Ísafold - 05.07.1899, Blaðsíða 1
.Kemur út vmist einu sinni eða
tvisv. í viku. Yerð árg. (80 ark.
minnst) 4 krv erlendis 5 kr. eða
l‘/i doll.; borgist fyrir miðjan
júli (erlendis fyrir fram).
ISAFOLD.
Uppsðgn (skrifleg) bnndin við
áramót, ógild nema komin sé til
útgefanda fyrir 1. október.
Afgreiðslustofa blaðsins er
Austurstrœti 8.
XXVI. árg.
Iieykjavík, miðvikudaginn 5 júlí 1899.
45. blað.
I 0. 0. F. 81789
x+x, X+X. X+X. xfx. xfx. .xfx. xfx. xfx. xfx. xfx.,xfx. ,xfx. xfx.
Tvisvar í viku kemar ísa-
fold út að staðaldri í sum-
ar, miðvikudaga og laugar-
daga.
JBJfL, Tekið við auglýs-
ingum í blaðið til kl. 4 dag-
inn áður.
ISJAAÆjíÆÆAAAIULJLÆ.A.JL£ZJJLÆÆjgO
LaMshantinn.
Afgreiðslustofa Lands-
bankans verður um alþing-
istíman i sumar, eins og að
undanförnu, opin frá kl.
9>/2 f. h —kl. 121/* e. h. hvern
virkan dag. — Bankastjór-
inn er til viðtals í bank-
anum kl. íO'/s—ll1/2 dag
hvern.
Reykjavík 27. júní 1899.
Tryggvi Gunnarsson.
Forngripasafnoy>i<5mv&.og ld. kl.ll—12.
Landsbankinn opinn bvern virkan dag
kl. 9'/j—12'/a Bankastjóri við 10'/a—11
annar gæzlustjóri 12—1.
Landsbókasafn opið hvern virkan dag
kl. 4—ö og einni stundu lengur (til kl.7)
md., mvd. og ld. til útlána.
Póstskip Botnia væntanl. af Vestfjörðum
P. júlí.
Ctufub. Hólar fer 10. júlí austur um
land.
,xfx..xfx .xfx..xfx..xfx. xfx..xfx. xfx..xfx. xfx. xfx ,xfX, xfX.
xix’ 'xix' 'xíx' 'xix X^x' 'xix XJx XÍV.' 'xiv' xix' 'xiv' ’xix xix'
Alveg eins og við var
að búast.
Afskifti stjórnarinnar af stjórnar-
skrármáli voru, eins og þau koma
fram í boðskap konungs til þingsins
og bréfi ráðgjafans til landshöfðingja,
dags. 26. maí síðastl., eru nákvæm-
lega eins og við var að búast, og sjálf-
sagt líka alveg eins og kunnugir menn
hafa við þeim búist.
Stjórnin stendur við tilboð sitt frá
síðasta þingi. það er auðvitað aðal-
atriðið, og í raun og veru eina atrið-
ið, sem nokkurs er um vert. því að
á skýringum þeim, sem hún kemur
með viðvíkjandi tilboðinu, er naumast
þörf.
Helzt kynnu einhverjir að festa
hugann við það, sem um ráðgjafaá-
byrgðina er sagt, þar sem á það er
bent, að tilboðið sé, að því er hana
snertir, #í líking við ákvæði grund-
vallarlaganna um ábyrgð ráðgjafa gegn
ríkisþinginu#. Fjarstæðunum í þá átt,
að vér getum ekki lögsótt ráðgjafann,
er því óbeinlínis mótmælt í ráðgjafa-
bréfinu. En þess gerðist naumast
þörf; því að enginD skynbær maður
tekur, hvort sem er, mark á þeim.
J>ó að sú vitleysa hafi verið notuð
sem grýla við alls ófróða menn, er
það viianlega alt annað, sem undir
býr hjá þeim mönnum, er berjast gegn
tilboði stjórnarinnar.
EinB og það var nokkurn veginn
kunnugt orðið á undan þingi, að stjórn
in mundi ætla að standa við tilboð
sitt, svo mátti og ganga að því vísu,
að utan um tilkynninguna um það
yrði vafið þráttunum um setu ráðgjaf-
ans í ríkisráðinu. Jafnframt því, sem
efri deild samþykti stjórnarskrárbreyt-
ingar-frumvarpið á síðasta þingi, mót-
mælti hvm því með rökstuddri dagskrá,
að sérmál íslands skuli vera flutt í
ríkisráði Dana, og í neðri deild var
ríkisráðsfleygurinn samþyktur. |>ar
sem það er nú vitanlegt, að stjórnin
lítur svo á, sem ekki geti komið
til nokkurra mála, að sérmál vor séu
flutt fyrir konungi annarsstaðar en í
ríkisráðinu, þá getur það ekki komið
neinum á óvart, að ráðgjafinn hefir
farið að þrátta við þingið um það raál.
Hér er ekki um neina nýa kenningu
að ræða, ekkert annað en það, sem
stjórnin hefir alt af sagt síðan vór
fengum stjórnarskrána — enda éin-
mitt það fyrirkomulag, meira að segja,
sem talið var með öllu sjálfsagt í
hinni fyrri stjórnarbótarbaráttu vorri,
alt þangað til vér fengjum alinnlenda
stjórn, eins og ómótmælanlega hefir
verið sannað í Isafold.
f>á kemur það víst ekki heldur nein-
um óvart, þó að ráðgjafinn haldi fast
að þinginu breytingunni á 61. grein
stjórnarskrárinnar, sera skilyrði fyrir
því, að þær umbætur fáist, sem í boði
eru. lsafold hefir í síðustu viku gert
svo nákvæma grein fyrir því atriði, að
ekki virðist ástæða til að fjölyrða um
það að þessu sinni.
|>að er svo sem auðvitað, að þetta
ráðgjafabréf hefði getað verið samið af
þeim anda, er borið hefði ríkara vitni
um samninga- og samkomulagsáhuga.
Engum dylst það víst, að hefði stjórn-
inni legið samkomulagið ríkt á hjarta,
þá hefði bréf ráðgjafans verið töluvert
annan veg orðað.
En hefir nokkur maður haft ástæðu
til að ætla, að stjórninni stæði ekki
hjartanlega á sama um stjórnarskrár-
mál vort, eins og flest áhugamál vor?
Er ekki einmitt reynslan, sem vór
höfum af stjórninni í því efni, aðalor-
sökin til þess, að vér verðum fyrir
hvern mun að fá breyting á stjórnar-
skránni og stjórnarfarinu?
Vor er þægðin, en ekki stjórnarinn-
ar. f>að er mergurinn málsins, og það
veit stjórnin ofurvel. |>ess vegna er
nú ekki tíminn til að halda áfram
þráttunum og ýfingum. Og það því
síður, sem þrætuefnið er þess eðlis, að
engmn maður getur sannað, að það
standi oss á neinu.
Hins er að minnast — ogeinskis ann-
ars sem stendur — hve mikils vert það
er, sem oss stendur til boða, og að
vinna að því samtaka og af alefli, að
hvorki þing né þjóð reynist svo neyð-
arlega þroskalaus og misvitur, að hafna
því.
Verðlagsskráin i Dalasýslu
1899—1900.
f>egar litið er á verðlagsskrána í
Dalasýslu, mætti ætla, að í þeirri sýslu
væri góður peningamarkaður fyrir land-
aura, þar sem meðalalin er 71 eyrir.
En þetta er samt ekki í raun og veru,
því að minsta kosti hér í vesturparti
sýslunnar er mikil peningaekla, svo
varla er auðið að selja nokkurn hlut
fyrir peninga, og væri verðlagsskráin
samin eftir peninga gangverði, mætti
hún vera afar-lág. Mikið af þeim
hlutum, sem settir eru í verðlagsskrá
þessa, munu alls ekki ganga kaupum
og sölum hér í sýslu á móti peningum,
og sumir alls ekki móti kaupstaðar-
reikning. En það sem eingöngu gerir
verðlagsskrána svona háa, eru vað-
málin og einskeftan, sem sett hafa
verið í hana.
Að minni hyggju ætti hvorki að
setja vaðmál né einskeftu í verðlags-
skrána; því mér er ekki kunnugt um,
að það gangi hér kaupum og sölum
móti peningum, og ekki heldur upp í
skuldir til kaupmanna nó fyrir búðar-
vöru. f>eir sem sett hafa vaðmálin í
verðlagsskýrslurnar, munu segja, að
þau gangi í kaup hjúa eða til kaupa-
fólks. En það hygg eg vera mjög
lítið, ef það er nokkuð. Og ekki trúi
eg því, að fólk, er samið hefir um
peDÍnga upp í kaup, taki vaðmál í
staðinn fyrir þá. Eg hefi undanfarin
ár haldið bæði vinnuhjú og kaupafólk
og ekki getað látið vaðmál upp í kaup
þess, þótt eg hefði viljað og haft þau
til. En um einskeftuna er það aó
segja, að vfst er mjög langt síðan hún
hefir verið látin upp í kaup fólks hér
um slóðir. Svo mun nú ullarvinnan
á bæjum ekki vera meiri en svo, að
unnið sé upp á skyldulið bóndans, og
á mörgum bæjum ekki svo mikil. Eg
fæ því ekki séð, að ástæða sé til að
setja vaðmál og einskeftu í verðlags-
skýrslurnar og miða við það meðalal-
in. Eg vil því leggja til, að vaðmál-
um og einskeftu sé slept úr verðlags-
skýrslunum hér í Dalasýslu eftirleiðis
og líklega úr öllum verðlagsskýrslum
á landinu, þar sem því er enn haldið.
Svo framarlega sem vaðmál og ein-
skefta verða sett í verðlagsskýrslurnar
hérí Dalasýslu eftirleiðis, er óhjákvæmi-
legt, að verðlagsskráiu verði ósann-
gjarnlega há. Eg vona að þeir, sem
semja skýrslur þessar eftirleiðis, geri
sig ekki seka í annari eins óaðgætni
og í þetta sinn. Ef vaðmál og ein-
skefta hefðu ekki verið sett í skýrslur
þessar í haust, þá hefði meðalalin ver-
ið 54 aurar og mundi það vera nægi-
lega hátt í þessu árferði. Hefði nú
verðlagsskráin verið 54 aurar í staðinn
fyrir 71, þá er verðmunurinn 17 aurar,
og sá gjaldauki nemur hér í þessum
litla hreppi rúmum 200 krónum og
líklega í sýslunni 2000 krónum.
XJm þetta væri ekkert að tala, ef
það væri sanngjarnt eða réttlátt. En
það er ekki, og allur almenningur á
fult í fangi að inna af hendi þau
skyldugjöld, sem hann þarf, þó ekki
sé bætt við þau að óþörfu.
J>að er nærri því ótrúlegt, að prest-
ar, hreppstjórar og þriðji maður, val-
inn af hreppsnefnd, skuli láta aðra
eins fjarstæðu sjást eftir sig og verð-
lagsskrána, sem gildir fyrir Dalasýslu
frá miðju maímánaðar 1899 til sama
tíma 1900. Eftirleiðis ættu gjaldend-
ur sýslunnar að líta eftir, hvernig
verðlagssýrslurnar eru samdar í hverj-
um hreppi, úr því þær eiga að liggja
til sýnis í hálfan mánuð í hreppnum,
svo að þeir vissu, hverjum afglöpin
væru að kenna, ef þau kæmu fyrir.
f>að væri gagnlegt, ef einhverjir af
þeim, sem sett hafa vaðmál og ein-
skeftu í verðlagsskýrslurnar, gætu bent
á þann markað, sem hægt væri að
selja á vaðmál og einskeftu móti pen-
ingum, þótt með lægra verði væri en
sett er á þessar vörutegundir í verð-
lagsskránni, svo að þeir, sem ekki vita
af honum, gætu einnig notað hann, ef
hannværi til og þeir hefðu þessar vor-
ur til.
Úr því eg fór að minnast á verð-
lagsskrár, þá ætla eg að láta það álit
mitt í ljósi, að Islendingar gætu vel
komist af án allra verðlagsskráa, með
því að grundvöllurinn, sem þær eru
bygðar á, er úreltur og ramskakkur,
svo að varla er hægt að byggja áhon-
um opinber gjöld, svo í lagi sé, og er
dálítið sýnishorn af því verðlagsskrárn-
ar, sem gilda fyrir næsta ár.
Úr því alþingi fór að káka við verð-
lagsskrárnar, held eg að það um leið
hefði átt að laga grundvöllinn, sem
þær eru bygðar á, fella sumt úr, sem
er úrelt, eða að minsta kosti laga
undirstöðuna, svo að hún gæti átt
við þeirra tíma; því reynslan í þetta
sinn sýnir, að margir, sem hafa samið
þessar skýrslur, eru ekki færir um að
byggja skýrslur sínar á þeim grund-
velli.
Hóli, sumardaginn fyrsta 1899.
Jens Jónsson.
Þingmálafundip.
Skagfieðingae.
Ár 1899, 17. dag júnímánaðar var
á Sauðárkróki haldinn almennur þing-
málafundur fyrir Skagafjarðarsýslu, er
boðað hafði verið til af 1. alþingis-
manni Skagfirðinga, Ólafi Briem á
Álfgeirsvöllum. Fundurinn var sóttur
af allmörgum kjósendum úr ýmsum
hreppum sýslunnar. Annar þingmaður
sýslunnar, Jón Jakobsson, var eigi
mættur á fundinum.
Alþingismaður Ólafur Briem setti
fundinn. Að því búnu kaus fundurinn
Zóph. próf. Halldórsson- fyrir fundar-
stjóra, en Jósef J. Björnsson á Hólum
fyrir fundarskrifara.
Mál þau er fundurinn tók til með-
ferðar voru þessi:
1. Stjórnarskrármálið. Eftir all-
langar umræður í þessu máli, er ýms-
ir tóku þátt í, var samþykt svo hljóð-
andi tillaga með öllum atkvæðum:
|>rátt fyrir mikla annmarka á því
fyrirkomulagi á æðstu stjórn landsins,
sem gert er ráð fyrir í frumvarpi efri
deildar 1897, þá álítur fundurinn það
fyrirkomulag að sumu leyti betra en
stjórnarástand það, sem nú er, og
virðíst því gjörlegt að aðhyllast téða
stjórnarskrárbreytingu, þó með því
skilyrði, að trygging fáist fyrir fullu
þingrœði í fjármálum landsins.
8. Lœknishéraðaskipun. í lækna-
málinu urðu allmiklar umræður, og
kom það fram í ræðum manna, að
þeir yfirleitt væri algjörlega mótfalln-
ir því, að eftirlaun lækna yrðu hækk-
uð frá því, sem ákveðið var í lögum
um læknaskipun frá síðasta þingi, og