Ísafold - 12.07.1899, Blaðsíða 3
187
amtið og Austuramtið höfðu tjáð sig
fús til að leggja til árlega, hið fyrra
400 kr. og hið síðara 200 kr.; Vestur-
amtið, sem ætlast er til að leggi til
Búnaðarfélags landsins 400 kr. á ári,
hefir enn eigi ákveðið að taka þátt í
því, en líklegt er að það dragist eigi
lengur en til næsta amtsráðsfundar þar.
Að afloknum Suðuramtsbúnaðarfund-
inum 5. þ. m. voru kosnir 4 fulltrúar
á fulltrúaþing landsbúnaðarfélagsins:
Eiríkur Briem, þórhallur Bjarnarson,
Sigurður Sigurðsson búfræð. og H. Kr.
Friðriksson. Hinir 8, er búnaðarþing-
ið eiga að sitja, eru: fyrir Suðuramtið
Guðl. sýslumaður Guðmundsson og
þorlákur alþingism. Guðmundsson; fyr-
ir Vesturamtið amtm. J. Havsteen og
alþm. Guðjón Guðlaugsson; fyrir norð-
uramtið alþm. Ólafur Briem og Stefán
kennari Stefánsson á Möðruvöllum;
fyrir Austuramtið síra Einar próf. í
Kirkjubæ og alþm. Guttormur Vigfús-
son.
Eulltrúar þessir hafa síðan kosið
stjórnarnefnd Landsbúnaðarfélagsins;
H. Kr. Friðriksson (form.), Eiríkur
Briem og þórhallur Bjarnarson.
Frá alþingi.
Frumvarpið um tugamál og tugavog,
er Jón Jensson bar upp á síðasta þíngi,
er nú endurvakið af honum og Olafi
Briem með dálitlura orðabreytingum.
Sömul. vekja þeir Jón Jakobsson og
Sigurður Stefánsson upp frumvarpið
frá síðasta þingi um kensluna í lærða
skólanum í Beykjavík og í gagnfræða-
skólanum á Möðruvöllum.
Stað í Súgandafirði vill Sig. Stefáns-
son líka gera aftur að sérstöku brauði
með 300 kr. tillagi úr landssjóði.
Skúli Thoroddsen flytur frumv. um
stækkun á verzlunarhúsasvæði Isafjarð-
arkaupstaðar.
Stjórnarskrármálið.
Sig. Stefánsson er flutningsmaður
þess í efri deild, ásamt þorleifi Jóns-
son, flytja það í sömu mynd, eins og
deildin samþykt það á síðasta þingi,
svo sem áður hefir verið frá skýrt.
Við fyrstu umræðu á laugardaginn tók
hann rneðal annars fram, að flutnings-
mennirnir væru jafn sannfærðir nú og
í hitt eð fyrra um, að æskilegt væri að
fá breytingar þær, sem þá stóðu til
boða og að þingið ætti sem fyrst að
þiggja þær. því fan fjarri, að frumv.
efri deildar frá 1897 sé nú lagt fyrir
þingið með þeim hug, að rísa öndverð-
ir gegn þeim breytingum, sem kunni
að geta orðið til samkomulags við stjórn-
iua. f>vert á móti vonaði ræðumaður,
að nefnd sú, er kosin yrði, hefði alla
þá hlíðsjón á vilja stjórnarinnar, sem
henni væri unt, jafnframt því sem
nefndin hefði það fast í huga, að lands-
réttindum vorum yrði á engan hátt
raskað, enda virtist og svo, sem stjórn-
in gerði nú kost á hinum sömu umbót-
um og fyrir tveim árum, án þess að
landsréttindi vor biðu þar nokkurn
halla við.
Landshöfðingi kvað sér hafa brugðið
í brún, þegar hann hefði séð, að frv.
hefði komið inn á þingið óbreytt frá
því sem efri deild gekk frá því á sið-
asta þingi; því að öllum hljóti að vera
ljóst, að pað frv. öðlist ekki staðfesting
konungs. En jafnframt gleddi það
hann að heyra, að flutningsmenn hefðu
ekki í hyggju að halda frv. þannig
löguðu til streitu, heldur taka til greina
bendingarnar í bréfi ráðgjafans, og hann
vonaði, að nefndin kappkostaði að laga
svo frumvarpið að það yrði staðfest.
Klæðaverksmiðjan.
Um klæðaverksmiðju-frumvarp Guðl.
Guðmundssonar, sem frá er skýrt í síð-
asta blaði, urðu fjörugar umræður í
neðri deild í gær. Skoðanamunurinn
var nokkurn veginn svo mikill, sem
frekast er unt. f>ví að einn ræðu-
manna, Jón Jónsson frá Múla, var mót-
fallinn því yfirleitt, að reynt væri að
koma upp verksmiðjuiðnaði hór á landi;
en annar þingmaður, Björn Sigfússon,
hélt því fram, sjálfsagt með réttu, að
iðnaðarvonir þjóðarinnar, sem hagnýt-
ing fossanna í öðrum löndum hefðu
vakið, væru einna skærustu sólskins-
blettirnír innan um vonleysisskuggana,
sem svo mikið kvæði að einmitt um
þessar mundir. Og eins var mikill
skoðanamunur um fyrirkomulagið með-
al þeirra þingmanna, sem voru því
hlyntir, að rækt væri lögð við iðnað-
inn.
Af hinum löngu umræðum verðum
vér annars að láta oss nægja að geta
fárra helztu atriðanna að eins.
Flutningsmaður (Guðl. Guðmundsson)
skýrði rækilega, hvað frv. færi fram á.
Stjórninní sé ætlað að gera undirbún-
ingsrannsóknir, sem ekki standi í valdi
þingsins og fé þurfi til. Svo sé henni
ætlað að bindast fyrir framkvæmdum,
ef henni lítist vel á málið, eftir að
rannsóknir hafa fram farið, og þá
eigi landssjóður jafnframt að verða
meðeigandi verksmiðjunnar. þessi iðn-
aðargrein hljóti að eiga framtíð hér á
landi og nú só kominn tími til að
sinna henni.
Nú só farið að senda hóðan ull til
Noregs til þess að fá hana unna, og
það borgi sig að selja dúkana klæða-
sölum hér. Að minsta kosti 50 þús.
krónur fari héðan úrlandi árlega til Nor-
egs í þessi vinnulaun. En að líkindum
miklu meira, og sú upphæð fari sívax-
andi.
Klæðaverksmiðja hér hefði mikið að
starfa fyrir landsmenn. þó lagði
ræðumaður meiri áherzlu á hitt, að
hún yrði sjálfstæður atvinnurekandi,
sem keypti ull af bændum fyrir pen-
inga, ynni úr henni dúka og seldi þá
svo hér á landi og erlendis. Aðstaðan
væri góð fyrir oss á dönskum markaði,
þar sem enginn tollur er þar á ís-
lenzkum dúkum, en aftur á móti á
þýzkum dúkum t. d. og enskum. Og
vonandi engin hætta á að Danir fari
að tolla dúka vora, sízt ef danskt fé
fengist til fyrirtækisins.
Landshöfðingi tók málinu vel, þótti
hóflega og forsjállega leitað til land-
sjóðs, þar sem ekki væri að svo komnu
farið fram á annað en fé til rannsókna,
en aðra hluttöku því að eins, að það
þætti ráðlegt, að rannsóknum loknum.
Skúli Thóroddsen var sammála flutn-
ingsmanni um þörfina á verksmiðju-
iðnaði, en hafði enga trú á meðeign
landsjóðs í fyrirtækinu og yfirstjórn
landstjórnarinnar. það væri jafnvel
álitlegra, að landsjóður ætti verksmiðj-
una einn, þótt ræðumaður vildi alls
ekki til þess ráða. Hér ættu einstakir
menn að hafa forgönguna.
Hér þyrfti og annað að verða sam-
ferða eða koma á undan: breyting á
toll-löggjöfinni; verði iðnaðurinn með
öllu óverndaður, eins og nú, muni
örðugt að fá menn til að taka þátt í
öðru eins fyrirtæki og þessu.
Jón Jónsson (þm. Eýfirðinga) hafði
enga trú á að fyrirtækið þrifist, nema
það væri styrkt, annaðhvort af land-
sjóði eða með verndartollum, og hvor-
ugan þann kost vildi hann. Hann
taldi ræktun jarðarinnar borga sig
allvel hér á landi, ef unnið væri að
henni með skynsemd og fyrirhyggju,
og ógrynni óræktaðs lands eftir, nóg
handa Islendingum, þótt þeir yrðu
100-falt fleiri en þeir nú eru.
Aðalumkvartanirnar hér á iandi færu
í tvær gagnstæðar áttir; að öðrum
þræði væri kvartað um, að atvinnu-
vegirnir væru of fáir, en að hinu leytinu
um fólkseklu. Bæðumaður treysti sór
ekki til að koma þeim kvörtunum
heim og saman. Aðal-örðugleikarnir
væru hér skortur á vinnukrafti og fé,
°gZþví vær' Það- að stefna í öfuga átt,
að fjölga atvinnuvegunum.
Enga von hafði ræðumaður um, að
íslendingum muni takast að vinna
dúka með jafnlitlum tilkostnaði eins
og aðrar þjóðir, sérstakl. Norðmenn;
né heldur mundu þeir geta fengið eins
gott verð fyrir þá erlendis. Einu ráð-
in yrðu þá, annaðhvort að færa nið-
ur vinnulaunin eða leggja á verndar-
tolla, og hvorttveggja legðist þyngst á
fátækasta hluta þjóðfélagsins.
— þessum mótbárum var meðal ann-
ars svarað í þá átt : að vitanlega væri
bezt að einstakir menn ættu að öllu
slík fyrirtæki sem þetta, en auðurinn
væri ekki til hér á landi í höndum
einstakra manna og þess vegna yrði
að leita til landssjóðs; að ekki virtisc
þörf á verndartolli fyrir dúka, sem
unnir væru í landinu sjálfu, þar sem
reynslan með dúka úr íslenzkri ull,
sem unnir eru í Noregi, sé eins og
bent hefir verið á; að með þessari
fjölgan atvinnuveganna sé einmitt
sýnilega sparaður vinnukraftur, í stað
þess’sem fólk sé ekki einu sinni mat-
vinnungar marga mánuði ársins yfir
rokknum og kömbunum; og að það sé
til stuðnings fyrir landbúnaðinn, að
atvinnugreinunum fjölgi, því að með
því aukist markaður fyrir landbúnað-
arvörur í landinu sjálfu, en markaðs-
leysið sé það, sem mest þrengi að.
I umræðunum tóku þátt, auk þeirra
er þegar eru nefndir, Klemens Jónsson,
Benedikt Sveinsson, Valtýr Guðmunds-
son, Pétur Jónsson, porlákur Guð-
mundsson, Guðjón Guðlaugsson og Einar
Jónsson, sem meðal annars sagði frá
því, að bóndi í Fljótdalshéraði hefði í
vetur komið í 2 af þeim þremur ull-
arverksmiðjum í Noregi, sem ísl. nota
mest, og þar hefði hann frétt að kom-
ið hafði til tals, að hægt mundi að
stofna verksmiðju til að vinna ein-
göngu ull þá, er frá Islandi væri
send, og að það mundi borga sig vel.
Síra Friðrik J. Bergmann
pródikaði hór í dómkirkjunni við há-
messu næstliðinn sunnudag og mun kirkj-
an naumast hafa rúmað fleiri en þar
voru samankomnir. Presturinn hafði
fyrir texta orðin í Matt. guðspj. 7. kap.
12.—14. versi, og var umtalsefni hans
samkvæmt því og höfuðinntak prédik-
unarinnar kröfur kœrleikans. Naum-
ast fáum vér skilið, að nokkur sá mað-
ur hafi þar viðstaddur verið, sem ekki
hafi þótt þar vel farið með veglegt efni,
að vér ekki segjum meira. En svofög-
ur og innileg sem prédikunin sjálf var,
þá var flutningur hennar ekki síður fyr-
irmyndarlegur, svo látlaus sem hann
annars var. Bæðumaður færði oss á-
þreifanlega heim sanninn um, hvílíkur
barnaskapur það er, sem einstöku menn
hafa ]' seinni tíð verið að burðast með
og berja fram; að »blaðalaus prédikun«
sé hin eina rétta prédikimaraðferð, þvl
að síra Friðrik fylgdi gömlu aðferðinni
íslenzku: að lesa ræða sína af blöðum,
og mun engum hafa fundist það draga
úr áhrifum orða hans. Sannleikurinn
er sá, að það eru ekki blöðin, sem gert
hafa prédikunina hjá mörgum hérlend-
um kennimanni svo óáheyrilega og á-
hrifalitla, heldur öllu fremur hitt, að
hann kunni ekki að fara með blöðin —
var illa læs. Annað var það við þessa
prédikun sóra Friðriks, sem vér getum
ekki varist að nefna, og það var málið
á ræðunni. Eins og kunnugt er, hefir
síra Friðrik dvalið erlendis síðan hann
var um fermingu, fengið alla sína ment-
un, bæði latfnuskóla- og guðfræðisment-
un, í enskum og norskum skólum, svo
að ekki hefði það verið nema eðlilegt,
þótt þetta hefði haft miður góð á-
hrif á móðurmál hans. En það er öðru
nær en að svo sé. Prédikun hans á sunnu-
daginn var sýndi það bezt. Þar var
ekki eitt orð, ekki ein setning, er ráða
mætti af, að sá, er talaði, hefði alið
mestan aldur sinn erlendis; svo var
málið hreint og vandað, hver setning
ram-íslenzk að hugsun til og orðabún-
ingi.
Hafið þið ekki heyrt það ?
að í kyrjun síðastl. vetrarvertíðar fengu
Good-Templarafélögiu á Eyrarbakka og
Stokkseyri því til leiðar komið, að allir
kaupmenn í báðnm stöðunum, — að und-
anskildum einum, sem að líkindum hefir
ekki verið virtur viðtals um slikt mál, —
skrifuðu undir allmikilsvert mál fyrir bind-
indið: að selja ekki sjómönnum né pláss-
mönnum vín eða önnur ölföng á vertíð-
inni, þó peningar væru i boði, og að
kaupa ekki blautan fisk fyrir peninga
eða vínföng; og margt fleira gengust þeir
undir, þessu viðvikjandi, sem var til stór-
kostlegra bóta á Eyrarbakka og hefði ef-
laust gert jafnmikið gagn á Stokkseyri,
hefði það verið haldið dyggilega og eins
og hverjum góðum dreng sæmdi.
Það er óhætt að fullyrða, að drykkjuskap-
ur var þvi nær enginn á Eyrarbakka síð-
astliðna vetrarvertíð, þvi þar sást naumast
nokkur maður kendur; en aftur á móti mun
hann hafa verið allmikill á Stokkseyri,
þrátt fyrir ötula starfsemi margra góðra
bindindismanna þar; og ber margt til þess
sem alt virðist ótviræðlega benda á það,
að Stokkseyri með öllum sínum kostum sé
ávalt að sökkva dýpra og dýpra niður í
óreglufenið, og hefir það stórum aukist
siðan í fyrra vor.
Því hefir stundum verið haldið fram, af
einstaka skrafskúm þar, að Eyrarbakki
hafi einhvern tima verið verra drykkjubæli
en Stokkseyri, og skal eg ekkert um það
segja, þvi eg er báðum stöðum ókunnugur
frá fyrri timum; en eg hygg, að þetta eigi
sér naumast stað lengur, því sannleikurinn
er sá, að á Eyrarbakka eru utanfélagsmeun
lausir við að spinna upp óhróðurs- og lyga-
sögur um bindindið og þá sem því unna,
en Stokkseyringar munu eiga, að sögn, ein-
hvern þann mannvin(!) í fórum sinum, er sam-
kvæmt eðli sínu, ótilkvaddur og án borg-
unar — nema þá fyrir matarbita eða
brennivinssopa — semur og sér um útsend-
ingu á slíkum sögum, sem öðrum af liku
tægi. Þó Eyrarb. kunni einhvern tima að
hafa verið likur Stokkseyri að því er
drykkjuskap snertir, hefir aldrei heyrst,
svo menn viti, að Eyrbekkingur hafi nokk-
urntima verið svo illa á vegi staddur af
völdum ofdrykkjuunar, að hann hafi látið
þjóf, í ró og næði, stela peningnm úr vasa
sínum á meðan þeir supu úr flöskunni og
látið hann (þjófinn) hjóða sér á »ball« og
»traktéra« sig heila nótt á eftir á ýmsu
góðgæti, er haun keypti fyrir þýfið, eins
og heyrðist í vetur að eitthvert alræmd-
asta brennivínshylkið á Stokkseyri hefði
þó látið sér verða á, eigi alls fyrir löngu.
— »ITafið þið ekki heyrt það?« —
*Skyldi það vera satt?« — »Ea?« —
Náunginn.
V eðurathuganir
í Beykjavík eftir landlækni Dr. J. Jónas-
sen.
•3 Hiti (á Celsius) Loftvog (millimet.) Veðurátt.
J á nótt| um hd árd. | siðd. árd. l síðd.
1. + v +10 7t>6.9 756.9 Sa h b v h b
2. + 8 + 12 756.9 756.9,0 b N h b
3. + 9 +13 759.5 759.5 a h b o b
4. + 9 +13 759.5 759.5 a hv d Sa h d
5. + 9 +42 759.5 759.5 a h d a h d
6. + 9 +12 759.5 759.5 a h d S h d
7. + 8 +11 756.9 756.9 S h d Sv h b
Undanfarna viku verið við austanátt og
sunnanátt með mikilli úrkomu dag og nótt;
stytt upp stnnd og stund, oftast veðurhægð.
Suðuramtsbúnaðarfélagið
hélt síðari ársfund sinn 5. þ. m.
Forseti, H. Kr. Friðriksson, lagði fram
endurskoðaðan ársreikning félagsins
um árið 1898 og var hann samþyktur.
Skýrði ennfremur lauslega frá tekjum
og gjöldum félagsins það sem af er
þessu ári. Sömuleiðis skýrði hann frá
störfum búfræðinga í þjónustu félags-
ins í vcr og í sumar. Sveinbjörn Ó-
lafsson ráðinn handa Vestur-Skaft-
fellingum 1J mánuð (250 kr.) ; Sigurð-
ur Sigurðsson handa Árnesingum 2
mánuði og jafnframt að sjá um
starfið við framfærslu Flóðakeldu í
Safamýri og taka það út síðan (200 kr.j;
og loks Hjörtur Hansson handa Borg-
firðingum mánuð (120 kr.).