Ekki er nema eðlilegt, að mörgum ís- lendingi veiti örðugt að gera sér fulla grein fyrir mikilvægi þeirrar breyt- ingar. Vér höfum svo lítið haft af iðn- aðinum að segja vor á meðah En eitt getur oss öllum skilist: að einmitt eftir iðnaðarhorfunum nú á dögum, getur svo farið, að ísland verði eitt af auðlöndum veraldarinnar fyrir fossa sína, á sinn hátt eins og England hefir orðið það fyrir kol 8Ín. Eftir því sem málið horfir nú við, virðist það ekki vera neinar ýkjur, þó að sagt sé, að mestu líkur séu til að eitthvað af fossum vorum mætti nú þegar fara að nota til stórkostlegs hagnaðar fyrir þjóð vora, og alt ann- að en ólíklegt, að þeir geti orðið henni svo mikil auðsuppspretta með tím- anum, að hún geti jafnvel komist framarlega í röð Norðurálfuþjóðanna, að því er snertir auðsæld og vel- gengni. Væri það nú tfl of mikils ætlast af stjórn vorri, að hún léti sig annað eins mál og þetta nokkuru skifta? Hér virðist óneitanlega vera um þrefalt afar-mikilsvert verkefni að ræða fyrir stjórnina. Fyrst er að gera ráð- stafanir til að rannsaka, hvert gagn oss gæti nú þegar að fossunum orðið. Annað er að koma á fót fyrirtækjum til þess að færa sér í nyt væntanlega niðurstöðu þeirra rannsókna. priðja er að tryggja þjóð vorri framtíðararð- inn af fossunum, girða fyrir það, að hann renni allur í vasa útlendra auð- kýfinga. Ekkert af þessu hefir stjórn vorri hugkvæmst. Hún virðist ekki hafa nokkurt veður af því, að útlendir auð menn eru að ágirnast fossa vora. Mjög vafasamt jafnvel, hvort hún hefir hugmynd um, að nokkur foss eða nokkurt vatnsfall sé til hér á landi. Auðvitað furðar sig ekki á þessu nokkur maður, sem athugað hefir það stjórnarástand, sem vér eigum við að búa. þetta er í fyllsta sam- ræmi við alt forgönguleysið, alla van- ræksluna á þeim stjórnarstörfum, sem menningarþjóðum nútímans þykir langmest um vert og þurfa langmest á að halda. 011 sú vanræksla er hrapalleg. Henni er það að kenna, öllu öðru fremur, hve þjóð vor á við örðugan hag að búa og hve hægt henni mið- ar áfram á menningarbrautinni- Hitt væri þó enn h^apallegra, ef stjórnartómlætið væri búið að svæfa svo þjóðina, að hún væri farin að láta sér tómlætið í létturúmi liggja — ef hún væri að missa sjónar á því ómet- anlega tjóni, sem núverandi stjórnar- ástand bakar henni og þeim ómetan- lega hag, sem hún hefði af því að fá stjórnarhögum sínum komið í gott horf — ef hún, með öðrum orðum, væri farin að aðhyllast kenningar aft- urhaldsblaðanna, trúa því, að »leitun sé á betra stjórnarástandi« en vér eig- um við að búa og hræðast það, að þingið fengi nokkurt tangarhald á ráð- gjafa vorum. |>á væri þjóð vor ekki á framfara- braut, heldur á fleygiferð ofan í vesal- dóminn og aumingjaskapinn. jpað sýnir sig nú á þingmálafund- unum í vor, á hvaða leið hún er. Biflíuþýðingin nýja. Fyrsta bók Móse (Gene8Ís). I nýTri þýðingu eftir frum- textanum. (íefin út af hinu íslenzka Bifliu- félagi. Rvík 1899. YIII+88 bls. Bók þessi er sýnishorn af hinni nýju útlegging biblíunnar, sem Biblíu- félagið hefir ráðist í að efna til. Um hina íslenzku þýðing Gamla Testamentisíns, er nú höfum vér, far- ast herra biskupinum orð á þá leið í formála fyrir bókinni, að hún beri »þess glögg merki, þá er hún er ná- kvæmlega athuguð, að hún er hvergi nærri svo frumleg, sem vera ber: að hún er miklu fremur samin og löguð eftir ýmsum þýðingum á þýzku, latínu og dönsku, heldur en eftir sjálfum frumtextanum, sem fæstir af þýðend- unum hafa verið færir um að hagnýta sér til nokkurrar hlítar«.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.