Ísafold - 27.09.1899, Page 1

Ísafold - 27.09.1899, Page 1
.Kemur út ýmist einu sinni eða tvisv. i viku. Verð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., eriendis 5 kr. eða V/t doll.; borgist. fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. TJppsögn (skrifleg) bundin við iramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXYI. ár Reykjavík, miðvikudaginn 27. sept. 1899. 64. blað. Forngripasafi> opiðmvd.og ld. kl.ll—12. Land.sbankinn »pinn hvern virkan dag kl. 11—2. Bankastjóri við kl 11 — 2 annar gæziustjóri 12—1. Landsbókasafn opið hvern virkan dag kl 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) md., mvd. og ld. til útlána. xt* xt< xtx xtx xfx..».jA..xÝA„xtx..xtx.,x;>.xtx. V|x VJX Nýir kaupendur að næsta árgangi „I s a í o 1 d a r“, 1900, fá, auk annara hlunninda, ókeypis síðasta ársfjórðnngp.á. október—desember, ef þeir borga fyrirfram. Nýir kaupendur skil- vísir fá ókeypis skáldsöguna fff 5R ff # Kt9 þegar hún verður fullprentuð. Vendetta verður 30—40 arkir að stærð. Hún er ein af þeim nútíðar- sögum, sem alþýða manna hefir mest sózt eftir, hvervetna þar sem hún hefir verið gefin út. í Vesturheimi t. d. seldust af henni 200,000 eintök á örstuttum tíma. Kartöflusýkin. Eftir Einar Helgason. þessi sýki kvað vera mjög útbreidd liér sunnanlands í ár og gera stór- tjón á uppskerunni hér í Reykjavík og í sjóþorpunum við Faxaflóa, og sömuleiðis austur á Byrarbakka og Stokkseyri. Sýkin kom fyrst upp í Ameríku og fluttist þaðan til Norður- álfunnar um miðju þessarar aldar og breiddist þar síðan út land úr landi; er fyrir nokkurum árum komin til Danmerkur og er nú orðin útbreidd um alla álfuna. Náttúrufræðingurinn Helgi Jónsson hefir rit&ð tvær greinar um sýkina, aðra í Eimreiðinni og hina í ísafold 1896 og sömuleiðis hefi eg ritað um hana í skýrslu Búnaðarfó- lags Suðuramtsins síðastlíðið ár og í þessa árs riti Garðyrkjufélagsins. En af því að þetta er svo mikilsvert mál, virðist það ekki vera um of, þótt enn sé skrifað nokkuð í sömu átt. Ef kartöflusýkin er eins útbreidd nú í sumar, eins og sagt er, þá getur hún haft eins alvarlegar afleiðingar eins og bráðapest í sauðfé, og hún verður ekki læknuð með neinum meðulum, en með ýmsum varúðarreglum má girða fyrir að hún geri jafnmikinn skaða eftirleiðis, og eins má að mikl- um mun stemma stigu við því, að þær kartöflur, sem nú er verið að taka upp úr görðunum og eru eða sýnast vera heilbrigðar, sýkist til muna í vet- ur við geymsluna. En til þess að hér verði nokkuð ágengt, er það fyrsta skilyrðið, að almenningur læri að þekkja úr þær kartöflur, sem sjáan- lega eru sjúkar. Hin algengasta og skaðlegasta kar- töflusýki orsakast af svepp (phytoph- thora infestans). Sýkin byrjar með því að á kartöflublöðunum koma í ljós brúnleitir blettir, sem smám sam- an dekkjast og verða að lokum svart- leitir; þeir halda áfram að stækka og geta seinast náð yfir alt blaðið; á neðri hlið blaðsins verða þeir oft grá- leitir, einkum þegar votviðri ganga. I þessum blettum myndast frjókorn sveppsins (fræin); þegar þeir eru þrosk- aðir, losna þeir frá, sumir falla þegar niður á jörðina en lika geta þeir breiðst út með vindi. þegar þeir eru fallnir niður, færast þeir með rigning- arvatni niður í moldina alt að 4—5 þuml. djúpt; ef þeir á þessari leið lenda á kartöflum, þá setjast þeir á húðina á þeim og spíra þar og við það myndast brúnleitir rotnunarblett- ir, sem með tímanum geta gert kar- töfluna alveg ónýta. Eftir að búið er að taka þær upp og koma þeim á geymslustaðinn, útbreiðist sýkin þar, heilbrigðar kartöflur sýkjast þar af þeim, sem sjúkar voru áður. Ef sjúk- ar kartöflur eru settar niður á vorin, færist sveppurinn upp í stöngulinn og blöðin, frjókornin myndast þarogsýk- in útbreiðist. það er mjög áríðandi fyrir alla þá, sem rækta kartöflur, að tína frá allar þær, sem séð verður að eru sjúkar, undir eins og búið er að taka þær upp úr garðinum, því að ef það er ekki gert vandlega, þá sýkjast alt af fleiri og fleiri, en sé þetta vandlega gert, þá er það ein aðal-vörnin gegn sýkinni. Hún getur dulist í kartöfl- unum, svo að hún sjáist ekki á haust- in, þegar þær eru teknar upp, en komið svo í ljós seinna; þess vegna er líka gott að líta eftir því einstöku sinnum á vetrinum, hvort skemd sést í þeim, og taka þá sjúku kartöflurn- ar frá; en þessu er ekki hægt að koma við með þær, sem grafnar hafa verið niður; verður það þvi að bíða til vorsins; en þá verður nákvæm- lega að gæta að því að tína allar sjúku kartöflurnar úr útsæðinu. þar sem þéttbýlt er, er áríðandi að allir geri það, því að ef sjúkar kartöflur eru í einum garði, þá geta þær sýkt aðrar heilbrigðar í görðum, sem þar eru nærri. þær, sem tíndar hafa ver- ið frá og sýnilega eru að eins lítið sjúkar, má nota til manneldis, með því að láta hið skemda ganga úr með hýðinu; þær þekkjast á hinum brúnu rotnUnarblettum, sem eru huldir þunnri og slóttri húð. Menn munu hafa tekið eftir því að sýkin er misjafnlega mikil á hinum ýmsu frábrigðum. Eg hefi séð hér gulleitar, nærri hnöttóttar kartöflur, sem sýnast verjast sýkinni vel og eru lika mjög góðar. Sama er að segja um aðrar ljósrauðar. Menn ættu að sækjast eftir að hafa sem mest af þessum frábrígðum til útsæðis og helzt að fá þær þaðan, sem sýkin hefir enn ekki gjört vart við sig, t. d. frá Norð- urlandi. Aftur á móti hefi eg séð hér blárauðar, stórar kartöflur sem sýnast vera mjög næmar fyrir sýkina. Yæri bezt að rækta sem minst af þeim, tsf þetta reyndist vera rétt. Erlendis hefir kartafla, sem kölluð er vmagnum bonumt, reynst einna bezt til þess að verjast sýkinni; hún er hvitleit að lit, nokkuð aflöng og með smáum >augumi. Eg hefi pantað nokkuð af henni frá útlöndum tvö undanfarin vor og hafa ýmsir fengið hana hjá mér til útsæðis. J>að eg til veit, hefir hún alstaðar gefið heilbrigð- ar kartöflur, en uppskeran hefir verið fremur lítil, þótt nokkuð misjöfn hafi hún verið. Vera má að uppskeran færi vaxandi, þegar þær færu aðland- venjast. Eg hefi nú minst hér átvær aðalvarnirnar móti sýkinni: 1. að tína vandlega úr sjúkar kart- öflur, bœði á haustin og á vorin. 2. að reyna að rœkta þau frábrigbi, sem verjast sýkinni bezt. Enn má minnast á fleira, sem einn- ig hefir hór áhrif, og eitt af því, sem mest er um vert, er niðursetning kart- aflanna. þegar þær standa þétt, getur varla hjá því farið, að frjókorn svepps- ins hitti á þær ; en færu kornin niðri á milli þeirra, ofan í moldina, þá eyðilegðust þau og gætu þau engan skaða gjört eftir það, því að þau geta ekki lifað annarsstaðar en í kartöflun um. Kartöflurnar á að setja niðuríbein- ar raðir með hæfilega löngu millibili, sem á að vera 22—24 þumlungar (eða sem næst 1 alin). Bilið milli raðanna þarf að vera svona mikið, til þess að hægt sé að hreykja moldinni upp að kartöflunum og myndast þá hryggur þar sem röðin er. Við það verður undirvöxturinn meiri, og ef hryggur- inn er gjörður jafn og mjór að ofan, þá er hann nokkur vörn móti sýkinni, því að frjókorn sveppsins falla þá frem- ur niður milli kartöfluraðanna og verða þar af leiðandi að engu. Við það að moldinni er hreykt upp að kartöflun- um, verður moldarlagið ofan á þeim þykkra og frjókornin eyðileggjast þá fremur. Aftur á móti á bilið milli kartaflanna í röðunum að vera mikið minna, 8—12 þuml. Hirðing garðsins hefir einnig nokk- ur áhrif á sýkina; því betri sem vaxt- arskilyrðin eru, þess fyr ná kartöflurn- ar þroska og því síður verða þær sjúk- ar. f>egar maður sér, að sýkin er í garðinum, en er þó ekki mjög útbreidd, þá má tína þau blöð af, sem blettir eru komnir á, og brenna þau; en sé hún mjög útbreidd, er varla annað að gjöra en taka upp úr garðinum sem fyrst. Reyna mætti þó að slá kart- öflugrasið og brenna það, til þess að frjókornin ekki fjúki í aðra garða. þurfi maður að slá grasið svo neðar- lega, að það vaxi ekki aftur, þá vaxa kartöflurnar heldur ekki og má þá innan lítils tíma taka þær upp. í sendnum görðum ber minna á sýkinni en í leirmiklum og moldar- miklum görðum, vegna þess aðísend- inni jörð eyðileggjast frjókornin frem- ur. — í rigningatíð útbreiðist sýkin mikið meir en í þurkatíð. Yms ráð hafa verið reynd við að drepa sveppspora, sem kynnu að vera á úcsáðskartöflum á vorin, þótt ekkert sjáist á þeim; er það gjött litlu áður en kartöflurnar eru settar niður. Einna helzt hefir verið reynt að láta þær niður í heitt vatn eða dreifa yfir þær >bordeaux-vökva«, en þetta hefir hvergi náð almennri útbreiðslu enn og er álitið, að það geti ekki orðið að almennum notum: þess vegna fer eg ekki nákvæmar út í það hér. Sýki þessi getur orðið slæm viðfangs hér í Reykjavík og í sjóþcrpunum, þar sem margir eiga garða hvorn nærri öðrum. Fyrir því þurfa allir að gæta þess að vanda útsæði sitt sem allra bezt að hægt er, því annars getur einn garður sýkt aðra nærliggjandi; en upp til sveita kemur þetta síðurtil greina; þar er strjálbýlið og getur hver þar notið vandvirkni sinnar. Eins og áður er sagt, lifa frjókorn sveppsins ekki í moldinni nema stutt- an tíma; þess vegna er óhætt að setja heilbrigt útsæði í garð, þótt þar hafi verið sýki sumarið á undan, að eins aðþáhafi þess veriðgættað tínakartöfl- urnar svo vel upp um haustið, að eng- in sjúk kartafla hafi orðið eftir, sem spírað geti næsta sumar. það helzta, sem gjört verður, þegar svona er ástatt, er að allir, hver og einn maður, velji sér- lega vel útsæðiskartöflur og þar af leiðir, að fyrst um sinn munu menn þurfa að leggja meiri stund á rófna- ræktina. ----- m « mm --- Um íslenzk stjórnarmál flytur danska blaðið >Nationaltidende« rækilegar ritgjörðir í þremur tölublöð- um snemma í þessum mánuði — stjórn- arskrármálið og b&nkamálið — og kem- ur þar fram eindreginn áhugi fyrir því, að þeim málum verði koraið í heilla- vænlegt horf sem allra fyrst. Ritgjörðir þessar byrja með þeirri staðhæfing, að um langan tíma hafi verið fæð nokkur milli Dana og Is- lendinga, og einkum hafi hún verið af því sprottin, að stjórnarskrármál vort hafi ekki komist í það horf, sem ís- lendingum hafi þótt við unandi. Danir hafa sjaldan heyrt um Island getið, nema þegar einhver óhöpp hafa borið að höndum, segirblaðið. Dansk- ir embættismenn, sem hefðu getað orð- ið sambandsliðir milli þjóðanna, eru engir á Islandi, enda mundu Islend- ingar ekki kunna því vel, ef Danir færu að komast þar í embættí til muna. |>ess vegna veit danska þjóðin Iítið um Island. Og stjórnin mun naumast fá fullkomlega áreiðanlegar fregnir af ástandinu þar. »Af þessum skorti á þekkingu á því, hvernig í raun og veru hagar til á Is- landi, stafa einkum yfirsjónir dönsku stjórnarinnar, að því er íslandi við kemur, og óánægjan með stjórnarfarið. Sjálfsagt er nokkuð örðugt að gera Is- lendingum til hæfis og oft hafa kröfur þeirra verið ósanngjarnar og ófram- kvæmanlegar. En við það verða menn engu að síður að kannast, að gallar eru nokkurir á fyrirkomulaginu, eins og það er nú, enda hefir og stjórn- in viðurkent það, með því að veita því stjórnarskrárbreytingar-frumvarpi fylgi, sem dr. Valtýr Guðmundssou alþingismaður hefir komið með«.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.