Ísafold - 10.06.1899, Qupperneq 2
150
það yrði mikill erfiðisléttir fyrir þá,
sem um þau mál þurfa að fjalla.
|>e88 er getið hér að ofan, að þegar
dvalarhreppurinn actti að bera kostnað
til þurfamannsins að nokkuru leyti,
þá væri það aðhald fyrir sveitarstjórn-
ina þar til að bera umhyggju fyrir
því, að allir bjargist sem bezt þeir
geta, og að enginn styrkur sé veittur,
sem ekki er brýn þörf á, og að engin
undanbrögð komíst að í því eða öðru.
Bn til að iryggja það enn betur, ætti
sýslumaður á hverju ári, þegar hann
beldur manntalsþing í breppunum, að
hafa réttarpróf um leið um allan þar
veittan þurfamannakostnað og úrskurða
um hann eftir því, sem þar vitnaðist.
þetta þyrfti alls ekkert fé að kosta,
og ekki heldur tíma til muna. En
þá væri um leið fengin sundurliðun á
kostnaðinum og vissa, hvað hverjum
hreppi bæri að greiða, er sýslumaður
svo tilkynti hlutaðeigandi sveitarstjór-
nm og gengi eftir gjaldinu fyrir þann
gjalddaga, er til væri tekinn, að við-
lagðri aðför að lögum, svo að ekki
drægist von úr viti með þau gjöld,
eins og oft á sér stað með þeim lög-
um, er nú höfum vér.
það er verulegur galli á sveitfestis-
lögum þeim, er nú höfum vér, að
gamlar og upp gefnar persónur, sem
lifa á framfæri hjá börnum sínum eða
öðrum vandamönnum og vinum, geta
unnið sér sveit með þess konar ósjálf-
bjarga dvöl, af því, að lögin hafa ekk-
ert aldurstakmark þeim megin sem
skilyrði fyrir því, eður nokkuð annað
en það, að menn ekki þiggi sveitar-
styrk hinn ákveðna tíma. |>etta hlýt-
ur að vera gagnstætt þeim orðum og
anda laganna, »að vinna sér sveit«, og
auðvelt úr því að bæta með því, að
láta dvölina engin áhríf hafa til að
vinna sveií eftir t. d. 60 ára aldurinn,
sem er það takmark á mannsævinni,
er lögin setja í ýmsum greinum fyrir
starfþoli manns yfir höfuð að tala.
|>ó menn vildu nú fallast á það, að
sveitfesti manna færi eftir tillögunni
hér að framan, þá geta verið skiftar
skoðanir um það, hve mikinn hluta
af þurfamannakostnaðinum dvalar-
sveitin ætti að bera; og eins hitt,
hvort sjálfbjarga dvöl þar ætti nokkur
áhrif að ilafa, þegar hún væri í mikl-
um minni hluta við önnur sveitarfélög.
En það sem kynni að verða ofan á
í því efni, virðist mér ekki geta staðið
á miklu, væri grundvallaratriðinu að
eins haldið, því þegar sömu lög giltu
alstaðar, þá kæmi jöfnuður á það að
einhverju leyti, enda sveitarþyngslin
ætíð sífeldum breytingum undirorpin
af ýmsum ástæðum. En dvalarsveitin
þarf að eins að hafa gott aðhald, til
þess að verða ekki völd að ónauðsyn-
legum hrakningi á mönnum. Og að
svo miklu leyti, sem þurfamannafiutn-
ingi væri haldið á börnum eða full-
orðnum, þá vildi eg láta dvalarsveit-
ina einsamla kosta hann, en hafa
aftur .aðal-atkvæðið um það, hvort
flytja skuli eður ekki. þetta virðist
og í sjálfu 8ér eðlilegt, því að ef sveitin
sér hag fyrir sig að losna við persón-
una, þá er henni síður vorkunn að
leggja út kostnaðinn til þess.
Stórstúkuþin ginu
var slitið í fyrri nótt kl. 4. þingíð
höfðu sótt kosnir fulltrúar frá 39und-
irstúkum og 3 umdæmisstúkum, 78
alls, þar á meðal voru 8 prescar (1
prófastur), 5—6 ritstjórar, 2 alþingis-
menn, 1 béraðslæknir o. s. frv. Stór-
templar eða formaður G.-T.-reglunnar
hér á landí um næstu 2 ár varendur-
kosinn Indriði Einarsson revisor með
.37 atkv. (Ólafur Eósenkranz kennari
hlaut 36); og varaformaður (stórkanzl-
ari) Björn Jónsson ritstjóri í einu hljóði.
— Nánari skýrsla næst.
Reykjavíbur kvennaskóli
VF.TUKINN 1898 TIU 1899.
Sumarið 1898 sóttu 44 stúlkur um
inntöku í kvennaskólann. Af þeim
voru teknar 40. f>ær tóku allar (nema
1) þátt í öllum nám8greinum, hver í
sínum bekk.
Námsmeyjarnar voru vir norður- og
austuramti 4, úr vesturamti 8, úr suð-
uramti 6 og úr Eeykjavík 22.
Tilsögninni var hagað bæði til munns
og handa í skólans þremur bekkjum
eins og að undanförnu og allar hann-
yrðir unnar eingöngu í skólanum og
engum leyft að taka þær heim með sér
áður en þær voru fullgerðar í kenslu-
stundunum. 011 handavinna náms-
meyjanna var, eins og áður, lögð fram
til sýnis í vorprófinu, til þess að
yrði dæmt um, hvað og hvernig það
væri af hendi leyst, sem hver stúlka
hafði unnið vetrarlangt.
í haust, er leið, bættist við nýr
bekkur (4. b.). |>essi 4. bekkur er
áframhald af 3. hekk. f>ær náms-
meyjar, sem hafa dvalið 1 eða 2 vet-
ur í 3. bekk og tekið þar vorpróf,
þurfa ekki að ganga undir próf til
þess að komast í 4. b., en allar nýjar
námsmeyjar, sem í þann bekk vilja
komast, verða að ganga undir próf.
Til undirbúnings undir 4. bekk þarf
að hafa lesið hið sama, sem lesið er
3. b. nefnilega: Söguágrip Páls Mel-
steðs, íslandssögu síra f>orkels, Landa-
fræði Erslevs, Nátcúrufræði Páls Jóns-
sonar (dýraríkið og plönturíkið að
mestu leyti), Eeikningsbók síra Eiríks
Briem, Eitreglur Valdimars Asmunds-
sonar. í dönsku — ef unt er —
lestrabók Steingríms Thorsteinssons
eða Matzens lestrabók. I ensku:
Enskunámsbók Geirs Zoéga.
f>essi 4. b. er mjög nauðsynlegur
fyrir stúlkur, sem ætla að leggja það
fyrir sig, að kenna unglingum og börn-
um, enda fá þær þar leiðbeiningu í
þeirri grein.
Eeykjavíkur kvennaskóli hefir að
undanförnu jafnan getað valið um
góða kennara, bæði konur og karla, og
eins er vonandi að verði eftirleiðis.
Ef því, kringumstæður leyfa, að
námsmeyjar dvelji í skólanum nægi-
lega lengi, að minsta kosti aldrei
skemur en 2 vetur, veit eg af reynsl-
unni, að það getur orðið þeim að veru-
legum notum.
Eins og kunnugt er, hefir í fjárlög-
unum hin síðustu árin verið ætlaður
nokkur styrkur, handa efnilegum og
fátækum skólastúlkum úr sveitinni.
Næstliðinn vetur voru þær 7, sem
urðu þess aðnjótandi.
Auk tímakenslunnar hafa oft verið
haldnir fróðlegir fyrirlestrar í kvenna-
skólanum um ýms efni. 8vo var og
í vetur sem leið.
Eeykjayík 9. júní 1899/
Thora Melsteð.
Álitleg sparnaðarhugmynd.
Hr. ritstjóri! Ekki skil eg neitt i því,
að engum af iandsins 100 eða 1000 hag-
fræðingnm, lærðum og leikum, sknli hafa
hugkvæmst jafn-auðsætt og einfalt sparn-
aðarráð, fyrir landssjóð, eins og það, sem
nú skal greina.
Það er að láta þingmennina okkar sitja
ómakslausa heima, og láta i þess stað hina
ungu, uppvaxandi mentakynslóð vora
annast þetta löggjafar- og fjárveitingasýsl,
sem verið er að kosta til stórfé úr lands-
sjóði með þvi að smala saman viðsvegar
um land þrennum tylftum af hálf-stein-
runnum fauskum í mannsmynd og flytja
með ærnum kostnaði og fyrirhöfn á einn
stað, höfuðstað landsins, annaðhvort ár
eða oftar, og ala þá þar ifjjulausa vikum eða
mánuðum saman. Eg leyfi mér að kalla
þá iðjulausa, þó að þeir séu að vella og
mala eitthvað saman stund úr deginum, en
gera ekki handarvik að öðru leyti, hvorki
líkamsvinnu, né hitt, að þeir Hti einhvern
tíma eitthvað í bók, ef vera mætti að þeim
færi þó eitthvað ofurlítið fram að vits-
munum og þekkingn á þvi, sem þeim er
ætlað að gera eða fjalla um.
Það er óliku saman að jafna um hina
blómlegu, fjölfróðu og verkhygnu framtið-
arkynslóð vora, er vinnur tvent eða raunar
margt í einu, og er jafnvíg á alt. Um leið
og hún situr við hrunn Mimis og sýpur
þar í sig óslælega dýrar veigar marghátt-
aðs fróðleiks og þjóðnytsamlegs — mig
minnir það eigi að orða það svo —, og
veitir samstundis öllum landsins lýð verk-
lega tilsögn í löghlýðni og fyrirmyndar-
sjálfstjórn, þá hefir hún til íhugunar og
meðferðar mestu landsstjórnar-vandamál vor
og þjóðnauðsynjar, og fatlast aldrei að
leggja á þau smiðshöggið með snjöllum og
djúpviturlegum heilræðum.
Þáð leggur sig nokkurn veginn sjálft,
hversu auðgert mundi að láta t. d latinu-
skólapiltana taka að sér hlutverk neðri
deildar Þeir eru hér hvort sem er meiri
hluta árs. Þeir hafa sinar ölmusur úr
landssjóði hvort sem ei, og þeir eru þá
jafnan viðlátnir að setjast á rökstóla hve
nær sem einhvern vanda her að höndum
og ráða fram úr honum, svo röggsainlega
og viturlega, sem mannlegum mætti og
hyggjuviti er framast ætlandi.
Eg þykist vita, að einhver kynni að
spyrja: Hvað á þá að gera við kennara
skólans? Til hvers er hægt að nota þá?
Því er auðsvarað.
Vér vitum að þingið þarf eða þykist
þurfa á að halda heilli »legio« af þjónustu-
sömuin öndum, þingskrifurum, skrifstofu-
skrifurum, skrifstofustjórum, þingsveinum,
dyravörðum, þvottakonum o. fl. Eg skil
ekki annað en að vel væri takandi i mál
að bjargast við þá til slíkra hluta, þessa
kennara, þótt laklegir kunni að vera. Þeir
eru þó sæmilega skrifandi, flestir, og hina
má þá reyna að tjónkast við til sendiferða
um hæinn, til að sækja »got,t« í hakaríið
fyrir húsbændur slna, pilta, eða annað þess
háttar vandalítið smá-snatt. Þætti þeim
rektor vera of stjórnsamur til að vera skrif-
stofustjóri, mætti reyna að gera hann að
dyraverði. Engum er alls varnað.
Eigi latinuskólapiltar að koma i stað
neðri deildar, er nokkurn veginn óvand-
fundið, hvernig skipa eigi hina þingdeildina,
efri deild. Það eru Kaupmannahafnarstú-
dentarnir islenzku, helzt hinir nýbökuðu
eða nýlega hökuðu. Þeir hafa vissulega
sýnt þess órækan vott nú síðustu missirin,
hvað eftir annað, að velferðarmálum lands-
ins mundi eigi i annara höndum betur borg-
ið en þeirra. Og ekki er sú tillaga ósnjall-
ari frá sparnaðar eða landshagsmuna sjón-
armiði heldur en hin með latinuskólaun,
nema siður sé miklu. Þvi þeim, Hafnarstú-
dentunum islenzku, leggja Danir meira en
hálfan forlagseyri eða kringum það. Vér
látum þá með öðrum orðum b................
Danskinn kosta óviljandi að þeim hluta þá
deild löggjafarþings vors. Kreistum þá
fúlgu undan þeirra blóðugum nöglum,
Dana, hvort sem þeir vilja eða ekki.
Eg trúi því ekki fyr en eg tek á þvi,
að nokkur sannur íslendingur eða þjóðvin-
ur verði þessari hugmynd mótfallinn. Eg
gizka á, að það verði landráðamenn einir
og Danasleikjur eða stjórnarsleikjur, sem
mótmælum hreyfa i móti henni. En það
er raunar í mínum augnm eindregin með-
mæii með henni.
Reykjavík l0/6 1899.
Salus publica.
Andlátsfregn.
Af Djúpavog er ísafold skrifað 29.
f. mán.: »Nýdáinn er Eiríkur óðals-
bóndi Jónsson i Papey, sonur merkis-
bóndans Jóns Markússonar á Hliði í
Lóni, laungetinn. Eiríkur var alla ævi
heilsutæpur, veiklaður á sál og líkama
(hálfkryplingur). Hann bjó áður á
föðurleifð sinni Hlíð, því hann var
einkabarn Jóns, og arfleiddu þau hjón
hann. Hann var maður skynsamur,
skapprúður og ástsæll. Hann hafði
verið sýslunefndarmaður og við og við
hreppstjóri. Hann var tvíkvæntur og
átti mörg börn. Eyrri kona hans var
þorbjörg Jónsdóttir Erlendssonar. Sá
Jón var bróðir síra jpórarins heit. á
Hofi. Síðari konan var Sigríður Bjarna-
dóttir frá Viðfirði. Hún lifir mann
sinn.
Margt að varast.
Um þessar mundir flagga Keykvíkingar
hér um hil á hverjum degi,«þeir sem flögg
eiga og flaggstengur. Skipaferðirnar eru
svo tiðar, póstgufuskipa, strandferðabáta
o. s. frv. Mánudaginn var kom »Skálholt«
að vestan. Keykvíkingar sýndu því sömu
kurteisi og hinum skipunum, i grandleysi.
En þeir hefðu ekki leikið sér að þvi, ef
þá hefðu órað fyrir eftirköstunum. Daginn
eftir vekur spámaðurinn »Stúfur«þ. þá af
gáleysissvefni þeirra og andvaraleysis, og
birtir þeim yfirvofandi refsidóm fyrir —
lamlráð eða eitthvað þvi um líkt! ’ Þetta
hafði þá verið grundvallarlaga-afmælis-
dagur Dana, þessi mánudagur, 5. júni, og
þeir, Reykvíkingar, |þarna viðurkent gildi
grundvallarlaganna [dönsku hér á landi
með því að flagga þann dag!
Við báið, að uppgötvist, ef vel er leitað,.
að skip hafi jkomið hingað 24. maí eða á
einhvern annan kaupstað landsins, og að
þá hafi verið flaggað hér eða þar. —
Hefði það ekki verið hættulaust? — O,
nei-nei. Það var afmælisdagur Bretadrotn-
ingar og því gerð þar með sýnileg tilraun
t'l að ráða landið, ísland, undir hana!
Næsta mánuð mega flaggeigendur hafa
gát á sér, hæði liér og annarsstaðar á
landinu. ZÞk halda bæði Bandarikjamenn/
í Norður-Ameriku og Prakkar þjóðminn-
ingardag, 4 júli og 14. :; Það má ekki sýna
nokkra merkis-dulu hér neinsstaðar þá daga,.
hvað sem á dynur, hve mikil skipaþvaga
sem kæmi hér á hafnlr og öll með flögg-
um. Það|má alls ekki svara þeirri kveðju
úr landi, heldur læsa dúkana vandlega
niður, að enginn glæpist á þeim. Bein
landráð að hreyfa þá eða láta þá sjást.
En annað fýsilegra um þessar mundir en-
að lenda á bekk með hinum alræmdu.
landráðamönnum vorum.
Landsins æðstu leiðtogar.
Nú vita Islendingar loksins, hvernig
þeir eiga að líta á stjórnarskrármálið
eða sérstaklega hvernig þeir eiga að
skilja stjórnartilboðið frá 1897.
það er fenginn hæstaréttardómur um
það. Ben. Sveinsson hefir útvegað
hann, í síðustu utanför sinni; það var
hans von og vísa, að hann teldi það
ekki eftir sér.
það er »félag íslenzkra stúdenta f
Khöfn«, sem dóminn hefir upp kveðið,
þann dóm, að »stjórnartilboðið frá 1897
miði að engu leyti í þá átt, að efla
innlenda stjórn á Islandi sjálfu«, og
skorar því fastlega á þingmenn að hafna
því með öllu.
það voru 16 þingmenn sem kváðu
upp gagnstæðan dóm á síðasta þingf
og ávörpuðu þjóðina eftir þing um að
sæta þessu færi til að rýmka um
sjálfsforræði landsins. I tölu þessara
16 þingmanna var meðal annara meiri
hluti landsyfirréttar vors, auk fleiri
allgóðra lögfræðinga. En um þessa
laudsyfirréttardómara er það að segja
að minsta kosti, að jafnvel örgustu
rógburðarskriðkvikindi landsins hafa
ekki treyst sér enn til að væna þá um
óeinlægni eða óheilleik. f>að er þá
þekkingar- eða skynsemlsskortur, sem
þá bagar. En það er bót í máli og
stök mildi og líkn þjóðinni til handaf
að forsjónin hefir séð henni fyrir æðra
dómstól — ekki hæstaréttinum danska,
því honum hafa Damr dembt á oss
með rangindum — heldur Hafnarstúd-
entunum, þeim, sem í fyrra sátu á
skólabekk, en nú eru orðnir landsins
æðstu leiðtogar, spámenn, kennifeður
og dómarar í Israel.
Ófyrirgefanlegt skeytingarleysi.
Allmörg dagblöð vor hafa lokið miklu
lofsorði á skipstjórann á »Hólum«,
fyrir dugnað þann, er hann síðastliðið
ár hefði sýnt í því að fylgja ferðaáætl-
un skipsins o. s. frv. Vér Hornfirð-
ingar gátum ekki samþykt þetta lof,
að því er Hornafjörð snerti, en vildum
þó ekki opinberlega mótmæla því að
svo stöddu, því vér hugðum, að þótt
skipstjórinn á Hólum fylgdi ekki ná-
kvæmlega áætlun á fyrsta ári, meðan
hann væri ókunnugur Hornafirði, þá
mundi hann á næsta ári bæta úr því.
þessi von vor hefir algerlega brugðist,