Ísafold - 27.09.1899, Síða 3
255
og erindisbréf fyrir starfsmenn hans, er
landshöfðingi staðfestir. Hún hefir alla
umsjón með spítalanum og spítalahald-
inu, ræður starfsmenn og segir þeim
upp, og ákveður borgun þá, er sjúkl-
ingar skulu greiða fyrir spítalavistina.
3. gr. Starfsmenn spítalans skuhi
vera þessir, auk nauðsynlegs vinnufólks
og hjúkrunarfólks: 2 yfirlæknar og 1
aðstoðarlæknir; ráðsmaður og ráðskoua;
yfirhjúkrunarkona og gjaldkeri.
Ráðsmaðurinn fær 600 kr. þóknun á
ári fyrir starfa sinn; ráðskonan og yfir-
hjúkrunarkonan fá auk fæðis og hús-
næðis 400 kr. hvor á ári í kaup; gjald-
keri 200 kr. á ári og aðstoðarlæknir
600 kr. á ári auk húsnæðis og fæðis.
4. gr. Þangað til öðruvísi verður á-
kveðið, skulu kennararnir í útvortis-
lækningum (kirurgi og operation) og
innvortis-lækningum (therapi) við lækna-
skólann í Reykjavík takast á heudur
yfirlæknisstörfin við spítalann, og má
greiða alt að 1200 kr. fyrir læknisstörf-
in, eftir því sem spítalastjórnin nánar
ákveður og landshöfðingi samþykkir.
5. gr. Kaup starfsmanna, svo og
allur kostnaður árlegur við spítala þenn-
an, að því er gjöldin fara fram úr
tekjunum, skal greiðast úr landssjóði.
Vendetta.
Eftir
Archibald Clavering Gunter.
XXVI.
Marína svarar honum stillilega:
»Eg hefi svo oft um þetta hugsað.
En eg er Korsíku-kona. Tómassó
gamli mundi fyrirlíta mig, og eg gæti
ekki litið framan í nokkurn landa
minna. þér talið alveg eins og de
Belloc talaði«.
•Einmitt það — þér hafið þá talað
við hann?«
»Já auðvitað ! Eg fór til hans með
allar þessar ljósmyndir og bað hann
að benda mér á manninn«.
»Nú — og hvað sagði hann ?«
»Hann!« segir stúlkan með ákefð,
»hann, sem þóttist vera vinur Antón-
íós, vildi ekki einu sinni líta á þær.
Hann sagði, að einvígið hefði verið
háð eius og góðum drengjum sómdi
og að einskis væri að hefna. Enski
foringinn hafi verið prúðmenni, hug-
prúðasti ssémdarmaður!#
»það fanst mér líka«.
»Einmitt það! þér eruð honum
samdóma — hugprúðasti sæmdarmað-
ur! Og maðurinn, sem drap bróður
minn, var í brynju!«
•Hver hefir sagt yður það?«
“Mateó, veitingamaðurinn. Hann
fekk skot í síðuna, og hefði beðið
bana eins og bróður minn, ef hann
hefði ekki verið í brynju — heigull-
mn sá arna!«
Barnes segir henni nú frá auðnu-
peningnum og tekur það fram að
hann sjáist á myndinni hennar.
Marína hlær við fremur kuldalega
ogsegir: »Eg vissi ekki, að mérhefði
tekist svona illa. þetta átti að vera
brynjuhringur, sem kúlan hefði rifið
af«.
»f>ér eruð þá staðráðin í að gleyma
þessu ekki ?«
»Eg ætla ekki að gleyma þessu, með-
an þessir hlutir eru til að minna mig
á það«. Og hún bendir á mynd af
bróður sínurn, sem hangir á veggnum,
sýnir svo Vesturheimsmanninum
skammbyssuna sundurskotna og taut-
ar fyrir munni sór : »það eru á henni
blettir af blóði hans«. Svo dregur hún
út úr barmi sér blýkúlu, sem dregin
er upp á band, er bundið er um háls
henni og segir með titrandi vörunum:
•Kulan sú arna drap bróður minn og
hún skal stöðugt minna mig á eið
minn !<
»f>ér eruð ung enn», segir Barnes.
»Sá dagur kemur, er þér munuð kom-
ast að raun um, að betra er að elska
en að hata«.
Hún stendur upp, eins og hún sé
með því að gefa í skyn að hún vilji
nú binda enda á samræðuna, og segir
um leið : »Svo lengi sem eg lifi, mun eg
ekki ala nema eina ástríðu í brjósti
mér og hún er hatur. Meðan því er
ekki fullnægja gerð, mnn eg ekki geta
unnað neinum !«
»Og það ekki, þótt Edvin Anstruther
bæði yður um það i aldingörðum
kedivans ?«
Marína hrekkur þá aftur á bak og
hnígur svo niður á stól og rekur upp
hljóð, líkt því sem það stafaði af þrá,
er bæld hefði verið niður.
Og Barnes yfirgefur hana þannig á
sig komna. »Guð minn góður«, taut-
aði hann fyrir munni sér — »þau skyldu
nú hittast, þessi tvö — og hún skyldi
fá að víta-------!«
Ellcf'ti kapítuli.
»Hinn«.
Barnes þarf einar þrjár eldspíturtil
þess að geta kveikt í vindlinum sínum
og heldur heim til hótelsins síns.
Hann er stöðugt að hugsa um, hvern-
ig hann eigi að fara að því að fá Ed-
vin til að fara frá Nizza sem allra
fyrst. f>ví að standi hann hér við
nokkuð til muna, þá hljóta þau að
hittast, hyggur hann; það líður aldrei
langt um áður en Marína verður hans
vör. Að líkindum gæti eg séð um
það, að hann yrði ekki myrtur«, segir
hann við sjálfan sig; »en óþægilegir
vafningar hlytu úr því að verða. Auk
þess er mjög óþægilegt fyrir mig að
skifta mér af málinu. Eg yrði þá
að segja manninum, að hannhafiorð-
ið manns bani þennan óhappamorgun
— sem honum er enn með öllu ókunn-
ugt um — og að hann verði að hafa
vakandi auga á að verða ekki sjálfur
myrtur. Og hvað má eg svo að segja
Edvin mikið ? Ekki get eg sagt hon-
um, að engillinn hans frá spítalanum
á Egiptalandi ætli að vinna á honum,
jafnskjótt og hún kemur auga á hann;
hann mundi ekki einu sinm trúa mér.
Og — ef honum þykir svo líka vænt
um Marínu — —«. Við þá hugsun
bindur Barnes enda á hugleiðingar
sínar með löngu blístri og byrjar svo
aftur að framan. Alt í einu sér hann,
hvernig úr málinu greiðist á víðfeldn-
astan hátt.
Opnum vagni er ekið á móti hon-
um. í vagninum situr ung kona, af-
bragðsfríð, í hvítum sumarkjól. Allir
taka eftir henni, nema Vesturheims-
maðurinn, sem er hugsi. Við hlið
ungfrúarinnar situr löngstúlka, á gelgju-
skeiðinu, ólöguleg í vexti; eftir stærð-
inni gæti hún verið 16 ára, en hún
er í stuttum kjól, eins og 11 ára
gamlar telpur. Utan á hana er rað-
að skræpulegum litum, alt frá eirlit-
uðu skónum og hárauðu sokkunum
upp að bláa hattinum með lifrauðu
fjöðrinni; þar á milli er ljósgulur kjóll
með purpurarauðu belti.
f>egar Barnes er kominn í nánd við
vagninn, gefur ungfrúin ökumanni
bendingu um að nema stað og segir:
»Nu-nú? Ætlið þér ekki einu siuni
að heilsa mér?«
Barnes hrekkur við, tekur ofan og
segir: »Heilsa yður? Síður hefði eg
viljað láta það undir höfuð legg-jast«!
Og hann tekur í höndina, sem fröken
Enid réttir honum.
Stelpan fer að flissa og segir. »f>ér
eruð auðvitað þessi nafnfrægi hr. Bar-
nes frá New York, er ekki svo?«
»Og þú ert þessi jafn-nafnfræga
fröken Maud Chartris?«
»Ja-há, eg er litla stúlkan« — nú
flissar hún aftur — »sem þér ætluðuð
að gefa svo mikið af sætindum, að
hún gæti drepið sig á þeim. Enid
sagði mér frá því. Hún hefir altaf
verið að horfa eftir yður — er það
ekki satt Enid?«
Fröken Anstruther roðnarvið. »Já,
eg hefi horft eftir yður; heima í hó-
tellinu yðar er miði frá mér«, segir
hún, snýr sór svo að óþektarorminum,
sem við hlið hennar er, og heldur á-
fram: »Maud, ef þú hættir ekki að
sjúga húninn á sólhlífinni þinni, þá
gleymir hr. Barnes því, að hann hafi
lofað þér sætindum«.
»f>að þorir hann ekki«, svarar Maud,
því að hún veit, hvað mikið hún á
undir sér. »Hinn reyndi að svíkja
mig, lét sem hann hefði gleymt að
gefa mór sætabrauðið, sem hann hafði
lofað mér, og þú veizt, hvernig fór
fyrir honum«.
Hvorki Barnes né fröken Anstruther
kunna sérlega vel við að heyra hana
tala um þennan »hinn« og Enid fer
alt í einu að gefa ökumanninum ná-
kvæmar gætur.
•Hvernig fór þá fyrir honum?« spyr
Vesturheimsmaðurinn.
»Eg—eg kom hcnum til að biðja—«,
Nú kemur slíkur vandræðasvipur á
andlitið á Enid, að Barnes tekur fyr-
ir munninn á Maud með þessum
orðum: »Hlauptu þarna inn í krydd-
sölubúðina og kauptu alt, sem þig
langar í; eg skal koma á eftir og
borga það«.
Útheyskapur
hefir orðið mikill hér um slóðir,
þrátt fyrir óþurkana, sumstaðar jafn-
vel með mesta móti, því að grasvöxt-
ur var ágætur. En hræddir eru menn
um að heyin séu mjög létt.
Póstskipið »Ceres«.
lagði á stað héðan í gær til útlanda.
Með því tóku sér far síra Jón Bjarna-
son, með frú sinni og fósturbörnum og
síra Eriðrik J. Bergmann áleiðis til
Vesturheims. Nokkurir útflytjendur
urðu þeim samferða, þar á meðal Jón
Johannessen stúdent, f>órður Finsen
(póstmeistara), Stefán Guðjohnsen frá
Húsavík, frk. Guðrún Indriðadóttir
(revisors) og frk. Anna Sigurðardóttir
frá Görðum. Til Kaupmannahafnar
fóru, auk annara, stúdentarnir Árni
Pálsson og Jón f>orkelsson.
Uppboð
á föstud. (29.) þ. m. í Iðnaðarmannahúsinu
á bókum
Dr. philos. Gríms Thomsens, Arna sýsium. Gísiasonar
o. fl.
Gosdrykkir.
Enginn selur eins góða og ódýra
gosdrykki
eins og verksmiðjan »GEYSIR«
Nægar hirgðir jafnan fyrir hendi. 20
tegundir af
Límonaði,
margar af
södavatni,
ennfremur
sæt og súr saft, edik.
Gerpulver, Citronolía og
Bitter-Mandelolía-
Útsölumenn fá afslátt eftir því, hve
mikið þeir kaupa.
Reykjavík, Hafnarstræti 8.
TAPAST hefir frá Þorbjarnarstöðum
14. þ. m. dökkjarpur bestur með mark:
sneitt og standfjöður framan hægra, stand-
fjöður framan vinstra; aljárnaður með sex-
boruðum skeifum. Hver, sem hittir hest
þennan, er beðinn að gera undirskrifuðum
aðvart.
Hópi í Grindavik 24. septbr. 1899.
Guðmundur Jónsson.
Takið eftir.
Undirritaður tekur að sér að panta
alls konar sildarnet, laxvörpur og ádrátt-
arnet. Sýnishorn og verðlistar liggja til
sýnis.
Casper Hertervig.
Fæði geta menn fengið frá 1. október
hjá M. Jóhannessen.
Aðalstræti 12.
♦Heima og erlendis,#
Ijóðasafnið, fæst í afgr. Isafoldar,
verð 60 aurar.
ÁDRÁTTARNÓT.
nál. 100 fm. löng og 8 faðma djúp, spáný,
og önnur minni (Orkast-nót) með öllu til-
heyrandi, eru til sölu í Hafnarstræti 8.
Ennfremur nótabátur, siglingabátur og
smábátur (skekta) með öllu tilheyrandi.
Undirrituð tekur að sér kenslu i hann-
yrðum eins og að undanförnu, frá byrjun
októberm. Laufásveg 3
Kristjana Markúsdóttir.
ProcLama.
Eftir lögum 12. apríl 1878 sbr. op.
br. 4. jan. 1861 er hér með skorað á
þá, sem til skulda telja í dánarbúi
Vigfúsar Björnssonar, sem andaðist á
Hofi í Rosmhvalaneshreppi hinn 9.
marz þ. á., að tilkynna þær og sanna
fyrir skiftaiáðandanum hér innan 6
mánaða frá síðustu birtingu auglýsing-
ar þessarar.
Skiftaráðandinn í Kjósar- og Gullbrs.
hinn 12. septbr. 1899.
Franz Siemsen.
settur.
Öllum hinum rnörgu, sem heiðr-
uðu útför minnar elskuðu eigin-
konu, Guðbjargar Sveinbjarnar-
dóttur, með návist sinni, og vinum
mínum fjær og nær, sem hafa
sýnt mér innilega hluttekuingu í
sorg minni, færi eg bjartanlegt
þakklæti.
Holti undir Eyjafjöllum, 8. sept. 1899.
Kjartan Einarsson.
Óskilahross þessi fyrirfundust i Kolla-
fjarðarrétt:
1. Brún hryssa, 1 vetrar, mark: Sneiðrifað
fr. vinstra.
2. Grár hestur, 1 vetrar, márk: Biti aft. h.
3. Brúnn hestur, 1 vetrar, mark: Stýft h.
4. Leirljós hryssa, 3 vetra, mark: Biti fr. b.
5. Jarpur hestur, 3 vetra, mark: Stýft og
2 stig aft. k., fjöður aft. v. (alt illa
markað).
6. Rauð tvístjörnótt hryssa, 4 vetra, mark:
Stýft h.
Hross þessi verða geymd og meðhöndl-
uð samkvæmt fyrirmælum nú gildandi
reglugjörðar fyrir Kjósar- og Crullbringu-
sýslu um notkun afréttar og fjallskil.
Kjalarnesshrepp 21. sept. 1899.
Þ. Runólfsson.
Upplboðsauglýsing.
Eftir kröfu landsbankans verða, að
undangengnu fjárnámi, haldin 3 opin-
ber uppboð á hálfri jörðinni Krossi í
Skarðstrandarhreppi f Dalasýslu. 2
fyrstu uppboðin verða á skrifstofu sýsl-
unnar laugardagana 4. og 11. dag
nóvemberm. næstk. um hádegisbil; 3.
uppboðið verður á jörðinni laugard.
18. s. m, um hádegisbil.
Uppboðsskilmálarnir verða til sýnis
á skrifstofu sýslunnar frá3. nóvemberog
verða birtir við uppboðin.
Skrifstofu Dalasýslu 23. sept. 1899.
Björn Bjarnarson.
Matur og húsnæði
fæst í Kirkjustræti 4.
Rumgott herbergi til leigu, fyrir ein-
bleypa, i miðjum bænum.