Ísafold - 31.05.1899, Síða 2
138
efni 1200 fjár. í haust drapst kind
og kind af því, sem eg bólusecti í
fyrra, en alstaðar minna en af óbólu-
8ettu og á 11 bæum engin kind.
En þrátt fyrir það, að árangur
virðist bafa orðið fremur góður af
þessari bólusetningu undanfarin ár,
þá álít eg þetta útlenda bóluefni miklu
áreiðanlegra, og að þeir, sem fást hér
við bólusetningu, ættu alls ekki að búa
til efnið sjálfír, þvi að mérfinstnaum-
ast sanngirni í að ætlast til þess af
mönnum, sem hafa litla þekkingu og
alls engin áhöld, að þeir búi til bólu-
efni, sem er algjörlega bættulaust, en
jafnframt áreiðanleg sóttvörn í því,
bvernig sem á stendur.
Ásum, 28. apríl 1899.
Jónas B. Bjarnason.
Botnvörpuútgerð Vidalins.
Fimm gufuskip frá fólagi því, er hr.
Jón Vídalín veitir forstöðu, eru nú far-
in að stunda botnvörpuveiðar hér við
land. |>au beita »Akranes«, »Dalanes«,
«Enganes«(!), »Fiskines« og »Grímsnes«.
Innan viku til hálfs mánaðar er sjötta
skipið, »Brimsnes«(!), væntanlegt.
Skipstjórar á öllum skipunum eru
danskir menn. En formenskuna, að
því er veiðina og aflann snertir, hafa
enskir roenn áhendi (»fiskikapteinar«).
Á öllum skipunum eru íslendingar, 8
á hverju, nema 7 á »Grímsnesi«. Að-
alverkið, sem þeim er ætlað, er að
fletja og salta fiskinn úti á skipunum.
Mánaðarkaup þeírra er 45 kr., auk
fæðis.
Á Akranesi (Skipaskaga) er fjöldi
fólks ráðinn til fiskiverkunar, og hefir
hr. Thor Jensen umsjón þar. f>ar er
sem stendur aðalstöðin, mest vegna
þess, að það er eini staðurinn, sem hef-
ir nokkur nýtileg áhöld til fiskiverkun-
ar. En líkindi eru til, að þar verði
ekki aðalstöð framvegis, með því að
þar er ilt aðstöðu, einkum að því er
lending snertir.
í Hafnarfirði hefir félagið keypt hús
Fischers-verzlunar, en fær þau ekki
öll til afnota fyr en um árslok. Fiski-
verkun er þar engin enn, en líkindi
til, að á henni verði byrjað þar síðar
í sumar, því að salt og kol hafa verið
þangað flutt. í fyrra dag kom þangað
gufuskip, *Nora«, með 500—600 smá-
lestir af kolum, sem skipa á upp þar
í firðinum.
Aflinn hefir bingað til verið tiltölu-
lega lítill, nema á eitt skipið, »Enga-
nes«. Eftir því, sem fullyrt er af
kunnugum og áreiðanlegum manni,
þarf veiðin að ganga mikið betur til
þess að hún borgi sig, svo að enn
er með öllu óséð, hvort framhald
verður á fyrirtækinu. En að hinu
leytinu er þess að gæta, að ekki er
mark takandi á þeirri reynslu, sem
enn er fengin, þar sem alt er í byrj-
un að eins. *
Kolinn hefir lækkað storkostlegaíverði
á Englandi, að líkindum fyrir mikla
makrílsveiði við írland. f>ess vegna
hefir verið bætt við það áform, að
láta botuvörpuskipin fara til Englands
með aflann til skiftis, en allur fiskur
stundaður og hann svo verkaður á
venjulegan hátt. 011 skipin eiga að
halda hér áfram veiðum í sumar í
sífellu, nema hvað »Akranes« verður
sent heim til viðgerðar. Skipstjóri
þess, Basmussen, sá er tekinn var í
landhelgi nýkominn, verður settur
frá.
Forstjóri félagsins (Direktör) er
Jón Vídalín, konsúll og stórkaupmað-
ur. Svo er og í stjórninni L. Zöllner
stórkaupmaður í Newcastle sem full-
trúi hlutabréfaeígéndanna, og auka-
fulltrúi G. M. Bce hæstaréttarmála-
færslumaðttr (sá er varði Skúla Thor-
oddsen fyrir hæstarétti).
Nýlega er kominn hingað bókhald-
ari félagsins, Diedrichsen að nafni,
danskur maður.
Skipaheitin eiga sýnilega að þræða
stafrófið, og að enda öll eins, á -n e s; en
heldur er það bágleg frammistaða af hálfu
þeirra, er skirt hafa, að geta ekki ratað á
rétta mynd nafnanna nema í 2 skifti af 3;
— tvö nöfnin af sex, sem komin eru, ern
sjóðvitlaus högumæli: »Enganes« fyrir Engi-
nes, »Brimsnes« fyrir Brimnes. f>á hefði
verið miklu nær að skira skipin á ensku
eða frönsku eða dönsku eða þýzku eða
rússnesku, og þá sjáltsagt óbjagað, heldur
en að vera að burðast með íslenzk heiti ram-
hjöguð. Það er miklu viðfeldnara að vera
alls ekki að hngsa neitt nm þá upphefð
handa tnngu vorri, að skíra flota þennan
á íslenzku, heldur en að geta ekki notað
hana tii þess öðrn visi en skælda og af-
skræmda. Eða svo mundi það virt, hver
önnur siðaðrar þjóðar tunga sem í hlutætti.
Kennnaraskólinn
í Flensborg.
Bitstjórn »ísafoldar« hefir farið þess
á leit við mig, að eg léti í ljósi álit
það, er eg hefði á kennaraskólanum
í Flensborg eftir prófið við hann, 13.
þ. m., er eg var skipaður prófdómandi
þar. f>að gefur að skilja, að hér verð-
ur að eius um persónulegt álit einstakl-
ings að ræða, og slíkt getur auðvitað
ekki verið óskeikull dómur. Kemur
þar til greina, að hve miklu leyti eg
hefi mentun til að kveða upp slíkt
álit, dómgreind og sanngirni. f>eir,
sem prófaðir eru, eru og oft og einatt
með meiri eða minni fræðahroll; tekst
þeim vanalega öllu miður við prófið
en í almennum kenslustundum. f>ó
getur stundum öldungis gagnstætt átt
sér stað. Prófdómendur geta ennfrem-
ur ekki kynt sér nema örfáar hliðar
af kunnáttu og hæfileikum þess, sem
prófaður er, og verða eftír því að geta
í allar eyðurnar. Einn hinna prófuðu
fær verkefni, sem honum er auðveld-
ast að eiga við, en annar lendir á því,
sem honum er örðugast af öllu. Verk-
efnið fer því að verða nokkuð vanda-
samt; en sú er bót í máli, að oft eru
kallaðir óyggjandi dómar, þótt bygð-
ir séu á engu traustari grundvelli.
f>rjú kennaraefni tóku próf í Flens-
borg þetta ár, auðsjáanlega töluvert
mismunandi að hæfileikum og bæði
undirbúningskunnáttu og kennarakunn-
áttu. Prófið er tvenns konar: bóklegt
og verklegt, og tóku prófdómendur til
öll verkefnin. Bólega prófið er aftur
tvöfalt: skrifleg ritgjörð úr uppeldisfræði
og munnleg uppeldisfræði og skólasaga
eða uppeldissaga.
Skriflega verkefnið var í þetta sinn:
»Viljinn, hvaða þýðingu hefir hann
fyrir lyndiseinkunina«. ,
Eg skal hreínskilnislega játa, að eg
hafði ekki gert mér hærra álit en svo
um skóla þennan, að það stórglaðnaði
yfir mér, þegar eg hafði lesíð ritgjörð-
irnar. Virtust þær bera þess vott, að
kennaraefnin höfðu gert sitt ýtrasta til
að tileinka sér efni það, er lesið hafði
verið, og mismunur ritgjörðanna virt-
ist sumpart koma af misjöfnum gáfum
og á hinn bóginn af mismunandi und-
irbúningskunnáttu undir kennaranámið.
Munnlega prófið í uppeldisfræði og
skólasögu virtist og lýsa því, að kenn-
ararnir hefðu rækt vandlega skyldu
sína. f>að er að sönnu ekki mikið,
sem lesið er, en á einum vetri er
ekki heldur að búast við miklu, og
frammistaða kennaraefnanna var í
heild sinni góð.
Verklega þíófið er í því fólgið, að
kennaraefnin eru látin spyrja börn um
tiltekið efni í kristilegum fræðum
(kveri og biblíusögum), reikningi, landa-
fræði, náttúrusögu, og setja fyrir verk-
efni í íslenzkum stíl, leiðbeina börn-
unum, hvernig efninu sé raðað niður, og
leiðrétta síðan stílinn.
Eg get sagt hið sanna um verklega
prófið og hið munnlega, þó sumstaðar
kæraH þar smá-misfellur í Ijós. En
slíkt á sér stað við öll próf; getur og
vel verið að verkefnin hefðu getað
verið betur valin af prófdómendunum.
Allar ment.aðar þjóðir kannast nú
orðið við, að nauðayu beri til, að
veita þeim mönnum sérstaka fræðslu,
sem ætla að taka að sér kenslu ung-
menna. Eru kennaraskólarnir stofn-
aðir til að veita slíkt nám. Stendur
námið við þá að minsta kosti 2 ár,
og segir það sig því sjálft, að ekki
má ætlast til að sá kennaraskóli geti
staðið slíkum skólum jafnfætis, þar
sem á að lúka náminu á einum
vetri, og það -því fremur, sem undir-
búningskröfurnar eru gjörðar miklu
minni hér en erlendis. f>að segir sig
sjálft, að kennarafræðslan í þrengri
skilningi verður að því mimii notum,
sem kennaraefnið hefir minni fróðleiks-
forða, og eg get naumast átitið tak-
andi í mál, að undirbúningur undir
kennaranámsveturinn sé minni en
burtfararpróf af Möðruvallaskólanum.
En það liggur einnig í augum uppi,
að eigi að gera kröfurnar til kennara-
prófsins meiri en nú eru þær, verður að
tryggja kennaraefnunum, að þaukom-
ist framar öórum að barnakenslu. f>að
segir sig sjálft, að sá stendur betur
að vígi með að kenna öðrum, sem hefir
verið látinn læra það stig af stigi
undir umsjón og leiðbeining góðs kenn-
ara, heldur en sá, sem stafar sig á-
fram af sjálfum sér, sé hæfileikar að
öðru jafnir.
Náttúran er að vísu sögð náminu
ríkari, og til eru t. d. svo dverghagir
menn, að þeir leggja alt á gjörva
hönd af sjálfum sér; en slíkt er að
eins undantekning, og þótt á sama
hátt hittist menn framar öðrum lag-
aðir fyrir barnakenslu, nemur það
ekki burt nauðsynina á barnafræðsl-
unni. Enginn skyldi þó ímynda sér, að
kenuaraskóli geti gert góð kennaraefni
úr þeim mönnum, sem hafa litla eða
enga kennarahæfileika. Byrji ungur
og óreyndur maður að kenna börnum,
og vilji fyrir álvöru láta verk sitt verða
að gagni, fer hann að leita fyrir sér
á ýmsa vegu, hver aðferð muni bezt
vera í hverju einstöku atriði. En þá
fer að vonum svo, að mörg tilraunin
mishepnast, og hann verður að snúa
við aftur og leita að nýjum vegi.
Kennarskólinn byggir á þeim megin-
reglum við fræðsluna, sem safnast
hafa saman á umliðnum öldum, sýn-
ir kennaraefninu höfuðstefnuna, sjón-
hendinguna, varar hann við villigötum
og ýmsum torfærum, sem orðið geta
á vegi hans, en leggur ekki upphleypt-
an þjóðveg, þar sem ganga má áfram
hugsunarlaust, án þess að líta til hægri
eða vinstri. Margir ófyrirséðir örðug-
leikar geta að vísu orðið fyrir, sem
kennaraskólinn bendir ekki á, en þeir
hljóta að verða miklu færri en þeir
sem koma fyrir þann mann, sem hefir
orðið að stafa sig áfram eingöngu af
sjálfura sér.
Hvernig leysir þá kennaraskólinn í
Flensborg ætlunarverk sitt af hendi ?
Eg er sannfærður um, að hann ger-
ir það svo samvizkusamlegaog leiðbeinir
svo vel, að kennaraefnin hafa mjög
gott af náminu þar. Eigi að heimta
meira af honum en hann afkastar nú,
verður undirbúningurinn að vera meiri
undir hann, og þar næst námstíminn
við hann að lengjast.
En hvar á kennaraskólinn að standa?
Eg geri ráð fyrir, að hann verði að
minsta kosti fyrst um sinn tengdur
alþýðu- og gagnfræðaskóla þeim, sem
haDn er nú í sambandi við. Alþýðu
og gagnfræðaskólinn hefir hingað til
gert töluvert gagn; en ekki verða víð-
tæk not að starfi hans fyr en hann
er fluttur hingað til Beykjavíkur.
Hér þarf að setja upp fastan ung-
lingaskóla hvort sem er, og það helzt
sem fyrst. Sé þörf á slíkum skóla
vegna Hafnafjarðar, er að minsta kosti
10 sinnum meiri þörf á honum vegna-
Beykjavíkur, því að ekki mun fjarri
sanni, að hér búi 10 sinnum fleiri að
vetrinum en þar, og þótt botnvörpu-
veiðar þær, er byrjaðar eru frá Hafn-
arfirði, kunni að valda því, að fólk
fjölgi þar, er auðsætt, að slíkt dregur
ekki úr vexti Beykjavíkur; það eru
engar öfgar, að gera máráð fyrir, að
skólinn yrði þrefalt fjölskipaðri hér en
í Hafnarfirði. Utanbæjarnemendur
yrðu af ýmsum orsökum öllu fleiri.
Hingað koma á hverjum vetri menn
til að leita sér náms, þrátt fyrir skól-
ann í Flensborg, og mundu margir
þeirra nota skólann, væri hann hér f
bænum, jafnvel einstöku unglingur
mundi leita hingað í skólann úr Hafn-
arfirði, þar sem hartnær er óhugsandi
að Flensborgarskólinn verði notaður úr
Beykjavík. Héðan yrði aðsóknin svo
mikil á skóla hér í bænum, að hann
þyrfti að geta tekið minst 80 nemend-
ur í stað 20—25 í Flensborg.
|>etta eitt er nóg til þess að sýna,
að alþýðu- og gagnfræðaskóla Flens-
borgar ásamt kennaraskólanum á að
flytja hingað til Beykjavíkur. Skóla-
eignin Flensborg tilheyrir Garðahreppi
eftir sem áður og þar heldur áfram að
vera barnaskóli fyrir hreppinn, en
landssjóður styrkir aðeins skóla þann,
sem fluttur verður til Beykjavíkur.
Mótbárur munu koma gegn þessari
breytingu, t. d. að skólalíf í latínu-
skólanum sé ekki svo glæsilegt, að á-
stæða sé að fjölga skólum hér, skólinn
yrði dýrari hér en í Hafuarfirði o. s.
frv.
Eg get ekki séð, að kennararnir í
Flensborg hljóti að verða neitt ólípr-
ari með að laða nemendurna að sér
og halda stjórn í skólanum hér en í
Hafnarfirði, enda sýnir stýrimanna-
skólinn hér, að æði-stór skóli getur
verið í góðu lagi í Beykjavík og nem-
endurnir geta eins vel lagt með sér á
borð og kostað sér matreiðslu hér og
í Hafnarfirði. |>að fæst nóg af fólki
til að taka matreiðslu að sér fyrir þá.
Auðvitað væri ákjósanlegast að geta
fjölgað dálítið heimavistunum, svo að
fiestir utanbæjarnemendur gætu notið
þeirra. Nóg er og hér afbörnum, svo
kennaraefnin geta fengið næga verk-
lega æfingu.
Að öllu samtöldu má því telja víst,
að Flensborgarskólinn hlýtur að verða
álíka gagnlegur nemendunum hér og í
Hafnarfirði, en á hinn bóginn geta
margfalt fleiri notið hans hér. |>á
verður ekki þörf á að stofna annan
alþýðuskóla hér, sem annars verður
óhjákvæmilegt, er hlyti að verða keppi-
nautur Flensborgárskólans, og auk
þess er það fjársparnaður að hafa einn
stóran skóla heldur en tvo smærri,.
eigi þeir báðir að vera nokkurn veginn
vel úr garði gerðir.
Hjálmab Sigurðsson.
Frá Flensborgarsltóla
luku 3 nemendur gagnfræða-burt-
fararprófi í lok marzmánaðar þ. á,
1. Björn f>orkelsson frá Klúku í
N.-Múlas. með eink. dável -f (5. 44).
2. Gunnar Jónsson frá |>inganesi,
dável (5. 08).
3. Sigurður Friðrik Einarsson frá
Bakka í Tálknafirði, dáv. (5. 15).
Undir kennarapróf gengu 12.—13.
þ. m.:
1. Gunnlaugur Jónsson frá Narf-