Ísafold - 27.09.1899, Side 2
254
Blaðið rekur því næst sögu stjórn-
arbótarmálsins i aðalatriðunum, alt
frá því er það hefst um miðja öldina
og fram til þessa tíma. Um Jón Sig-
urðsson fer það mjög lofsamlegum
lotningarorðum.
í skýrslu sinni um málið, eins og
það hefir horft við, síðan það var haf-
ið að nýju eftir 1880, Ieggur blaðið til
grundvallar ritgjörð dr. Valtýs Guð-
mundssonar í »Eimreiðinni« í vor.
Eftir að blaðið hefir skýrt fráúrslit-
um málsins á þingi í sumar, getur
það þess, að landshöfðingi hafi stutt
málið fyrir stjórnarinnar hönd sam-
kvæmt embættis8kyldu sinni — sem
hann hafi ekki gert 1897 — en þeir
alþingismenn, sem vanir séu að fylgja
honum að málum, hafi líka í þetta
skifti greitt atkvæði móti frumvarpinu.
Niðurlagið á ritgjörðunum um stjórn-
arskrármálið er á þessa leið:
»í því efni hafa íslendingar sjálfsagt
rétt að mæla, að með því fyrirkomu-
lagi, sem nú er, sé ekki nægileg trygg-
ing fyrir því, að ráðgjafi íslands sé
fullkunnugur máium landsins. Sú
krafa þeirra, að fá ráðgjafa, er mætt
geti á alþingi, er líka vafalaust á góð-
um rökum bygð. Hvers vegna þá
ekki verða við kröfum þeirra svo fljótt,
sem unt er ? Vér getum ekki betur
séð en að ráðgjafi íslands geti, jafn-
vel meðþví stjórnarfyrirkomulagi, sem
nú er í lögum, komið til Reykjavíkur
og samið við alþingi, jafnvelþótt hann
sé ekki á fundum í þingsölunum. Vér
skulum leiða stjórnarskrárdeiluna til
lykta — en það verða nýir menn að
gera; hvort sem það verða Danir eða
íslendingar, verða þeir að þekkja ís-
land og hafa til að bera þann vilja
og ráðvendni, sem til þess þarf að
segja satt.
Beglulegt alþingi á ekki að halda
fyr en 1901. En ekkert er því til
fyrirstöðu, að stjórnin geti kvatt til
aukaþings á næsta ári. þá mætti
ekki að eins leiða stjórnarskrármálið
til lykta, heldur og önnur mikilsverð
mál. Einkum eigum vér þá við stofn-
un hlutafélagsbanka með seðlaútgáfu-
rótti í stað landsbankans«.
Fyrir núverandi peningaörðugleikum
hór á landi gerir blaðir eftirfarandi
grein :
•Landsbankinn fekk höfuðstól á þann
hátt, að landssjóður gaf út handa hon-
um hálfa miljón óinnleysanlegra seðla;
að þessum höfuðstól undanskildum
hefir bankínn ekki haft annað starfsfé
en sparisjóðsinnlög. Landsbankanum
hefir ekki verið unt að fullnægja, með
þessu fé, öllum kröfum hinna ýmsu at-
vinnugreina, og það því síður, sem
bankinn, ef til vill af sérstökum á-
stæðum, hefir einkum orðið að setja
fé sitt í fasteignalán og með því stíað
sjálfum sér frá eiginlegu bankastarfi.
Vonirnar, sem menn gerðu sér við
stofnun bankans, hafa því brugðist
og þörfin á fé til þess að koma at-
vinnuvegum landsins upp er að minsta
kosti eins mikil nú eins og þegar
bankinn var stofnaður. Menn hafa
því um nokkurn tíma verið að hugsa
um, á hvern hátt unt væri að fá fé
það, sem þörf er á. Ekki þarf að
sanna annað eins og það, að úr á-
standinu verður ekki bætt með því að
halda áfram að gefa út óinnleysan-
Iega seðla; þess vegna er það, aðþeg-
ar alþingi samþykti í sumar þing-
mannafrumvarp um að auka seðla-
mergðina með \ miljón króna, þá hef-
ir tilgangurinn auðvitað að eins verið
sá að reyna með því að geta bætt úr
augnabliks-örðugleikunum. Alleinkenni-
legt er það og frá þessu sjónarmiði,
að frumvarpið, sem mætti megnri
mótspyrnu í þinginu, var ekki sam-
þykt fyr en bankastjórinn, sem er
þingmaður, hafði lýst yfir því, að svo
framarlega sem frumvarpið yrði ekki
samþykt, mundi hann neyðast til> að
segja upp lánum á annan hátt en
venja væri til«.
Blaðið gerir því næst allnákvæma
grein fyrir sögu hlutafélags-bankafrum-
varpsins á þingi og lýkur máli sínu
með því að leggja að stjórninni með
að sinna málinu sem fyrst og sjá svo
um, að það verði Danir, en ekki óvið-
komandi þjóðir, sem hlaupi undir
bagga með íslendingum í peninga-
kröggunum.
Deiluefnið ótrúlega.
Afturhaldsmálgagnið hér í bænum
gerir nýlega þá grein fyrir mótspyrnu
sinni gegn þeirri stjórnarbót, sem fá-
anleg er, að oss geti aldrei orðið neitt
gagn að því að fá ráðgjafann á þing,
•meðan hann situr í ríkisráðinu, er bú-
settur í Höfn og launaður af ríkissjóði.
Hann verður og getur ekki annað orð-
ið en hádanskur embættismaður, er
sér alt hér heima með dönskum gler-
augum«, segir málgagnið gáfaða. »Og
það er víst, að enginn verður skipað-
ur ráðgjafi fyrir ísland til að mæta á
alþingi annar en sá, sem hefir alveg
sömu skoðun og stjórniu á réttarsam-
bandi Islands og Danmerkur, sömu
skoðunina á gildi grundvallarlaganna
og stöðulaganna hér á landi og lög-
mæti ríkisráðssetu Islandsráðgjafans*.
Vér gerum ráð fyrir, að eitthvert
hugsanasamband sé nú í þessu hjá
málgagninu — þó að það sé alls ekki
víst, og vel geti verið að blaðið
hafi enga hugmynd haft um, hvað það
var að segja. Vér göngum að því
vísu, að afturhaldsblaðið vilji með
þessu láta í ljós þá sannfæring sína,
að af því að ráðgjafanum er ætlað að
sitja í ríkisráðinu, vera búsettur 1
Höfn og þiggjalaun af ríkissjóði, verði
enginn annar gerður ráðgjafi en sá,
er hefir sömu skoðun, sem danska
stjórnin nú hefir, á réttarsambandi
íslands og Danmerkur. Með öðrum
orðum: að sæti ráðgjafinn ekki í rík-
isráðinu, væri hann búsettur hér í
Reykjavík og ættum vér sjálfir að
borga honum, þá væri ekkert þvf til
fyrirstöðu, að vér fengjum ráðgjafa,
sem hefði sömu skoðanir eins og vór
á réttarsambandi íslands og Dan-
merkur.
Á hverju byggir nú afturhaldsblað-
ið þessa skoðun?
Vitanlega á alls engu.
Fyrst er þess að gæta, að engin
líkindi eru til þess, að skoðanir manna
um réttarsamband íslands og Dan-
merkur yrðu á nokkurn hátt teknar
til greina í ráðgjafavalinu. |>ví að
eins og nú stendur á, gera þær skoð-
anir hvorki til nó frá.
Enginn íslenzkur ráðgjafi mundi
sem só fyrst um sinn reyna að fá
framgengt neinum öðrum skoðunum
því atriði viðvíkjandi, en þeim, sem
stjórn Dana hefir nú — af þeirri ein-
földu ástæðu, að það er öllum mönn-
um vitanlegt, að það er ekki til nokk-
urs hlutar.
En hvað sem því líður, þá liggur
það í augum uppi, að ráðgjafavalið er
ekkí á nokkurn hátt bundið við ríkis-
ráðssetu ráðgjafans, né búsetu hans,
né það, hverjir borga honum.
Hafi konungur og þeir menn, sem
mestu ráða hjá honum, ekki vilja á
að láta oss fá þá menn fyrir ráðgjafa,
sem verið geta í náinni samvinnu við
þingið, þá hefðum vér ekki minstu
vitund meira bolmagn til þess að
koma vilja vorum fram, þó að ráð-
gjafi vor væri utan ríkisráðsins og þó
að hann væri búsettur hór á landi —
að vér ekki tölum um jafn-einskisvert
atriði eins og það, hvort hann fengi
Iaun sín úr ríkissjóði eða landssjóði.
En sé þeim vilja til að dreifa á ann-
að borð, þá getur konungur nákvæm-
lega eins sett þjóðhollustu og beztu
mennina í ráðgjafaembættið fyrir því,
þó að þeir eigi að sitja í ríkisráðinu,
vera búsettir í Kaupmannahöfn> með-
an þeir eru ráðgjafar, og taka á móti
launum sfnum úr ríkissjóði.
f>að, sera hér er að meta, er þá
þetta:
Eru líkindi til, svo framarlega sem
þeirri stjórnarskrárbreyting verður
framgengt, sem vér eigum nú kost á,
að þeir menn komist í ráðgjafasess-
inn, sem geta komið sér saman við
alþingi?
Stjórnlagalega trygging getum vér
ekki fyrir því fengið. En líkindin eru
svo mikil, sem þau yfixleitt geta ver-
ið.
f>ví að aðalatriðið í breytingunni
yrði það, að ráðgjafinn mætti á al-
þingi. Og sú breyting yrði ekki ann-
að en vitleysa, svo framarlega sem
hún sé ekki í því skyni gerð, að auka
og efla samvinnu þingsins og ráðgjaf-
ans.
En fyrsta skilyrðið fyrir því er auð-
vitað það, að skoðunum og framkomu
ráðgjafans sé þann veg farið, að þing-
inu getist að.
Afturhaldsmálgagnið og afturhalds-
mennirnir hér á landi líta auðvitað
annan veg á það atriði. Fyrir þeim
vakir þetta eitt, að ráðgjafinn muni
hafa áhrif á þingið. Og til þess að
gera þau áhrif sem skiljanlegust og
voðalegust vitnar afturhaldsblaðið
í það, »hvernig landshöfðingi oft og
einatt ræður úrslitum mála á þingi,
þótt valdaminni sé en ráðgjafinn«.
Sjálfsagt má nú deila um það fram
og aftur, hve rík landshöfðingja-áhrifin
hafi verið á þinginu. Nokkur hafa
þau verið, og það mundi verða örðugt
fyrir afturhaldsmálgagnið að sýna
fram á, að þau œttu ekki nokkur að
vera. Landshöfðingi leggur að sjálf-
sögðu til margháttaða þekkingu á lands-
málum, sem þingið mundi illa mega
án vera, ef það fengi hana ekki bætta
upp á einhvern hátt.
En að hinu leytinu vita það allir,
að í þeim málum, sem einkum hafa
orðið að deiluatriðum við stjórnina,
hefir landshöfðingi ekki verið á þings-
ins bandi. í því efni þarf ekki ann-
að en minna t. d. á stjórnarskrána
endurskoðuðu og eftirlauualögin. Og
þingið hefir farið sínu fram alveg eins
fyrir því. Hver, sem líka man nokk-
uð eftir þinginu 1895,' veit það, að
valt væri að reiða sig á vald lands-
höfðingja yfir alþingi.
En í raun og veru gerir það minst
til í þessu sambandi, hvort áhrif lands-
höfðingja á þingið hafa verið mikil
eða lítil.
Hitt er aðalatriðið, hvort menn þá
vildu heldur, að landshöfðingi koemi
alls ekki á þingið og það hefði engan
stjórnarfulltrúa við að tala.
Getur það verið að nokkurum manni
detti í hug, að nokkuð væri með þvf
unnið ? Getur nokkur maður í alvöru
gert sér í hugarlund, að tillögur lánds-
höfðingja við stjórnina yrðu samkvcem-
ari þingviljanum, ef hann kæmi aldrei
á þing, heyrði ekki nokkurt orð, sem
þar væri sagt, talaði aldrei við nokk-
urn þingmann?
Vér trúum ekki öðru en að hver
maður með viti, sem nokkuð þekkir
til, kannist við það, að þingið hafi
nokkur áhrif á landshöfðingja. Enda
liggur það f hlutarins eðli.
En hvernig í ósköpunum ætti þá að
vera fyrir það girt, að þingið hafilíka
áhrif á ráðgjafann, ef það fær hann
til viðtals og samvinnu?
Annað eins mál og þetta er svo ein-
falt, að það er óskiljanlegt, að það
skuli geta hafa orðið að deiluefni vor
á meðal.
Allir höfum vér nú um hálfa öld
sett von vora til alþingis. Fyrir því
hefir í raun og veru alt af verið bar-
ist fremur öllu öðru, að auka vald
þess, alt frá því er Jón Sigurðsson
hóf baráttu sfna og fram að þessum
tfma.
En þegar oss svo er gerður kostur
á að beita áhrifum alþingis beint á
stjórn vora, þá svara sumir þeirra,
sem hæst hafa hrópað og digurmann-
legast talað:
Við skulum varast að láta ráðgjaf-
ann hitta þingið. það stendur hon-
um ekki snúning. Hann drotnar yfir
því eins og börnum I
Fyrir hverju vilja þá þessir menn
berjast í stjórnmálunum ? Hvernig
geta þeir hugsað sér að heill og ham-
ingja þjóðarinnar sé fáanleg meðþing-
valdinu, ef þingið er og verður að
sjálfsögðu eins og þeir lýsa því? Sjá
þeir ekki, að þeir eru að gefa sjálfum
sér utan undir.
Er, í einu orði, unt að hugsa sér
ótrúlegra deiluefni vor á meðal en
þetta?
Frá alþingi.
Lög frá alþingi.
XXVIII.
Greiðsla verkkaups.
1. gr. Verkkaup skal greitt með gjald-
gengum peningum starfsmönnum öllum og
daglaunamönnum við verzlanir, verksmiðj-
ur og náma, hásetum og öðrum starfs-
mönnum á þilskipum, sem á fiskiveiðar
ganga eða hvalaveiðar, hvort sem era
seglskip eða gufuskip, nema verkkaupið sé
hluti af aflanum sjálfum, svo og starfs-
mönnum og daglaunamönnum þeim, er á
landi vinna hverja þá vinnu, er af útgerð
skipanna leiðir, og má eigi greiða kanpið
með skuldajöfnuði. Þó geta vinnuveitandi
og verkmaður gjört annan samning um
þessi atriði.
2. gr. Nú vinnur maður ákveðið verk
fyrir ákveðið kaup (accord) að einhverri
þeirri atvinnugrein, er 1. gr. hljóðar um,
og fer um greiðslu þess, eins og segir i
I. gr.
3. gr. Brot gegn lögum þessum varða
sektum frá 10 til 100 krónum, er renna i
landssjóð.
4. gr. Með brot gegn lögum þessum
skal fara sem opinber lögreglumál.
XXIX.
Stofnun landsspítala í Reykjavík.
1. gr. í Reykjavík skal stofna lands-
spítala, sem liafi eigi færri sjúkrarúm
en 24. Til byggingar spítalans má verja
úr landssjóSi 40,000 kr. og tillagi frá
Reykjavíkur kaupstað 10,000 kr. Til
útbúnaðar spítalans má verja úr lands-
sjóði alt að 10,000 kr. Hin núverandi
spítalaeign í Reykjavík, hús, lóð og á-
höld, legst einnig til landsspítalans og
skal henni ráðstafað á þann hátt, sem
landsstjórnin nánar ákveður.
2. gr. í stjórn spítalans er amtmað-
ur og landlæknir og læknir sá í Reykja-
vík, er landshöfðingi skipar. Spítala-
stjórnin semur reglugjörð fyrir spítalanm