Ísafold - 22.11.1899, Síða 4

Ísafold - 22.11.1899, Síða 4
ina Tyne á Englandi, og er eign Cunard- linnnnar, er hefir látiÖ smíða alls 21 gufu- skip, fyrir her um hil 72 milj. kr. samtals frá því er félagið var stofnað fyrir 60 ár- nm. Það var að eins 9’/s mánuð í smið- nm. Það á að ganga milli Liverpool og Boston, sömu leiðina og fyrsta skip félags- ins, »Britannia«, er þótti töluvert til komu á sinni tíð, en tók þó ekki nema l/so á móts við ívernia, sem er auk þess helmingi hraðskreiðari og flytur því á ári viðlika mikið eins og 160 skip á stærð við Brit- annia, og tekur að auki tiu sinnum fleiri farþega, þótt aðallega séu ætluð til vöru- flutninga, þar á meðal skepnuflutnings, hefir t. d. bása fyrir B00 nautgripi og 80 hesta. En rúm hefir fleyta þessi þar að auki handa 150 farþegum á fyrsta farrými, 200 í öðru og 1000 í þriðja farrými, með alls konar þægindum. Hún er 600 fet á lengd, 641/,, fet nm miðjuna, og áV/'i fet á dýpt frá efsta þilfari. Kona háskólakennarans (rýkur inn á skrifstofu manns síns og hrópar): »Heyrðu, maður! Eldhússtúlkan er dottin niður stig- ann og hefir viðbeinshrotnað«. Háskólakennarinn (annars hugar): »Bless- uð, láttu hana fara, kona min góð, og það sem allra-fljótast. Þú sagðir sjálf i gær, að ef hún bryti eitthvað fyrir þér oftar þá vildirðu ekki hafa hana á heimilinu leng- ur«. Maður hrapaði í haust 10,000 fet og lifði þó. Það var suður í Graz í Steier- mark i Austurriki. Hann heitir Merighi Hann fór í loftfari 10,000 fet upp í loftið. Þá sprakk loftbelgurinn og hrapaði. Svo sem 20 álnir frá jörðu fleygði Merighi sér út úr loftfarinu. Hann fótbrutnaði og var horinn tll sjúkrahúss rænulaus. Meðan flughelgurinn var að hrapa, hafði Merighi ritað á pappírssnepil, er fanst í bátnum, þessi orð: »Eg dey ánægður, því eg hefi komist eins hátt og eg ætlaði mér«. Þeg- ar hann var raknaður við aftur, sagði hann svo frá, að loftbelgurinn hefði alt i einu þanist út voðalega og sprungið siðan með gríðar-smell; flettist allur sundur upp úr og niður úr. Þó varð úr honum hálf- gildings-fallhlíf, er dró mikið úr fallinu. Annars hefði maðurinn auðvitað verið steindauður löngu áðnr en hann kotu nið- ur á jörðu: Lögregla sá illræmdan umrenning skríða inn um glugga á geymsluhúsi, til að stela þar, að því er lögreglan þóttist fara nærri um. »Hvað ertu þarna að erinda?« spurði lögreglan. »Fyrirgefið þér, herra minn« anzaði þjófurinn ; »það er svo hvast núna úti; eg ætlaði að fá mér skjól til að kveikja í vindli«. Veitingamaður: »Hafið þér nokkurn tíma smakkað á nokkru, sem herandi sé saman við rauðvinið að tarna?« Gesturinn: »Eg veit ekki almennilega, en þó er mér nær að halda það., Eg stakk hérna um daginn óvart upp i mig penna, sem eg hafði dýft i rautt blek«. GT Næsta blað verð- ur líkiega látið bíða mánudags 27. þ. m., til þess að ná í póstskips- fréttir. Gefins verður fyrst um sinn útbýtt frá verzl- un Ólafs Arnasonar á Stokks- eyri- Pakklitum frá S. M. Kromans Fabriker sem alþektir eru í Danmörku og Færeyjum fyrir gæði og litfegurð. Engin Bem lita þarf ætti að brúka aðra liti en frá S M Kromans Fabriker. Notið tækifærið og prófið litina; það kostar ekkert. Crawíords Ijúffengasta Biscuits (smákökur) tilbuið af Crawford <& Son, Ediriburg oq London Stofnað 1813. Eirikasáli fyrir Fœreyjar og ísland: F. HJORTH & Co. Kjöbenhavn K 1871 Júbilhátíð 1896. Hinn eini ekta BRAMA-LIFS-ELIXIR. Meltíngarhollur borð bitter essenz. Allan pann árafjölda, sem almenningur hefir við haft bitter þenna, hefir hann áunnið sjer mest álit allra matar-lyfja og er orðinn fræg- ur um heim allan. Hann hefir hlotið hin hœstu heiðursverðlaun. jpá er menn hafa neytt Brama-lífs-Elixírs, færist þróttur og liðugleiki um allan líkamann, fjör og framgirni í andann, og þeim vex kœti, hugrekki og vinnuáhugi; skilningarvitin skerpast og unaðsemda lífsins fá þeir notið með hjartanlegri ánœgju. Sú hefir raunin á orðið, að enginn bitter samsvarar betur nafni sínu en Brama-lifs-elixír; en hylli sú, er hann hefir komizt í hjá almenningi, hefir valdið því, að fram hafa komið ýmsar einkis- verðar eptirstælingar, er vjer vörum við. Kaupið Brama-lífs-elixír vorn einungis hjá þeim verzlunum, er söluumboð hafa frá vorri hendi, sem á Jslandi eru : Akureyri: Hr. Carl Höepfner. Sauðárkrókur: Gránufjelagið. —1 Gránufjelagið Seyðisfjörður:--- Borgarnes: — Johan Lange. Siglufjöruur: --- Dýrafjörður N. Chr. Gram. Stykkishólmur: N. Chr. Gram. Húsavik: — • Örum & Wulff. Vestmannaeyjar: I. P. T. Bryde. Keflavík : — H. P. Duus verzlun Vik pr. Vestmanna- — Knudtzon’s verzlun. eyjar: Hr. Halldór Jónsson. Reykjavík: — W. Fischer. Ærlækjarsel: Hr. Sigurðr Raufarhöfn: Gránufjelagið. Gunnlaugsson. Einkemii : Blátt Ijón og gullinn hani á glasmiðanum. Mansfeld-Bullner & Lassen, hinir einu sem búa til hinn verðlaunaða Brama-Lifs-Elixír Kaupmannahöfn, Nörregade 6. 1 Verksmiðja Tomlinsons & Haywards Proclama. HérmeS er samkvæmt skiftalögum 12. apríl 1878 sbr. opið bréf 4. janúar 1861 skorað á alla þá, er til skulda eiga aö telja í dánarbúi ekkju Sigríðar Magn- úsdóttur hér í bænum, að koma fram með skuldakröfur sínar og sanna þær fyrir undirrituðum skiftaráðanda áð'ur en 6 mánuðir eru liðnir frá síðustn hirt- ingu þessarar innköllunar. Ennfremur er skorað á erfingja hinnar látnu, að gefa sig fram innan sama tíma og sanna erfða rétt sinn. Bæjarfógetinn á Akureyri 30. okt. 1899. Kl. Jónsson. Proclanaa Samkvæmt op. br. 4. jan. 1861 og skiftalögum 12. apr. 1878 er hér með skorað á alla, er telja til skulda í dán- arbúi Einars Einarsonar frá Hemru, er druknaði í Skaftár-eldvatninu hjá Svína- dal síðastliðið sumar, að sanna kröfur sínar fyrir undirrituðum skiftaráðanda á 6 mánaða fresti frá síðustu birtingu þessarar auglýsingar. Með sama fyrirvara er skorað á erf- ingja hins látna, er vera munu ættingj- ar móður hans, Hildar Magnúsdóttur frá Hrísnesi í Skaftártungu, að gefa sig fram og sanna erfðarótt sinn. Sýslumaðurinn í Skaftafellssýslu, Kirkju- bæjarklaustri 3. nóv. 1899. Griiðl. Guðimmdsson. Proclama. Samkvæmt op. br. 4. jan. 1861 og Liincoln. England. stofnnð 1842 býr til ŒÚujU'Z; m skiftalögum 12. apr. 1878 er skorað á alla, er telja til skulda í dánarbúi Odds bónda Oddsonar í Mörtungu, er and- aðist 17. júní þ. á., að sanna kröfur sínar á 6 ' mánaða fresti frá síðustu birting þessarar auglýsingar fyrir und- irrituðum skiftaráðanda. Sýslumaðurinn í Skaftafellssýslu, Kirkju- bæjarklaustri 3. nóv. 1899. Tomlinsons olíusætubað og Haywards fjárbað. Tomlinsons olíusætubað er hlaupkent baðlyf ætlað fyrir hesta, nautpening, sauðfé, hunda og önnur húsdýr. Blöndunin er 1 hluti baðlyfs móti 40 hlutnm vatns. Haywards-fjárbað er lagarkent og því mjög þægilegt til notkunar. Blöndunin er 1 hluti baðlyfs móti 80 hlutum vatns. Fjárböð þessi eru afaródýr, ef tekið er tillit til gæðanna. Kostirnir við þessi baðlyf eru meðal annars, að þau 1. drepa allan maur 2. lækna kláða 3. auka ullarvöxtinn 4. mýkja og bæta ullina 5. eru algjörlega óskaðleg og ekki eiturkend, sjá efnaranusóknarvottorð Próf. V. Steins í Kbhvn. dags. 23. desbr. 1878 og 25. apríl 1899. 6. sóttvarnandi 7. hreinsa ullina ágætlega Beztu fjárbændur í Lincolnskíri brúka þessi baðlyf; tvéir hrútar, sem voru seldir árið 1898, annar fyrir 300 gíneur (5700 kr.) og hinn fyrir 1000 gíneur (19000) kr. voru baðaðir úr baðlyfum þessum. Allir sem vilja fá hátt verð fyrir ull sína, ættu að nota baðlyf þessi. þau hafa fengið ótal meðmæli úr ýmsum áttum, bæði utanlands frá og innan. Takið eftir vörumerkinu á hverjum pakka. Fæst í flestum verzlunum á íslandi og hjá aðalútsölumönnum verksmiðjunnar. Evers & Co. FroderiksholmsKanal, 6. Köbenhavn K. Til SÖlu er lítið timburíbúðarhús í Bakkakoti á Seltjarnarnesi. Húsinu fylgir umgirt lóð um 890 □ faðmar að stærð ásamt fleiri hlunnind- um. Mjög góðir skilmálar. Nánari upplýsingar gefur skipstjóri Jóhannes Hjartarson, Vesturg. 27. Samkvæmt lögum 12. apríl 1878 og opnu brjefi 4. janúar 1861 er hjermeð skorað á alla þá, sem telja til skuld- ar í dánarbúi Árna Einarssonar, fyrr- um hreppstjóra í Vestmanneyjum, sem andaðist hjer í bænum 19. febr- úar þ. á., að lýsa kröfum sínum og sanna þær fyrir skiftaráðandanum í Eeykjavík innan 6 mánaða frá síð- ustu birtingu þessarar auglýsingar. Bæjarfógetinn í Rvík 9 nóv. 1899. Halldór Daníelsson. Kom með Ceres VETRAR KARLMANNS og KVENNSKÓR, FL0NELET, CHEVI0T, þetta alknnna og fl. Kjólaleggingarnar eru til sýnis þessa daga. BJÖRN í[RIj^FJÁNj^ON Auglýsing. Aðalfundur >Hins arnfirzka síldarveiðafélags* verður lialdinn á Bíldiulal 18. des- ember n. k., að öllu forfalla- lausu; er því hér með skor- að á alla hluthafa nefnds félags, að mæta þar til þess að ræða lag/abreytingu sam- kvæmt ályktan aðalfundar 1898. Ennfremnr er hverj- um hluthafa gert að skyldu, að leggjaþar fram öll hluta- bréf sín, eða í það minsta að hafa komið þeim til fé- lagsstjórnarinnar fyrir 1. marz 1900, því líklega ganga þá gömlu hlutabréf- in úr gildi, og önnur ný verða gefin út í þeirra stað. Bíldudal 3. nóvember 1899. Fyrir félagsstjórnina P. J. Thorsteinsson, Guðl. Guðmundsson. Undirskrifaðir taka að sér að selja ísl. vörur og kaupa útlendar vör- ur gegn sanngjörnum umboðs- launum. . P. J. Thobsteinsson & Co. 2 Brogade 8. Kjöhenhavn C. Tapazt hefir kvennúr sunnudaginn 12. þ. m. Skila má í afgreiðslu Isafoldar. ' Vaxkápa fanst á Eyrarhakka á síðas liðnu vori; hennar má vitja að Sólheimum í Hrepp. Stranduppboð. Föstudaginn þ. 24. þ. m. verðurop- inbert uppboð haldið að Brunnastöð- um í Vatnsleysustrandarhreppi og þar selt hið strandaða skip «Málfríður« frá Kaupmannahöfn, ásamt öllu því, er bjargað varð frá skipinu, þar á meðal 4—500 tunnur af salti. Uppboðið byrjar kl. 10 f. h. Sölu- skilmálar verða birtir á uppboðsstaðn- um á undan uppboðinu. Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjós- arsýslu 17. nóv. 1899. Páll Einarsson. í haust var mér dregin hvít gimb- ur veturgömul með mínu marki: mið- hlutaó hægra, stýft vinstra, standfjöð- ur framan, en hornmörkuð standfj. fr. h., lögg aft. v., brenuimerkt: G. G. S.; bíð eg þann, er sannað getur sér kind þessa, að gefa sig fram við Skúla Guðmundsson, Úlfarsfelli. Nggrentað á kostnað ÍSAFOLD ARPRENTSMIÐJU Ritreglur eftir Valdimar Ásmundsson. 5. útgáfa, endursamin. Kosta í bandi 60 a. Utgef. og áhyrgð'arm. Björn Jónsson Meðritstjóri: Einar Hjörleifsson. Isafoldarprentsmiðja.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.