Ísafold


Ísafold - 10.06.1899, Qupperneq 1

Ísafold - 10.06.1899, Qupperneq 1
ÍSAFOLD TJppsögn (skrifleg) bnndin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstræti 8. Reykjavík, laú^ardaginn 10. júní 1899. 38. blað. Kerrmr út ýmist einn sinni eða tvisv. i viku. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða 1 ll» doll.; borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram). XXYI. árg. xix. A. .xfX. .xfx. .xfx. .xfx. .xfx. .xfx. .xfx. xfx, ,xfX. xfx. xfx. Forngripasafn opið mvd. og ld. kl.ll—12. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. 11—2. Bankastjóri við 12—2, annar gæzlustjóri 12—1. Landsbókasafn opið hvern virkan dag kl. 12—2, og einni stundu lengnr (til kl.3) md., mvd. og ld. til útlána. Strandferðabátar (Hólar og Skálholt) fara á stað austur og vestur á morgun kl. 9 ár- degis. Xfx.xfx..xfx..xfx..xfx..xfx..xfx..xfx..xfx..xfx„xfx.,xf>.xfx 'xíx' 'x;x 'x;x' 'x;x *x;x * x;x* 'x;x *xix' 'x;x' 'x;v" x;x' 'x;x' Um fátækramálafrumvarp efrl deildar 1897. Eftir Einar B. Guðmundsson (Hraunum). |>etta mál (þ. e. fátækramálið) er svo mikilsvarðandi fyrir land og lýð, að vel er takandi til greina orð hins góðkunna þingmanna síra þorkels Bjarnasonar á Beynivöllum — erkom- ið hefir málinu á dagskrána bæði utan þings og innan — í þjóð. í fyrra (45. —47. bl.), að sem flestir létu álit sitt í Ijósi um það. Bn þó að sá, sem ritar línur þessar, hafi mjög lítið ann- að en dálitla reynslu við sveitarstjórn- arstörf til að leggja þar orð í belg, þá vil eg þó eigi að síður gjöra það, af því mér falla ekki vel í geð öll fyrir- mæli í fátækramálafrumvarpinu, eins og efri deild samþykti það. þau atriði, sem eg fyrir mitt leyti álít að þyrftu að komast inn í fátækra- löggjöfina, eru sérstaklega þessi: 1. að fátækraflutningar á fullorðnu fólki ætti sér alls ekki stað, svo það fé sparaðist, er til þeirra gengur og þau mörgu tár og hugraun hyrfi tir söguDni hjá þeim aumingjum, er fvrir þeim verða, 2. að tíminn til að vinna sveitfesti miðist sem mest má verða við sjálf- bjarga vinnu hvers manns í hverju einu sveitarfélagi, án þess að missa sjónar á því, að fátækraflutningar séu af teknir; 3. að lögin girði svo sem hægt er fyrir það, að nokkurir hrekkir ogund- anbrögð geti átt sér stað; og að greið skil fáist frá einu sveitarfélagi til ann- ars á öllu því fé, er gjalda ber; 4. að aldurstakmark sé sett að ofan, eins og að neðan, til þess að geta unnið sér framfærslurétt, svo að girt verði fyrir, að örvasa aldur hvers eins geti haft nokkur áhrif í því tillití. Ef fátækralög í líkingu við efrid,- frumvarpið kæmi í gildi, þá mundu þau nú að vísu horfa dálítið í áttina á sura þessi atriði, en þó óeðlilega og á ófullkominn hátt. T. d. mundu fyr- irmæli 1. greinar, «að hið síðasta dval- arár á lögheimili vinni algjörða sveit- festi«, draga nokkuð ur fátækraflutn- ingium, þegar lögin væru búin að fá festu, en þó ekki útrýma þeim alveg, úr því þeir að öðru leyti ættu að vera sjálf- sagðir, þegar svo bæri undir. En þeg- ar þingið væri búið að samþykkja svoua löguð fyrirmæli, þá mundi verða mik- ið uppþot í hreppunum að hreinsa til hjá sér, þangað til lögin gengju í gildi, og ennfremur mundi jafnan eftirleiðis verða leitað allra bragða til að losa sig við ímynduð eða fyrirsjáanleg sveit- arþyngsli. En auk þessa eru þessi fyrir- mæli í sjálfu sér mjög ranglát: að eins eitt dvalarár látið ráða algjörðum úr- slitum, en það sveitarfélag, er máske hefði átt manninn sem nýtan sam- borgara sinn ein 20 ár eða lengur, engan eyri þurfa fram að leggja mann- inum til hjálpar, þegar hann yrði ó- sjálfbjarga. því getur þó enginn neit- að, að vinnan (o: athöfnin — viðleitnin að bjarga sér) er lífsskilyrðið fyrir allri tilveru, eins félagsheildanna, hinna smærri og stærri, eins og einstaklings- ins. það kemur því illa við, að það félag, sem mest og bezt nýtur vinnu manns á fullorðins-árunum, geti kom- ið af sér yfir á annað sveitarfélag skyldunni að styrkja manninn, þegar hann þarf með, — það félag, sem hef- ir, ef til vill, ekkert borið upp af á- vöxtum af vinnu hans. En auk þessa er að minni hyggju, engu síður hugsaniegt, að sveitarstjórn- irnar geti beitt brögðum til að losa sig við fyrirsjáanleg sveitarþyngsli, þó ekki sé nema eitt ár til að hlaupa á í stað- inn fyrir 10 nú. Já, hygginn og slæg- ur sveitarstjóri getur með góðu móti alt í einu losað sig við slna eigin menn og dembt þeim yfir á önnur sveitarfé- lög, ef því er að skifta; skal eg taka 2, dæmi er benda á þetta. 1. Eg sem sveitar3tjóri á jörð eða jarðarhorn í öðru sveitarfól. en því er eg bý sjálfur í, og þegar súo einhvern þarf að óttast sem þurfamann hjá mér, þá byggi eg honum þetta jarðnæði og er þá um leið búinn að koma honum af mínu sveitarfél. yfir á hitt, ef hann kemst aðeins af styrklaust þetta eina ár, þó að hann hafi allan sinn aldur alið hjá mér. 2. Eg get átt ráð á öldruðum manni, sem alla ævi sína hefir unnið í mínu sveitarfélagi, en er bláfátækur og ekki annað sýnilegt en að hann verði þurfa- maður á næstu árum. þennan mann útvega ég kunningja mínum í öðrum hreppi, sem vantar vinnuafl og getur haft allgóð not af honum árlangt, þótt hann sé orðinn hálfgerður aumingi, og er eg þá um leið búinn að koma þess- um manni af mér yfir á hitt sveitar- félagið. þetta bragð gæti nú samt síður kom- ist að, ef eitthvert takmark yrði sett með aldurinn, t. d. 60 ára aldur sé tiltekinn fyrir því. En finna mætti ef- laust fleiri dæmi, er benda í sömu átt; en það er tilgangslaust; því hvernig sem lögin eru eða verða, geta slungn- ir menn ætíð ýmsum brögðum beitt við þau. það er aðalatriðið, að lögin sjálf feli f sér sem minsta ástæðu eða hvöt til að fara í kringum þau. Skal eg svo fara nokkrum orðum um þessi fjögur atriði, er eg nefndi í byrjuninni. 1. þetta fyrstá þarf engin meðmæli. það hlýtur að vera hverjum manni með heilbrigðri skynsemi ljóst, að það er mikið unnið, að geta verið laus við alian kostnað og fyrirhöfn, sem þurfa- mannaflutningar hafa í för með sér. Alt það sem rýrir hagsældina og stel- ur tíma frá okkar lítilsiglda vmnuafli um bjargræðistímann, ætti að faranorð- ur og niður. Og þá ættu þeir, sem nokkura reynslu hafa við sveitarstjórn- arstörf, engu síður að metaþað mikils, að þurfa ekki að skaprauna aumingj- um, sér í lagi ósjálfbjarga fjölskyldu- mönnum, með því að rífa þá upp þar, sem þeir hafa kosið sér stað og vilja vera, ef til vill í námunda við vini og ættingja, er vildu gjarnan rétta þeim hjálparhönd, en flytja þá þangað er þeir mættu að líkindum ganga að vísri fyrirlitningu,' og vera þar ef til vill slitnir frá konu (eða tnanni) og böm- um. þetta er aunars nægilega útlist- að af forvígis- og flutningsmanni máls- ins, síra þorkeli á Beynivöllum, og fleir- um, og er því óþarft að taka það frek- ar fram hér. það ætti alveg að nema skylduflutníng á þurfamönnum úr lög- um nema ef vera kynni á börnum inn- an við fermingaraldur eftir frjálsu samkomulagi þeirra, er hlut gætu átt þar að. 2. það hefir verið tekið fram af síra þorkeli og jafnvel fleirum, að engin sveitfesta sé í raun og veru óeðlilegri en sú, er fæðingin skapar, og skal fúslega tekið í þann streng. Eæðingin er hverj- um einum ósjálfráð; og þó vitanlega séu margar undantekningar frá því, að það sveitarfélag leggi fram uppeldis- kostnaðinn, þá er þó hitt miklu al- gengara, að foreldrar barnsins eigi þar Iögheimili og framfæri þar afkvæmi sitt, og kemur þá framfæri barnsins niður á það sveitarfélag, þó að það komi ekki heinlínis af sveitarsjóði. þetta verður nú samt enn ljósara, þá er svo er ástatt, að barnið ásveitþar, er það fæðist og þarf að meira eða minna leyti að framfærasfc af sveitar- sjóði þegar frá fæðíngunni, en kemur svo aftur á sveit sína á fullorðinsárun- um eða ellinni, án þess að hafa, ef til vill, átt þar heimili einu sinni eitt ár sem vinnandi maður, hvað þá heldur lengur, eftir 16 ára aldur, og verða þá þyngslin á þessu fél. tvöföld í roðinu, án þess að hafa borið nokkuð upp á móti því. Fyrir tveimur árum var t. d. sjötugur maður fluttur skydduflutn- ingi héðan úr hreppi (austasta hreppi í Skagafjarðarsýslu) á fæðingarhrepp sinn vestur í Strandasýslu. Hann hafði alist þar upp þangað til um ferming- araldur, en þá farið burt ogaldrei séð þann hrepp síðan fyr en hann var fluttur þangað sem ómagi. Eg þarf þannig ekki langt að leita að dæmi um þetta. Eigi að síður yrði ef til vill óhjákvæmilegt, að láta fæðingar- staðinn skapa sveitfesti þeirra, er væru áframhaldandi ómagar á 16 ára aldri, sem oft hefir við borið, en fram hjá því atriði hefir frumvarp efrid. gengið. Svo eru og þar heldur engin fyrirmæli um þá menn, er hingað til landsværu fluttir frá útlöndum sem þurfamenn — sem einnig hefir komið fyrir — en enga dvalarsveit átt hér á landi eftir 16 ára aldur. — Sömuleiðis ætti að taka til ihugunar framfærslurétt óskil- getinna barna, sér í lagi þeirra, er hefðu mist foreldra sína. Eins og vikið er á hér að framan, held eg þvífram.að sjálfstæð vinna i ein- hverju sveitarfélagi á fullorðinna árunum, sjálfstæð atvinna sem bóndi, vinnu- maður, húsmaður, handiðnamaður eða hvað helzt annað sem væri, án þess að njóta nokkurs styrks, en vitanlega bundinn við lögheimili, eigi að vera svo mikill gjörandi, sem hægt er að koma við, til að vinna sveitfesti, eins og líka núgildandi lög grundvallast á. Og þegar það væri orðið lögmáli bundið, þá liggur það beint við, að sá hreppur væri framfærslusveit, sem lengstan tíma hefir haft manninn. sem atvinnumann hjá sér. En með því að í raun og veru er ekki til neins að miða við þann tíma, sem næst liggur, eða að dvölin sé samföst, þá ætti alls ekki að gjöra það, heldur telja saman dvalarárin í hverjum hreppi, þótt þau séu á sundrungu, og miða við það. En til þess að geta þó sem mest útrýmt hinum leiða þurfamanna- flutningi, þarf að reyna að miðla hér málum. Eg leyfi mér því að varpa hér fram þeirri tillögu, að dvalarsveitin beri ætíð xf% hluta af styrknum til þurfamanns- ins, þegar hann verður styrks þurfi, og helming, ef maðurinn hefir áður verið 3 ár sjálfur verkamaður í hreppn- um, en hinn hluti styrksins greiðist af þeim hreppi, er maðurinn hefir unnið lengsfc í, og hafi hann verið jafn- langan tíma í tveimur hreppum eða fleiri, þá skiftist þessi hluti niður á þá tiltölulega. þegar nú færi saman dvalarsveit og flest atvinnuár í hreppn- um, þá ætti maðurinn þann hrepp al- gjörlega, og það yrði oftast svo. Að undanförnu hafa raddirnar verið margar — ef ekki flestar — fyrir því, að láta dvalarsveit þess manns, er styrks þarf, vera algjörða framfærslu- sveit, og hefir þurfamannaflutningurinn, sem mörgum er að vonum illa við, eflaust gefið aðal-tilefnið til þess. — það eru því líkindi til, að svipuð regla því, sem hér er bent á, yrði vinsæl með tímanum. Og hér hefir dvalar- sveitin verulegt aðhald, til að gera ekki þá að þurfamönnum, sem með nokkuru móti geta bjargað sér sjálfir. En í frumv. efri deildar er það aðhald oftast sama sem ekki neitt, þó að henni (dvalarsv.) sé gert að bera J/4 af flutningskostnaðinum, en alls ekk- ert að öðru leyti. Menn finna máske þessari tillögu það til foráttu, að svo mikið þurfi að borga út úr sveitarfélögunum til þurfa- mannaframfæris, sem ætíð er óhægra en að leggja fram kostnaðinn innsveitis. En þetta mundi nokkuð jafna sig, þegar lögin væru búin að ná festu, og einn hreppur fá hjá öðrum það, sem hann þyrfti út að borga, svo að það gætu orðið úr því sífeldir víxlar í gegnum sýslumann. En að því leyti sem mismunur yrði á þessu, þá er þess að gæta, að gjaldareíkningurinn, sem út þyrfti að borga, væri miklu lægri en ella mundi, enda sveitarfé- lagið laust við flutningskostnaðinn, aem getur líka komið til greina. J>að yrði líka ef til vill fundið að þessu fyrirkomulagi, að fátækramálin yrðu flóknari og margbrotnari en áður. En það finst mér alveg ástæðulaust. J?að þarf hvort sem er að halda rétt- arpróf um verustaði styrkþurfanda, og þó að sýslumaður þurfi að senda bréflega tilkynningu um það í hreppana, þá mundi það ekki á miklu standa, enda mundi það fullkomlega borga sig, því allar málsóknir og skriffinska um sveitfesti mundi brátt hverfa, og

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.