Ísafold - 27.05.1899, Page 3

Ísafold - 27.05.1899, Page 3
135 / I»ingvaliaskýlis-ráðsmaður verður hr. þorsteinn Davíðsson Hjálp- ræðishermaður. Hann er mesti mynd- armaður, enskumælandi vel og mjög eindreginn bindindismaður. Og ráða- kona hjá honum í Jpingvallaskálanum verður húsfrú Solveig Guðlaugsdóttir í Reykjavík (frá Oxney), alkunn að góðum frammistöðuhæfileikum, reglu- semi og stjórnsemi. Má með sanni segja, að mjög vel hafi ráðist úr því máli, eigi betur en á horfðist, þegar stjórnarnefnd »Skálafélagsins« svo nefnda fann upp á því að vilja endi- lega hafa þar áfengisveitingar; það var, eins og kunnugt er, sýslunefnd Arnesinga, sem afstýrði þeirri ósvinnu, með því að neita um leyfið í einu hljóði, og forðaði þar með landinu frá þeirri minkun, að hinn fornhelgi þing- staður vor yrði auvirðilegt brenni- vínsbæli. Hefir þessi »Skálafélags- stjórn« gert góða bragarbót með því að ráða hr. f>. D., — hafi hún þá átt á öðrum völ nýtilegum. jöetta er og snoppungur á heimskingja þá, er ekki þykir takandi í mál að hafa almenna greiðasölu og gestahýsingu öðru vísi en með áfengisveitingum. Heilsu/'ar manna hér má kallast gott. Það fer einnig bezt á þvi, því að langt er að leita læknis hér, og væri Olafur læknir Guðmundsson á Stórólfshvoli ekki annað eins lipurmenni og hann er, þegar hans er vitjað, bæði fljótur til og ranngóður, mundi hér sjaldan eða aldrei vera leitað læknis. fTTzzxrr mimiiifiiTrm: 2 herhergi til leigu á góðum stað í bænum, hentug fyrir alþingismenn. Ritstj. vísar á. Almennur safnaðarfundur fyrir Reykjavíkursókn til að kjósa í sóknarnefnd og héraðsnefnd m. m. verð- ur haldinn í Iðnaðarmannahúsinu mið- vikudaginn 31. þ. m. kl. 5 e. m. Reykjavík 26. maí 1899. Jóhann porkelsson. Um leið og eg þakka mínum hátt- virtu viðskiftamönnum fyrir þá alúð og greið viðskifti i þessi 2 undanfarin ár, vil eg mæla með eftirmanni mín- um herra Jóni Guðlaugssyni,sem hefir unnið hjá raér vel 1 ár, og eg get með góðri samvizku ábyrgst yður hann sem vandaðan og góðan smið, og vil eg því biðja yður að skifta við hann eftir- leiðis. Austur-Eyjafjöllum, 12. maí. í>að er sjaldgæft að sjá fréttir í blöðum undan Eyjafjöllum eystri. Flestum eða mörgum munu þó Fjöllin kunn vera, þótt ekki sé nema af mdlaferlum þeim, sem þar liggja stöðugt í landi, því að þótt friður ríki hvarvetna umhverfis, þá má þó oftast heyra einhvern óróaþyt þjóta hér meðfram fjöllunum og lætur sá þytur stundum hærra en brimsogið, sem stöðugt heyrist hér við ströndina. Eru margir hér orðnir þreyttir, og það fyrir löngu siðan, á málastappinu hér, því að flestir munu þeir vera, sem sjá litinn ávöxt af því. Það mun einnig reynast hér sem víðar, að tíð málaferli eru til niðurdreps, og um framfarir er ekki að tala þar, sem hver höndin er uppi á móti annari. Búendur hér er óhætt að telja i röð hinna fátækari, og stafar það rnest af þétt- býlinu, því að landgæði eru hér ekki minni en annarsstaðar. Menn lifa hér mest á garðrækt, en þegar hún lánast ekki, þá verður hér hart í ári, þvi að sauðfénaður hér er lélegur og fár að tölu hjá flest- Útræði er bér, en sá atvinnuvegur er oft arðlítill, því að brim er hér oftast. Lend- ing afarill og hættuleg, eins og viðast við suðurströnd landins. Hæstur vert.iðarhlut- ur hér í vetnr var um 120. Nú er veturinh um garð genginn; var hann fremur gjaffeldur, en snjólítið var og frost lítil. Skepnuhöld eru hér fremur góð. Gróður er kominn talsverður hér og eru ýmsir nýbyrjaði að beita út kúm. Hvað verzlun áhrærir, þá þykir munur- inn mikill, síðan verzlunin í Vikinni (Mýr- dal komst á. Þangað sækja einnig flestir héðan. Hér var áðnr oft örðugt, einkum á vetrum, að ná í matbjörg úr kaupstað, og kusu margir heldur að vera svangir en að takast ferð á hendur »út á Bakka«, því að það ferðalag var bæði örðugt og tók langan tima. I vetur hefir Vikurverzlun mörgum hjálpað, bæði hér og viðar, því að nægilega nauðsynjavöru hefir verið þar að fá. Finst oss mörgum hér að hnútnr þær, sem Yikurverzlun hefir feúgið í blöð- um, séu algjörlega ósanngjarnar, því að helzt mætti af þeim ráða, að það væri mestmegnis brennivín, sem sú verzlun hefði að bjóða: en óhætt mun vera að fullyrða það, að fleiri en vér Fjallabúarhefðu feng- ið að finna til magans i vetur, ef Víkur- verzlun hefði ekki hjálpað eins vel og hún hjálpaði. Menn eru ekki almflnt svo efn- aðir, að þeir geti keýpt nauðsynjavörur tii árs og verða menn þvi að hverfa til kaup- staðaroftásama árinutil þess að fá sér björg. Ekki höfum vér hér heldur reynslu fyrir þvi, að verð á vörnm i Vík sé lakara en annarstaðar. Verð á vörnm, sem lánaðar eru, er svipað og á Eyrarbakka, en sé horgað í peningum, má komast þaraðgóð- um kjörum, engu verri en í öðrum kaup- stö'ðum, svo sem t. d. í Eeykjavík. Með virðingu. Reykjavík 19. maí 1899. J. G. Johnsen. Undirskrifaður selur alls konar skó- fatnað, alt mjög vantað að verki og efni, mjög fallega sumarskó brúna, gula og græna. Allar aðgjörðir fljótt og vel af hendi leystar. Vesturgötu 40. Jón Guðlaugsson. Jpingmálaíundur fyrir Borgarfjarðarsýslu verður haldinn að Grund í Skorradal mánu- daginn 19. júní, kl. 4 síðdegis. Þórh. Bjarnarson. Sundkensla. Bæjarstjórnin útvegar ókeypissund- kenslu í 3 vikur fyrir 20 hrausta og nokkuð stálpaða drengi, sem gengíð hafa í barnaskólann ívetur. f>eir, sem þetta boð vilja nota, finni skólastjóra M. Hansen, í barnaskólahúsinu, sem fljótast, og mun hann koma þeim á framfæri. Kensluna verður að nota stöðugt og dyggilega, meðan hún stend- ur yfir. Hún getur byrjað á fimtu- dag 1. júní. Sundpróf fer fram á eftir. Reykjavík 27. maí 1899. Skólanefndin. Uppboðsauglýsing'. Bftir beiðni erfingja fyrv. sýslum. Árna Gíslasonar í Krísuvík verður þriðjudaginn 12. n. m. (júní) opinbert uppboð haldið í Krísuvík og þar selt ýmislegt tilheyrandi téðu dánarbúi, svo sem ð kýr, 1 naut, 8 hross, mikið af innan- og utanstokksmunum, svo sem rúmföt, borð, stólar, mjólkurbyttur, kaffikvarnir, pottar, katlar, reiðingar, reipi, beizli, meisar og annað fieira. Uppboðið byrjar kl. 9 f. héd. Sölu- skilmálar verða birtir á uppboðsstaðn- um. Skrifst. Kjórar- og Gullbringusýslu 20. maí 1899. Franz Siemsen. Til heimalitunar viljum vérsér- staklega ráða mönnum til að nota vora pakkaliti, er hlotið hafa verð- laun, enda taka þeir öllum öðrum lit- um fram, bæði aö gæðum og litarfeg- urð. Sórhver sem, notar vora liti, má öruggur treysta því, að vel muni gefast. — I stað hellulits viljum vér ráða mönnum til að nota heldur vort svo nefnda »Castorsvart«, því þessilit- ur er miklu fegurri og haldbetri en nokkur annar svartur litur. Leiðarvís- ir á íslenzku fylgir hverjum pakka.— Litirnir fást hjá kaupmönnum alstað- ar á íslandi. Buchs Farvefabrik Studiestr. 32, Kbliavn K. Ingileifur Loftsson söðlasmiður er í Yesturgötu 55. f>ér sem þurfið að kaupa reiðtygi, töskur, púða, ólar, beizli, gjarðir, reynið hvort ekki borgar sig að koma þar. Fundist hefir úrfesti á götum bæjarins Ritstj, visar á finnanda. Proclama. I tilefni af framkominni beiðni er dánar- og þrotabú hreppstjóra Eiríks Ketilssonar frá Járngerðarstöðum og eftirlátinnar ekkju hans, Jóhönnu Einarsdóttur, tekið til skiftameðferðar sem gjaldþrota. Fyrir því er hér með samkvæmt fyrirraælum laga 12. apríl 1878 sbr. op. br. 4. jan. 1861 skorað á alla þá, sem til skulda telja í búi þessu, að tilkynna kröfur sínar og sanna þær fyrir skiftaráðandanum í Kjósar- og Gullbringusýslu innan 6 mánaða frá siðstu birtingu auglýsingar þessarar. Skrifst. Kjósar- og Gullbr.s. 22. maí 1899 Franz Siemsen. Handa alþingismannier til leigu frá 1. júlí ein stofa á Laugaveg 7. á 80 aura pundið getur fengist vikulega, ef pantað er fyrirfram hjá Siggeir Torfasyni Laugaveg 10. UppboðsauglýsÍHg. Fiskigeymsluhús á Arnarhólslóð hér í bænum með tilheyrandi lóð (stakk- stæði) og steinbryggju, eign þrotabús Eyþórs kaupmanns Felixsonar, verður boðið upp og selt hæstbjóðanda á 3 uppboðum, sem haldin verða mánu- dagana 15. og 29. þ. m. og 12. n. m. kl. 12 á hád., 2 hin fyrstu á skrifst. bæjarfógeta og bið 3. á bæjarþings- stofunni. Skilmálar verða til sýnis hjer á skrif- stofunni degi fyrir hið fyrsta uppboð. Bæjarfógetinn í Reykjavík 5. maí 1899. Halldór Daníelsson. Ágœtt piano lítið brúk- aðer til sölu við ‘ W Christensens- verzlun. Frá í dag sel eg undirritaður Tré og Planka af öllum sortum með 10—15f afslætti, sé keypt fyrir minst 10 krón- ur. Skilvísir menn geta fengið líðun til 31. oktbr. næstk., en þá er verðið sama og áður. Reykjavík 23. maí 1899. Jón Þórðarson kaupmaður. Uppboðsauglýsing Laugardaginn 3. júní n. k. verður eft- ir beiðni Guðjóns bónda Erlendssonar á Bessastöðum haldið opinbert upp- boð og þar seldir til hæstbjóðanda ýmsir lausafjármunir, svo sem ýmisleg húsgögn og innanhúsmunir. Ennfrem- ur verða seld nokkur hross, ef viðun- anlegt boð fæst. Uppboðið byrjar kl. 12 áhádegi og verða þá söluskilmálar birtir. Bessastaðahr. 20. maí 1899. ' Jón Þóröarson. Uppboðsauglýsing. þriðjudaginn hinn 20. n. m., að af- loknu manntalsþingi fyrir Rosmhvala- nes í Gerðum, verður samastaðar op- inbert uppboð haldið á íbúðarhúsi til- heyrandi þrotabúi Sighvats Gunnlaugs- sonar, með áfastri sölubúð, sem virt hefir verið á 600 krónur. því næst verður seld húseign samastaðar til- heyrandi dánarbúi Nikulásar Eiríks- sonar, sem virt hefir verið á 400 kr. Söluskilmálar verða birtir á uppboðs- staðnum. Sýslumaðurinn í Kjósar- og Gullbr.s. hinn 22. maí 1899. Franz Siemsen. Uppboðsauglýsing. Mánudaginn hinn 19. n. m. verður að afloknu manntalsþingi fyrir Vatns- leysustrandarhrepp opinbert uppboð haldið á Brekku í Vogum og þar selt íbúðarhús úr steini með járnþaki, hjallur, svo og 1 hndr. 29 ál. í jörð- inni Stóru-Vogum, tilheyrandi dánar- búi Guðmundar Jónssonar. Söluskilmálar verða birtir á uppboðs- staðnum á undan uppboðinu. - Sýslumaðurinn í Kjósar- og Gullbr.s. 22. maí 1899. Franz Siemsen. Proclama. Samkvæmt lögum 12. apríl 1878 sbr. op.br. 4. janúar 1861 er hér með skorað á þá, sem til skulda telja í dánarbúi Halldórs trésmiðs Gíslason- ar, sem andaðist í Hafnarfirði 11. f. m., að tilkynna skuldir sínar ogsanna þær innan 6 mánaða frá síðustu birt- ingu auglýsingar þessarar fyrir skifta- ráðandanum hór í sýslu. Sýslumaðurinn í Kjósar- og Gullbr.s. 24. maí 1899. Franz Siemsen. Proclama. þar sem Guðmundur Jónsson frá Görðum í Garði í Rosmhvalanesshreppi hefir framselt bú sitt til opinberrar skiftameðferðar, er hér með samkvæmt lögum 12. apríl 1878 sbr. op. br. 4. jan. 1861 skorað á alla þá, sem til skulda telja í téðu búi, að tilkynna skuldír sínar og sanna þær fyrir skifta- ráðandanum hér í sýslu innan 6 mán- aða frá síðustu birtingu auglýsingar þessarar. Skrifst. K jósar- og Gullbr.s. 22. maí 1899. Franz Siemsen.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.