Ísafold - 23.09.1899, Page 2

Ísafold - 23.09.1899, Page 2
250 nokkurn hdtt í bága hvor við annan. Annar er nákvænaari en hinn; það er alt og sumt. þó að amtmaður skrifí ótal greinar í »f>jóðólf«, skal honum aldrei takast að flækja jafn-einfalt mál. Mælingin Amtmaður telur það heimsku mikla, að það hafi gert nokkuð til eða frá, að Waardahl skipstjóri stóð hjá skóla- stjóranum og horfði á, meðan hann mældi fjarlægðina frá landi. Fyrir bragðið getur hann þó vitanlega um það borið, að Markús F. Bjarnason, maður, sem hefir útskrifað undir 100 manns í stýrimannafræði og verið for- stöðumaður stýrimannaskólans 14 ár, hafi mælt. Og fyrir bragðið getur ' hann sömuleiðis borið um það, að mæl- ingin hafi farið fram á réttan hátt, því að skólastjórinn sýndi honum staðina, er hann ætlaði að mæla fjar- lægðina milli þeirra, og kom sér sam- an um þá við hann. Viti amtmaður nokkuð, hvað hann er sjálfur að skrifa, þá hefir hann líka við þetta kannast, því að bæði 1 bréfi hans til ísafoldar og í »f>jóðólfs«-grein hans stendur, að þeir Markús F. Bjarnason og Sören Waardahl hafi athurjað mœlinguna á afsthðu skipsins. Um hvað er þá maðurinn að þrátta? Var þörf á mælingu. Tvent þykir amtmammi skemtilegt, í athugasemdum ísafoldar. Annað er þau ummæli, að naumast hafi verið þörf á nokkurri mœlingn. það telur amtmaður frámunalega fjarstæðu. Dettur þá amtmanni í hug, að þörf væri á mælingu, ef botnvörpuskip væri að veiðum hér inná milli eyjanna fyrir augum alls bæjarins? Eða ef það væri inni á svo sem 1200 faðma breiðum firði? í þessu máli voru sannanirnar al- veg jafn-órækar. Af gufubátnum »Beykjavík«, þar sem hann lá við Gerðahólma, um 100 faðma frá landi, sást með berum aug- um dufl botnverpinganna, duflið, sem þeir sigldu langt inn fyrir. Og af sama gufubátnum mátti lesa, í ein- földum, heldur lélegum skipskíki, númerin á botnvörpuskipunum og nafn- ið á bæjunum, sem þau voru frá. Hvert mannsbarn gat því séð, án nokkurrar mælingar, að skipin voru í landhelgi — jafn-áreiðanlega eins og ef þau hefðu verið hér inn á milli eyjanna. Hver þörf var þá á mælingu? Engin — alls engin! |>etta skil- ur hver maður á landinu — nema amtmaðurinn. Amtmaður og Molbuar. Hitt atriðið, sem amtmanni þykir skemtilejt, er sú staðhæfing Isafoldar, að unt hafi verið að finna aftur blett- inn, sem botnverpingarnir voru á, og mæla hann eftir á. |>á kastar nú fyrst tólfunum! Amtmaður ímyndar Bér, eða lætur sem hann geri sér í hugarlund, að ekki sé unt að finna nokkurn stað á sjó með ströndum fram, án mælingar. f>au ummæli hans hafa, að sögn, vakið meira gaman meðal sjómanna hér síðustu viku, heldur en nokkuð annað, sem þeir minnast að hafi fyrir augu sín borið. f>eir hafa verið að spyrja hver annan, hvernig amtmað- ur mundi hugsa sér að þeir færu að því að finna netin sín. Eða hvort amt- maður mundi ekki hafa heyrt þess getið, að net væru lögð í sjó — og fyndust aftur! Til þess að gera þessa fáránlegu fá- kænsku enn átakanlegri, minnist amt- maður á sögu um Molbúana, sem söktu kirkjuklukkunni sinni í sjó út — og kemur því svo upp um sig, að hann skilur ekki púðrið í sögunni. Hann heldur, að heimska þeirra hafi verið í því fólgin, að þeir ímynduðu sér, að unt væri að finnastaðinn, þar sem þeir höfðu sökt klukkunni. Vitanlega var hún fólgin í alt öðru — og von- andi verður amtmaður farinn að skilja söguna, — ekki þyngri en hún er —, þegar hann skrifar í »f>jóðólf« næst. Sannleikurinn er sá, að Molbúarnir voru það betur að sér en amtmaður- inn, að þeir vissu, að eitthvert ráð var til þess að finna stað á sjó með ströndum fram, án nokkurra mælinga. f>eir höfðu að eins gleymt því, hvert ráðið var. En er nú ekki nokkuð grunsamlegt, að þessi fákænska amtmanns sé upp- gerð? Um þessar mundir er mál hér fyrir landsyfirréttinum gegn Einari í Sandgerði. Hann var kærður fyrir að hafa verið við stýri á botnvörpuskipi innan landhelgi. Sú kæra studdist ekki við neina mælingu, heldur var að eins sagt til staðarins eftir miðum. Hvað gerir svo amtmaður? Hann ýyrirskipar að fjarlœgð þessa staðar frá landi skuli mœld — ná- kvæmlega eins og ísafold hefir fram haldið að gera mætti. f>á — þegar hann gerir þessa fyrirskipun — er hann í engum vafa um að finna megi stað úti á sjó eftir miðum. Get- ur maðurinn verið búinn að gleyma því nú? En nú kann einhver skynsamur maður að segja: •Vitanlega er vandalaust að finna stað á sjó eftir miðum. En var þá unt að finna þennan stað, sem botn- vörpuskipin voru á? Veit nokkur miðin?* Á því er enginn vafi. Fjöldi kunn- ugra manna voru úti við skipin. f>au voru að veiðum á grynstu fiskileitum, einmitt þar sem sömu mennirnir, sem nú voru úti við skipin, höfðu verið að draga fisk 2 næstu dagana á undan og aflað ágætlega. Engum blöðum er því um það að fletta, að þeir hafa vitað og vita enn, hvar staðurinn er. Og margsinnis var boðið að senda gufubátinn »Reykjavík« eftir hvað mörgum af þessum vitnum, sem vildi. En það var ekki þegið. Harðyrðí amtmanns. f>ar með er »röksemdum« amtmanns lokið. f>ví að með röksemdum teljum vér ekki hnífilyrðin f garð Einars Hjörleifssonar —- harðyrði, sem amt- manni kynni að þykja örðugt að eiga að standa við fyrir dómstólunum. f>angað væri þeim vitanlega vísað, ef ísafold hefði nokkura löngun til að troða illsakar við amtmann persónu- lega. En því er ekki svo farið. Vór lítum svo á — og í því efni er alveg vafalaust öll þjóðin oss samdóma — sem hér sé að ræða um alveg óvenju- lega embættis-yfirsjón, sem vanséð er enn, hve mikinn dilk getur dregiðeft- ir sér. Víst er um það, að verði úr- skurðurinn skoðaður sem fordæmi (præcedens), girðir hann fyrir það margsinnis á ókominni tíð, að þjóðin geti náð rétti sínum á ránsmönnunum, sem á botnvörpuskipunum eru. Og eins vafalausc er hitt, að hann kem- ur valdstjórn vorri í fyrirlitning hjá þeim. Fyrir þá sök — og þá sök eina — hefir Isafold talið skyldu sína að taka í strenginr jafn-eindregið og rækilega og hún hefir gert. En það er ekki sprottið af kala til nokkurs manns. Hnúturnar til E. H. persónulega verða því ekki gerðar að deilueÍDÍ. Amtmaður neitar um skjölin En miunast verður samt á það að lyktum, sem amtmaður segir um van- þekking ísafoldar á rnálinu. Hún á að stafa af því, að ritstj. hefir ekki séð prófsútskriftirnar í málinu. Amtmaður hefir ekki einu sinni reynt að hagga minstu vitund við skýrslu Isafoldar um málavexti. Og hann hefir ekki bent á nokkurt atriði í málinu, sem Isafold hefir ekki tekið til nákvæmrar íhugunar. Hann segir að eins: Isafold þekkir ekkert til þessa máls, því að hún hefir ekki séð prófsútskriftirnar. Til þess nú að láta ekki á sér standa, láta einskis ófreistað til þess að geta skýrt almenningi þjóðar vorrar svo nákvæmlega og rétt frá málinu, sem amtmaður sjálfur getur framast á kos- ið, hefir Isafold beðið amtmann um þessi skjöl. En hann hefir þverneitað! f>ar sem nú amtmaður leiðréttir ekkert og er ófáanlegur til að láta skjölin af hendi, telur ísafold sig al- búna til þe8s að leggja málið undir dóm þjóðarinnar. Misskilningur meistarans. Eiríkur meistari Magnússon getur ekki stilt sig um að þjarka við þá, er létta vilja forntungnaáþjáninni af lærða skólanum. En hvenær sem hann tekur á penna í því skyni, vinst hon- um það eitt á, að koma með nýja sönnun þess, hve hrapallega skilnings- laus hann er á málstað andstæðinga sinna í því máli. Hann ritar í þjóðólf — sem auðvit- að tekur fegins hendi iillum afturhalds- prédikunum, af hverju tægi sem þær eru — greinarstúf, sem hann kallar »Opið bréf til Forntungnadólga*. Efnið er í stuttu máli þetta: f>eir, sem létta vilja af þeirri áþján, krefjist þess, að úr íslandi skuli rek- in kunnátta í grísku oglatínu. Hvergi nema á Islandi séu til menn, er geti látið sér detta í hug, »að mæla með því að reka nám forntungnanna úr landi sínu«. Og svo gefur meistarinn, með sinni venjulegu góðgirni, fyllilega í skyn, að það sé af óráðvendni, manndómsleysi og ódrengskap, að ls- lendingar hafa bent á stórmerka menn útlenda, sem hafa viljað og vilja létta forntungnaáþjáninni af skólunum í sínum löndum. Gallinn á röksemdaleiðslu meistar- ans er sá, að enginn maður hefir sagt nokkurt orð í þá átt, að hann vildi reka nám forntungnanna héðan úr landi. Enginn maður hefir við því ama8t, að þeim mönnum sé gerður kostur á að nema forntungurnar, sem þess æskja. Að gera mönnum kost á slíku er alt annað en að neyða hvert stúdentsefni til að sóa afarmiklum hluta af sínum dýrmæta námstíma í forntungnanám, sem svo er lélegt, að það kemur að engu haldi. Onnur atriðin í þessu »opna bréfi« meistarans eru bygð á þessum mis- skilningi, sem nú hefir verið á bent. Bréfið er því ekkert annað en vitleysa — og hún miður góðgirnisleg. Póstskipið »Ceres« kom frá útlöndum og austurlandi í gær, tveim dögum á eftir áætlun. Hafði tafist eystra við að sækjaverka- fólk til Vopnafjarðar. Frá útlöndum kom með því síra Jón Helgason, af stúdentafundinum, sem haldinn var í Noregi í sumar. Veturinn kominn, áður en sumarið hefir byrjað hér sunn- anlauds, liggur manni við að segja. Eftir stöðugan kalsa um langan tíma, varð jörð alhvít ofan að sjó í gær.. Og svo var alt harðgaddað í morgun. Gufubátiirinn »Skálholt« kom norðan og vestan um land 19. þ. m., alveg troðinn af kaupafólki og öðrum ferðamönnum. f>ar á meðal voru kaupmennirnir P. J. Thorsteins- son í Bíldudal, L. A. Snorrason á Ísa- firði og Chr. Gram á þingeyri. Svívirðing mikil er og verður það fyrir afturhalds- málgagnið, að geta ekki látið þá í friði, vestanprestana, síra Jón Bjarnason og síra Friðrik J. Bergmann. Ollu lúa- legri blaðamensku er ekki unt að hugsa sér en þá, að geta ekki látið ó- áreitta helztu skörunga þjóðar vorrar vestan hafs, fyrirtaks rithöfunda, ein- hverja mestu andans mennina, sem þjóð vor á nú til í eigu sinni, þegar þeir koma hingað heim í þvf skyni að heimsækja frændur sfna og vini og leita sér hvíldar og hressingar á ætt- jörðinni. En það er ekki í fyrsta og verður fráleitt í síðasta sinn, sem aft- urhaldsdrusla þessi gerir þjóð vorri ó- virðing. Trúinálafuudurlnn, sem boðaður var í síðasta blaði, var afarfjölsóttur, húsið troðfult fyrir fund- ar byrjun og fjöldi manna varð frá að hverfa. Síra Jón Bjarnason hóf um- ræðurnar með langri og rækilegri ræðu, og svo tóku þátt í þeim, auk hans, dómkirkjupresturinn, síra Friðrik J. Bergmann, síra Friðrik Hallgrímsson, síra Jens Pálsson, Einar Hjörleifsson, Hjálmar Sigurðsson og Jón Olafsson. Biskupinn sótti fundinn, en treysti sér ekki til að taka til máls vegna all- mikils lasleika. Umræðurnar stóðu fram undir miðnætti og hlustaði fólkið á þær með hinni mestu athygli. Að því loknu flutti síra Friðrik J. Berg- mann mjög fagra bæn. í hádegisguðsþjónustunni á morgun stígur síra Jón Bjarnason í stólinn í dómkirkjunni. Um 40 botnvörpuskip segjamenn, að séu um þessar mund- ir fram með ströndunum 'hér í Faxa- flóa sunnanverðum. Nú lætur þeim lífíð. »Heimdalur« farínn til fulls og alls, svo ekki er hann að óttast. Vin- áttan óslitin við þá íslendinga, er gera sér að atvinnu að leiðbeina botn- verpingum. Og eftir amtmanns-úr- skurðinum, sem mest hefir verið um rætt, dettur auðvitað engum lifandi manni í hug að kæra, þó að björgin sé tekin frá landsmönnum alveg uppí _ landssteinum, því að allir vita, a& ekki er það til nokkurs hlutar. Eng- inn fátæklingur er nú óhultari í kar- töflugörðunum sínum á landi, heldur en botnverpingar rétt fyrir framan fjöruborðið. Og jafnframt þessu at- hæfi fram með ströndunum sjá lands- menn þar ekki fram á annað en hungur fyrir sig og börn sín og landauðn, hve- nær sem færi gefst! 375,000 pund sterling var áætlað að kostnaðurinn yrði við að leiða rafurmagn úr fossum í Sog- inu ofan að sjó, sbr. grein f síðustu Isafold með fyrirsögninni: »Verksmiðj- ur væntanlegar«. Enskt herskip mjög stórt, kom hingað í gær. J>að heitir »Spanker«, og á að taka við

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.