Ísafold - 12.07.1899, Blaðsíða 1
JTemur út ýmist einu s/-4< ni eða
tvisv. í vikn. Yerð árg. (80 ark.
minnst) 4 kr., eriendis 5 kr. eða
1 */j doll.; borgist fyrir miðjan
júlí (erlendis fyrir fram).
ISAFOLD.
Uppsögn (skrifleg) bundin við
áramút, ógild nema komin sé til
útgefanda fyrir 1. október.
Afgreiðslustofa blaðsins er
Austurstrœti 8.
XXVI. árg.
Reykjavík, miðvikuda^inn 12. júlí 1899.
47. blað.
Forngripasafn opiðmvd.og ld. kl.ll—12.
LandsbanTcinn opinn hvern virkan dag
kl. 9’/s — 12'/íí Bankastjóri við 10'/a—ll'/a
annar gæzlustjóri 12—1.
Landsbóhasafn opið bvern virkan dag
kl. 4—G og einni stundu lengur (til kl.7)
md., mvd. og ld. til útlána.
^x+x X+X. x|xt x+x. xtx, xfx..xfx..Afx.,xtx. xfx, xf>. xf>. xtx.
’jrJx"xjv' x 1’'xíx’ *x+x‘ 'Jrjx 'x|x"xíx- 'xjx''x^x''jr|x'
Bókmentir.
Indriði Einarsson:
S'verð og bagall. Sjónleik-
ur i fim þáttum frá Sturl-
ungaöld. Rvik 1869 143 bls.
Fráleitt er neinum gert rangt til, þó
að fullyrt sé, að þessi leikur taki langt
fram öðru, sem ritað hefir verið á ís-
lenzku af sama tagi.
Aðalefni leiksins er barátta milli
höfðingjavaldsins og biskupavaldsins á
Sturlungaöldinni, eins og nafnið, »Sverð
og bagall« bendir til, og ýmsir fornís-
lenzkir siðir, helgir og vanhelgir, flétt-
ast inn í hann. Aldarbragurinn kem-
ur í mörgum efnum einkar skýrt fram.
Samræðurnar eru víðast smellnar og
skemtilegar, tilsvörin fáorð og ekki
allsjaldan þung eins og hamarshögg.
Blærinn á samræðunum er fornlegur,
án þess þó að svo langt sé farið í þá
átt, að málið á leiknum verði stirt í
munni nútíðar íslendinga.
|>ráðurinn er fastur og eðlilegur.
Sumir kaflarnir hljóta að eiga mæta
vel við leiksvið, ekki hvað sízt þriðji
þátturinn, sem gerist í dómkirkjunni
á Hólum. Yfirleitt hyggjum vér að
leikurinn mundi njóta sín betur á leik
sviði en við lestur, og er það ekki
sagt í því skyni að draga úr því að
menn lesi hann. Síður en svo.
Hór er í stuttu máli um allmikils-
verða framför að ræða. Höf. hefir
lært til muna af snillingum nútímans.
Og það er vonandi að þjóðin sýni það,
áð hún virði þá viðleitni með því að
taka leiknum vel.
Og jafnframt er vonandi, einmitt
fyrir þá framfara-breyting, sem hér er
svo bersýnileg, að höf. takist hér eftir,
ef hann á kost á að gefa sig við leik-
skáldskap eftirleiðis, að sigla fram hjá
þeim skerjum, sem hann hefir rekið
sig á í þetta sinn.
j?ví að annmarkanna verður og að
geta.
Aðalefnið, baráttan, sem áður er um
getið, kemur ekki svo skýrt fram sem
æskilegt væri; því liggur við að kafna
í öllum ribbaldaskapnum. Leikurinn
er með öðrum orðum helzt til líkur
Sturlungu sjálfri. Fyrir bragðið er
nokkuð örðugt að átta sig á, að um
ueina hugsjón sé barist, eða neitt það
sem manni geti ekki staðið nokkurn
veginn á sama um. Við lok leiksins
verður ekki heldur sagt, að nein veru-
leg breyting sé á orðin, hvorki á mönn-
um né málefnum, frá þvf sem var í
byrjun hans, að þvf undanteknu, að
tveir lítt merkir menn hafa verið af
dögum ráðnir.
Aldarbragurinn kemur skýrt fram,
eins og áður er sagt, og vitanlega er
það mikils vert. En því miður á les-
andinn ekki sama kost á að skygnast
inn í sálir einstaklinganna. Yfirborð-
ið er ljóst og hverjum manni sjáan-
legt. f>að leynir sér t. d. ekki, að
Helga húsfreyja er skaphörð kona og
að drotnunargirnin er hennar aðalá-
stríða, né heldur að Jórunn er góð
kona, sem alt vill leggja í sölurnar
fyrir mann sinn. En hitt hefir höf.
ekki tekist, að lokka fram úr fylgsn-
um hugarins þau einstaklings-einkenn-
in, sem innar liggja, þær margbreyti-
legu hræringar í djúpinu, sera æsa
öldurnar. Fyrir því stendur alt þetta
fólk oss nokkuð fjarri. Vitaskuld
þekkjum vér það töluvert — nokkuð
líkt og vér þekkjum allan þorra manna,
meira að segja. En oss vantar skil-
yrðin til að taka verulegan þátt í for-
lögum þess, af því að ekki hefir verið
varpað yfir sálirnar því ljósi snildar-
innar, sem birtir oss instu hugrenn-
ingar hjartans.
En hvað um það — leikurinn er
ómótmælanlega beztur af því, sem enn
hefir verið ritað í þessari grein skáld-
skaparinn á íslenzka tungu, og því
full ástæða fyrir lslendinga að sýna
honum sóma.
Nefndarigningin.
Hún hefir verið afarsnörp á þinginu
það sem af er, eins og nærri má geta.
|>að er gamla sagan. Stórmálum,
svo sem tollmálum, búnaðarmálum,
mentamálum og jafnvel máli um banka-
stofnun, — sem meðal annars er ætl-
ast til að veiti tilteknu fólagi einka-
rétt til seðlaútgáfu um svo að kalla
heila öld, — er dembt inn á þingið ger-
samlega undirbúningslaust og sjálfsagt
í fle8tum greinum með öllu óhugsað.
Enginn hefir verulega hugmynd um,
hvað við þessi mál á að gera — allra-
sízt þá hugmynd, sem á nokkurum
rannsóknum sé bygð.
Eina úrræðið verður svo að kjósa
nefnd — nokkura menn, sem jafnilla
standa að vígi, að því er undirbúning-
inn snertir, eins og allir aðrir, eru
hlaðnir margvíslegum önnum og ekki
geta talað sig saman nema fáeinadaga.
Væri nokkurt lag á stjórnarfari
voru, væri það ekki jafn-afkáraleg
ómynd eins og það er, gæti að minsta
kosti ekki nema örsjaldan komið til
nokkurra mála fyrir þingið, að fara
að fjalla um óundirbúin mál. Undir-
búninginn mundi stjórnin annast.
Og aðalstarf þingsins yrði að komast
að niðurstöðu um, hvort það vildi að-
hyllast þær grundvallarskoðanir, er
stjórnin héldi fram í hverju máli um
sig, eða hafna þeim. Hvert barnið
skilur, hve langt um meiri tryggingin
yrði með því móti fyrir því, að löggjöfin
komi þjóðinni að verulegu haldi, og
hve margfalt meiru þingið þá fengi af-
kastað.
Dáln
hór í bænum 3. þ. m. húsfrá Ilild-
ut Jósefína Jónsdóttir, kona Sigurðar
Andréssonar (prests Hjaltasonar) fyrrum
verzlunarmanns, nú í Manitoba, en dótt-
ir síra Jóns heit. Benediktssonar, síðast
prests aS Rafnseyri; þar fæddist hún
19. maí 1837. Af börnum þeirra hjóna
lifa 4, þar á meöal Asgeir kaupmaSur
Sigurðsson.
Veðbanki
eða-
hlutafélagsbanki.
Eftir
Indk, Einarsson.
III.
Hvernlg fara muni.
Vér skulum nú reyna að sjá fram í
tímann og komast fyrir, hvernig
fara mundi, ef veðbankafrumvarpið yrði
að lögum í haust.
Skuldabréfin yrðu ekki seld á út-
lendum markaði eins og nú stendur,
þótt þau gæfu eigandanum 5°/0. Til
þess að peningarnir taki sér bólfestu
í öðru landi en þar sem þeir eiga
heima, þarf ávalt að borga hærri vexti
af þeim. í Danmörku var það föst
regla fyrir 20 árum, að peningaleiga
var á Fjóni 4°/0, en á Jótlandi, hinu-
megin við sundið.. 5%. Nú tekur þjóð-
bankinn í Khöfn 6%% vöxtum, verk-
smiðjueigendur hafa lokað verk-
smiðjunum, Khafnarbær bauð út 4%
lán með ábyrgð bankanna þar á 92
kr. og fékk ekkert boð. Skozkur
bankamaður skrifaði mérívetur: #Við
tökum 4%—6°/0 og meira, af Islandi
tækjum við 7%«.
Veðdeildarbréfin mundu ekki ganga
út á útlendum markaði 6—12 mánuði
í minsta lagi. Hins vegar mun lands-
sjóður segja upp þeim lánum, sem
hann getur sagt upp, og taka veð-
bankabréfin sem gilda borgun. það
eru 250,000 kr., sem þannig ganga út
fyrsta missirið, jafnvel þó vextirnir
séu 4°/0. þeir sem eru skuldugir við
Landsbankann um afborgunarlán, segja
honum upp, ef þeir geta það; það er
að segja: ef þeir geta borgað með veð-
bankabréfum. f>að er aftur komið
undir Landsbankanum, hvort hann
vill taka bréfin eða ekki. Skuldunaut-
ar gera alt sem þeir geta til þess, því
nú borga þeir bankanum 141/3°/0 í vöxtu
og afborgun, en veðbankanum borga
þeir 6—7% af jarðeignarveðum og
7—8% af húseignum. Á þessum skuldu-
nautum lækka ársbyrðir um helming.
Eg held að Landsbankinn geti ekki
annað en tekið veðbankabréfin sem
borgun upp í gömlu skuldirnar. Hann
hefir í rauninni ekki efni á því að
eiga þau, en hann má til. því annars
koma þeir sparisjóðsinnlagaeigendur,
sem komið geta, og taka út það sem
þeir eiga inni til þess að fá hærri
vöxtu af eign sinni. Bankinn fær
verðbréf fyrir verðbréf. Sjálfur hefir
hann þau á boðstólum, t. d. handa
þeim ipnieigendum, sem vilja kaupa
þau. En hann verður að taka pening-
ana fyrir þau undir sjálfum sór, og
skuldar þeim að eins minna á eftir.
Séu skuldabréf veðdeildarinnar gefin
út á 4°/0, tekur Landsbankinn 100 kr.
á svo sem 92 kr. til þess að hafa ‘tl/3°/0
af þeim, bóu þau á 4l/2%; þá gefur
hann ákvæðisverð. I fyrra dæminu
missa skuldunautar Landsbankans það
sem svarar eins árs afborgun. 92 kr.
er ágizkun, en með fullu ákvæðisverði
tekur Landsbankinn skuldabréfin aldrei,
ef af þeim gjaldast að eins 4°/0 í árs-
vöxtu.
|>á er búið að koma út svona hér
um biJ 1 miljón af veðdeildarskulda-
bréfunum á nokkurum mánuðum, án
þess lántakendur hafi fengið annað
6D pappír fyrir pappír, (þó ekki seðla)
og nokkrir eldri lántakendur, sem hafa
greitt afborganir til baDkans, en tóku
helming fasteignarverðsins í skulda-
bréfum veðdeildarinnar, eiga skulda-
bréf, sem þeir vilja selja. N/ir lán-
takendur eru búnir að biðja um þess-
ar 200,000 kr., sem eftir eru, og geta
fengið lánin, ef þeir vilja taka þau í
veðdeildarskuldabréfum. Hér á landi
verða menn þá að vetri og að vori að
hjóða út skuldabréf með afföllum.
f>eir sem eiga kgl. skuldabróf vilja
ekki selja þaunú, af því að þau standa
svo lágt, og eigendurnir vita að þau
hækka aftur; þau verða því lítið seld
til að kaupa veðdeildarskuldabréf nema
þau gefi t. d. 472%. Eftir nýár 1900
fara menn að taka alt út úr spari-
sjóðunum, sem tekið verður; þeim ligg-
ur við falli. Verði danski peninga-
markaðurinn búinn að jafna sig laust
eftir nýár 1900, þá getur alt komist
klaklaust af; eD haldist neyðarástand-
ið í Danmörku þangað til í júlí 1900,
sem er líklegra, verður ástandið hér
á landi orðið fjarska-ískyggilegt. Hrun-
ið dynur yfir í öllum áttum; og hve
háreÍ3t hús þá hrynja, það get eg ekki
sagt fyrir.
Líklega er óhugsandi vegna ástands-
ins, að veðdeildarskuldabréfin svöruðu
upphaflega minna en 4%% í vöxtu og
V2% til stjórnarkostnaðar, alls 5%.
Verði þau á tl/f/0 alls, en gengju að
eins á 92 kr., þá er munurinn ekki
svo mikill fyrir lántakendur. 1000 kr.
á 4%, fasteignarlán, borgað út með 92
kr., kostar þá lántakandann alls með
veðdeildarkjörum þangað til það er að
fullu borgað eftir 33—34 ár (ekki 32 ár,
eins og stendur í ástæðunum)kr. 1987.50,
en 1000 kr. lán borgað út með ákvæðis-
verði og 4%% kostar 2047 kr. 50 au.
Mismunurinn er ekki stór. f>að s«m
vextirnir yrðu hærri en 4% mætti í
lögunum draga frá, með því að setja
afborganirnar það lægri.
En ástæðurnar fyrir veðdeildarfrum-
varpinu segja hvergi, að veðdeildar-
skuldabréfin verði keypt í Kaupmanna-
höfn; en frumvarpið gerir mjög mikið
til þess, að það verði gert. Alt, sem
fengist hefir, mun vera það, að einn
banki hefir boðist til að hafa þau á
boðstólum, eý nokkur maður vildi kaupa
þau þar.
IV.
Úrrœðin.
Fyrsta úrræðið, sem Landsbankinn
hefði, er þannig bæri undir, til þess
að verja sig fyrir innieigendum spari-
sjóðsins, og til að minka lánbeiðsl-
urnar, væri að hækka fjárleiguna (vext-
ina). Hann yrði að gefa þeim, sem
inni eiga 4/, ef veðbankaskuldabréfin
gefa 4/, og 4%/, ef þau gefa 4%%
eða sama sem þau, eða dálítið meira.
Til þess að standast kostnaðinn við
þessa vexti yrði hann að lána út gegn
5 eða 5%°/o, eða hækba útlánsvextina
að sama skapi. jpetta gera bankar í
öðrum löndum; en landsbankinn tæki
líklega aldrei til þeirra ráða, úr því
að hann hækkaði ekki innlánsvextina
upp úr 3.60°% þegar kgl. skuldabréf-
unum var breytt síðast, og úr því að
hann hefir ekki hækkað útlánsvextina