Ísafold - 03.06.1899, Blaðsíða 1

Ísafold - 03.06.1899, Blaðsíða 1
Kemur ut vmist einu sinni e?5a tvisv. í viku. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða 1 */» doll.; borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram). Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. Reykjavík, laugardaginm 3. júní 1899. XXVI. ársr. I. 0 0. F. 81629. xix, xfxj txfX, .xfx .xtx, ,xfx, ,xfx. xfx, ,xfx. .x+x.xtx. ,xfx. xfx, Fomyrvpasafn opiðravd.og ld. ki.Xl—12. Land-xbankinn opinn bvern virkan dag kl. 11—2. Bankastjóri við 12—2, annvr gæzlustjóri 12—1. Landsbökasafn opið hvern virkan dag Kl. 12—2, og einni stundu lengur (til kl 3) md., mvd. og Id. til útlóna. Póstskipin Laura væntanl. 6. júní, Ce- res leggnr á stað 7. júní, vestur um land og norður. Strandferðabátarnir væntanl. 6. júní. .xfx. xfX, xfX.,xfx,,xfx,,xfx ,xfx„xfx,,xfx,,xfx„xfx, xfx, xfx, "xjx' 'xjv.' 'xjx 'xjx’ Vjx' 'xjx"xix"xj> ■ 'xjx' 'xjx'' xjx'' xjx'' X jx' Álþýðan borgar. Hver ætli borgi brúsanD, ef mót- etöðumönnum stjórnartilboðsins tekst að spilla fyrir þeirri einu stjórnarbót, sem oss er unt að fá að sinni? . Ekki skulu menn halda, að það verði öllum að kostnaðarlausu. Enginn gerir sér víst í hugarlund, að þrefið á hverju þinginu eftir ann- að sé kostnaðarlaust. þetta stöðuga stjórnarskrár-þras, þing eftir þing, lang- mest gersamlega einskisverðar bolla- leggingar, sem engan árangur hafa borið, hefir þegar kostað stórfé. Ó- hugsanlegt er, að þeim kostnaði linni, fyr en einhver endir, að minsta kosti til bráðabirgða, veiður á stjórnarmáhð bundinn. Hver borgar nú þann kostnað? f>eir bera hann ef til vill eingöngu, mennirnir, sem fyrir hvern mun vilja halda þrasinu við, mennirnir, sem eru að ginna þjóðina til að binda ekki enda á deiluna? Ónei — það er alþýðan, sem borgar. Vitanlega er þó þessi beini kostn- aður smáræði eitt í samanburði við óbeina kostnaðinn — óhaginn átakan- lega, sem þjóð vor hefir af því, að engin samvinna kemst á milli þings og stjórnar, svo að sumpart dragast nauðsynjamál hennar von úr viti, sum part er þeim neitað staðfestingar, sumpart eru þau aldrei nefnd á nafn, og atvinnuvegir vorir eru f rústum. Hver borgar þann kostDað? Ætli þeir borgi hann allan, menn- irnir, sem nú eru farnir að telja þjóð vorri tru um, að leitun sé á betra stjórnarástandi en vér eigum nú við að búa, og eru að reyna að ginna hana til þess að halda öllu í sama horfinu? Ónei —það er alþýðan, sem borgar— borgar fyrir að gerast ginningarfífl þess- ara manna, sem klappa henni ogkja&a bana eingöngu í því skyni að geta sjálfir flotið ofan á, og hælast um yfir því, ef þeir geta flekað hana til að halda föstum á sér byrðunum, sem eru að boygja hana niður í duftið. Gerum svo ráð fyrir, að afturhalds- mennírnir fengju framgengt þeirri stjórnarbót, sem þeir þykjast vera að vonast eftir, ábyrgðarlausum landstjóra með ráðaneyti, öllu því stjórnarbákni, sem benedizkan heldur fram. f>að þarf reyndar ekki ráð fyrir slíku að gera. Óllum mönnum er það vit- anlegt, Ben. Sveinssyni ekki síður en öðrum, að engin von er um að slíkt fáist, að það er, að minsta kosti í fyrirsjáanlegri framtíð, með öllu óhugs- anlegt. En gerum s a m t ráð fyrir því. Öllum kemur saman um, að kæm- ist sú stjórnarbreyting á, sem bene- dizkan heldur fram, þá gæti árlegur kostnaðarauki ekki numið minna en 30—40 þúsundum. |>ar við bætist á- litleg fúlga til landstjórabústaðar m. m., sem búast má við yrði eitthvað á 2. hundrað þúsunda. Hverjum væri nú ætlað að borga þennan kostnað? Hverjum skyldi vera ætlað að borga hann, nema fslenzkri aiþýðu? Og svo hefir engínn maður enn fært mínstu rök að því, að þetta dýra stjórnarfyrirkomulag yrði oss á nokk- urn hátt hagkvæmara né liappasælla fyrst um sinn en sú breyting, sem oss er boðin, og ekki kostar 083 nokkurn eyri! Nú er eftir að vita, hvort íslenzkum bændum þykir hag sínurn svo faríð um þessar mundir, að þeirn finnist tíminn hentugur til að stofna fram- faravonum þjóðarinnar í. hættu og leika sér með tugi og hundruð þúsundai Eða hvort þeim finst það til vinnandi til þess að geta geðjast mönnum, sem ganga með hugann fullan af gremju út af því, að þeirra eigin stjórnarbót- ar-tilraunir hafa reynst einskis nýtar, og geta fyrir þá sök ekki unt þjóðinui umbóta á tilfiunanlegustu stjórnarfars- göllunum. Þingmálafundir. Seyðfibðingab. Miðvikudaginn 24, maí var þing- málafundur haldinn í Seyðisfjarðar- kaupstað og hafði verið til hans boð- að með auglýsingu í «Bjarka». þ>að voru kjósendurnir, sem hér kvöddu þingmenn sína til viðtals, og var ann- ar þeirra, Jón Jónsson frá Sleðbrjót, á fundinum. En síra F.inar gat ekki komið. Ritstjóri »Bjarka« hafði skorað sérstaklega a bróður Skafta að koma á fundinn, og verja benidizkuna, ef hann treystist til. Skafti kom ekki. Fundurinn var annars allvel sóttur, sitthvað um 70 manna, en af þeim voru 37 atkvæðisbærir. Fundinum stýrði sýslum. og bæjarfógeti Jóhannes Jóhannesson. Stjórnarskrármdlið kom fyrst til um- ræðu, og hóf ritstjóri Bjarka umræð- urnar með snjallri og ekki of langri ræðu. Fáir tóku þátt í umræðum um það mál. Engin rödd héyrðist þar móti stjórnartilboðinu frá fundarmönn- um; en þingmaðurinn lýsti yfir því, að hann gæti ekki greitt atkvæði með stjórnartilboðinu í sumar; hefði verið kosinn upp á »miðlun«(?) og vildi styðja hana, en gæti ekki að svo stöddu sagt, hve langt hann gæti frekast farið í »miðlunaráttina«. Svo látandi fundarályktun var sam- þykt með 36 samhljóða atkv.: Fundurinn skorar á pingmennina, að stuðla að því, að þingið taki stjórnar- tilboði því, sem þirugm. Vestmanneyinga flutti á þirgi 1897, með umbót þeirri er efri deild gerði á frumvarpinu, en táti þó enga viðleitni ónotaða til að fá allar ríflegri bcetur á stjórnarskránni, sem stjórnin eða umboðsmaður hennar samþykkir. Fundarályktunin var samþykt með öllum atkvæðum atkvæðisbærra manna á fundinum, nema einu. Einn fund- armanna greiddi sem sé ekki atkvæði. Eitsíminn. Um það mál urðu litl- ar umræður. Fundarályktun samþ. í einu hljóði, svo látandi: Fundurinn skorar á þingmennina, að styðja að svo miklum tillögum úr landsjóði til ritsíma til landsins og um það, eins og efni vor með nokkuru móti Leyfa; en þó með því móti, að ritsímmn komi öllu landinu sem fyrst og að sem b ztum notum. Fjármál og tollmál urðu nokkurar umræður um. Með meginþorra at- kvæða var samþ. fundarályktun í þá átt, að afnema tíund af lausafé og sömuleiðis útflutningsgjald af fiski. Aftur skyldi lagður tollur á glysvarn- ing, kramvöru, all skonar gosdrykki og (afarhár) á alls konar kynjalyf og »bittera«. Ennfremur útflutningstollur á hvala-afurðir. Til spítalans á Seyðisflrði vildi fund- urinn láta veita að minsta kosti 5000 kr. úr landssjóði. Fossasala og fossaleiga. Fundurinn skorar á þingmennina að vinna að því með frumvarpi á þingi, að fossar og önnur nytjaítök á íslandi megi ekki selja öðrum en innlendum mönn- um, og alls ekki hlutafélögum. Og eigi selja þau á leigu nema um stuttan, fa8tákveðinn tíma. Kirkjumál bar og á góma, og var skorað á þingmennina, að stuðla til þess, »að réttur og gjaldfrelsi þeirra manna, sem ekki eru í þjóðkirkjunni né öðrum trúarfélögum, verði ákveð- iun með lögum«. Um lœknamál var gerð sú fundar- ályktun, að skora á þingmennina, að taka upp aftnr læknamálið frá sein- asta þingi, og sveigja svo til við stjórn- ina um eftirlauna-atriðið, að saman gæti gengið, svo að málinu verði ráð- ið til lykta á þingi í sumar. J. Frá útlöndum ofur fréttalítið fram í rniðjan f. mán., er »Ceres« lagði á stað hingað. Bandaríkjamenn eiga enn í harða höggi við eyjarskeggja í Filippseyjum og síður en svo, að þeir hafi bitið úr nálinni við þá enn. Friðarfundinn í Haag, er hefja skyldi 20. f. mán., sækja 108 fulltrúar frá 26 ríkjum. Við dómi búist í Dreyfussmálinu nú þessa dagana (3.—4. júní), loksins. Mælt er, að dómararnir séu nú allir á því að ónýta beri sektardóm hans, en nokkur vafi um hitt, hvort hæsti- réttur eigi með að kveða upp nýjan dóm í máliuu, sýknudóm, eða því beri að vísa fyrir nýjan hermannadóm til endurskoðunar. Freycinet hermálaráðherra farinn frá embætti, fyrir þá sök að mælt er, að hann vildi hlífast heldur mikið við varmenni þau, er mestu hafa valdið um níðingsatferlið gegn Dreyfus. Nokkrar viðsjár með Bretum og 36. blað. Transval-búum; en líkur til að jafnast mum. Eirikur Jónsson Garðprófastur í Khöfn látinn 30. apríl. Verður minst frekat næBt. Tilraun l>jóðólfs til þess að Seka Bangæinga. Eins og við mátti búast, telur »J>jóð- ólfur« það aðalverk sitt um þessar mundir, að villa sjónir fyrir Rangæ- ingum. Ekki þó með því að reyna að ræða það aðalmál, sem þar liggur fyrir til úrskurðar. Svo langt er þjóð- ólfur auðsjáanlega kominn í sjálfs- þekkingunni, að hann veit, að það er honum með öllu ofvaxið. Heldur með því að reyna að æsa kjósendur þar eystra upp til reiði með einberum Jié- góma, koma þeim til að missa sjónar á stjórnarmálinu sjálfu, en spana þá upp í æsing út af illri meðferð á fyr- verandi þingmanni þeirra á sýslufundi í vor. Vitanlega er það ekkert a,nnað en heilaspuni, að á nokkurn hátt hafi verið farið að hr. Sighv. Arnasyni öðru- vísi en góðum drengjum sómdi. |>að vill svo vel til, að Isafold getur fært áreiðanlcga aögu af því, er á fundi þessum gerðist og í nokkuru sambandi stendur við þingmenskuafsögn S. A. í fundarlok kom eÍDn sýslunefndar- maðurinn með þá fyrirspurn til Sig- hvats, hvort það væri satt, sem frézt hefði, að hann ætlaði að leggja niður þingmensku. Annar sýslunefndarmað- ur lýsti þá yfir því, að honum fyrir sitt leyti þætti ekkert að því, ef þetta væri satt, og sarna væri um fleiri að segja, og væri það eingöngu fyrir framkomu hans í stjórnarskrármálinu á síða8ta þingi. f>á tók sýslumaður það fram, að enginn gæti til þess ætlast, að þingmaðurinn svaraði þessari mála- leitan þar á fundinum. Enda gerði Sighvatur það ekki, sagði hvorki af né á. f>órður alþingismaður Guðmundsson var farinn, þegar þetta gerðist. En tveir syslunefndarmennirnir höfðu áður sagt honum, að þessu máli mundi verða hreyft, og að minsta kosti annar þeirra spurt hann, hvort hann væri því nokk- uð mótfallinn, að þess yrði farið á leit við Sighvat, að hann legði niður þingmensku. pórður þverneitaði því, að sér vceri þoð á nokkurn hátt ó- geðfelt. f>etta er nú allur sannleikurinn í róginum um harðneskjuna, sem beitt á að hafa verið gegn Sighvati — og það á laun við f>órð, líklega í því skyni, að hann gæti ekki afstýrt þeim ósköpum(!), sem í vændum voru. Heimskur má »f>jóðólfur« vera, ef hann hyggur hann muni fá æst Rang- æinga út af öðru eins. f>arna eru saman komnir allmargir af helztu mönnum sýslunnar með þing manni sínum. f>eir vita, að stjórn- málastefna þingmannsins - er ógeðfeld miklum meiri hluta sýslubúa og þeir nota tækifærið til þess að fara þess á leit við hann, að hann leggi niður þingmensku. Hann er vitanlega með öllu sjálfráður, hvort hann sinnir þeirri málaleitan eða ekki. Hann svarar

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.