Ísafold - 30.09.1899, Page 1

Ísafold - 30.09.1899, Page 1
A'emur út vmist einu sinni eða tvisv. í viku. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða V/a doll.; borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé til dtgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXVI. árg. Reykjavík, laugardaginn 30. sept. 1899. 65. blað. Forngripasafn opiðmvd.og ld. kl.ll—12 Landsbankinn «pinn hvern virkan dag kl. 11—2. Bankastjóri við kl. 11—2 annar gæzlustjóri 12—1. Landsbókasafn opið hvern virkan dag kl 12—2 og einni stundu lengnr (til kl. 3) md., mvd. og ld. til útlána. Yesta væntanl. á morgun. Hólar fara þrd. 3. n. m. Norðan-og vestanpóstur fara laugar- dag 7. okt. *jr^x".jrjv"xiv"xív"viv‘xiv,‘xiv".viv"x.iv"xiv'viv"viv"xjv’ Nýir kaupendur að næsta árgangi „ísaíoldar“, 1900, fá, auk annara hlunninda, ókeypis síðasta ársfjórðung þ.á. október—desember, ef þeir borga fyrirfram. Nýir kaupendur skil- vísir fá ókeypis skáldsöguna W1 dxu .jQijyp. Æk þegar hún verður fullprentuð. Vendetta verður 30—40 arkir að Btærð. Hún er ein af þeím nútíðar- Bögum, sem alþýða manna hefir mest sózt eftir, hvervetna þar sem hún hefir verið gefin út. í Vesturheimi t. d. seldust af henni 200,000 eintök á örstuttum tíma. Bókafregn. Andvari. Tímarit hins ísl. Þjóðvinafé- lags; 24. ár. Hann er töluvert þynnri í roðinu nú en hann hefir átt vanda til, þriðj- ungi minni en hann var í fyrra, til dæmis að taka, rúmar 10 arkir nú, en rúmar 15 arkir þá. Dr. Björn M. Ólsen rektor ritar um Berg Tliorberg landshöfðingja mikið hlýlega grein. Hann leitast þar við, meðal annars, að gera grein fyrir því, er þeim bar á milli, konungkjörna og þjóðkjörna flokkinum, í hinni fyrri stjórnarskrárbaráttu vorri, og kemst að þeirri niðurstöðu, að svo framar- lega sem menn sóu satndóma um það, að alþingi hafi farið hyggilega að ráði sínu 1873, þá hljóti »menn einnig að játa, að brigslyrði þau, sem menn áð- ur báru á »hina konungkjörnu«, hafi verið ómæt og ástæðulaus«. Dr. |>orv. Thoroddsen lýkur í þess- um árg. Andvara skýrslunum um ferb- ir sínar, er hann byrjaði 1881; hefir nú yfirfarið land alt, bygðir og ó- bygðir. þá er vFiskirannsóknir 1898, skýrsla til landshöfðíngja«, eftir Bjarna Sæ- mundsson. jpað eru fiskiveiðarnar á Austurlandi, sem höf. gerir að umtals- efni í þetta sinn. Meðal annars talar hann þar allrækilega um gufuskipaút- gerðina eystra. Niðurstaðan sú, að efamál sé, hvort útgerð með því fyr- irkomulagi verði til þess að hrinda fiskiveiðum vorum í æskilegt horf, jafnvel þótt þær breytingar komist á, sem höf. telur sjálfsagðar og óhjá- kvæmilegar. |>að er til seglskipaút- gerðarinnar að hann setur von sfna. Deilur um forntungurnar eftir fræg- an vísindamann enskan, Alex. Bain, er fjórða ritgjörðin, og hefir Jón Ól- afsson þýtt hana. Nokkuð einkennileg og ekki með öllu ófróðleg eru tildrögin að því, að sú ritgjörð var prentuð í Andvara, enda hafa og spunnist orðahnippingar út af því. Sannleikurinn er þessi: pýðandinn sendi Tímarits-nefnd Bókmentafélagsins ritgjörðina, og í nefndinni varð ágreiningur um hana. Tveir nefndarmenn, Dr. Björn M. Ól- sen, forseti félagsins og Hannes rit- stjóri |>orstein88on, vildu hafna henni. prír vildu taka hana: Steingr. Thor- steinsson yfirkennari, Kristján Jóns- son yfirdómari og Einar Hjörleifsson. Með því að mótspyrna forsetans var óvenjulega ákveðin, ætluðu þessir þrír að hafa vaðið fyrir neðan sig, og í því skyni að girða fyrir öll undan- brögð kröfðust þeir þess að ritgjörðin væri borin upp til atkvæða í nefnd- inni með tveimur öðrum ritgjörðum, sem allir voru sammála um að taka, létu á þann hátt í ljós þann vilja sinn, að eitt skyldi yfir þær allar ganga — annaðhvort skyldi engin þeirra fara inn í Tímaritið eða þær allar. Forseti varð við þeirri áskorun; ritgjörðirnar voru bornar upp til atkvæða á þenn- an hátt og með þessum skilningi meira hluta nefndarinnar. En svo láðist meira hlutanum að krefjast þess að bókað væri, hvernig þessari at- kvæðagreiðslu hefði verið háttað; eng- um mun hafa komið til hugar, aðfor- seti mundi sækja svo fast að útiloka ritgjörðina, að hann beitti neinum undanbrögðum, eftir að vilji meira hlutans hafði komið jafn-skýrt fram. En sú varð nú samt raunin á. Einn nefndarmaðurinn úr meira hlutanum átti erindi burt úr bænum og á með- an hann var fjarstaddur lét forseti lúka prentun Tímaritsins og hefta það, án þess að láta ritgjörðina birtast þar. Jafn-fast hefir víst aldrei nokkurt Bókmentafélags-mál verið sótt eins og það, að bægja þessari ritgjörð frá Tímaritinu. Og frá sjónarmiði for- setans er það skiljanlegt, mannsins, sem einn heldur nú uppi vörn fyrir forntungna-áþjáninni í lærða skólan- um. Honum þótti vænt um liðveizl- una frá Eiríki meistara Magnússyni, því »nota flest í nauðum skal«. Meist- arinn gefur mjög afdráttarlaust í skyn í Tímarits-ritgjörð sinni, þeirri er minst var á í Isafold nýlega, að eng- ir nema norskir bændur og íslenzkir aular séu forntungna-áþjáninni and- stæðir. |>að hefði því komið sér illa, ef sannast hefði í sama Tímarits-heft- inu, »að Gladstone hefir reynt að af- nema grísku og latínu sem skilyrði fyrir stúdents-prófi við Dýflinnar-há- skóla, að Lundúna-háskóli veitir (og hefir frá byrjun veitt) aðgang að students-prófi án þessa skilyrðis og að baráttu gegn klassisku málunum hefir verið haldið uppi staðfastlega um langan aldur af merkum mönnum*. Alt þetta sannar ritgjörð Bains, eins og þýðandinn bendir á í ofurlitlum formála. Og auk þess er forntungna- hjátrúin tætt þar sundur með ljósum rökum. Að Iíkindum þykir mörgum síðasta ritgjörðin skemtilegust, Verzlunarfrelsi, verndartollar o. fl. eftir Jón Ölafsson. Hún er stíluð gegn þeirri skoðun, sem nokkuð hefir bólað á á síðari tímum, að þörf sé að fara að vernda hérlendar vörur með tollum. Eitgjörðin er fjör- ugt samin og einkar Ijós. Kristilegi stúdentafundurinn, norræni, í Noregi. Hinn fimti kristilegi fundur stúdenta á NorSurlöndum, sem áður hefir verið getið hér íblaðinu, var, eins og til stóð, haldinn dagana 12.—20. ágústmánaðar í einhverju lang-fallegasta hóraðinu í öll- um Noregi, Raumsdalnum framanverð- um við botninn á Raumsdalsfirði. Fund þennan sóttu alls 415 stúdentar, yngri og eldri, og þar á meðal 62 kvenstú- dentar. Sem eðlilegt er, voru Norðmenn fjölmennastir á fundinum, eða alls 124, þá Svíar 119, Danir 110, Finnar 62 og 1 Isléndingur (síra Jón Helgason presta- skólakennari); auk þess voru þar 3 Ameríkumenn og 1 Þjóðverji. Hór um bil helmingur allra þeirra, er fundinn sóttu, voru guðfræðingar, en meðal hinna voru læknisfræðingar lang-fjölmennastir. Yfir höfuð að tala virðist hiu kristilega stúdentahreyfiug nú á dögum telja flesta áhangendur meðal læknisfræðinganna (þegar guðfræðingarnir eru undanskild- ir) og er það harla eftirtektavert og gleðilegt tímanna teikn. Finnar hafa ekki sótt stúdentafundi þessa, svo telj- andi só," fyr en nú, og þegar þess er gætt, að þessi hreyfiug er svo til ný- lega komin til Finnlands, má þetta heita góð byrjun. Fundarmenn voru helmingi fleiri nú en á næsta sams konar fundi á undan, og var hann þó fjölsóttari en þeir fund- ir, sem áður höfðu verið haldnir. Lang- flest var og nú, tiltölulega við fundar- manna-fjöldann, af stúdent.um, sem ekki hafa lagt stund á guðfræði. Samkomustaðurinn var heræfingavöll- ur einn í framanverðum Raumsdal, er Setnesmoen heitir, og bjuggu fundar- menn í hermannabúðum þar á vellinum, alt að því 20 í hverri búð. Tjald eitt, feikna-stórt, var reist á vellinum milli búðanna og mötuðust fundarmenn þar allir í sameiningu. En í sóknarkirkju einni þar skamt frá voru fundir haldnir. Alls stóð fundurinn yfir í 8 daga og voru að jafnaði haldnir þrír reglulegir fundir á hverjum degi, en auk þess ýmsir aukafundir og sérfundir sérstakra fólaga. Bæði kvelds og morguns var haldin stutt bænagjörð eða bænasam- koma, ýmist í tjaldinu eða kirkjunni. Af málum þeím, er á dagskrá voru á fundinum, skal hér getið hinna helztu og lýsa þau um leið stefnu fundarins í aðal-atriðunum: 1. Kristindómur og si'ð- ferðileg menning; 2. Kristniboð og þjóðmenning; 3. Kristindómur og breyti- þróunarkenningin; 4. Afturverkandi á- hrif kristniboðsstarfseminnar í heiðnum löndum; 5. Nauðsyn afturhvarfsins; 6. Þýðing kristilegrar trúarvissu; 7. Trúar- legur eldmóður; 8. Kristilegt líferni — í hverju það er fólgið; 9. Guðsdýrkun í anda og sannleika; 10. Kristniboðs- starfssemi nútímans (heiðingjakristniboð, Gyðingakristniboð). Öll voru mál þessi hafin með rækilegum fyrirlestrum, sum þeirra fleiri en einum, og spunnust út af þeim flestum hinar fjörugustu ura- ræður. Meðal þeirra, er ræður fluttu á fundinum, þótti einna mest koma til hinna dönsku ræðumanna, enda virtust þeir yfirleitt mælskari menn en bæði Norðmenn og Svíar, þótt auðvitað hefðu báðir marga góða menn í sínum hóp. Sérstaklega urðu mjög snarpar umræð- ur út af fyrirlestri þeim, er cand. Geis- mar (danskur) flutti um kristindóm og breytiþróunarkenninguna. En þótt bæði þá og oftar kæmu mjög svo frábrugðn- ar skoðauir í ljós, var allur andinn í umræðum þessum hinn frjálslyndasti og var jafnan barist með stillingu og kurt- eisi hinni mestu, eins og bræðrum sæm- ir og öðru eins málefni og því, er hér var jafnan aðalatriðið. Tvívegis hlýddu fundarmenn á sunnudagsguðsþjónustu og prédikuðu þeir Fr. Petersen háskóla- kennari í Kristjaníu við hina fyrri og Gustav Jensen prestur í Kristjaníu við hina síðari, en báðir þessir menn eru taldir í fremstu röð allra kennimanna á Norðurlöndum á yfirstandandi tíð. Á eftir síðari guðsþjónustunni voru c. 340 af fundarmönnum til altaris í samein- ingu. Síðasta fundardaginn skýrði Kr. Mart. Eckhoff, prestur í Kristjaníu og hús- faðir á »stúdentaheimilinu« þar í bæn- um, en aðalforgöngumaður hinna kristi- legu fundarhalda meðal stúdenta, frá þróun hinnar kristilegu hreyfingar og framtíðarhorfum. Gat hann þess, að kand. Stub hefði verið sendur til íslands til þess að draga ísl. stúdenta inn í hreyfingu þessa og skoraði þar næst á síra Jón Helgason að halda því starfi áfram, svo að næsti fundur gæti fengið að sjá framan í að minsta kosti 3—4 ísl. stúdenta. Því næst skýrði síra Jón Helgason frá skóla- og stúdentalífi á Islándi, jafnframt því sem hann rakti stuttlega sögu hinna íslenzku æðri skóla alt niður til vorra tíma, og sýndi að lokum fram á, liversu hinn mikli ferða- kostnaður og umfram alt það, að ísl. stúdentar yrðu að sumrinu til að vinná fyrir sér, til þess að geta stundað nám að vetrinum, gerði flestum íslenzkum stúdentum því sem næst ókleift að sækja þessi kristilegu stúdentafundarhöld, hversu fegnir sem þeir vildu það. Þá stóð upp aftur Eckhoff prestur og taldi það auðvitað fullgilda afsökun í sjálfu sór, en bætti því við, að þá hvíldi líka sú skylda á öllum stúdentum Norð- urlanda, er teldu sig hlynta hinni kristi-

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.