Ísafold - 05.07.1899, Blaðsíða 3
179
áðurnefndu ávarpi efri deildar til yðar
hátignar, að stjórnin hafi upptök að frum-
varpi til breytingar á stjórnarskipuninni, og
leggi fyrir alþingi frumvarp nm þetta efni,
þvi að eg get ekki, eftir því sem fram fór
á siðasta alþingi, gert mér von um, að
slik tiltekja frá hálfu stjórnarinnar yrði
til þess, að leiða til lykta málið um hreyt-
ing á stjórnarskránni. En skyldi það koma
fram, að meiri hluti alþingis yrði unninn
til að æskja að ná samkomulagi við stjórn-
ina á grundvelli hins privata frumvarps
um breyting á stjórnarskipuninni, þá er að
minni skoðun enn fyista ástæða til^ fyrir
stjórnina, teins og á siðasta alþingi, að
styðja að þvi, að á þeim grundvelli verði
bundinn endir á hina löngu og gagnslausu
baráttu um stjórnarskipunina, svo að lög-
gjafarvaldið geti framvegis gefið sig alt
við efling hinna eðlilegu bjargræðisvega
Islands og stutt að verklegum og andlegum
þroska þess«.
Þetta er yður, herra landshöfðingi, hér
með til vitundar gefið til leiðbeiningar og
birtingar i B.-deild Stjórnartíðindanna.
Sextán frumvörp leggur stjórnin fyr-
ir þetta þing.
jpeirra eru 4 fjárstjórnarfrumvörp:
landsreikninga-samþykkt (1896—1897),
tvenn fjáraukalög (’96—’97 og ’98—’99)
og loks fjárlög um árin 1900—1901.
Um samgöngubætur eru fern lög
fyrirhuguð: um brú og ferju á Lagar-
fljóti, staurabrú hjá Egilsstöðum fyrir
45,000 kr. og ferju hjá Steinsvaði fyr-
ir 3,000 kr.; um þjóðveg frá Borgar-
nesi til Stykkishólms; um að skylt sé
að láta af hendi gegn hæfilegu endur-
gjaldi lóð undir vita og íveruhús vita-
manna og jarðnæði fyrir þá m. m.;
og um dag- og næturbendingar á ísl.
skipum í sjávarháska og um ráðstaf-
anir er skip rekast á.
|>á eru 2 nauða-smávægileg nýmæli,
annað um að amtsráðsfundi fyrirvest-
uramtið megi halda í Reykjavík, ef
amtsráðið leyfi, og hitt, að lýsa skuli til
hjónabands af prédikunarstól við reglu-
lega guðsþjónustugjörð í sóknarkirkju
brúðurinnar 3 vikurn á undan hjóna-
vígslu að minsta kosti.
Læknaskipunarfrumvarp síðasta al-
þingis vakið upp, nema feld úr eftir-
launareglan, sem því varð að falli hjá
stjórninni, og raeð fáeiuum smábreyt-
íngum öðrum, þó eigi á héraðaakift-
ingu.
Loks eru 5 nokkuru meiri háttar
mál, er stjórnin vill fá lög um: um
stofnun veðdeildar í landsbankanum
í Reykjavík; um verzlun og veitingar
áfengra drykkja; um fjármál hjóna; um
meðgjöf með óskilgetnum börnum; og
um breyting á fjárkláðatilskipununum.
Fjárkláðalagafrumvarpið er svo lát-
andi:
1. gr. Heimilt er amtmönnum, þá er
þeim virðist nauðsyn bera til, að fyrir-
skipa almenna skoðun og böðun á sauðfé,
svo og sótthreinsun fjárhúsa á stærri eða
minni svæðum í ömtum sínum, enda þótt
eigi sé fuli vissa fyrir því, að fjárkláða
hafi orðið vart á stöðum þeim, er um er
að ræða.
Kostnað, er af þessu leiðir, skal greiða
samkvæmt reglunum í 3. og 6. gr. tilskip-
unar 5. janúar 1866 um fjárkláða og önnur
næm fjárveikindi á Islandi.
2. gr. Verði vart við kláða í fé átíma-
bilinu frá byrjun rétta til jólaföstu, skulu
hinar sýktu kindur þegar í stað skornar,
nema eigandi kjósi heldur, að hreppstjóri
eða aðstoðarmenn hans taki sjálfir kindurn-
ar til umsjónar og lækni þær, og borgar
þá eigandi allan kostnað, er af því
leiðir.
3. gr. Allir fjáreigendur skulu hafa glögg-
ar gætur á, hvort kláða verður vart í sauðfé
þeirra, og tafarlaust skýra hreppstjóra eða
aðstoðarmönnum hans frá sérhverri grun-
samlegri sýki, er fyrir kemur, og þangað
til næst til þeirra annast um, að hinar
flýktu eða grunuðu kindur séu hafðar að-
greindar frá öðru sauðfé.
4. gr. Akvæðunum í fyrsta hluta 7. gr.
i fyrgreindri tilskipun 5. jannar 1866 uin
sektir alt að 20 rdl er breytt þannig, að
sektirnar eru frá 5 til 200 kr., og giida á-
kvæðin i 7, og 8. gr. tilskipunarinnar
einnig fyrir brot gegn lögum þessum.
J>á er írumvarpið um verzlun og
veitingar
áfengra drykkja
Eftirleiðis fær enginn leyfi til að
verzla með áfenga drykki öðru vísi en
gegn 500 kr. árgjaldi í landssjóð fyr-
ir hvern sölustað, er greiðist fyrirfram.
Auk þess kostar áfengisverzlunarleyfis-
bréf 500 kr. í landssjóð og gildir að
eins 5 ár. Amtmaður veitir leyfið að
fengnu áliti hreppsnefndar eða bæjar-
8tjórnar.
Ekki má verzla með áfenga drykki
á skipi á löggiltum verzlunarstöðum
nema með sérstaklegu amtmannsleyfi,
er kostar 600 kr. í landssjóð og gildir
að eins fyrír eina verzlunarferð, og
ennfremur því aðeins, að heireilt sé
að verzla með áfengi á sjálfum verzl-
unarstaðnum.
Til þess að fyrirgirða, að farið verði
í kring um lögin með pöntunum, er í
frv. svolátandi (5.) gr.:
»Hver sá verzlunarmaður, forstjóri
eða annar starfsmaður kaupfélags eða
pöntunarfélags, sem ekki hefir sjálfur
leyfi til að verzla með áfenga drykki,
en pantar þá handa öðrum eða ann-
ast um sending á þeim til annara frá
kaupmönnum á íslandi, er leyfi þetta
hafa, eða frá stöðum fyrir utan Is-
ísland, gjörir sig sekan í ólöglegri
verzlun«.
Fyrir veitingaleyfi greiðist nú sem
áður 50 kr., og auk þess 200 kr. ár-
gjald í landssjóð.
Að öðru leyti er þetta frumvarp að
miklu samhljóða lögunum frá 10. febr.
1888 — ætlast til þau komi í þeirra stað
—. Sektir þó hafðar hærri, alt upp í 500
kr., bönnuð ókeypis veiting ekki einung-
is í verzlunarhúsum, heldur og í
sambandi við þau; bannað að veita á-
fenga drykki ekki einungis unglingum
yngri en 16 ára, heldur og þeim, er
sviftir hafa verið fjárforræði á síðastl.
5 árum vegna drykkjuskapar, eða
þjáðst hefir á sama tíma af drykkju-
manna geðveiki eða er skertur á geðs-
munum.
Úr deilunni um sérstaka lánsstofn-
un eða veðlánsskuld í landsbank-
anum hefir stjórnin fyrir sitt leyti skor-
ið á þá leið, að hún leggur fyrir þing-
ið frv. um stofnun
veðdeildar í landsbankanum
í Reykjavík, er veiti lán um langt
árabil og með vægum vaxtakjörum
gegn veði i fasteignum. Landssjóður
leggur stofnan þessari til 200,000 kr.
tryggingarfé í ríkisskuldabréfum og
auk þess 5000 kr. árstillag fyrstu 10
árin. Veðdeildin gefur út handhafa-
skuldabréf fyrir alt að sexfaldri upp-
hæð tryggingarfjárins og varasjóðs sam-
tals. Lána má að eins gegn 1. veðrétti
í jarðeignum eða vátrygðum húseign-
um með lóð í kauptúnum, alt að helm-
ingi virðingarverðs í jörðum og 2/g í
húsum.
»Lán þau, er veðdeildin veitir, má
hún greiða í bankavaxtabréfum eftir
ákvæðisverði þeirra; en lánþegi hefir
rétt til að heimta, að bankastjórnin
annist um að skifta bankavaxtabréfum
fyrir gjaldgenga peninga endurgjalds-
laust, nema hvað borga skal áfallinn
kostnað«.
»Lánum þeim, er veðdeildin vsitir,
má eigi segja uþp, meðan lánþegi gegn-
ir að öllu leyti skyldum þeim, sem
hann hefir undirgengist*.
Skuldunautar veðdeildarinnar skulu
borga J/2 af hundraði af lánsfénu upp-
haflega til kostnaðar við stjórn veð-
deildarinnar og í varasjóð samtals. Ar-
leg afborgun af jarðeignalánum er
minst U/2 af hundraði af lánsfénu upp-
haflega, en 2J/2 af hundraði af hús-
eignum.
Veðdeildinni skal stjórnað af stjórn
landsbankans. þóknun gæzlustjóra
hækki upp í 750 kr. handa hvorum, og
alt að 2500 kr. má verja til endur-
skoðunar á reikningum veðdeildarinn-
ar og til skrifstofuhalds. Landsbank-
inn greiðir launahækkun gæzlustjóra
og það sem kostar að koma veðdeild-
inni á fót.
Frv. um fjárrnál hjona er lang- fyrir-
ferðarme8ta frumvarpið á þessu þingi,
í VI. þáttum, 32 greinum, og samið
af þeim J. Nellemann dr. jur. og
fyrrum Íslandsráðgjafa, en nú kgl.
þjóðbankastjóra, og J. H. Deuntzer,
dr. juris og háskólakennara í lögum.
Loks er frumvarpið um meðgjöf með
óskilgetnum börnum, umbótá lögum frá
24. jan. 1890, er reynst hafa með ýms-
um göllum.
Fjárstjórnarfrumvörpin hafa auðvit-
að ýmislegt að geyma, ýmsar
fjárveitingar,
fjáraukalögin tvenn t. d. 7000 kr. við-
auka til póstmála fyrir fjárhagstíma-
bilið og lö^/^ þús. til vegabóta, en
síðara tímabilið rúm 10 þús. til vega-
bóta og nær 7 þús. til holdsveikra-
spítalans, viðbót við ársútgjöldin.
Fjárlögin fyrirhuguðu hafa þá helztu
nýung meðferðis, að þar er stungið
uppá að veita stjórninni heimild til ef
til kemur, að verja á fjárhagstímabil-
inu alt að 75,000 kr. til að undirbúa
ritsímalagningu milli Austfjarða og
Reykjavíkur, ef sæsíminn verður lagð-
ur þar á land; og vill ritsímafélagið
norræna leggja 300,000 kr. til land-
símans hér, ef svo fer. Auk þess er
í frumvarpinu sama fjárveitingin og
síðast til ritsíma hingað til landsins,
35 þús., en að eins síðara árið.
Stofna skal landskjalavarðarembætti
með 1200 kr. launum, verja 500 kr.
á ári til húsaleigu fyrir safnið og 700 kr.
um fjárhagstímabilið til að koma safn-
inu fyrir og því til viðhalds.
þingmenn eru komnir með 6 frum-
vörp: þeir Kr. Jónsson og þorkell
Bjarnason með fátækralagafrumvarpið
frá síðasta þingi, eins og það var sam-
þykt í neðri d. þá; Guðl. Guðmunds-
son og Ólafur Briem um afnám fram-
tals á lausafé til tíundar og um breyt-
ing á gjöldum þeim, er bundin eru
við lausafjártíund; Tr. Gunnarson um
um friðun fugla (álftir friðaðar frá 15.
maí til 15. okt. óg álftaregg friðuð);
þórður Guðmundsson og þorlákur
Guðmundsson um að laun yfirsetu-
kvenna greiðist úr landssjóði, en launa-
bætur og eftirlaun úr sýslu- eða bæj-
arsjóði; Guðjón Guðlaugsson um lög-
gilding verzlunarstaðar við Norður-
fjörð í Strandasýslu; loks Bened.
Sveinsson um hlutafólagsbanka (auð-
mannafélagi í Khöfn sé veitt 90 ára
einkaréttur til seðlaútgáfu, með ýms-
um nánari skilyrðum).
|>á stinga þingmenn upp á nokkr-
um 5 manna þingnefndum, er íhuga
skuli hitt og þetta: Pétur Jónsson o.
fl. til að íhuga landbúnaðarmálið;
Klemens o. fl. að íhuga hvalaveiðar
við strendur landsins og Iáta uppi til-
lögur sínar um það mál; Jón þórarins-
og Sig. Gunnarsson til að íhuga upp-
eldis- og mentamál landsins; Sighv.
Arnason o. fl. til að íhuga fátækralög-
gjöf landsins- og semja tillögur til
uinbóta á henni.
f>essir eru kosnir í fjárlaganefnd í
neðri deild: Skúli Thoroddsen, Jón
Jónsson 2. þm. Eyf., Sig. Gunnarsson,
Jón Jensson, Tryggvi Gunnarsson,
Guðjón Guðlaugsson og Jón Jónsson
þm. Austurskaftafellss.
Synodus 1899.
Hin árlega íslenzka prestastefna var
haldin eins og til stóö dagana 28. og
29. júní, og voru, auk stiftsyfirvaldanna,
viðstaddir þessir prófastar og prestar;
síra Valdimar próf. Briem, síra Magnús
Helgason, síra Ólafur Helgason (sem
prédikaði á undan fundinum út af orð-
unum í Jóh. 3,16), síra Ólafur Ólafsson
(frá Arnarbæli), síra Stefán Stephensen
(frá Mosfelli), síra Kjartan próf. Ein-
arsson, síra Skúli Skúlason, síra Jón
próf. Jónsson (frá Stafafelli), síra Einar
próf. Jónsson, síra Pétur Þorsteinsson,
síra Þorvarður Þorvarðarson, síra Sig-
urður Stefánsson, síra Sigurður próf.
Jensson, síra Sigurður próf. Gunn-
arsson, síra Guðmundur Helgason, síra
Ólafur Ólafsson (frá Lundi), síra Jó-
hann próf. Þorkslsson, síra Jens Páls-
son, síra Ólafur Stephensen, s/ra Árni
Þorsteinsson, síra Sigurður P. Sívertsen,
síra Friðrik Hallgrímsson og presta-
skólakennararnir allir þrír. Síðari dag-
inn komu á fundinn prestarnir síra
Jón Bjarnason frá Winnipeg og síra
Friðrik J. Bergmann frá Gardar x N,-
Dakota.
Herra biskupinn setti fundinn í fund-
arsal efri deildar í alþingishúsinu. Eft-
ir að biskupinn hafði lesið upp tillögur
stiftsyfirraldanna viðvíkjandi hinni ár-
legu útbýtingu styrktarfjárins til
prestaekkna og uppgjafapresta og lagt
fram skýrslu um hag prestekknasjóðs-
ins, mintist hann með nokkurum orðum
á handbókarmálið, hvers vegna hin end-
urskoðaða handbók væri ekki komin á
prent, og æskti jafnframt álits fundar-
armanna um það, hvort ekki væri rótt-
ast að fresta prentun hennar nokkur ár
enn þá, þangað til vít væri komin end-
urskoðuð útlegging nýa testamentisins,
sem vænta mætti ef til vill að þrem
árum liðnum, þar sem afráðið væri að
byrja á því endurskoðunarverki á kom-
anda hausti. Eftir nokkurar umræður
var þessi tillaga biskupsins samþykt af
fundinum.
Því næst hófust umræður um ýrí-
kirkjumálið, en lektor Þórhallur Bjarn-
arson hóf umræðurnar með nokkrum
orðum, er aðallega snerust að því, hvaða
áhrif aðskilnaður ríkis og kirkju mundi
hafa á þjóðfólagið sem kristilegt þjóð-
fólag. Síra Jens Pálsson, síra Jón frá
Stafafelli og síra Sig. Gunnarsson tóku
þátt í umræðunum af hálfu fríkirkju-
vina, en biskupinn, síra Einar Jónsson
og síra Árni Þorsteinsson af hálfu hinna.
Fremur voru umræðurnar daufar og f jör-
litlar. Þegar umræðxxnum um fríkirkju-
málið var lokið, flutti dósent Jón Helga-
son fyrirlestur um kenningarfrelsi
presta; spunnust út af því litlar um-
ræður, enda var komið fram á kvöld.
Var því fundi frestað til næsta dags kl.
10 t’. h. Þá flutti sira Ólafur Ólafsson
frá Arnarbæli ítarlegt erindi um bind-
indismálið gagnvart prestastétt landsins,
og urðu út af því umræður nokkrar,
sem enduðu með því, að samþykt var
svo hljóðandi fundarályktun: Synodus
skorar á presta landsins að styðja bind-
indismálvð i orði og verki.
Loks beindi síra Jón Helgason þeirri
fyrirspurn til biskupsins, hvort nokk-